Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 15.— 16. mai 1982 Svavar Sigmundsson skrifar málþátt Glœpur og refsing Hvaö er glæpur? Margir eru ekki i neinum vafa um, hvaö átt er viö meö glæp og vitna til laga um þaö efni. Allt þaö sem gert er á móti lögum, brotiö gegn þeim, er afbrot, ööru nafni glæpur. Glæpur er ólöglegt (refsivert) athæfi, og þeir sem brjóta gegn lögum eru sekir eöa glæpamenn. Þannig svara a.m.k. lögfræö- ingar, en þesskonar svör eru ekki einhllt, þegar litiö er á þessi efni i ljósi félagslegra viöhorfa. Glæpir og refsingar eru ekki sambærileg frá einum tlma til annars, og litiö er á þessa hluti óllkum augum eftir þvi hvar er á jaröarkringlunni. Stóridómur er ekki lengur I gildi hér, og á Þingvöllum á maöur ekki von á aö mæta „manni sem átti aö höggva og konu sem átti aö drekkja” eins og lýst er I upphafi Islandsklukkunnar. 1 staöhins lögfræöilega skilnings á afbrotum er hægt aö leggja félagsfræöilegan skilning I hugtakiö, og afbrotafræöingar mót- mæla þvi aö afbrotafræöin geti rúmast I þeim þrönga stakki sem lögfræöingar sniöa meö skilgreiningu sinni á afbrotum. Nú er uppi mannúölegri skilgreining á afbrotum en áöur var, og á sú stefna ekki slst upptök I Bandarlkjunum, þar sem lögreglu var beitt gegn þeim sem böröust fyrir auknum borgararéttindum og friöi i Vletnam. Einnig má nefna aö i Evrópu hefur lögreglu ver- iö beitt gegn þeim sem berjast gegn byggingu kjarnorkuvera af náttúruverndarástæöum eins og um glæpsamlegt athæfi væri aö ræöa. En ofbeldi gegn friösamlegum mótmælendum er afbrot hvaö svo sem lög segja. Þrátt fyrir ákveöna tilhneigingu til mannúöarstefnu I skilgreiningu á afbrotahugtakinu bæöi erlend- is og vonandi hér á landi lika, þá er þó orðanotkun aö mestu hin sama um þessi efni og verið hefur I islensku. Flokka má afbrot I tvo meginflokka eftir þvl hversu alvarlega er litiöá afbrotiö. Þessa flokka má e.t.v. einkenna meö oröunum glæpurog yfirsjón.Mörkin þarna á millí eru harla óljós, en vera má aö lögfræöingar hafi ákveönar hugmyndir um þau. Mörkin mætti e.t.v. setja viö refsingu sem er þriggja mánaöa fangelsi, en ekki skal fullyrt um, hvaö sé hæfilegt I þvl efni. I flokk yfirsjóna má telja brot á umferðarlögum, áfengisbrot og þaö sem kalla mætti „nútlma-afbrot”, ööru nafni „fjármála- misferli”, af ýmsu tagi, sem ekki eru meö öllu óþekkt hér á landi. En snúum okkur þá aö samheitum um „glæpi”, „yfirsjónir”, eöa „lögbrot”, og er fyrst reynt aö skipa saman oröum um „glæpi”: glæpaverk, glæpur, illgerö, illræöi, illverk, illvirki, ó- bótaverk, ódáð, ódáðaverk, ódæöi og ódæöisverk._ Um „yfirsjónir” eru þessi samfíeiti: afbrot, ávirðing, mis- brigöi, misbrot, misferli, misgerö, misgerning(ur), misverknaö- ur, ógerö, óhæfa, óhæfuverk, sök og yfirsjón. Enn má nefna einstök sviö sem teljast til „glæpa” eöa „yfir- sjóna”. Fyrst skal nefna orð um „terrorisma” eins og þaö heitir á erlendum málum. Um þaö eru a.m.k. tvö orö notuð: hermdar- verk, hryðjuverk.en ógnaræðier haftum ástandið, „terrorinn”. Fyrirferöarmikill bálkur I afbrotaskrám er brot á eignarrétti, rán og þjófnaöir, þ.e. þegar einstaklingar eiga I hlut. Hinsvegar fer minna fyrir fjárdrætti, skattsvikum, brotum á gjaldeyrislög- gjöf og öörum „flnni” afbrotum I þeim skrám. Um þaö eru held- ur ekki samheiti. En um heföbundin brot á eignarrétti eru þessi orö helst: gripdeildir, hnupl, hrifs, rán, rupl, stuldur, taka, þjófnaöur, þjófska og þýfska. Um annan höfuöglæp, þegar maöur drepur mann, eru fáein samheiti: dráp, manndráp, morö og vlg. Ef litiö er á sagnir þær sem notaöar eru um glæpi, er helst aö nefna þær tvær sagnir sem notaðar eru með framantöidum nafn- orðum, þ.e. drýgjaog fremja. I fornu máli höföu þessar sagnir báöar jákvæöa merkingu, sbr. aö drýgja dáö.og sögnin frdmjai sænsku er enn notuö á þann hátt, „aö efla e-ö, skila e-u fram á leiö”. Annars er sögin aö brjóta af sér notuö um aö „drýgja glæp” eöa „fremja afbrot”, en einnig er sagt aö gefa af sér, ger- ast brotlegur, misbrjóta, misgera, vinna til sakaog veröa á. Þegar brotinn er eignarrétturinn, er það kallaö aö bfsa, láta greipar sópa, gripa, hnupia, hrifsa, fara ránshendi um, rupla, ræna, steia, takaog þórodda.(Um siöasttalda oröiö eru heimild- ir a.m.k. úr Húnavatnssýslu og Hreppum.) Sagnirnar drepa, myröa, sálga og vega þurfa ekki skýringa viö. Þeir sem afbrotin fremja, hafa yfirleitt nöfn af verknaöi sln- um. Þannig er talaö um glæpamann, glæpon, illgeröamann, ill- ræöismann, illvirkja, óbótamann, ódáöamann, ódæöismann. A sama hátt er talaö um afbrotamann, brotamann, lögbrjót, mis- geröamann, sakamann, sökudólg. Þar aö auki eru svo bófar, misindismennog meingeröamenn. Aöur fyrr var talaö um menn sem gálgamat.og enn fleira kann aö hafa þekkstl þeim dúr. Um sérstakar tegundir afbrotamanna eru svo, skv. ofansögöu, þessi samheiti: bisi, rummungur og þjófur, ennfremur ráns- maöurog ræningi. Enn fleiri orö eru um „banamenn”: bani, blóöhundur, drápsmaöur, manndrápari, manndrápsmaöur, moröingi, morövargurog vegandi.og eru þau fjarri þvi aö vera hlutlaus sum hver, t.d. hvorki blóðhundurné morövargur;og eru sjálfsagt til fleiri sllkar samsetningar. Af þessum orðum mætti skilja, aö eingöngu karlar ættu hér hlut aö máli, enda er þaö svo aö langflestir sakamanna eru karl- menn. Þó eru til konur sem fremja afbrot, og kemur þaö fram I oröunum glæpakvendi, illræöiskona og sakakona. Hér er ekki rúm til aö rekja ýtarlega orö um refsingar.en aö- eins skulu þau nefnd sem almennt eru notuö: hegning, hirting, málagjöld. refsing, straff og viöurlög. En hér kann aö vanta samheiti, og sleppi ég þá aö tala um einstakar tegundir refsinga sem íslenskar heimildir eru rikar af, s.s. húölátog brennimerk- ingu. « Að lokum langar mig aö spyrja lesendur sérstaklega hvaö þeir viti um oröiö bfsi „stnáþjófur” og að bfsa „hnupla” og hvaðan það sé upprunniö. Eöa er oröiö krimmi almennt notaö um af- brotamann, eins og smákrimmi er haft um minni háttar spá- menn á þessu sviði? Hafa menn skýringu á orömyndinni glæpon, sem Elias Mar notar fyrstur manna á prenti I Vögguvlsu, skv. Oröabók Háskólans? Þeir sem vilja leggja orö I belg skrifi Málþætti Þjóðviljans, Sföumúla 6. R. Einnig geta þeir haft sarnband viö Svavar Sigmundsson i sfma 22570. 11 Sföasti borgarstjórnarfundur- inn á þessu kjörtimabili var haldinn fimmtudaginn 6. mai og þangað var ég sendur af rit- stjóranum mlnum. Hann sagöi aö ég heföi veriö á fyrsta fundinum og gæti þess vegna alveg eins fariö á þann siöasta. Ég tók þetta að mér með ánægju, enda hægt að búast við skemmtilegum hnippingum og taugaveiklunarköstum út af væntanlegum kosningum. En það fór á annan veg. Aheyrendur geispuöu nánast af leiöindum. Sjálfstæðismenn reyndu aö visu upphlaup út af eina baráttu- málinu, Rauöavatnssprungunum illræmdu, en einhvern veginn hljómuöu þeir ekki sannfærandi. Blaöamenn sátu og skrifuöu eftir bestu getu. Þegar Davlð tók til máls fékk blaöamaöur Morgunblaösins skrifkrampa, þegar Kristján tók til máls fékk blaöamaöur Timans skrifkrampa og þegar Sigurjón tók til máls fékk undirritaður skrifkrampa. Þetta hefur Hklega eitthvað með ósjálfráöa miötaugakerfið aö gera. Nei, þá var nú munur á fyrsta fundinum fyrir fjórum árum. Þá var fjör. Albert tók öddu Báru I sinn breiöa ihaldsfaöm og smell- kyssti hana en nú bar ekkert á sliku.Þá var Davið rauöur eins og epli I framan, en nú var hann eins og grænt epli. Fyrir fjórum árum þustii lfka múgur og margmenni Guöi sé lof að ég er ekki borgarfulltrúi á pallana til þess aö sjá meö eigin augum Ihaldiö missa stjórn- taumana eftir 50ára gróiö tak. Þá var svo þröngt á pöllunum aö ég greip andann á lofti, klemmdur upp við einhverja yndisfagra kommastelpu og leiö eins og ég væri staddur á japanskri tjörn. Nú voru sárafáir. Þarna voru samt nokkrar stelpur, sem allar langar ógurlega mikið I borgar- stjórn, t.d. Ingibjörg, Alfheiður, Kata, Geröur og Anna. Þaö var svo sem betra en ekkert og ég vildi óska að þær kæmust allar aö og jafnvel fleiri. Mogginn haföi mikiö viö. Þarna var blaðamaður og svo yfir- blaöamaöur sem fylgdist gjörla meö öllu, heldur fúll á svipinn. Sá heitir vlst Björn Bjarnason. Rauöavatnsumræöurnar tóku heila tvo tima og ég var farinn að vona að gert yrði matarhlé kl. 7. Ég vissi af gamalli reynslu að blaöamenn fengju aö njóta góös af kræsingunum. En ekki var þaö nú svo gott. Þá sannfrétti ég að þaö ætti aö vera „parti” I Höföa seinna um kvöldiö og ekki fyrir blaöamenn. Þegar klukkuvisar fóru aö saxa á niunda timann tóku garnir minar aö gaula iskyggilega. Klukkan 9 fór ég. thaldiö var þá enn eitthvað að reyna aö höggva I einhvern knérunn meö einhverj- um tilburöum, en þaö tók greini- lega enginn mark á þvi. Ég snaraði mér út I hreint og tært vorloftiö og þaut svo beint I veitingahús, sem heitir annað- hvort Halti haninn eöa Villti haninn. Ég man aldrei hvort. Eða heitir það kannski Villti Villi? Þar fékk ég mér kinverskar pönnu - kökur og leið strax skár. Þegar ég skreiö I bæliö um kvöldiö þakkaöi ég Guði fyrir aö vera ekki borgarfulltrúi. — Guöjón. erlendar baekur The Diary of Virgina Woolf Vol. II/ 1920-24. Edited by Anne Olivier Bell and Andrew McNeillie. Penguiin Books 1981 Alls eru dagbækur skáldkon- unnar fimm bindi og nú er komiö annaö bindiö I útgáfu Penguin. Dagbækur manna eru mjög eftir- sóttar af útgefendum, einkum kunnra manna eöa kvenna. Þessu riti var tekiö meö mikilli eftir- væntingu þegar von var á þvi fyrir fáeinum árum og þaö olli mönnum ekki vonbrigöum. Nú er veriö aö endurprenta þaö I Pen- guin svo aö allir sem áhuga hafa ættu aö geta eignast þaö. Adalbert Stifter: Nachsommer Deutsche Taschenbuch Verlag 1981 Útgáfan er byggö á fyrstu út- gáfunni 1857 og fylgir henni eftir- máli eftir Walther Killy og I bók- arlok er annáll um helstu viöburði i llfi höfundar og bókaskrár. Þessi langi rómani liöur áfram eins og lygn og breiö móöa. Verk- <5> dýptar að aöeins Goethe heföi betur gert. Þó var Stifter talinn allra manna hógværastur. Bókin er gefin út i flokknum dtv weltliteratur — Dijnndruck-Aus- gabe. W.G. Moore: The Penguin Dictionary of Geography Definitions and explanations of terms used in physical geo- graphy. Sixth edition Penguin Books 1981 Eins og undirtitill vottar er þetta uppsláttarrit um hin marg- víslegu fyrirbrigði landafræöinn- ar I viöri merkingu. Nokkrar myndaslöur fylgja til skýringar j á texta. Hér eru skýrö fjölmörg hugtök, sem snerta landafræði, j mótunarsögu landa, veöráttu, haf og himin. Þetta er ágæt orðabók. | Jean-Anthelme Brillat- Savarin: The Philosopher in the Kitchen Transiated by Anne Drayton Penguin Books 1981 Brillat-Savarin liföi þá tima hálfa ævina sem Talleyrand taldi ævintýri likasta, þegar hann bar þá saman viö timana eftir Frönsku stjórnarbyltinguna. Brillat-Savarin fæddist sem sé árið 1755 og var þvi rúmlega fer - tugur þegar fyrirbrigöiö borgara- stéttin krafsaöi til sln völdin meö aöferöum, sem hún hefur stundaö siöan til þess aö halda völdunum. Hann var kosinn bæjarstjóri I fæðingarbæ slnum Belley árið 1793 en skömmu siöar flúöi hann land, fyrst til Sviss og siðan til Ameriku. Hann fluttist siöan aft- ur til Frakklands 1796. Belley var aöal-bærinn I Bugey-héraöi sem var ekki aðeins frægt fyrir nátt- úrufegurö heldur einnig vlöfrægt sem matarkista. Nautaketiö úr þessu héraöi þótti einstakt og þá ekki slöur kindaketiö sem þótti bera af ööru kindaketi. Sama er aö segja um alifugla. Ar og vötn voru full af vatnafiskum og i skógunum mátti finna margvis- legar sveppategundir. Landvlniö þótti ekki siöra vinum frá Búr- gund og Bordeau og ostagerö stóö þarna meö miklum blóma. Ibúar héraösins voru annálaöir fyrir snilli I matargerö, svo þaö var ekki aö undra þótt Brillat-Savarin kynni nokkuð fyrir sér I þeirri göfugu list. Hann tók snemma aö skrifa niöur hjá sér ýmsar at- hugasemdir um matargerð og hugrenningar um lifiö og tilver- una, hann gat sagt „nulla die sine linea” og þessi iöja hans leiddi til samantektar þessa rits sem er meöal frægustu rita um matar- gerö og heimspekilegar útlegg- ingar varðandi matargerö. Bókin kom fyrst út I Parls undir dul- nefni,en þaö vitnaöist strax hver var höfundurinn. Þetta var áriö 1825, en I febrúar áriö eftir lést höfundurinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.