Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 9
Helgin 15,— 16. mai 1982 ÞÍóÐVILJÍNN — SÍÐÁ 9 sunnudagspistill Vinstri, hœgri og Kvennaframboðið Fulltrúar Kvennafram- boðs fylgdu fast ákveðinni linu í kosningaumræðum í sjónvarpi um síðustu helgi. Henni mætti lýsa á þessa leið: Hægri og vinstri skipta ekki máli. Flokk- arnir karpa um keisarans skegg á karlavísu. Þeir reyna að eigna sér mál sem þeir eiga ekki. Þetta tal er ekki nýtt; áratugum saman hafa þeir sem eru leiðir á , stjórnmálum eða nenna ekki að hugsa um þau leitað athvarfs i formúlum af þessu tagi; allir eru þeir eins, ekki komandi nálægt pólitik, skitt veri með það og svei þvi. Stundum gat okkur grun- að, að valdamenn ekki sist þeir sem enginn hefur kosið en ráða miklu i krafti auðs og aðstöðu, ýttu undir þetta tal i þeim lævisa tilgangi að eiga þá betri leiki i sinu tafli. Slikar grunsemdir ber- um við ekki upp á Kvennafram- boðskonur, tilgangur þeirra er sá, að reyna að sannfæra fólk um að það sem stjórnmálahreyfingar, hafa verið að baxa sé allt heldur ómerkilegt vegna þess að umsvif þeirra taki ekki mið af „reynslu og þekkingu kvenna”. I þessum áherslum felst reynd- ar afar ósanngjarn dómur um áhrif kvenna i islenskri stjórn- málabaráttu til þessa og störf þeirra á þeim vettvangi — eins og Adda Bára Sigfúsdóttir minnti ágætlega á i viðtali hér i blaðinu i vikunni. En hér skal ekki farið út i þá sálma nánar, heldur skoðaðar þær áherslur sem kvennalista- fólkið leggur á það, að mál séu ekki vinstrimál eða hægrimál heldur standi fyrst og sfðast I ljósi kynbundinnar reynslu af veru- leika. Sjálfsagðir hlutir Vitanlega er fótur fyrir slikri kenningu i stjórnsýslu og pólitisk- um veruleika okkar tima. Vitan- lega eru i þeim bæjarfélögum sem nú á að kjósa i til málaflokk- ar og þjónusta sem út i bláinn er að kenna við vinstrimenn eða hægri. Af þeirri einföldu ástæöu að það er til lágmarkssamkomu- lag um ákveðnar nauðsynjar. Sorphreinsun og gatnaviðhald eru ekki flokksmál og varla hægt að rifast um þau nema óbeint — þá i tengslum við hugmyndir um skynsamlegan rekstur. Og þó menn geti haft skiptar skoðanir um nýbyggingar við Rauðavatn, svo nýlegt dæmi sé tekið, þá er það ekki vinstri-hægrimál og eins og hver annar ærslaleikur Sjálf- stæðisflokksins að láta eins og kosningarnar snúist um slíka hluti. Svo mætti lengi halda áfram og þarf ekki Kvennaframboð til að benda á svo sjálfsagða hluti Orð og gerðir Það eru aörir hlutir sem hafa miklu meiri áhrif i þá veru að draga úr mun á hægri og vinstri i vitund manna. Það er sá munur sem er eða sýnist vera á orðum og gjörðum hægrimanna og vinstri- sinna. Þetta misræmi stafar ekki aðeins af þeirri veigamiklu stað- reynd að rikisstjórnir og bæjar- stjórnir eru venjulega sam- steypustjórnir og þar með byggð- ar á málamiðlun sem gerir Árni Bergmann 1{ skrifar ' miðjusjónarmið i reynd óvenju- sterk (hér: framsóknar og hægri- krata). Þetta kemur lika fram — einnig þegar Sjálfstæðisflokkur- inn stjórnar Reykjavik aleinn áratugum saman. Sá flokkur hef- ur alltaf boðað af kappi einka- framtakslausnir á atvinnumál- um. Samt hefur hann rekið borg- arfyrirtæki eins og BÚR og munar um minna. Er það vinstri villa hjá hægriflokki? I slikum dæmum mega menn ekki gleyma þvi að hægriflokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn til að leyfa eina tegund „sósialisma”. Hún er fólgin i þvi, að þegar fyrirtæki eða atvinnu- grein & i erfiðleikum (t.d. tog- araútgerð um tima), þá má þjóð- nýta hana til að ekki skapist at- vinnuleysi svo mikið að ekki hrikti i innviðum samfélagsins. Um leið og þess er vandlega gætt að öll framleiðsla og starfsemi sem hægt er að græða á sé i hönd- um einstaklinga. Kapitalisminn hefur gróðann en töpin eru þjóð- nýtt (sem er lika hentugt til að „sanna” að einkaframtakið sé best). Og gleymum þvi ekki, að þegar kapitalistar hafa séð sér einhverja hagnaðarvon i „opin- bera geiranum” þá er stutt i að bornar séu upp hægrikröfur um að afhenda viðkomandi starfsemi furstum og smágreifum markað- arins. Hœgri tilbrigði Það er nefnilega . munur á vinstri og hægri. Það er ýmisskonar ágreiningur um heilbrigðis- og skólamál, en sú misklið þarf ekki að fylgja venjulegum pólitiskum linum. Alls ekki. En sögulega séð eru bæði almannatryggingar, opnun menntaskóla og fleiri náms- brauta vinstriflokkamál. Og á hverjum tima koma upp vinstri- og hægrisjónarmið, einnig á þess- um vettvangi. Það eru sterkir straumar i Sjálfstæðisflokknum sem vilja „bjóða út”, fela mark- aösöflum, kapitalinu, svo og svo mikið af verkefnum i fræðsiumál- um og heilbrigðismálum. Angi af þeim áróðri kom fram i máli Katrinar Fjeldsted læknis i fyrrgreindum sjónvarpsumræð- um. Hún býr vafalaust yfir „kvennareynslu” á við hverja aðra, en hún er lika i baráttusæti á hægrilista. Bömin okkar Dagheimili eru'mjög oft nefnd i kosningaslagnum og ihaldið seg- ir: slikar stofnanir risa, einnig undir okkar stjórn. Það er rétt. En þarna er aftur komið að nauð- syn þess að hafa i huga bæði sam- tið og sögu. Dagvistarstofnanir eru dæmi um það að hægriflokkur lætur undan pólitiskum þrýstingi og svo hyggindum sem i hag koma fyrir kapitalismann sjálf- an. Dagheimili voru á stefnu- skrám sósialista og krata, það voru þeir sem báru upp tillögurn- ar, höfðu frumkvæði, liðkuðu til fyrir þessari þróun i rikisstjórn- um. Sjálfstæðisflokkurinn var mjög lengi þrár og þver og visaði i kristilegar móður- og heimilis- dyggðir. Vöggustofumálið i Atómstööinni er ekki heilaspuni, langt þvi frá. Það er lika lygilega stutt siðan þingkona Sjálfstæöis- flokksins andæfði á opinberum fundi dagvistarstofnunum af prinsipástæðum (nema sem neyðarúrræði einstæðra mæðra). Hún hefur væntanlega haft kven- lega reynslu á við aðrar, en hún var hægrikona. Og þótt hennar pólitisk skyldmenni séu nú jákvæðari i garð dagvistarstofn- ana — eftir langan slag — þá er það m.a. vegna þess að þar kom, að framleiðslukerfið, markaðs- lögmálin, kapitalisminn, þurftu á konum að halda i vaxandi mæli, og þar með dagheimilum. En hægrimenn halda sinum viðhorf- um — einnig til þessara mála — þeir munu verða fyrstir til að mæla með þvi, að foreldrar „borgi það sem dagvist kostar”, setja þessi mál i sem stærstum mæli undir þau ginnhelgu mark- aðslögmál. Katrín Fjeldsted i baráttusætinu, hún var einmitt á þessum slóðum i sjónvarpi á dög- unum. Það er nefnilega munur á vinstri og hægri. Dreifmg valds Dreifing vaids er slagorð sem allir vilja taka undir, ekkert er vinsælla. Það fer að vera eins og frelsið eða lýðræðið. En menn skoða miklu siður hvað hver og einn er að fara meðþessumoröum. Dreifing valds sem andóf gegn valdtrú og miðstýringu sem trú á smærri einingar, sjálfstjórn, verkamanna, atvinnulýðræði og margt þesslegt — þetta eru ekki „hlutlaus” mál i vinstri-hægri- mynstrinu. Þau eiga rætur i þeim straumi sósialisma sem hafði þegar á nitjándu öld lýst vantrú á rikisvaldi og miðstýringu. A okk- ar tima er valddreifingaráhuginn nátengdur mjög vinstrisinnaðri uppreisn æskunnar 1968 eða þar um bil. Þaöan höfum við mjög margt i breyttum siöum i félags- málum, fjölgun starfshópa, aðild námsmanna að stjórn skóla, og lika auknar áherslur sósialískra flokka á atvinnulýðræði, á sjálf- stjórnarumræðuna; þaðan höfum við hverfastjórnir italskra kommúnista og sósialista i „rauða beltinu” og margt fleira. Valddreifingin er ekki sprottin af kvennareynslu, þvi miður. En hún er eitt af þvi sem vinsælt verður i þeim mæli, að hægriöfl reyna að hvolfa sér yfir fyrirbær- ið, draga úr þvi safann, gefa þvl sinn svip. Hjá þeim veröur at- vinnulýöræðið að hlutafjáreign starfsmanna, sem og að þvi að dreifa ýmsum félagslegum verk- efnum til einstaklingsframtaks- ins. Hægrisinnum er það sönnust trygging „valddreifingar” að markaðslögmálin ráði sem mestu —-einnig i félagsmálum og kaup- gjaldsmálum. Það er nefnilega munur á hægri og vinstri. Þak yfir höfuð Nefnum að lokum frumþörf allra fyrir húsnæði. í þvi máli er mikill munur á vinstri og hægri og alls ekki dulbúinn. Hægrimenn vilja, að hver Bjartur reisi sin Sumarhús af dugnaði og einstak- ‘ingshyggju, þótt það svo ætli hann lifandi að drepa. Hver mað- ur leysi sin húsnæðismál i anda markaðslögmála. Sá sem ekki getur það getur siðan skirskotaö til þeirrar framfærsluskyldu, sem Islendingar hafa virt um aldir i anda gyðingkristilegrar hefðar, þótt framkvæmdin hafi oftast ven ið I skötuliki. Hægrimenn hafa hinsvegar alltaf veriö á móti þeirri „truflun á markaðslögmál- unum” sem tengist verkamanna-- bústöðum og skyldum framkvæmdum. Það eru verka- lýðsflokkar, vinstrimenn og jafn- vel einstök verkalýösfélög sem hafa borið þau mál fram og fylgt þeim eftir og neytt hægriforkólfa til að skrifa upp á slikar „félags- legar aðgerðir i húsnæðismál- um”, sem enn er verið að for- mæia i Morgunblaðsgreinum. Vegna þess að það er munur á vinstri og hægri. Kvennaframboðskonur ráða þvi vitanlega sjálfar hvernig þær ! safna atkvæðum. En það er ástæðulaust að þegja við þeim málflutningi þeirra að vinstri og hægri séu ekki til lengur. Vegna þess að slik afstaða er eitur i beinum allra sem vilja að al- menningur átti sig á gangverki þjóðfélagsins. Það er aöeins eitt stórmál sem manni finnst að þurrki út ágreining um vinstri og hægri i samfélögum og það er atómsprengjan. En hún er vist ekki á dagskrá um næstu helgi, eða er það? Árni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.