Þjóðviljinn - 15.05.1982, Side 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN I Helgin 15,— 16. mal 1982
ÞÚ ERT ÖRUGCUR Á
OOODfÝEAR
Hefuröu gert þér grein fyrir því
að millí bíls og vegar eru aðeíns
fjórir lófastórlr fletir.
Aktu því aðeins
á viðurkenndum hjólbörðum.
HUCSIÐ UM EIGIÐ ÖRYGGI
OG ANNARRA
HEKLA HF
Laugavegi 170-172 Sími 21240
<
í
&
Hafnfirðingar!
Hafnarfjörður
Sýning og borgarfundir
um skipulagsmál
Nú stendur yfir i félagsheimili iþrótta-
hússins við Strandgötu sýning á tillögum
að aðalskipulagi, miðbæjarskipulagi,
skipulagi Setbergssvæðis og skipulagi
suðurhafnar.
Sýningin er opin laugardag og sunnudag
n.k. frá kl. 14.00 til kl. 18.00 og mánudag
17. mai frá kl. 18.00 til kl. 22.00.
Á laugardag kl. 14.00 verður á sama stað
borgarafundur um atvinnuuppbyggingu
og á mánudagskvöldið kl. 20.30 er fundur
um ákveðna þætti aðalskipulags.
Bæjarstjóri
Hátíðarfundur
FÍB
í tilefni hálfrar aldar afmælis Félags is-
lenskra bifreiðaeigenda, efnir félagið til
hátiðarfundar i Þjóðleikhúsinu laugar-
daginn, 15. mai n.k. kl. 14.00.
Hátiðarfundurinn er opinn öllum félags-
mönnum FÍB meðan húsrúm leyfir. Nauð-
synlegt er að sýna boðskort eða félagskort
við innganginn.
Menntamálaráð úthlutar styrkjum:
Styrkþegar Menntamálaráös ásamt formanni þess Einari Laxness, talið frá vinstri: Jöhann Hjálmars-
son, Vernhaöur Linnet, Flosi Ólafsson, Thor Vilhjálmsson, Guömunda Andrésdóttir, Einar Laxness og
Magnús Jónsson.
Níu 10.000 kr. styrkir
Menntamálaráð hefur
#um langt skeið veitt stuðn-
ingtil menningarstarfsemi
og var styrkjum úthlutað á
fimmtudag. Átta lista-
menn fengu dvalarstyrki
að upphæð 10 þúsund krón-
ur hver. Þrír styrkir voru
veittir til útgáfu tónverka
og nokkrir fræðimenn
fengu og styrki.
Umsækjendur um dvalarstyrk-
ina voru nú alls 28 en þessir fengu
fyrirgreiöslu aö þessu sinni: Asi i
Bæ.rithöfundur til dvalar á Spáni
við ritstörf, Flosi ólafsson leik-
ari, til dvalar i Stokkhólmi, Berlin
og viöar til aö kynna sér leiklist,
Guðmunda Andrésdóttir mynd-
listarmaður, til dvalar i New
York til aö kynna sér og vinna að
myndlist, Hlif Bente Sigurjóns-
dóttir fiöluleikari, til dvalar i
London, Sviss og Italiu vegna tón-
leikahalds, Jóhann Hjálmarsson
rithöfundur til dvalar á ítaliu til
að vinna að ljóðaþýðingum, Jón
Reykdal myndlistarmaður til
dvalar i Bandrikjunum til að
kynna sér grafiklist, Magnús
Jónssonóperusöngvari, til dvalar
i Danmörku og Sviþjóð til að
kynna sér óperuflutning og Thor
Vilhjálmssonrithöfundur til dval-
ar i Frakklandi við ritstörf.
Umsækjendur um styrk til tón-
verkaútgáfu voru nú þrir og á-
kvað Menntamálaráð að veita
þeim öllum nokkra úrlausn. Þeir
eru: Jazzvakning, til útgáfu
minningarplötu um Gunnar Orm-
slev saxófónleikara, — kr. 10 þús-
und, Guðjón Matthiasson tónlist-
armaður til plötuútgáfu kr. 2500
og Trómet-blásarasveitin til út-
gáfu tónverks eftir Jónas Tómas-
son tónskáld kr.2500.
Heildarstyrkupphæð til fræði-
starfa og náttúrufræðirannsókna
er ákveðin af Alþingi og er aðeins
16 þúsund krónur að þessu sinni
en Menningarsjóður hljóp einnig
undir bagga. Ákveðið var að veita
niu fræðimönnum 2000 kr. styrk
sem lengi hafa fengist við þjóðleg
fræði og rannsóknir af áhuga og
eigin frumkvæði en hljóta yfirleitt
litinn sem engan opinberan styrk.
Þeir eru: Einar H. Einarsson
Skammadalshóli, Guðbrandur
Magnússon Siglufirði, Guðmund-
ur A. Finnbogason Innri-Njarð-
vik. Indriði Indriðason Rvik, Ing-
ólfur Jónsson frá Prestbakka,
Rvik, Jón Gislason Rvik, Jón
Guðmundsson Fjalli, Skúli
Helgason Rvik og Þórður Tómas-
son Skógum.
— GFr
Staða
sveitarstjóra
Hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis Hell-
issandi óskar að ráða sveitarstjóra. Um-
sóknarfrestur er til 5. júni 1982.Allar frek-
ari upplýsingar veitir Svanbjörn Stefáns-
son sveitarstjóri simar: 93—6637 og
93—6657.
Hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis
Hellissandi
Bæjarstjóri
Starf bæjarstjóra á Siglufirði er hér með
auglýst laust til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 5. júni n.k.
Upplýsingar veitir bæjarstjóri i sima
96—71700.
Bæjarstjórn Siglufjarðar
SKÓLARITVÉLAR
Monica rafritvélin er allt í senn skóla-, feröa- og
heimilisritvél, ótrúlega fyrirferðarlítil, ódýr og fáanleg í
tveimur litum.
Hálft stafabil til leiðréttingar, 44 lyklar, 3
blekbandsstillingar o.m.fl. sem aðeins er á stærri geróum
ritvéla.
Fullkomin viógeróa-
og varahlutaþjónusta.
n Olympia
(MIÆ^O^DIU]© KJARAN HF [
ÁRMÚLI 22 - REYKJAVlK - SIMI 83022