Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 15.— 16. mai 1982 Svava A] bvðul band ia] íasið Jakobsdóttir skrifar eöa Kvennaframboðið Þrír af fimm efstu frambjóðendum Alþýðubandalagsins eru konur Adda Bára Sigfúsdóttir Guörún Agústsdóttir AlfheiOur Ingaúoltir Ég er ekki i hópi þeirra sem telja sérframboð kvenna fráleitt i sjálfu sér hvernig sem á stendur. Sérstakar aögerðir til aö bæta stööu kvenna i samfélaginu eru að minu mati fyllilega réttlætanlegar i þvi skyni að ná fyllsta jafnrétti kynjanna. En slikar aðgerðir verður að vega og meta hverju sinni, ekki sist þegar um er að ræða pólitiskar kosningar. 1 upphafi skyldi end- inn skoða. Sérhver jafnréttissinni sem hug- leiöir nú hvort hann eigi að greiöa kvenna- framboðinu atkvæði sitt við borgar- stjórnarkosningarnar, hlýtur að ihuga af fyllstu alvöru hvort hann væri með þvi að fleyta jafnréttisbaráttunni fram á við til aukins árangurs eöa hvort hann heföi stuðlaö aö afturför eða stöðnun þegar upp væri staðið. Er rétt að styöja kvennaframboðið nú eða er til betri kostur? Tilgangur sérstaks kvennaframboös hlýtur að vera tvenns konar: annars vegar sá að fjölga jafnréttissinnuöum konum I borgarstjórn og hins vegar sá að stuðla að auknu jafnrétti. Siðast en ekki sist verður kvennaframboðið að búa yfir möguleikum til að ná þessu hvoru tveggja fram. Þegar skoðuð er stefnuyfirlýsing Kvennaframboðsins sker strax i augu hve keimlik hún er þeirri stefnu sem Alþýðu- bandalagið hefur unniö eftir árum saman. Enda er það eftirtektarvert aö engin gagn- rýni hefur komið fram hjá frambjóðendum Kvennaframboðsins á stefnu Alþýðubanda- lagsins sem slika. Nú hefði mátt ætla að sérstakt framboö um Sérmál kvenna byöi upp á enn róttækari stefnu I jafnréttis- málum en fyrir er — aö það ætlaði aö beita sér fyrir einhverjum þeim aðgeröum sem væru áhrifarikari og skjótari til árangurs en kostur hefur verið á til þessa. En engu sliku er til að dreifa. Hins vegar hefur, þvi miöur, litiö gætt málefnalegrar gagnrýni hjá frambjóðendum Kvennaframboðsins á stjórnmálaflokkana. Þeir gera engan greinarmun á stjórnmáiaflokkunum og setja alla undir einn hatt. Slikur málflutn- ingur leiðir óhjákvæmilega til lýðskrums. Þannig segir i leiðara i 2. tbl. Kvennafram- boðs: „Reynslan hefur sýnt okkur aö bar- áttumál okkar eru að visu stundum á stefnuskrá stjórnmálaflokkanna en þau sitja yfirleitt á hakanum þegar á reynir”. Þetta jaörar við aö vera álíka sögufölsun um þróun jafnréttis og kvenfrelsis, sem konur hafa einmitt veriö að berjast gegn, þegar á aö fela eöa þegja I hel þaö sem áunnist hefur og gera litið úr baráttunni. Þeir sem kynna sér málin vita að þessi staðhæfing leiöara Kvennaframboðsins er alls ekki rétt þegar Alþýöubandalagið er annars vegar. Þa má taka dagvistarmálin sem dæmi. Það er ómótmælanleg staöreynd aö þá uppbygg- ingu dagvistarheimila sem átt hefur sér staö á s.l. áratug má rekja til frumkvæðis Alþýðubandalagsins. Þegar vinstri stjórnin 1971-74 kom til valda beitti Alþýöubanda- lagiö sér fyrir þvi aö rikið tæki þátt I bygg- ingu og rekstri dagvistarheimila en þaö hafði verið baráttumál sósialista lengi en ávallt mætt harðvitugri andstöðu ihaldsins, enda höfðu dagvistarmál fram aö gildis- töku þessara laga veriö i svo bágbornu ástandi að vart verður við neitt jafnað. Eftir gildistöku laganna hófst uppbygg- ingin en hún var ekki nema að takmörkuðu leyti að þakka ihaldinu sem þá réð borg- inni, heldur þvi fjárstreymi sem frá rikinu kom til viðbótar. Þegar núverandi meiri- hluti tók við Reykjavlk hafði rikisstjórn ihalds og Framsóknar svipt sveitarfélögin rekstrarstyrknum til dagvistarheimila en þrátt fyrir það hefur vinstri meirihlutanum nú tekist að fjölga dagvistarheimilum um- fram þaö sem ihaldinu tókst viö hagstæðari skilyrði yrði framan af áratugnum. Auðvitaö væri æskilegt að dagheimila- skorturinn væri úr sögunni og unnt væri að ! leysa úr þeim málum meö einupennastriki, en með allri sanngirni verður aö segjast að það tekur tima að bæta fyrir margra ára- tuga vanrækslu ihaldsins. Þessi saga sem ég hef rakið hér I stórum dráttum er aðeins eitt dæmi af mörgum sem sýnir og sannar að stjórnmálaleg barátta fyrir jafnrétti hefur ætið staöið milli Alþýðubandalagsins og ihaldsins af báðum kynjum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur oft notið þess að andstæðingar hans gengu sundraðir til leiks. Þvi fleiri sem framboöin eru þvi fleiri atkvæöi falla ógild að ööru jöfnu. Af þessum ástæðum hefur Sjálfstæðisflokkurinn stundum haldið meirihluta sinum i borginni enda þótt aðeins 46-47% kjósenda greiddu honum atkvæði sitt. Kvennaframboöið eykur likurnar á þvi að slik staða kæmi upp nú. Og getur þannig beinlinis stuðlað að afturför eða stöðnun i jafnréttismálum. Þrir af fimm efstu frambjóöendum Al- þýöubandalagsins eru konur. Þessar konur þurfa engin sérstök meömæli frá mér. Þær hafa allar meö alhliöa starfi sinu að stjórn- málum sýnt aö þær þurfa ekki að setja sig I stellingar til að muna eftir hagsmuna- málum kvenna og barna. Staðreynd er að þvi fleiri konur sem vinna saman og I sama flokki að þessum málum, þvi meir gætir áhrifa þeirra bæöi innan flokks og i málatil- búnaði. Það sýnir reynslan, t.d á hinum Norðurlöndunum. Nú er borgarstjórnar- flokkur Alþýðubandalagsins loks viö það mark — fyrstur flokka — að fullt jafnræöi riki milli kvenna og karla. Þessi árangur er dýrmætur fyrir jafnréttisbaráttuna og hann mega vinstri menn ekki eyðileggja. Aöeins atkvæði greitt Aiþýðubandalaginu er öruggt skref fram á viö til aukins jafn- réttis. Svava Jakobsdóttir. ritstjornargrem Þeirra sérgrein er einkabraskið Þegar gengið var til borgar- stjórnarkosninga fyrir fjórum árum höfðu talsmenn 'Sjálf- stæðisflokksins uppi mjög há- værar fullyrðingar um það, að vinstri mönnum væri með engu móti treystandi fyrir f jármálum borgarinnar. — Alþýðubanda- lagsfólk kynni ekkert með peninga að fara, og undir vinstri stjórn hlyti borgin að verða gjaldþrota á skömmum tima. Nú hafa vinstrimenn farið með stjórn fjármála borgar- innar i fjögur ár, og hvað blasir við? Þann 30. april 1978 námu skuldir borgarsjóðs i ógreiddum reikningum og I formi yfir- dráttar á hlaupareikningi nær 11 miljónum nýkróna, sem á nú- virði samsvarar 57,4 miijðnum nýkróna. Fjórum árum síðar, nú þann 30. april 1982, hafði tekist að lækka þessar skuldir svo mjög, að aðeins röskur þriðjungur þeirra stóð eftir eða um 20 miljónir nýkróna. Það var þvi Ihaldið og fjár- málasnillingar þess, sem reyndust hafa stefnt fjármáium borgarinnar að barmi gjald- þrots, en á fjórum árum hefur fulltrúum Alþýðubandalagsins og samstarfsflokka þess hins vegar tekist að rétta fjárhag borgarinnar við á ný, og iækka óreiðuskuidirnar niður i þriðj- ung þess sem áður var. Staðreyndin er nefnilega sú, að þótt ýmsir gæðingar Sjálf- stæðisflokksins séu nokkuð glúrnir við að skara eld að sinni eigin köku og kunni i þeim sökum dálitið með fjármál að fara, þá eru hinir færri i röðum Sjálfstæðisflokksins, sem erindi eiga við stjórn opinberra fjár- mála, svo sem dæmin sanna frá siðasta valdaskeiði Sjálfstæðis- flokksins bæði hjá borg og riki. — Þeirra sérgrein er nefnilega einkabraskið, en ekki stýring opinberra fjármuna i almanna- þágu. Kjartan Og hverjar voru tillögur full- trúa Sjálfstæðisflokksins við gerð fjárhagsáætlunar Reykja- vikurborgar fyrir það ár sem nú er að líða? Þeir þóttust þá vilja lækka skatta á fyrirtækjum og ein- staklingum í borginni um 103 miijónir króna. Þeir sem hafa hugsaðsér að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn eiga væntanlega heimtingu á að vita, hvað á þá að skera niður af framkvæmd- um og þjónustu við almenning þarna á móti. — Hingað til hafa hinsvegar engin marktæk svör fengist við þeirri spurningu hjá Ólafsson skrifar skrumurunum, sem 1978 höfðu stefnt fjármálum borgarinnar i fullkomið óefni. A þessu ári er gert ráð fyrir að 120 miljónum króna verði varið til margvislegra brýnna fram- kvæmda á vegum borgarinnar. Þessar framkvæmdir kosta peninga. Ef lækka á skattana um 103 miljónir eins og Sjálf- stæðisflokkurinn lagði til, þá verður að hætta við nær allar þessar framkvæmdir. Er þaö tiilaga Daviðs Oddssonar og félaga? — Kjósendur eiga heimtingu á svörum. k. Húsnæðismálin A siðasta ári hækkaði heildar- upphæð ibúðalána frá opinber- um byggingarsjóðum, lifeyris- sjóðum og innlánsstofnunum samtals um 16% að raungildi og hafði þar með hækkaö um 77% að raungildi á sex árum. Samkvæmt lánsfjáráætlun fyrir árið 1982 er gert ráð fyrir, að ráðstöfunarfé Byggingar- sjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna vaxi um 17,7% að raungildi á þessu ári, og hafi þannig vaxiðum nær 50% á fjór- um árum. Þetta eru tölur Þjóöhags- stofnunar, sem fram koma i grein Svavars Gestssonar, félagsmálaráðherra hér I Þjóð- viljanum s.l. fimmtudag. Stjórnarandstæðingar hafa reynt að þyrla upp miklu mold- viðri um húsnæðismálin að undanförnu, fyrst og fremst til þess að fela þær staðreyndir sem máli skipta. Sannleikurinn er sá eins og fram kemur i grein Svavars, að þrátt fyrir margföldun á fjár- magni til verkamannabústað- anna, þá hefur einnig verið haldið i horfinu hvað varðar lán til almennra ibúðabygginga og reyndar vel það. Arið 1978 nam lán húsnæöisstofnunar út á nýja visitöluibúð 30,8% af byggingar- kostnaði. Asiöasta ári nam slikt lán að jafnaði 32,7% af byggingarkostnaði sams konar ibúðar, og var þetta lán þá 6,6% hærra en verið hefði samkvæmt eldri lögum, — er þá miðað við lánveitingar á 3ja ársfjórðungi i báðum tilvikum. Auk þess fá svo stórar fjöl- skyldur nú mun hærri lán en áður, og teknir hafa verið upp margvislegir nýir lánaflokkar, þannig að alls var á siðasta ári lánað úr hinum opinberu byggingarsjóðum út á 4.200 ibúðir i stað 2.617 ibúða fimm árum fyrr. A hinu leikur auðvitað ekki vafi að sú raunvaxtastefna, sem hér hefur verið tekin upp i lána- málum hefur valdið fjölmörg- um húsbyggjendum miklum erfiöleikum. Veröbólgan hjálpar mönnum ekki lengur til að borga fbúðirnar. Þess vegna þarf húsnæðislánakerfið á enn meira f jármagni að halda, m.a. svo hægt verði að lengja láns- timann. En þeih stjórnarand- stæðingar, sem á Alþingi náðu að hindra lagasetningu um verðtryggðan skyldusparnað á allra hæstu tekjur i þágu ibúða- lánakerfisins, — þeir eru ekki liklegir til að leysa úr vanda þess fólks, sem er að koma sér upp sinni fyrstu ibúð. Alveg sérstaklega ættu kjós- endur að muna vel eftir þvi að það var Alþýðuflokkurinn sem kom í veg fyrir skyldusparnað, sem þó átti aöeins að ná til hinna fimm tekjuhæstu I hverj- um hundraö manna hópi. k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.