Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 15.— 16. mai 1982 Torfi Steinþórsson á Hala skrifar: Ein veisla, tvöföld áhrif Veturinn 1982 fra ára- mótum var mildur en vætusamur, rigningar tíð- ar á láglendi, en oft snjóaði þá til fjalla, jafnvel þótt ekki væru há. Rétt fyrir miðjan mars kom eini um- talsverði snjór vetrarins. Hann varð um 25 - 30sm, djúpur og lá í 5 daga. Frost hafa verið væg og ekki stormasamt. Sem sagt besti vetur. Nú I dag, fyrsta sumardag, eru túnin hér á Breiðabólstaðarbæj- unum mikiö til græn yfir að lita. Þö er sama og ekkert byrjað að dreifa tilbúnum áburði. Af 30 siðustu dögum vetrarins vottaði fyrir frosti i 7 daga en suð- vestanátt, ýmist gola en þö oftar kaldi eða stinningskaldi, var i 21 dag. Eftir svo langvarandi suð- vestanátt hefur oft gert norðlæga átt með langvarandi kuldatið. Útigöngufé Siðastliðið haust sáust 2 vetur- gamlar ær frá Gerði í svonefnd- um Útigönguklettum, en þeir eru sunnan i Fellsfjalli og blasa við augum þegar komiö er 'upp þjóö- veginn á Breiðamerkursandi. Af þvi aö ærnar þóttu aldrei koma i öruggt færi svo að auðvelt væri aö ná i þær, var ekkert við þær átt, enda þóttust menn vita aö þær væru vel geymdar þarna i klett- unum, en hinsvegar aldrei að vita hvernig til tækist, ef farið væri að eiga við þær. Svo á páskadaginn sáust ærnar vera komnar niður úr þessum klettum og var þá hægð- arleikur að handsama þær. Ærn- ar voru vel á sig komnar i alla staði. A annan páskadag fundust svo tvær kindur, ær og gemlingur, á Breiðamerkursandi vestan Jök- ulsár. Reyndust kindur þessar vera frá Fagurhólsmýri i Oræf- um. En vikjum nú að öðru. Hrossakjöt vætt með vodka Fyrir nokkrum misserum vakti undirritaöur máls á þvi við nokkra kunningja sina að hann vildi efna til nýs félagsskapar, sem gjarnan mætti heita: Félag áhugamanna um hrossakjötsát. Slfkur félagsskapur gæti haft margþættan tilgang, m.a. stuðlað að þvi, aö afla félagsmönnum sin- um o.fl. gnægðar af góðu hrossa- kjöti að borða. Einnig mætti hafa þaö bak við eyrað, aö nú um sinn er hesta- mennska mjög i tisku og hrossum fjölgar óöfluga i landinu. En varla mun vera æskilegt að gera hrossin að einskonar helgum ver- um, likt og Hindúar gera við nautgripi sina. Það hlýtur þvi að vera áhugamál hrossabænda og annarra hrossaeigenda aö eiga tryggan markað fyrir kjötið af hrossum sinum, er þau hafa runnið sitt siðasta, jarðneska skeið til enda. Eitt augljósasta félagsstarf væntanlegra félagsmanna yrði að efna til veisluhalda, t.d. hafa árs- hátiðir o.fl. veislur, ef svo sýnist. Auðvitað ætti hrossakjöt að vera aðal rétturinn. Þaö verður að segjast eins og er, að tillagan um áður nefnda fé- lagsstofnun hefur fengiö svo góð- ar undirtektir, hvar sem hana hefur boriö á góma, að jafnvel undirritaður hefur orðið hvumsa við, þvi hann er bara farinn að óttast, að ef af stofnun sliks fé- lagsskapar yrði, gæti þaö orðið til þess að leggja allan félagsskap annan i landinu I rúst. Nú, en það verður þá bara að hafa það. Óvæntur sigur Skal nú fleiri mál getið, er við sögu koma. Nú um sinn hafa briddsspilarar i Suðursveit haft meö sér félags- skap og m.a. keppt viö briddsfé- lagið á Höfn tvisvar á vetri i meira en tiu vetur og alltaf með árvissum ósigri hinna fyrr- nefndu. En svo kom fram uppástunga þess efnis, að ef einhverntíma skeöi það óliklega, að Suöursveit- ungar ynnu Hafnarmenn við spilaboröiö, þá skyldum við halda fagnaðarhátið og m.a. hafa eina flösku af brennivini per kjaft og sötra úr henni á þeirri júbilhátið. Ekki mjög löngu siðar skeöi það óvænta, aö Suðursveitungar báru sigurorð af Hafnarmönnum við spilaborðiö, ekki stóran sigur en sigur þó. Sá eftirminnilegi at- buröur skeði 9. april 1981. Siöan hafa þessi félög þvi miöur ekki komið þvi við aö reyna meö sér. Svo stakk einhver hugmynda- rikur spilafélagi upp á þvi i vetur, aö slá saman hrossakjötsveisl- unni og sigurhátið briddsmanna. Þeirri uppástungu var tekið meö miklum fögnuði allra þeirra, sem hlut áttu að málum. Ein veisla, tvöföld áhrif. Pottflaskan varö að pela Hátiðin var svo haldin siðasta vetrardag. En þá voru nokkur misseri liðin frá þvi aö rætt var um brennivinskaupin, eina flösku per kjaft. Og á þeim tima hefur verðbólgan vaxið en annað minnkaö að sama skapi, jafnvel svo mikið, aö pottflaskan, sem einu sinni var, er oröin að einum pela. Ja, það veröur aldrei ofsög- um sagt af vonsku verðbólgunn- ar. En látum kyrrt liggja að sinni. Undirbúningsnefndin hafði treyst á frjálshyggjuna og þarna lét hún a.m.k. ekki að sér hæða. Og hrossakjötið, keypt i Kaupfé- laginu okkar á Hornafirði, reynd- ist alveg frábært. Jafnvel vodka- pelinn sýndist óþarfur, enda sparlega með hann farið. En veislugestir skemmtu sér fram á óttu við stuttar, spaklegar tölur, ljóðaflutning, bæði frumsaminn og stolinn, söng, dans og sitthvaö fleira, sem hold eða anda mátti gleöja. Létu sumir veislugestir þess getiö, er þeir bjuggust til heim- ferðar, að samkvæmi þetta hefði jafnast á við tvö þorrablót. Sem sagt: Ein veisla, tvöföld áhrif. Þess má aö lokum geta, aö veislugestir urðu ekki nema 24 að þessu sinni. En hver briddsspilai i mátti hafa með sér einn gest. Nokkur afföll urðu á báða bóga að allir mættu, sem til þess höfðu þó rétt. Fullyrða má, að þetta verður ekki siöasta hrossakjötsveislan i Suöursveit og mættu fleiri eftir breyta. Gleöilegt sumar. Samantekið á Hala, fyrsta sumardag 1982, Torfi Steinþórsson. Aðalfundur Sparisjóös Kópavogs Besta ár sjóðsins Aöalfundur Sparisjóðs Kópa- vogs var haldinn nýlega. Flutti formaður stjórnar, óiafur St. Sig- urösson, skýrslu um starfsemina á liönu ári og Jósafat Lindal sparisjóðsstjóri lagði fram og skýrði reikninga. 1 máli þeirra kom fram að um- svif sparisjóðsins jukust verulega þannig að árið 1981 var hið besta i 26 ára sögu sparisjóðsins. Aukning innistæðna var 103% og námu við siðustu áramót rösk- um 66 miljónum islenskra króna. Útlán jukust um tæp 90%, námu 45 miljónum. Lausafjárstaða sjóðsins var góð og eigið fé sjóðs- ins jókst um rúmar 2 miljónir. 1 lok siðasta árs festi sparisjóð- urinn kaup á húsnæði i nýbygg- ingu Kaupgarðs H/F að Engi- Ihjalla 8, en þar er risinn visir aö verslunar og þjónustumiðstöð sem mun hýsa ýmis fyrirtæki og stofnanir I framtiðinni. Er ákveð- iðaðopna þar útibú siðar á árinu. Fyrir 10 árum Fulltrúar sjómannafélaga á ts- landi, Bretlandi og I Vestur - Þýskalandi telja mjögáriðandi að ráöstafanir verði geröar til þess að koma i veg fyrir árekstra 1. september 1972 eða siðar vegna útfærslu islensku landhelginnar. Jack Jones, framkvæmdastjóri Sambands breskra flutninga- verkamanna, lýsti þvi yfir á fund- inum, að frásagnir af hótunum breskra flutningamanna um af- greiðslubann á islensk skip væru ekki sannleikanum samkvæmar. (14. mai). Stjórnmálamaöurinn George Wallace særöist hættulega I dag er honum var sýnt banatilræði á kosningafundi. Þrjár byssukúlur hæföu hann i brjóst, maga og handlegg og liðan hans var talin alvarleg er síðast fréttist. (16. mai) Eitt mesta hneyksli i islenskri knattspyrnusögu geröist á sunnu- daginn var, þegar allir Akurnes- ingarnir 5, sem valdir höfðu verið i landsliöið, sem fer I dag utan til Belgiu, voru settir útúr því fyrir- varalaust. Boðað hafði verið til siðustu æfingar landsliðsins á sunnudaginn, en 1A var þá að leika æfingaleik á sama tima og leikmennirnir gátu þvi ekki mætt á þessa landsliðsæfingu og voru þá allir settir út úr liöinu. Þarna geröist það enn einu sinni að verið er að hengja bakara fyrir smiö. (16. mai) „Ég hef með eigin augum séö bandariskar þotur varpa sprengjum og skjóta eldflaugum á aðalsjúkrahúsiö i Hanoi”, skrifaði sænski sendiráðsritarinn i Hanoi stjórn sinni nýlega, að sögn sænska sjónvarpsins. Sendi- ráösritarinn, Oberg, segir að minnsta kosti sex bandariskar eldflaugar og ein 250 kilóa sprengja hafi hæft sjúkrahúsiö og sprngieldflaug hafi skollið til jaröar I aöeins 300 metra fjarlægö frá sænska sendiráðinu. (18. mai)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.