Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristln Pétursdóttir. Sfmavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Otkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavlk, slmi: 8 13 33 Prentun: Blaöaprent hf. ritstjórnargrein úr aimanakinu Lágkúrusvipur á Sjálfstæöisflokki • Sjálfstæðisflokkurinn hefur enga stefnuskrá birt enn fyrir borgarstjórnarkosningar. Flokkurinn sýndi landsmönnum f raman i stef nu sína f yrir þingkosning- ar 1979 og fékk bágt fyrir. Nú er f arið í hinar öfgarnar og engin heildarstefnuskrá birt til þess að hræða ekki almenning frá því að kjósa Sjálfstæðisf lokkinn, f lokk Vinnuveitendasambandsins og Verslunarráðsins. • f staðinn fyrir stefnuskrá hafa Sjálfstæðismenn látið dreif a tveimur bæklingum um borgina, þar sem veður uppi sóðaskapur. Það er hvorki sóknarsvipur né menningarbragur á kosningabaráttu Sjálfstæðis- flokksins, heldur einkennist hún af hrokafullri fram- komu borgarstjóraefnisins og sárri málefnafátækt. Þá sjaldan að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins láta eitthvað uppiskátt um stefnumál snýst allt um að hverfa aftur til gamla íhaldstímans, eða að það skín í leiftursóknina eins og hjá Markúsi Erni og Katrínu Fjeldsted í sjónvarpinu sl. sunnudag. • ( síðasta áróðursbæklingi sjálfstæðismanna ræðst Davíð Oddsson að embættismönnum borgarinnar sem falið var án allra afskipta borgarfulltrúa að kynna skipulagsákvarðanir á kjörtímabilinu. Davíð segir rit Borgarskipulags „uppfullt af blekkingum og rang- færslum, dylgjum og hálfkveðnum visum". Það er hans stfll að fara á hundavaði yf ir hlutina með orða- belgingi eins og þeim að hið eina sem út úr allri skipu- lagsvinnu núverandi meirihluta haf i komið sé ákvörð- un um að framtíðarbyggð verði „upp í veðurbörðum vindrassi á gegnumsprungnu heiðarlandi upp af Rauðavatni". Það er ekki að undra þótt ýmsu íhalds- fólki í borginni, sem er vant að virðingu sinni, þyki borgarstjóraefni Sjálfstæðisf lokksins ekki stofuhæft, hvað þá meira. Valþór Hlöðve skrifar Hver einasti Reykvík- ingur veit hvaða hús það er sem myndin hér til hægri er af. Hús verslun- arinnar hefur það verið kallað og hefur risið upp úr Kringlumýrinni með undraverðum hraða á sl. 3. árum. En vita allir með hvaða hætti þetta vígi kaupmennskunnar hefur risið? Hverjir það eru sem hafa útvegað fjár- magn til þess að musteri Mammons fengi svo skjóta fæðingu sem raun ber vitni? Magnús L. Sveinsson heitir maður, formaður Verslunar- mannafélags Reykjavikur hvar i eru fjölmennustu láglaunahóp- ar á landinu, og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins i Reykja- Gor- kúla peningavaldsins PJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs hreyfingar og þjóðfrelsis tltgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Óiafsson. Fréttastjóri:Þ6runn Siguröardóttir. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson'. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson. Biaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Helgi Olafsson, Magnús H. Gislason, ólafur Gislason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sig- urdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson. tþróttafréttaritarí: Viöir Sigurðsson Ctlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar-.Hildur Ragnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. og krókódílstár verkalýðsleiðtogans Sérstakar þakkir til Geirs! • Þegar deilan við svissneska auðhringinn Alu- suisse kom til umræðu á Alþingi 6. maí sl. gerðust þau tíðindi að formaður stærsta stjórnmálaf lokks landsins f lutti tvær ræður sem í einu og öllu voru málsvörn og málssókn fyrir Svisslendingana. Slíkar undirtektir við málstað Alusuisse hafa hert forstjóra auðhringsins til þessað halda áfram að segja nei við réttmætum kröf- um íslenskra stjórnvalda, og bíða átekta þar til Geir Hallgrímsson er sestur hinumegin við samningaborð- ið í stað Hjörleifs Guttormssonar. • ' En nú situr Geir Hallgrímsson á fundi Bilder- berg-klúbbsins í Noregi við sama borð og Ltitolf for- stjóri svissnesku bankasamsteypunnar, sem er áhrifamikill hluthafi í Alusuisse. Að sjálfsögðu er ekkert hægt að f ullyrða um það hvað rætt er í baksöl- um á Bilderberg-f undum. En það væru tæpast manna- siðir ef herra Lu'tolf flytti Geir Hallgrímssyni ekki sérstakar þakkir hluthafa í Alusuisse, fyrir að verja hagsmuni þeirra á Islandi. —ekh vik. Hann hefur, ásamt öðrum pótintátum fhaldsins belgt sig út siðustu daga yfir þvi ófremdar- ástandi sem hann segir ríkja i húsnæðismálum þjóöarinnar. Hann hefur, væntanlega sem sérstakur fulltrúi láglauna- fólksins i V.R. slegist í hóp þeirra manna sem hafa ófrægt hið félagslega ibúðabygginga- kerfi I landinu, kerfi sem hefur vaxiö og dafnað undir stjórn sósialista eins og raunar efni stóðu til. En hann hefur á sama tima og krókódilstárin falla yfir örlögum húsnæöislausra, dælt fjármagni alþýðustéttanna inn i þetta stórhýsi heildsalanna og gert þann lifeyrissjóð sem hann ræöur yfir, gjörsamlega ófæran um að standa við skuldbinding- ar sinar gagnvart félögum Verslunarmannafélags Reykja- vikur. A síöasta ári beitti Magnús L. Sveinsson sér fyrir þvi að Lif- eyrissjóður verslunarmanna keypti skuldabréf af lánasjóði heildsalanna i Verslunarbanka tslands fyrir 19 miljónir króna! Hann kom þvi einnig til leiöar að sjóðurinn keypti ekki nein einustu skuldabréf af Bygginga- sjóði verkamanna og aðeins fyr- ir 8 miljónir af Byggingasjóði rikisins! Þaö flytur engin húsnæöislaus fjölskylda inn I þetta stórhýsi Magnúsar L. Sveinssonar og Al- berts Guömundssonar. Það er einnig vafasamt aö nokkurt fyr- irtæki eða verslun setji sig þar niður þvi eins og allir vita stend- ur slikt húsnæði autt um alla borgina og verður engum til gagns. Bygging þessa fáránlega húss, sem að verulegu leyti er fjármagnaö af Lifeyrissjóði verslunarmanna, er einhver vitlausasta fjárfesting sem ráð- ist hefur veriö i hin siðari árin á Islandi. Er þá Krafla ekki und- anskilin. Að líkja þessari gor- kúlu peningavaldsins við vafa- söm togarakaup siðustu mán- uði er móðgun viö undirstöðu-. atvinnuveg þjóöarinnar. Bygg- ingin er hins vegar ögrun við þær húsnæðislausu fjölskyldur sem nú eru I mestum vanda. Já, það eru til fjölskyldur I landinu sem eru I húsnæðis- vandræöum og þeirra vanda verður að leysa meö myndar- legum hætti á sem skemmstum tima. En hvað hefur verið gert I húsnæðismálunum undir stjórn sósialista undanfarin ár? Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun hafa Ibúðalán frá opinberum sjóöum, lifeyris- sjóöum og innlánsstofnunum, hækkað að raungildi um hvorki meira né minna en 77% á siö- ustu 5 árum. Þessi gffurlega hækkun lánanna hefur þó ekki náð að vega upp áhrif raun- vaxtapólitikur Alþýðuflokksins, sem leitt hefur til þess eins og allir vita, aö verðbólgan á Is- landi fjármagnar ekki lengur húsbyggingar. Við veröum sjálf aö gera það og greiða hverja einustu krónu til baka. Einmitt þess vegna hefur Alþýðubanda- lagið undir forystu Svavars Gestssonar félagsmálaráðherra beitt sér fyrir þessari hækkun lána til húsbygginga og tilraunir til að bæta þar um betur og leggja skyldusparnaö á tekjur hálaunamanna voru hindraðar i siöustu lotu en þótt sú orrusta hafi tapast er striðinu ekki lokið ennþá. Auðvitaö þarf að auka enn fjármagn úr opinberum sjóðum . til Ibúðarbygginga. Vitanlega er það smánarblettur á islenskum stjórnvöldum að meöallán til byggingar ibúðar I svonefndu visitöluhúsi skuli einungis ná 32.7% af heildar byggingakostn- aðinum. Afganginn veröa ein- staklingar að útvega meö þeim dýra hætti sem bankakerfið býður upp á og þaö hlýtur að vera ein stærsta kjarabót öllum launþegum til handa að þetta framlag úr opinberum sjóðum stórhækki og nái þvi sem þaö er i okkar nágrannalöndum. Til- raunir stjórnvalda undir forystu Svavars Gestssonar til aö að- stoða húsbyggjendur i þeirra vanda á kostnað hálaunamanna i landinu voru hindraðar. Þaö er staðreynd málsins og þá staö- reynd hljóta menn að hafa I huga þegar sest verður að kjör- boröinu um næstu helgi. —v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.