Þjóðviljinn - 19.05.1982, Side 4

Þjóðviljinn - 19.05.1982, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. mai 1982 NOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Fréttastjóri: Þörunn Siguröardóttir. L'msjdnarmaður sunnudagsblaös: Guðjón Friöriksson. Auglvsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson. Blaðamenn: Auöur StyrkársdóHir, Helgi Ölafsson Maenús H. Gislason, olalur Gislason, Öskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson. iþróttalréttaritari: Viöir Sigurðsson t'tlii og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson. l.jósmyndir:Einar Karisson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: llildur Kagnars, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir. Sæunn Oladóttir. Ilúsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigúrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. ttkeyrsla. afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6, Keykjavik. simi 81923 Prentun: Blaðaprent hf. Verjum A Iþýðubandalagið • í kosningunum á laugardaginn verður kosið á móti pólitiskum venslamönnum Thatchers og Reagans. • Við skulum minnast þess að kosningasigur Sjálfstæðisílokksins i Reykjavik 1958, þegar ihaldið fékk 10 af 15 borgarfulltrúum, varð upp- hafið að viðreisnarstjórn ihaldsins og Alþýðu- flokksins. Sú stjórn sat i áratug. Það var stjórn sem skipulagði landflótta og atvinnuleysi og gerði samninga við Alusuisse og nauðungar- samningana við Breta um að ekki mætti færa landhelgina út frá 12 sjómilum nema rikisstjórnir þessara landa samþykktu það. • Við skulum minnast þess að kosningasigur Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik 1974 varð for- senda þess að siðar um sumarið var mynduð helmingaskiptastjórn ihalds og Framsóknar. Við skulum gera okkur ijóst, að þessi reynsla sýnir að milliflokkarnir halla sér að þeim sem er i sókn — að Alþýðubandalaginu 1978, en að Sjálf- stæðisflokknum 1974. • Við skulum hafa það hugfast að þótt tekist i hafi að berja niður leiftursóknina 1979 vegna þess að ihaldið var svo vinsamlegt að sýna þjóðinni framan i stefnu sina fyrir kosningar, þá er hún enn stefna Sjálfstæðisflokksins þó að henni sé ekki hampað aö þessu sinni. • Við skulum ekki láta blekkjast af leikaraskap Daviðs Oddssonar og stefnuleysi. Trúðleikar ihaldsins i Reykjavik mega ekki verða til þess að það gleymist að Sjálfstæðisflokkurinn er hin póli- tiska hlið Vinnuveitendasambands Islands og Verslunarráðsins. Stefna leiftursóknarinnar og Verslunarráðsins er sama stefnan. Og við höfum enn tima til þess að koma i veg fyrir að Alusuisse, Vinnuveitendasambandið og Verslunarráðið vinni hér stórfelldan kosningasigur. • Við skulum ekki gleyma þvi að 1978 stóðu vinstri menn og sósialistar saman um Alþýðu- bandalagið. Þá fékk ihaldið eftir 50 ára valdasetu i Reykjavik. Ef pólitiskir venslamenn Thatchers og Reagans komast hér að með sina atvinnuleys- isstefnu i kosningum kann það að koma niður á allri þjóðinni, börnum okkar og barnabörnum. Með það efst i huga skulum við berjast næstu sól- arhringana fyrir samstöðu vinstri manna um Al- þýðubandalagið. — ekh Látum œvintýrið lifa • Alþýðubandalagið kallar liðsmenn sina i Reykjavik til baráttugleði i Laugardalshöll i kvöld. í Höllinni verður gleði haldið hátt á loft i kvöld, en engu að siður munu stuðningsmenn G- listans safnast þar saman til þess að leggja áherslu á alvöru kosninganna og þá miklu þýð- ingu sem kosningaúrslitin munu hafa á pólitiska framvindu i landinu og baráttustöðu verkalýðs- hreyfingarinnar. • Sigur Alþýðubandalagsins i Reykjavik 1978 var ævintýri likastur og hafði miklar pólitiskar afleiðingar. Ósigur Alþýðubandalagsins nú væru ill málalok og óverðskulduð. Látum þvi ævintýrið lifa áfram og ieggjum áherslu á nauðsyn áfram- haldandi forystu Alþýðubandalagsins i Reykja- vik með þvi að f jölmenna i Höllina i kvöld. — ekh : Barnaleikritið | Bananar ■ Alþýðuleikhiisið frum- Isýndi á dögunum leikritið Bananar, þarsem iaögengi- legri og spennandi sögu er • reynt aö fræða áhorfendur Ium ástand i löndum Suður- og Mið-Amerlku, um valda- kerfi sem þegar allt kemur ■ til alls sameinast i þeim kol- Ikrabba sem einstakir alþjóö- legir auöhringar hafa orðiö mörgum rikjum þar i álfu. • Máli leikritsins er einkum 1 beint til unglinga og bar ekki á öðru en þeirtækju vel undir við flytjendur á frumsýn- ■ ingu. IGagnrýnandi Morgun- blaðsins hefur nokkrar áhyggjur af þvi að unglingar ■ bregöist ekki með „réttum” Ihætti við sýningu þessari. Þvi setur hann saman afar undarlegar vangaveltur um • Banana, auðhringa og fleira Imerkilegt og er þetta ein rúsinan: j Skrýtin þula „Annars fannst mér for- I vitnilegt að fylgjast með við- ■ brögðum unglinganna sem Ifylltu bekki Hafnarbiós á annarri sýningu „Banana”. Unglingarnir virtust sefjast • mjög auðveldlega af þeirri Itilfinningaspennu sem fylgdi atburðarásinni. Var greini- legt aö þeir upplifðu þarna I leik kattarins að músinni. • Mér varö hugsað til þess Ihvort þessir unglingar gerðu sérljóstað hinn alvondikött- ur sem þarna var teymdur • með g inið opið er raunar það Iafl sem er þess valdandi að þau geta i dag etiö ódýrari mat en forfeðurnir og hlust- • að á vasadiskó i fristundum. IEða eru ekki voldugir al- þjóölegir auðhringir einir þess megnugir I krafti ódýrs ■ vinnuafls og auölinda Þriðja Iheimsins, mikiis fjármagns og viðamikils dreifingar- kerfis — að dreifa þeim sæg • fjölbreyttra neysluvara sem I gerir hið vestræna velferðar- 1 riki að veruleika? Ég er Ihræddur um aðán hinna vel- skipulögðu alþjóðlegu auð- hringa væri bilið i dag milli , * rikra og fátækra enn breiö- t I ara en það er á Vesturlönd- I I um. Hinar tiltölulega vönd- | I uöu f j öldafram 1 eiddu , • neysluvörur frá verksmiðj- | Ium stóru auðhringanna hafa I þannig gert að veruleika | „sósialismann” þar sem , * miöstýringarkerfi þeirra i IMarx og Engels hefur leitt til I vöruskorts sem aftur bitnar | harðast á þeim sem minnst , • mega sin. A næstu árum i munu svo auðhringarnir I I taka i þjónustu sina sæg vél- | I menna sem koma i staö út- , * jaskaðra latinóa. Þá er þess ■ Iað vænta aö velferðarrikið I veröi einnig að veruleika i S- | Ameriku, svo fremi sem , * Kastró-Brezhnev klikan hef- ■ Hlippt Álmálið í Rétti Réttur, fyrsta hefti þessa árgangs, er kominn út og er þar margt fróðlegt að finna. Til að mynda skrifar Engilbert Guðmundsson yfirlitsgrein um „súrálsmálið” og lýkur henni á svofelldri ályktun: „Reynsla hefur sýnt okkur að allar viövaranir sósialista gagnvart innreiö erlendrar stóriðju áttu við rök að styðjast. Nú riöur á að sósialistar hafi forystu um að bæta úr þeim mistökum sem gerð voru i nafni stóriðjudýrkunarinnar. Aðrir veröa ekki tii aö leita réttar tslendinga”. Guösteinn Þengilsson læknir skrifar um hjúkrunarheimili. Einar Olgeirsson skrifar um aldarafmæli Roosevelts og Samvinnuhreyfingarinnar og þess er minnst með myndum, greinum og ivitnunum að 80 ár eru liðin frá fæðingu Sigfúsar Sigurhjartarsonar. Tryggvi og Halldór Einar Olgeirsson, ritstjóri Réttar segir tvær sögur af af- drifum og áhrifum bóka Halldórs Laxness og er önnur um vinsældir tékkneskrar þýðingar á Sölku Völku i fanga- búöum nasista i Buchenwald. Tryggvi Emilsson skrifar ýtar- lega grein um Halldór og þá ekki sist þau áhrif og þær hrær- ingar sem Alþýðubókin vakti upp á sinum tima: „reisn okkar varð að meiri við lestur þessarar bókar,” segir Tryggvi um þau áhrif sem hinn meitlaði og óvenjulegi málflutningur Halldórs hafði á hann og félaga hans. önnur dæmi tekur Tryggvi einnig skemmtileg af afdrifum bóka Halldórs: „Siðar þegar ég kom til höfuð- borgarinnar og gisti systkini min kom ég i hús til konu að norðan sem viö hlið sins eigin- manns hafði grætt offjár á strið- inu og var þá komin i bland viö forrikt fólk. Sú kona og það fólk hafði lengi verið i andstöðu viö höfund Alþýöubókarinnar vegna stööu sinnar I hópi ný- rikra. Nú sá ég mdr til furðu að i stássstofunni og þar i fallegum bókaskáp voru nokkrar bækur eftir Halldór Laxness i grænu skinnbandi. Nú jæja, sagði ég, þú ert þá farin að lesa bækur skáldsins. Lesa, sagöi konan, neihei, svo langt er ég nú ekki leidd, en maöur verður að eiga þetta.” Alögur á Reykvíkinga Adda Bára Sigfúsdóttir skrifar grein i Rétt sem heitir Kosningar i vor. Þar vikur hún m.a. aö þeim áróöri Morgun- blaðsins, aö i tiö vinstrimeiri- hlutans hafi álögur á borgarbúa þyngst óhóflega og að fram- kvæmdir hafi verið litlar. Um þetta segir hún m.a.: „Staöreyndin um álögurnar er að finna i samanburöarskrá i Sveitarstjórnartiöindum um álögur i öllum kaupstöðum á landinu árið 1981. Kaupstaðirnir eru 22 og 16 þeirra eru með hærri útsvarsprósentu en Reykjavik. Aöeins þrjú sveitar- félög eru með lægri fasteigna- gjöld. Þess ber svo einnig að geta, að I Reykjavik fá ellilif- eyrisþegar sjálfkrafa lækkun á fasteignagjöldum ef tekjur þeirra eru undir ákveönu lág- marki. Framkvæmdir borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar eru ör- ugglega miklu meiri en orðið hefði undir íhaldsstjórn. Það marka ég t.d. af tillögum þeirra um niðurskurð á framkvæmda- fé viö afgreiðslu fjárhagsáætl- unar fyrir árið 1981, og þvi að þeir töldu okkur færast of mikiö i fang sumarið 1978 þegar ljóst var orðið að viöskilnaður þeirra i fjármálum hafði ekki verið sem skyldi.” Vísbending 1 grein sinni segir Adda Bára ennfremur: „Orslit sveitarstjórnarkosn- inga I vor segja ekki einungis til um það hverjir fara með völd i sveitarfélögum næstu fjögur ár, heldur munu þau einnig verða skýr vísbending um það hvaða þjóðfélagsöfl verða handhafar rikisvalds á næstunni. Það munaði ekki miklu að leiftursóknin yröi aö veruleika eftir vetrarkosningarnar 1979. Sú kenning og ýmis afbrigði hennar eiga mikið fylgi i öllum flokkum nema Alþýðubanda- laginu og verði Alþýöubanda- lagiö fyrir einhverju skakkafalli I kosningunum i vor, er hætt við að þvi gefist ekki öllu lengur færi á að standa vörð um kaup og kjör almennings I rikisstjórn og á Alþingi með sama hætti og undan farin ár. Þeir þingmenn sem kunna þau ráð ein við verð- bólgu að afnema visitölubætur á laun og lækka þau á beinan eða óbeinan hátt, munu þá eiga auð- velt með að ná saman i nýrri rikisstjórn sem án efa yrði af leiftursóknarættinni. Sveitar- stjórnarkosningarnar verða mælikvarði á styrk flokka og þeirra þjóöfélagsafla sem á bak við þá standa. Sá flokkur sem sækir fram i þeim kosningum eflist um leið til átaka á þingi og i þeirri baráttu sem fer fram utan þings og sveitarstjórna um skiptingu þeirra verðmæta sem þjóðin skapar.” Pollur og lækur Ekki má gleyma kvæöi sem Elisabet Þorgeirsdóttir skrifar i timaritiö og heitir Herkvaðning. Þvi lýkur á þessum linum: Druliupollurinn veröur aö visu þægilegur og volgur meö timanum og ekki svo afleitt að sulia þar með öllum hinum en berðu hann saman viö lækjarsprænuna I hliðinni og láttu hana veröa þér leiöarljós meöan þú skreiöist upp á bakkann og biöur þess að fötin þin þorni. áb eg skerið

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.