Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 19
Helgin 15 — 16. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19 Ly f j atæknaskóli / Islands auglýsir inntöku nýrra nema fyrir næsta skólaár, sem hefst 1. október n.k. Umsækjandi skal hafa lokið tveggja ára námi i framhaldsskóla (fjölbrautaskóla). Umsækjendur sem lokið hafa prófi tveggja ára heilsugæslubrautar fram- haldsskóla eða hliðstæðu eða frekara námi, skulu að öðru jöfnu sitja fyrir um skólavist. Skólastjóm er heimilt að meta starfs- reynslu umsækjanda til allt að helmings þess námstima, sem um getur hér að ofan. Með umsókn skal fylgja eftirfarandi: 1) Staðfest afrit af prófskirteini. 2) Heilbrigðisvottorð á eyðublaði, sem skólinn lætur i té. 3) Sakavottorð. 4) Meðmæli skóla og/eða vinnuveitenda. Umsóknargögn liggja frammi i skólanum alla daga fyrir hádegi, eða send að beiðni umsækjanda. Umsóknarfrestur er til 25. júni n.k. Umsóknir sendist til: Lyfjatæknaskóla íslands, Suðurlandsbraut 6, 105 Reykjavik. Skólastjóri Sameiginleg verkfallsstjórn 18. maí á vegum: Málarafélags Reykjavikur, Múrarafélags Reykjavikur, Sveinafélags bólstrara, Sveinafélags húsgagnasmiða, Sveinafélags pipulagningamanna og Trésmiðaféiags Reykjavikur hefur aðsetur sitt að Suðurlandsbraut 30, 2. hæð. Siminn er 39180. FÉLAGSMENN FJÖLMENNIÐ Á VERKFALLSV AKTINA. Verkfallsstjórnin Njarðvíkurbær Kennarastaða Staða tréblásarakennara við Tónlistar- skóla Njarðvikur er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 27. mai. Allar nánari upplýsingar gefur skólastjóri i sima 92-3154. Stundarfriður í Dramaten og Kon- unglega Leikrit Guðmundar Steinsson- ar, Stundarfriður, verður leikið á Konungiega leikhúsinu i Kaup- mannahöfn og Dramaten i Stokk- hólmi næsta vetur, og er þetta I fyrsta sinn f sögunni sem islenskt ieikrit kemst á svið i þjóðleikhús- um tveggja landa i einu. Auk þess verður verkið lesið upp i Seattle á Scandinavia To- day listahátiðinni i Bandarikjun- um i haust. I vor verður sýning Þjóðleikhússins tekin upp fyrir sjónvarp, en sú sýning var sýnd viða um Evrópu við mjög góðan orðstir. Nú er verið að æfa nýtt verk Guðmundar Steinssonar hjá Þjóðleikhúsinu. Það heitir Garð- veisla og er leikstjórinn Maria Kristjánsdóttir. Þetta er hennar fyrsta viðfangsefni i Þjóðleikhús- inu, en hún hefur leikstýrt hjá L.R., Nemendaleikhúsinu og viðar. Fjölskyldudagur SVFÍ:____________________ Klifur og björgun Slysavarnardeildin Ingólfur og björgunarsveit Ingólfs efna á sunnudaginn til fjölskyldudags á Grandagarði.Dagskráin hefst ki. 14 við björgunarstöðina Gróubúð. Verður hún mjög fjölbreytileg og vel til hennar vandað til að gefa sem sannasta mynd af öfiugu og margháttuðu starfi Slysavarna- féiagsins. Klifur og sig verður sýnt af fjallamönnum sveitarinnar. Hvernig búið er um sjúka og slas- aða á börum og þeir siðan hifðir upp lóðrétta veggi eða slakað nið- ur á jafnsléttu, en slikar aðstæður skapast oft við björgunarstörf i fjöllum og klettum. Félagarsjóflokks og froskmenn sýna frá björgunarbátnum Gisla J. Johnsen meðferð og notkun gúmmibáta og hinar ýmsu gerðir neyðarmerkja, handblys og svif- blys, reykblys og merkjaskot. Þá verður sýnd björgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-RAN. Maður verður hifður úr báti um borð i þyrluna og einnig i björgunarkörfu úr sjó. Og loks hvernig björgunarmönnum, læknum og sjúkraliðum, er slak- að frá þyrlu niður i bát. Sá þáttur fer fram á vikinni undan Ana- naust og gefst þvi áhorfendum góðaðstaða til að fylgjast vel með öllu þvi er þar fer fram. Einn þáttur er sérstaklega ætlaður yngstu gestunum: Skotið verður úr linubyssu og sýnd notk- un fluglinutækja, sem bjargað hafa hundruðum islenskra og er- lendra sjómanna hér við land. Skammt frá Gróubúð verða flug- linutækin sett upp og þannig fyrir komið, að börnin fái að setjast i björgunarstólinn og verða dregin i honum fram og til baka. ÚTBOD Egilsstaðir Stjórn verkamannabústaba Egilsstaðahrepps óskar eftir tilboðum í byggingu fjögurra ibúða í parhúsum, ásamt undirstöðum, botnlögnum og botnplötu tveggja pansúsa, byggðum á Egilsstöðum. Húsin verða samtals 1488 m3. Botnar samtals 474 m2. Húsunum skal skila fullbúnum 31. júlí 1983. Botnunum skal skila 1. nóv. 1982. Afhending útboðsgagna er á hreppsskrifstofu Egils- staðahrepps og hjá Tæknideild Húsnœðisstofnunar ríkisinsfráþriðjudeginum 18. maínk. gegn kr. 2.000.- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en miðvikudaginn 2. júní nk. kl. 14.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. Seyðisfjörður Stjórn verkamannabústaða Seyðisfirði óskar eftir tilboðum í byggingu þriggja íbúða, ásamt bifreiða- geymslum í raðhúsi byggðu á Seyðisfirði. íbúðirnar, ásamt bifreiðageymslunum verða samtals 1303 m3. Verkefninu skal skila fullbúnu 30. júní 1983. Afhending útboðsgagna er á bæjarskrifstofu Seyðis- fjarðar og hjá Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisinsfrá miðvikudeginum 19. maí nk. gegn kr. 2.000,-skila- tryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en miðviku- daginn 9. júní nk. kl. 14.00 og verða þau opnuð að við- stöddum bjóðendum. f b stjóma rerkamannabústaða Tæknideild Húsnæðisstofnunar pkisins. ^Húsnæðisstofnun ríkisins Sóknarfélagar — Sóknarféiagar Munið fundinn i Borgartúni 6, mánudag- inn 17. þ.m. kl. 20.30. Fundarefni: nýir kjarasamningar. Sýnið skirteini. Stjórnin Eiginmaður minn og faðir okkar Árni t>. Stefánsson fyrrverandi verkstjóri lést i Landakotsspitala þann 12. mai. Sigriður ólafsdóttir Þorgerður Arnadóttir Einfriður Árnadóttir Stefán Árnason RAFSTÖÐVAR Handhægar bensín-rafstöðvar fyrir verktaka, bændur, slysa- varnir, sumarbústaði, smábáta, húsvagna, of.fl. STÆRÐIR: 500-4500w, 220v riðstraumur, 1 OOw 1 2v jafnstraumur. HONDA Á ÍSLANDI SUÐURLANDSBRAUT 20 - SÍM) 38772

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.