Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 30
30 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 15 — 16. mai 1982 Beðið félagsfundar hjá Sókn á mánudag SAMNINGAR TÓKUST Samkomulag hjá Sókn og fjármála- ráðuneytinu Samkomulag náðist um hádegið í gær milli Starfs- mannafélagsins Sóknar, fjármálaráðuneytisins og borgarinnar. Fundur hafði þá staðið linnulaust frá þvi um nónhil á fimmtudegi. Hjá Sókn ogf jármálaráðu neytinu fengum við þær upplýsingar, að samkomu- lag hefði orðið um að segja ekki frá efni samninganna fyrr en að afloknum fundi Sóknar á mánudagskvöld Sóknarsamningarnir eru þeir fyrstu sem komist hafa á i yfir- standandi samningalotu verka- lýösfélaga innan ASt við atvinnu- rekendur. Þarsem ekkert hefur veriö gefiö upp um innihald þess- ara óstaöfestu samninga Sóknar og fjármálaráöuneytisins, hafa þeir ekki haft áhrif á gang viö- ræöna hjá sáttasemjara. En ef starfsfólk Sóknar samþykkir samninginn er ekki ólíklegt aö hann hafi einhver hvetjandi áhrif á þá samninga sem nú standa yfir milli verkalýöshreyfingarinnar og atvinnurrekenda. Asmundur Stefánsson forseti ASt sagöi i gær aö ekkert heföi miöaö i neinar áttir i samningum viö vinnuveitendasambandiö undanfariö. Fundir voru hjá sáttasemjara i gær og boöaöur er fundur i dag. Þar stendur allt i föstu þófi, sagöi Asmundur. —dg Yfirlýsing frá sjúkra- liðum Þjóöviljanum hefur borist yfir- lýsing frá Sjúkraliðafélagi tslands. Birtist hún hér i blaðinu. Aöalfundur Sjúkraliðafélags tslands haldinn föstudaginn 30.4. 1982 harmar þann seinagang, sem verið hefur varðandi samninga viö heilbrigöisstéttir i landinu. Fundurinn minnir á, aö á undanförnum árum hefur krafa veröandi menntun sjúkraliöa veriö aukin til muna, hinsvegar hafa kjaramál þessarar stéttar veriö i algjörri stöönun og i engu samræmi viö aukna menntun og starfssviö. Þvi áréttar fundurinn fyrri yfirlýsingar félagsins varö- andi sanngjarnar og hógværar kröfur sjúkraliða er miöa i þá átt aöstuöla aö aukinni samræmingu I kjaramálum hinna ýmsu heil- brigöisstétta, og telur að úr- skurður kjaranefndar nú, hvaö varöar laun sjúkraliöá sé alls- endis ófullnægjandi. Fundurinn beinir þeim til- mælum til viökomandi yfirvalda að nú þegar veröi gengiö til samninga viö hjúkrunarstéttir landsins og þar meö afstýrt þvi ófremdar ástandi er annars kynni aö skapast. Jafnframt lýsir fundurinn yfir fullri samstöðu viö launakröfur annarra heilbrigisstétta. Frá fundinum á Sögu, en þar kom m.a. fram aö Sjálfstæðisflokkurinn telur ekki nauösyn á áætlun um uppbyggingu dagvistarstofnana. Markús Örn Antonsson í umræðum um uppbyggingu dagvistarstofnana Engín þörf er á langtímaáætlun — Sjálfstæðisflokkurinn sér ekki ástæðu til þess að binda uppbyggingu dagvistarheimila i lang- timaáætlun, sagði Markús örn Antonsson, fram- bjóðandi ihaldsins m.a. á fundi sem Fósturfélag Islands gekkst fyrir i fyrrakvöld með frambjóðend- um i Reykjavik á Hótel Sögu. Á fundinum kom fram að sú dagvistaráætlun sem nú er unnið eftir i Reykjavik hefur orðið fyrirmynd að heildaráætlun yfir landið sem verið er að leggja siðustu hönd á i samræmi við loforð stjórnvalda til verkalýðs- hreyfingarinnar i kjarasamningum 1980. 1 máli Markúsar Arnar kom einnig fram að hann taldi rétt að hækka dagvistargjöld, og gera foreldrum skylt að bera kostnað af vistun barna sinna á dagheim- ilum i auknum mæli i samræmi við efnahag, um leið og itrasta aðhalds yrði gætt i f járhagsaðstoð af hálfu borgarinnar og afsláttur til forgangshópa yrði felldur niður. Miklar umræður urðu á fundin- um um margvisleg mál, og sagði Guðrún Helgadóttir, formaður stjórnar dagvistarstofnana, að i öllu sinu pólitiska vafstri sem aukist hefði meö árunum hefði sér þótt skemmtilegast að vinna með starfsfólki dagvistarstofn- ana I Reykjavik að marghátt- uðum breytingum á innra starfi og skipulagi dagvistarstofnana i borginni. Þekking starfsfólksins hefði nýst vel i tillögugerð og nýjar leiöir sem verið væri að fara i dagvistarmálum væru m.a. byggðar á henni. Efasemdir voru látnar uppi á fundinum um tillögur kvenna- framboðsins um stóraukningu i uppbyggingu dagvistarstofnana án aukningar útgjalda. Bent var á að ódýr og fljótreist dagheimili gætu reynst dýrari i rekstri og viðhaldi en vandaðri heimili, og ekki mætti gleyma skorti á hæfu starfsfólki. Guörún Helgadóttir kvaðsjálfsagt að leita nýrra leiöa til þess aö gera dagvistarstofnan- ir sem ódýrast úr garði, og benti á aðeitteiningahúshefðiverið reist i tilraunaskyni i Breiðholti. Þá minnti Guðrún á að Fósturskól- anum heföi verið útvegaö nýtt húsnæöi og búa þyrfti vel að skólanum framvegis þannig að hann mætti áfram verða sérskóli. Hún ræddi einnig um námskrá fyrir dagvistarheimili sem alþingi hefur samþykkt að láta gera að tillögu sinni, og tillögu sem hún flutti á þingi um starfs- mat rikisstarfsmanna, sem m.a. hefði miðað að endurmati á kjör- um fóstra, en fékk ekki undir- tektir. A fundinum voru einkum fóstr- ur, dagmæður og starfsfólk á gæsluvöllum borgarinnar, en fáir foreldrar. Fundarstjóri var Marta Sigurðardóttir fóstra. —ekh. Félag starfsfólks i veitingahúsum: Boða skœru- verkföll næstu tvœr helgar „Það er algjör samstaða í okkar hópi, og ég get ekki trúað öðru en viðsemj- endur okkar taki við sér svo ekki þurfi að koma til boðaðra verkfallsað- gerða", sagði Matthildur Einarsdóttir ritari félags starfsfólks i veitinga- húsum í samtali við Þjóð- viljann í gær. Félagiö hefur boðað til verk- falla næstu tvær helgar, hafi ekki náöst samkomulag við veitinga- menn fyrir þann tima. Ljóst er ef að verkföllum verður, muni öll starfsemi veitingahúsanna leggj- ast niður þá daga sem verkföll standa. Helstu kröfur starfsfólks I veit- ingahúsum eru leiðréttingar miðaðar við kjör sambærilegra hópa innan Sóknar og Verslunar- mannafélagsins. Fariö er fram á vaktaálag um helgar, matartima i yfirvinnu og vetrarfri út á helgi- dagavinnu. Kjarasamningarnir: Stuttur fundur Annar boðaður í dag I gærmorgun var haldinn fund- ur með viðræðunefndum ASÍ og VSÍ og hófst hann kl. 9. Fundurinn stóð stutt eða til kl. 11.30. Annar fundur hefur verið boðaður i dag kl. 14 Á fundinum i gær gerðist ekkert markvert, og sú bjartsýni, sem virtist rikja hjá sáttanefnd á næsta fundi á undan virtist horfin með öllu. Fundurinn i dag mun þvi frekar boðaður af skyldu en að árangurs sé af honum að vænta. S.dór. Frummælandi á fundi Fósturfélagsins. Stórslys á Reykjanesbraut í gœrmorgun__ Þrennt mjög illa slasað Geysiharður árekstur varð á Reykjanesbraut i gærmorgun i Hvassa- hrauni. Ung hjón og ungur maður voru flutt mikið slösuð á slysa- deild Borgarspitalans og siðar á gjörgæsludeild. Lögreglunni i Reykjavik var tilkynntum stórslys á Reykjanes- braut kl. 7.30 Og dreif að sjúkralið og lögreglu frá Reykjavik, Kefla- vik og Hafnarfirði. Aödragandi slyssins var sá, að ungur maður á leið til Suðurnesja tók framúr tveimur bilum. 1 þann mund sem hann var að taka framúr siðari bilnum lenti hann framan á fólksbil sem var á leið til Reykjavikur. I þeim bil voru ung hjón, og slasaðist ökumað- urinn illa, klemmdist fastur i bilnum og varð að klippa þakið af bilum til að ná honum úr flakinu. Báðir bilarnir eru gjörónýtir-lg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.