Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 15.— 16. mai 1982 The Waitresses. Fremst er aöalsöngkonan, þriðja I röðinni „bak”- söngkonan, en karlmennina kann ég ekki að nafngreina með neinni vissu og jafnframttelst mér svo til að einn þeirra vanti. The Waitresses: Wasn ’t Tomorrow Wonderful? ,pengilbeinur með ..húmor 99 Var ekki morgundagurinn undursamlegur? spyrja The Waitresses með þessari breið- skifu sinni og enda samnefnt lag með þvi að segja: Verður gær- dagurinn betri?/Ég held þú munir bara standa þig bæri- lega... (glott!!!) Háðskar „Gengilbeinur”, en gagnrýnar, og taka til með- ferðar samskipti kynjanna, það viðtekna viðhorf sem smá- borgarinn (sem er eins og kunn- ugt er til i hinum ýmsu þjóð- félagshópum, utangarðs sem innan-,) hefur á kvenfólki (hjálparlaust, órökfast, vondir bilstjórar o.s.frv.) og öryggis- leysimargra kvenna i öllu þessu rugli. En kvenfólkið fær lika sinn skammt af réttmætu og eiginlega góðlátlegu háðinu. Hér er freistandi að tala um sjálfsgagnrýni, en stenst varla þar eð höfundur laga þessara — og texta — er karlmaöur. Þetta er sem sagt ekki kvennahljóm- sveit. Tvær söngkonur og fjórir karlspilarar. Heföbundið en.... Rauðsokkar? Hlýtur að vera, fyrst karlmaöur semur svona texta. Annars erui The Waitresses: Patty Donahue, söngur, Ariei Warner, bakraddir, Mars Willi- ams, blásturshljóðfæri, David Hofstra, bassi, Billy Ficca, trommur, Dan Klayman, hljómborð, og Chris Butler, gitar, en hann semur auk þess öll lög og texta á „Wasn’t To- morrow Wonderful”. Samkvæmt þvi siðarnefnda er sá ágæti maður hugsandi og skilningsrikur og matreiðir bar- áttumál sin (eða ég vona að svo sé) og okkar á fyndinn og áhrifarikan hátt. Lögin eru lika þrælgóð.og siðast en ekki alveg sist eru The Waitresses alveg hundgóð hljómsveit og fyrr- nefndur Chris kattlipur og út- smoginn gitarleikari. Trommu- leikurinn er litrikur og þéttur og i heild er hljóðfæraleikur, sam- . spil og útsetning slik að það er á hreinu að hér eru engir viðvan- ingar á ferð. En það er kannski rétt að taka fram i þvi samhengi að vegna þess t.d. að hér er um ameriska sveit að ræða, að langt er frá að „Gengilbein- urnar” framreiði formúlu- músik. Hjá þeim fer saman góð túlkun á efninu sem fjallað er um i textunum hverju sinni, og leikni i hljóðfæraleik. — Músikin? — Rokk með ska- , fönk- og nýbylgjuáhrifum og smáslikju af (Spector-) poppi (það siðastnefnda kemur helst fram i söngnum sem minnir dá- litið á poppsöngkonur uppúr 1960). Undirrituð veit harlalitið og næstum ekki neitt um þessa ágætu hljðmsveit nema hvað hún mun vera frá gúmmiborg- inni Akron i Ohio-fylki i Banda- rikjunum. Þaðan er lika tölvu- hljómsveitin Devo og það var einmitt frægð þeirra, sem gerði að verkum að Stiff-útgáfufyrir- tækið breska réðst i það fyrir nokkrum árum (a.m.k. fyrir 1978) að gera safnplötu með 10 hljómsveitum frá Akron. A henni eiga The Waitresses 2 lög, The Comb og Slide. Yrkisefni Chris Butlers hefur verið það sama þá og np, en siðarnefnda lagiðer músiklegaólikt þvi sem nú er, jafnvel Dylan-legt. Karl- maður syngur, leikið er á munn- hörpu og allt (þ.e.a.s. +gitar, bassi og trommur). Manna- skipti og fjölgun hefur líka átt sér stað siðan þá. A Akron-plötunni er að finna lög með tveim söngkonum, sem hafa komist til nokkurrar frægðar i músikinni, þeim Rachel Sweet og Jane Aire. The Waitresses eru þvi þriðja nafnið sem eitthvað lætur að sér kveða siðan Stiff fór á stúfana i stjörnuleit i Akron-borg. I lokin kemur hér tilvitnun i tvo texta.á umræddfri plötu The Waitresses: What’s a girl to do? Born to shop? , No’ Pretty victories. What’s a girl to do? Scream & screw? No! Pretty victories. % (Úr Wasn’t tomorrow wonderful?”) Og siðustu orð The Waitresses á plötunni, i laginu Jimmy Tomorrow: Found a cure for daylight yet? ' Tom Tomorrow and Sermon- ette. Found a cure for gravity yet? Yes, I’m addicted to roofs andjets. Found a cure for hunger yet? Black coffee, cigarettes. Found a cure for desire yet? I don’t want to talk aboul that now... My goals? My goals are to find cure for irony and make a fool out of God. (Best er að hafa hátt.islenskra fjölmiðla iheiðriog vera ekki að láta útúr sér „vafasöm” orð á islenskri tungu. En það er vist allt I lagi þótt eitthvað „misjafnt” birtist á útlensku....) — A. Cjrýiurnar: Herdis, Inga Rún, Linda og Ragnhildur. Ljósm. gei. Egó og Grýlurnar með hljómleika í dag Sitt í hvoru lagi þó — en grænlenskur vísnasöngvari kemur fram hjá Egó Sl. fimmtudagskvöld léku hljómsveitirnar Bodies og Grýlur (I þessari röð) á Hótel Borg. Óþarfi er aö vera með málaleng- ingar og hægt að segja með sanni um báðar sveitir, að þær hafa aldrei veriö betri og jafnframt greinilega i sókn, miðað við þann ferskleika sem rikti i leik þeirra þetta kvöld.... Þrælgott, marg- mennt og góðmennt. rænlenskur visnasöngvari, eter O. Petersen, kemur fram 4 hljómieikum Egós i dag. Hann hefur spilað með hljómsveitinni fhe Eskimos, og flytur frum- Samið efni. Gott rokk á Borginni Sl. fimmtudagskvöld léku hljómsveitirnar Bodies og Grýlur (i þessari röð) á Hótel Borg. óþarfi er að vera með málalengingar og hægt að segja með sanni um báðar sveitir, að þær hafa aldrei verið betri og jafnframt greinilega I sókn, miðað við þann ferskU.eika sem rikti i leik þeirra þetta kvöld.... Þrælgott, margmennt og góð- mennt. Egó: Þorleifur, Bubbi, Bergþór o|g Magniis. Ljósm.: gel. Danskur rokkari treður upp í Broadway Kim Larsen Hann býr nú í New York og gerir út með amerískum kollegum Daninn Kim Larsen var einn af stofnendum hljómsveitarinn- ar Gasoline, sem varð til i Kaupmannahöfn árið 1969 og starfaði i 10 ár. Alls léku Gaso- line inn á 11 stórar piötur og urðu ein þekktasta rokkhljóm- sveit Dana (a.m.k. ein af fáum sem ég hef heyrt i, og likaði þræivel). Gasoline var fyrst með enska texta viö lög sin, en sneri sér siðan að eigin tungu og á sum- um plötum voru textar á báðum málum. Hljómsveitin var i tengslum við Kristjaniu, spilaöi þar og margir textar þeirra eru tengdir lifinu I þeim umdeilda borgarhluta, en annars um lifið i Kaupmannahöfn yfirleitt, og margir þeirra eru mjög fyndnir og með tviræðu oröalagi. Kim Larsen er geysivinsæl persóna I Danmörku (gaf út nokkrar sólóplötur eftir að Gasoline hætti), en ekki er enn vitað hvort hann muni hafa viö- tækari áhrif. Eftir aö hafa heyrt tvö laga hans af nýjustu plöt- unni „Sitting on a timbe bomb” (Sitjandi á timasprengju) og , séð annað þeirra á videói list mér bara vel á kappann. Vanur' rokkari og útundir sig. En er það ekki óþarflega langsótt að Islendingar kynnist Kim Larsen eftir að hann er fluttur til Amer- Iku? — Talandi dæmi um gagn- kvæma fáfræði norrænu þjóð- anna á NÚTÍMAmenningarlifi Gasoline rétt eftir fæðingu: Kim Larsen, söngur, gitar, Wili Jöns- son, bassi, hljómborð, söngur, Franz Beckerlee, gitar, munnharpa, söngur, Björn Uglebjerg, trommur. Þessmágeta að sá siðastnefndi er þrælvirtur trommari i Danaveldi. Annars herma siðustu fréttir að Kim Larsen og féiagar verði upphitunarhljómsveit hjá Rolling Stones á hljómleikum þeirra i Skandinaviu i sumar. hver annarrar. — I hverju felst þessi norræna samvinna ann- ars? Jæja, hvað sem úr henni verð- ur nú, þá kemur Danskurinn Kim Larsen fram I Broadway næstkomandi föstudag og laug- ardag, þ.e. 21. og 22. mai, og þá getur fólk dæmt um hvort fram- hald verður á þeim dansk-am- erisk-islensku tengslum. (En svona innan sviga i lokin — ætlast forráðamenn — eöa dyraverðir — til þess að maður komi stifpressaður i diskógalla aö horfa á gamla hippann?) a dægurtónlist Andrea Jónsdótti skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.