Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 15.— 16. mal 1982 mhg rœðir við Skúla Einarsson söðlasmið á Selfossi Ve 3» V',v Ví\sS se Ó aYV^ feV»V oí> ðð*vt 1V»'1 0\» s\í. týv"* o'v t)0' t)\o \t)» tíFToS" tv*"" — HvaOan hnakkana? — Viö fáum það frá Englandi og flytjum það inn sjálfir. En hnakk- dýnurnar stoppum við upp með islenskri ull. — Setjiö þið hnakkana i verslanir eða renna þeir kannski út jafnharðan? — Yfirleitt seljum við þá beint til kaupenda og standa þeir litið við. — Nú er nokkuð um það aö hnakkar séu fluttir inn. Hvernig er samkeppnisaðstaöan? — Innfluttu hnakkarnir eru oft ódýrari en þeir islensku. Getur verð þeirra leikið á þvi að vera frá einum þriöja af verði Islensku hnakkanna og upp I þaö aö vera nokkuð dýrari. En hér er ástæða til þess að benda á, að það færist mjög I vöxt aö krökkum séu gefnir hnakkar. Vill þá oft við brenna að keyptir séu ódýrari hnakkar og lélegri, sjálfsagt i þeirri trú, að þeir muni hvort sem er endast illa i hjá krökkunum, áhugi þeirra á : hestamennsku vari kannski ekki ' lengi, og þvi ekki ástæða til að kosta meiru tii en nauðsynlegt sé. En þetta er misskilningur. Austur á Selfossi er starfandi söðlasmíðaverk- stæði sem ber heitið Söðla- smiðaverkstæðið Baldvin og Þorvaldur. Fyrirtækið starfaði áður í Kópavogi og er nafnið þaðan komið. I októbermánuði sl. keypti Skúli Einarsson söðla- smiður verkstæðið og f lutti það austur á Selfoss, þar sem hann rekur það nú. Þegar blaðamaður hitti Skúla spuröi hann fyrst aö því, hvers- vegna hann hefði flutt verkstæðiö til Selfoss. — Til þess ber sú saga, að ég fluttist til Selfoss árið 1973, hóf þar þá nám I söðlasmiöi og lauk þvi þar. Að þvl búnu tók ég að mér um hrlö, að aka pósti út um Árnessýslu. Kvæntist svo konu frá Selfossi. Mikið er um hesta á Selfossi og mér sýndust atvinnu- möguleikar fyrir söölasmið vera þargóðir. Allt studdi þetta að þvi, að þegar ég tók aftur til viö sööla- smiðina ákvað ég aö setjast að með hana á Selfossi. — Og hvernig gengur rekst- urinn? — Ég hef enga ástæðu til að vera neitt óánægður meö hann. Hestamennska færist slfellt i vöxt, bæði úti um land og á Reykjavikursvæðinu og notkun hnakka og annarra reiðtygja eykst auövitað að sama skapi. — Hvað vinna margir á verk- stæðinu? — Við vinnum þar þrjú, tveir karlmenn og ein kona, Sigrún ólafsdóttir. Hún er þarna svona til að kynnast starfinu svo hún geti betur áttað sig á þvl hvort hún eigi að hefja beint nám i söðlasmiði. — Er ekki sjaldgæft að konur stundi söðlasmiði? — Það var sjaldgæft en nú er það mjög að breytast. Af þeim, sem leggja fyrir sig nám I sööla- smiði nú, mun meiri hlutinn vera konur. — Hvað smiðið þið marga hnakka á ári? — Ætli það séu ekki svona 80—100 hnakkar. Fjölbreytni I iðninni hefur minnkaö aö þvi leyti aö áður var mikið um aktygja- smlði og viðgerðir á þeim, en nú er dráttarhestaöldin liðin og aktygin þar með úr leik. — Og hvað tekur þaö langan tlma að smiöa hnakkinn? — Það tekur llklega svona um 40 klst. „Gott aðbúa á bak við svona hurð fáið þið efnið i Lélegirhnakkar vekja óánægju hjá krökkunum þegar þau sjá kannski góöa hnakka hjá jafn- öldrum sínum og þaö getur beinlínis orðið til þess, aö þau veröi frábitin þessari góðu og hollu Iþrótt, sem hestamennskan er. Og ég held að reynslan sé sú, að krakkarnir láti sér annara um góða hnakka en lélega og hiröi þá betur. Auk þess er sú hætta alltaf fyrir hendi að hestar meiðist undan lélegum hnökkum og geta þeir því hreint og beint verið hest- unum hættulegir. — Henta innfluttir hnakkar eins vei íslenskum hestum og þeir, sem hér eru framleiddir? — Innfluttu hnakkarnir henta mjög misjafnlega islenskum hestum og sumir alls ekki. Og nokkuð er um það, að komið sé til min með innflutta hnakka, sem ég er beðinn að breyta. — Seljið þið hnakka úr landi? — Nei, ekki er það nú kannski beinlínis. En töluvert er hins- vegar um það, að erlendir hestamenn, sem hér eru á ferð, kaupi hnakka, sem smlðaöir eru hérlendis. Og um Svisslending veit ég, sem rekur fyrirtæki I heimalandi sinu og smíðar þar m.a. hnakka. Hann sótti um það aö fá að senda hingað menn til náms I söðlasmíöi, en af þvl varð nú ekki. Pétur aðsetja syigjur i hnakkólar. Sigrún til hægri. — Ljósm.: Guðmundur Kristinsson. Skúli með hnakk sem hann smiöaöi sjálfur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.