Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 15
Helgin 15 — 16. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 15 — Nú smiðiö þiö auövitaö fleira en hnakka? — Já, þótt stundum bæri þaö nú viö i gamla daga að maöur brygði sér á bak með snærisspotta einan^ aö taumi, þá þykir það nú ekki beinlinis hofmannlegur beisla- búnaöur. Auk hnakkanna smiðum viö beisli, múla, einstaka hluta hnakka og annað þaö, sem til hestamennsku þarf. — Fyrrum voru söölasmiðir starfandi i hverju héraði og voru reyndar búsettir bæði i kaup stöðum og sveitum. Ég man t.d. eftir þvi að tveir söðlasmiðir voru um skeið starfandi á Sauðár- króki. Þróunin virðist hafa orðið sú, að mönnum hafi mjög fækkað i þessari iðngrein. — Já, söðlasmiðum fækkaðiá- reiðanlega mikið á timabili, en nú Útskornu útidyrnar. Múll, höfuöleöur og hnakktaska. Hnakktaskan er gerö úr leöri sem er fóöraö innan meö plasti. mun þeim fremur fara fjölgandi á ný. Ég veit ekki með vissu hvað margir söðlasmiðir með full réttindi eru starfandi i landinu, en heyrt hef ég talað um 10—12. En þetta sýnist nú vera mjög að breytast og er töluvert mikið um það, að fólk vilji læra söölasmiði og, — eins og ég sagði áðan, — kvenfólk engu siður en karlmenn. Söðlasmiði er nú orðin löggilt iðngrein og ein hin elsta á landinu. — bú spyrð um hurðina hérna fyrir útidyrum ibúðarhússins. Hún á sér kannski dálitið sérkennilega sögu. Þegar ég hafði lokið náminu i söðlasmiðinni fór ég að aka pósti út um Arnessýsluna og m.a. um Þing- vallasveit. Á Skálabrekku i Þing- vallasveit býr Guðmann ölafs- son. Hann hefur fengist við útskurð i fjölda ára. 1 einni póst- ferðinni datt mér i hug að gaman væri að hafa útskorinn hest á úti- dyrahurðinni hjá sér. Færði ég þetta i tal við Guðmann og kom siðan með ákveðnar hugmyndir sem hann útfæröi siðan eftir sin- um eigin smekk. Guðmann samdi siðan sjálfur þjóðlegan texta, sem er I þremur höfðaleturslinum á neðri hluta hurðarinnar. Er textinn þannig: „Til skjóls skal skóg rækta, þar munu grös gróa og búsmali una”. Það er gott að búa á bak við svona hurð. — mhg. Enn ein skipulagsmistök Sjálfstæðisflokksins Frá fyrirhuguðum Miöbæ Sjálfstæöismanna 1 Kringlumýrinni: jöröunni — og svo ekki söguna meir! Ljósm. — gel. Aðeins eitt hús risiö, annaö á leiö upp úr Endurskoða verður skipulag miðbæjarins í Kringlumýri Skipulagsnefnd Reykja- víkurborgar og borgarráð hafa samþykkt samhljóða að taka skipulag hins fyrirhugaða Miðbæjar i Kringlumýri til endur- skoðunar. Sjálfstæðismenn samþykktu sumsé að þörf væri á einni endurskoðun- inni enn á skipulagi, sem þeir á árum áður höfðu gengið frá. Sigurður Harðarson, formaður skipulagsnefndar sagði að ákveðið væri að Borgarskipulag ættin að gera tillögur um fram- tiðarnýtingu Kringlumýrar- svæðisins, byggingarmagn þar og skipulag. Þegar tillögurnar liggja fyrir munu þær afgreiddar i borgarráði og i framhaldi af þvi tekin ákvöröun um samkeppni á svæðinu ellegar einhverjum aðilum falið að endurhanna það. Meginástæða þessarar niður- stöðu Skipulagsnefndar eru úrslit verslunarkönnunar i Reykjavik sem nýlokið er. Eins og kunnugt er hefur aðeins eitt hús risið i Kringlubæ og hafin uppsteypa Borgarleikhúss, þrátt fyrir að mörg ár séu liðin siðan Sjálf- stæðisflokkurinn ákvað skipulag hins nýja miðbæjar. Þrátt fyrir eftirgangsmuni hefur enginn viljað byggja i mýrinni, m.a. vegna vantrúar á að þar gæti sú starfsemi þrifist sem áætluð var þar. Verslunarkönnunin, sem Borgarskipulag vann, leiðir ein- mitt þetta I ljós. Ætlunin var að i Kringlumýrinni yrði fyrst og fremst smásöluverslanir á yfir 50.000 fermetra fleti, en það hefði þýtt milli 100 og 200 verslanir? Tillögur Borgarskipulags ganga út á að lagst verði gegn þvi að Kringlubær verði byggður sem stór verslunarkjarni. Þar veröi Fjallað um byggða- leiksýningar Bandalag Islenskra leikfélaga heldur nú um helgina ráöstefnu um byggöaleiksýningar. Er ráö- stefna þessi I tengslum viö aöal- fund BIL og sitja fjöldamargir fulltrúar áhugaleikfélaga viös vegar af landinu á ráöstefnunni. Byggöaleiksýningar eru fjöl- mennar leiksýningar, oftast úti- sýningar, sem gjarnan eru byggðar upp á heimildum um sögulega atburði og leiknar á sögustaðnum. Slikar sýningar njóta nú sivaxandi vinsælda á Norðurlöndum og eru oft unnar i náinni samvinnu við söfn, at- vinnuleikhús og skóla. Ráðstefnan er haldin i Félags- heimili Kópavogs og stendur yfir 14. og 15. maf, en siðan er aðal- fundur BIL, sem lýkur sunnudag- inn 16. mai. Framkvæmdastjóri BIL er Helga Hjörvar. hins vegar unnið að nýjum skipu- lagstillögum sem byggðust á 3—4 viðráðanlegum áföngum og að heildar byggingamagn verði ekki meira en 100.000 fermetrar og þar af verði hlutur verslunarhúsnæðis ekki meiri en 20.000 fer- metrar og yrði aðallega um að ræða heildverslun. Hlut ibúðar- húsnæðis megi hins vegar auka verulega og geti hún tengst Hvassaleitishverfum. Þá segir i lok meginniöurstöðu verslunarkönnunarinnar að hlut- verk Kringlubæjar verði þvi aðal- lega á heildsölu, skrifstofu, stofn- ana og menningarsviði en að þar verði ekki verslunarmiðstöð eins og áætlaö var i upphafi. Sigurður Harðarson sagði að lokum að hér væri um enn eitt dæmi skipulagsmistaka fyrri valdhafa i Reykjavik að ræða. Skipulagsnefnd heiði undanfarin fjögur ár verið upptekin við að leysa vandamál sem forysta Sjálfstæðisflokksins heföi kallað yfir og aö mikið verk hefði verið unnið I þeim efnum. — v. Þvottavélin ALDA þvær og þurrkar vel Þetta er þvottavél sem hentar íslenskum heimilum, hefur innbyggðan þurrkara og tekur inn á sig heitt og kalt vatn. Verðið er mjög hagkvæmt, hringdu í síma 32107 og kynntu þér verðið, við borgum símtalið. Þvottakerfin eru 16 og mjög mismunandi, með þeim er hægt að sjóða, skola og vinda, leggja f bleyti, þvo viðkvæman þvott og blanda mýkingarefni í þvott eða skolun. Þvottavélin tekur 4-5 kg af þurrum þvotti. tromlan snýst fram og til baka og hurðin er með öryggislæsingu. Vinduhraði allt að 800 snúningar á min. Þurrkarann er hægt að stilla á mikinn eða lítinn hita og kaldur blástur er á síðustu min. til að minnka krumpur, Meðeinu handtaki er hjólum hleypt undir vélina sem auðveldarallan flutning. ÞYNGO 78 kg HÆÐ 85 CM BREIDD 60 CM DYPT54CM ÞVOTTAMAGN 4-5 KG ÞURRKMAGN 2-2.5 KG VATNSMAGN 15/18 I OG 19/25 I VINDA 450-800 SNÚN. MlN. RAFMAGN 220 VA. C. 13 AMP. MAX/ELEMENT 1350 VÖTT ÞURRKMÓTOR 50 VÖTT RAFTÆKJADEILD - SIMI 86117

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.