Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Helgin 15.— 16. mai 1982 Helgin 15.— 16. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 hreyfingarinnar áriö 1964 bundið endi á þennan ömurlega kafla I húsnæöismálum Reykvikinga. Sjálfur man ég hann vel. Ég ólst upp i Skólavörðuholti og skammt frá heimili minu var stórt braggahverfi, efst á holtinu þar sem nú er Hallgrimskirkja og þar i grennd. Viö krakkarnir á Bar- ónsstig og Leifsgötu lékum okkur aldrei við „braggaskrflinn” eins og viö kölluðum hann og ég náöi aldrei aö kynnast neinum krakka sem þar bjó. Þaö var á mörkum að maöur vogaði sér að ganga i gegnum hverfið. Eitt herbergi, kolavél, úti- salerni, ekkert þvottahús t janúar 1950 var viötal I Þjóö- viljanum viö Kristján Hjaltason, formann Leigjendafélags Reykjavikur en hann var sjálfur braggabúi. Hann segir að bragg- arnir séu að visu misjafnir en nær ógjörningur sé aö gera þá veru- lega góða þvi aö þeir hafi veriö reistir sem bráöabirgöaskýli úr járni, þunnum texplötum og pappa. Fjöldi braggaibúöa hafi hvorki vatns- né skólpleiðslur og húsnæöismálum bæjarins. Fyrst beinist athyglin aö þeim sem eiga bágast, ibúum braggahverfanna og ekki siður ibúum kjallaraibúöa og ibúöa á efstu loftum húsa, margar þær Ibúöir eru ægilegar. Ég kom nýlega i loftsibúð með tveimur litlum herbergiskomp- um, upphituöum af kolaeldavél, og gat ég rétt gengiö uppréttur. t þeirri ibúö búa hjón meö fjögur börn. Þrengslin og aöbúnaöurinn eru viöa ótrúleg; á einum staö búa hjón I gömlu timburhúsi meö 8 börn, I Ibúð sem er tvær stofur, 21 fermetra og eldhús, 4 fermetrar. Upphitun er kolaeldavél með miöstöð, þar er útigeymsla og úti- salerni, ekkert þvottahús. A öðr- um staö búa ung hjón með þrjú börn og gamalmenni i bragga- ibúð, einu herbergi og eldhúsi, ibúðarstærðin 25 fermetrar. Þarna er léleg eldavél, kolaofn hitunartækiö, Ibúöin er rök, köld og lek. Þarna er ekkert þvottahús né aðgangur aö þvi, engar geymslur. Þetta eru aöeins ein- stök dæmi en þannig aöbúnað veröur fjöldi manns aö þola. Og viöa eru bágindi fólks ekki ein- göngu af ástandi ibúöanna heldur þeirri okurleigu sem það býr við.” 3000 manns í bröggum árið 1954 En hversu margt fólk bjó þá i bröggum og öðru heilsuspillandi húsnæöi? Strax upp úr striöi báru sósialistar i borgarstjórn marg- sinnis fram tillögur um að kannað væri húsnæöisástand i höfuðborg- 'inni. Þetta bar loksins þann 'árangur, aö áriö 1946 var hafist handa um slika könnun. Hún tók þó aöeins til bragga og kjallara- ibúða; aldrei var lengra haldið ■þrátt fyrir harða baráttu af hálfu sósialista. Þeir vildu að llka væru kannaöir allir þeir skúrar og háa- loftsskonsur og annað óhæfilegt og lélegt húsnæöi sem neyöin haföi knúið menn til að búa I. Skoðunarmenn skoöuöu 326 braggaibúðir. I þeim bjuggu 1300 manns, þar af 507 börn. Héraðs- læknir skoöaöi skýrsluna og úr- skuröaöi 200 af þessum ibúöum heilsuspillandi. Athugunin tók til 1884 kjallaraibúöa meö 6100 ibú- um og af þeim úrskurðaði héraðs- læknir 452 heilsuspillandi. Nú skyldi ætla aö þessi ógn- vekjandi skýrsla heföi haft þau áhrif að meiri hluti borgarstjórn- ar yndi að þvi bráöan bug aö Braggatímabilið Borgarstjórnarkosningar eru í Reykjavík um næstu helgi og kann sumum að þykja lítið til þeirra koma/ þær séu aðeins leikur að stráum. Frambjóðendur Sjálfstæð- isf lokksins vitna í sina gömlu ,/glæstu" valdatíma og vill þá sumt gleymast. Sú glæsimennska samræmist ekki reynsluheimi allra Reykvíkinga. Fyrir nokkrum árum var ég á ferðalagi vestur á Snæfellsnesi og hitti þá að máli ungan sjómann sem býr þar i einu þorpanna. Er við höfðum rætt saman dálitla hríð kom þar samræðum okkar að hann sagðist hafa alist upp i braggahverfi í Reykjavík, nánar tiltekið Camp Knox í Vesturbænum. Þar kvað hann hafa verið harðsnúið líf. Krakkar, sem bjuggu i mannsæmandi bústöðum fyrirlitu braggabúa og til varnar héldu braggakrakkarnir hópinn og mynduðu hálfgerða óaldarflokka. Þessi ungi sjómaður sagði að f lestir félagar sínir frá þessum árum hefðu síðan lent á glapstigum og mjög margir þeirra hefðu komið við sögu Litla-Hrauns eða lent i Strætinu. Sitt lán hefði verið að komast burt frá Reykjavík í tæka tíð. Hann sagðist hata Reykjavík og koma þangaðeins sjaIdan og unnt væri. Fyrir harðfylgi verkalýðshreyfingar og sósíalista Þegar nánar er aö gáö var neyöin yfirþyrmandi á þeim ár- um er ég var aö alast upp. Mörg þúsund manns bjuggu i aumustu hreysum, annaöhvort óhæfum bröggum, niöurgröfnum kjallara- holum eöa skúrræksnum I útjaöri borgarinnar. Góöar lýsingar er hægt aö finna á þessu i meistara- verkum þeirra Sigurðar A. Magn- ússonar, Undir kalstjörnu og Möskvum morgundagsins, og Tryggva Emilssonar, Barátt- unni um brauöið. En var þá ekki útrýming þessa húsnæöis Sjálf- stæöisflokknum aö þakka? Nei. Sá flokkur haföi sáralitinn áhuga á „vesalingunum” sem bjuggu við þessar hraklegu aöstæöur. Þaö var fyrst og fremst fyrir haröfylgi verkalýöshreyfingar- innar og sósialista aö knúnar voru fram úrbætur I félags- og húsnæö- ismálum. Af því er löng saga og merk sem vert væri aö rifja upp viö tækifæri. Braggatimabiliö i Reykjavik stóö óslitiö frá striöslokum og fram á 7. áratuginn. Kannski hef- ur júnisamkomulag verkalýös- Braggarnir voru upphaflega reistir sem bráöabirgöaskýli úr járni, þunnum texplötum og pappa. ef þær eru séu þær viöast I hörmulegu ástandi, t.d. þar sem skólpinu er veitt út á milli húsa. Leigjendafélagiö var stofnaö 1948 og Kristján lýsir þvi yfir i viötalinu aö undirstööu til aö byggja á ætli félagiö aö fá meö al- mennri skýrslusöfnun um leigu- húsnæöi. Hann er spuröur um rannsóknina og svarar þá: „Hún er enn of skammt á veg komin til aö hægt sé aö birta árangur hennar. En þó hefur hún þegar veitt margvisleg kynni af Þá nefnir Kristján og skúranna og segir: „Þaö er sérstök ástæöa til aö minna á i þessu sambandi aö fjöldi manns býr i skúrum og smáhúsum sem þeir hafa hróflaö sér upp hingaö og þangaö i út- hverfum af engum efnum, þær ibúöir eru sumar með þeim allra verstu, þar eru viöa engin þæg- indi, ekki vatn og ekki rafmagn. En um þetta húsnæöi eru ekki til, neinar skýrslur.” leysa vandræöi þessa fólks. Þaö var þó ekki gert. Aö visu fór borg- in I að reisa ibdöir en þær voru flestar seldar einstaklingum og þá yfirleitt meö betri fjárhag en bragga- og kjallaraibúar. Þeir bjuggu áfram i óhæfum húsa- kynnum, og fjölgaði frekar en hitt. Árið 1950 bjuggu 2210 manns i bröggum, þar af 976 börn og áriö 1954 var álitiö aö tala braggabúa væri komin upp i um 3000 manns. Upp úr þvi fer tala þeirra að lækka hægt og hægt en 1958 var þó ,,Með þessu húsnæðis&standibeinlinis elur bærinn upp slæma borgara”. Myndin er tekin iReykjavik árið 1962. enn upp undir tvö þúsund manns I bröggum i Reykjavik. Ég kyndi dag og nótt þennan eina ofn Ariö 1954 átti Nanna Ölafsdóttir merkilegt viötal viö einstæða móöur I bragga i Þjóðviljanum. Hér fara slitrur úr þvi: „Mig langar til aö heyra hvern- ig er aö búa I bragga”, segi ég, og er ekki laust viö aö ég sjái eftir spurningunni. En ég þarf ekki aö vera meö vangaveltur, hún er alltof raunsæ og laus viö sjálfs- vorkunnsemi, hún brosir litið eitt og segir: „Þú sérö aö þessi braggi er rúmgóður, aö utan er báru- járnið, að innan masonit, ekkert annaö. Óþiljaöur. Ég kyndi dag og nótt þennan eina ofn, hráolian kostar mig 500 - 600 á mánuði. Þó er alltaf gólfkuldi. Sleppti aldrei litla drengnum minum á gólfiö fyrsta áriö vegna gólfkuldans. Eins og þú sérö ná skilrúmin milli herbergjanna ekki upp i loft. Ég hef þaö svona til þess aö hitinn frá þessum eina ofni nýtist sem bezt. Fyrir bragðiö er lika erfiöara aö koma krökkunum niöur ef gestir koma. Þetta er þá eins og eitt her- bergi. Annars er það nú aukaat- riöi. Hérna eru 3 braggar sér, I fyrra áttu samtals 25 börn hér heima. Þeim hefur fækkað, tvær fjöl- skyldur fluttu I annan kamp. I einum bragganum voru 3 fjöl- skyldur, hver I sinu smáherbergi, meö þunnu skilrúmi á milli, eins og hér. Ein hjónin voru drykkfelld og hvert orö sem þeim fór á milli heyröu börnin I öllum braggan- um. Þaö varö ekki hjá þvi komizt. Börnin ofsótt Næstelzta telpan min gafst upp á skólanum. Tveir bekkjarbræöur hennar eltu hana um allt skóla- portiö I friminútunum og skipuöu henni aö hypja sig heim i bragg- ann. Eftir skólann hröktu þeir hana alla leið heim. Ég hringdi i skólastjórann og hann tók mjög alvarlega i máliö. Þetta lagaöist. En hin telpan min varö stööugt fyrir aökasti af sömu orsökum og þá tók ég þær báöar úr skólanum og kom þeim fyrir I öörum skóla. Fyrir utan þaö sem ég kemst aö svona, veit ég að börnin muni verða fyrir ýmis konar hnjaski vegna húsnæöisins, maöur veit aö krakkar dylja meö sér þaö sem þeim finnst niörandi og særir þau. Verst hvaö erfitt er aö hafa börn i þessum húsakynnum. Áhrifin, bein og óbein, veröa varanlegust á börnin. Það eru hin hörmulegu sannindi um braggana”. Leið einstæðra mæðra liggur í braggahverfin „Þaö er engin tilviljun aö leiö svo margra einstæöra mæöra liggur i braggahverfin. Ég má segja aö sjálf Hagstofan hafi reiknað út, aö af öllum þegnum þjóöfélagsins hafi einstæöar mæöur lélegasta afkomu”. „Þeim fjölgar stööugt i brögg- unum. Og afkoman er náttúrlega engin. öryggisleysiö fullkomiö. T.d. er hér i bragga við hliöina á þessum 7 barna einstæð móöir. Elzta barniö er 8 ára. Eldhús- glugginn hennar er viö hliöina á minum aö kalla. Svolitil snúru- ómynd er strengd úr glugganum hennar I næsta bragga. Ég tók eftir þvi aö svo aö segja á hverju kvöldi héngu á snúrunni föt sem börnin fóru i morguninn eftir. Hún lifir á þvi, sem hún fær frá tryggingunum, hvernig sem hún fer aö þvi. Svo mikill einstæöing- ur er hún, aö þegar henni varð skyndilega illt i strætisvagni og varö aö flytjast á spitala, geröi hún mér orö, sem aöeins var henni málkunnug, og baö mig aö taka aö mér börnin, þar til hún kæmi heim. Þetta var I fyrsta sinni sem ég kom inn til hennar. Þar var bókstaflega ekkert fata til.börnin voru i þeim fötum, sem til voru, annað fyrirfannst ekki á heimilinu. Kampurinn áhrlfasvæði dóna og óþokka „Þaö hefur oft verið ófriöur hér af drukknum mönnum á nóttunni, einkum fyrsta áriö mitt hér. Þeir lemja allt að utan. Þaö er eins og þeim finnist Kampurinn áhrifa- svæöi dóna og óþokka. Þá er ekki góö liöan að vera ein meö 4 börn. Ég vaknaöi eina nóttina viö aö maöur var kominn hálfur inn um gluggann hjá okkur. Hann hrökklaöist til baka við ofsann i mér, en siöan hef ég aldrei sofiö viö opinn glugga. Maöur er ein- hvern veginn einangraöri hér en annars staöar. Og ég hef þaö a.m.k. á tilfinningunni aö varnar- leysi einstæörar móöur sé meira hér en annars staðar”. „Hvaö kom þér hingaö upphaf- lega?” „Húsaleigulögin, eöa réttara sagt afnám bindingarákvæöa þeirra. Viö höföum setiö i Ibúöinni i skjóli húsaleigulaganna. Hún var hvergi góö, en hátiö hjá þess- ari. Ég heföi sizt kosiö aö fara I bragga, en uppeldi fjögurra barna er ekki skoðað neitt starf i okkar þjóðfélagi, og einstæö móö- ir á þá ekkert val. Þaö vita allir aö barnmörgu fjölskyldurnar, einmitt þær er sizt skyldi, lenda I bröggunum, ef þær standa uppi vegalausar, vonleysiö gripur for- eldrana og börnin finna fljótlega að foreldrarnir hafa gefizt upp, þau lenda i andstööu við þjóöfé- lagiö, smáhnupl og annað slikt hefur innreiö sina, dæmi um þetta þekki ég hér og fullyröi aö hús- næöið eigi aöalsökina. Meö þessu húsnæöisástandi beinlinis elur bærinn upp slæma borgara. Bær- inn er eins og fylliraftarnir; braggahverfin eru staðirnir þar sem hann fær ónáttúru sinni út- rás”. örvænting á því herrans ári 1958 Enn um hriö máttu Reykvik- ingar búa i bröggum. Ariö 1958 var taliö aö upp undir 2000 manns byggju i slikum húsakynnum eins og áöur sagöi. Fjöldi manns reyndi meö örvæntingarfullum hætti aö komast i betra húsnæöi. Þetta er lýsing á Iverustaö hjóna meö 8 börn á þvi herrans ári 1958: „Þau hjónin hafa búið i 6 ár i þessum skála. 1 honum eru tvö herbergi og eldhils auk saiernis. Engar huröir eru fyrir herbergj- unum, aðeins fyrir útidyrunum og salerninu. I eldhúsinu er enginn vaskur en hins vegar á salerninu. Konan sagöist hafa farið fram á það að vaskur yröi settur upp i eldhúsinu en fékk þau svör hjá bæjaryfirvöldum aö þaö væri of kostnaöarsamt og svo væri svo stutt fram á salerniö að ekki tæki þvi að setja upp vask i eldhúsinu. Og auðvitað þarf hún i annað hús til þess að þvo þvotta. Þarna er engin hitaveita og ekkert heitt vatn aö fá og til upphitunar er að- eins einn oliuofn. — Gólfiö i skál- anum liggur undir stöðugum skemmdum af vatnselg, sem undir þaö flóir, hefur tvivegis veriö gert viö þaö á þessum sex árum. Hins vegarhefur fúinn læst sig upp eftir einum dyrastafnum, svo að úr honum er dottiö stykki, en við það hefur ekki fengist gert. Bærinn á hvorki til efni I það né þröskuld fyrir útidyrnar.” Þannig er reynsluheimur: •margra Reykvikinga. Einu sinni varö ég vitni aö braggabruna i Múla Camp. Gömul kona meö lit- iö barn I fanginu sat viö næsta bragga og reri fram i gráöið. Hún átti heima i bragganum sem var aö brenna og augu hennar vitnuðu um endanlega uppgjöf. Borgarstjórnarkosningar eru ekki leikur aö stráum. Þær varöa hvern mann. A aö leysa málin á félagslegum grundvelli eöa hoppa aftur i timann til afskiptaleysis um hag náungans og gróöa- hýggju? — GFr Camp Knox, liklega um 1960 en þá var búiöaö rifa marga bragga. 1 svona kofaræksnum bjó fólk í útjöörum Reykjavikur, oftast án vatns og rafmagns

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.