Þjóðviljinn - 19.05.1982, Side 13

Þjóðviljinn - 19.05.1982, Side 13
Miðvikudagur 19. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. mai 1982 Olnbogabarn Slegið úr tækjum í frystihúsinu. Kiski pakkað. reist úr öskustónni Fullyrða má að eitt af bestu verk- um vinstri meirihlutans i Reykjavik, á þvi kjörtimabili sem nú er senn liðið, er viðreisn Bæjarútgerðar Reykjavikur. Þar hefur allt frá hinu smæsta til hins stærsta verið lagfært, með þeim árangri að fyrirtækið er nú eitt stærsta og glæsilegasta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki landsins. Allt frá stofnun BÚR og til ársins 1978 var fyrirtækið olnbogabarn Reykjavikur- borgar. Sjálfstæðisflokkurinn gætti þess að halda fyrirtækinu niðri með öllum ráðum, til að geta bent á hve vondur félagslegur rekstur fyr- irtækja væri, það væri einka- framtakið sem stæði sig. Og til að sanna þessa kenningu var sumum einkafyrirtækjum i fiskvinnslu i Reykjavik hyglað af meirihluta Sjálf- stæðisflokksins i borginni, svo full- komlega óeðlilegt má telja. En árið 1978 breyttist allt. Borgaryfirvöld snéru sér að endurreisn fyrirtækisins. Löndunaraðstaða togaranna var bætt, og komið upp kæligeymslu i Bakkaskemmu, sem var forsenda þess að gott hráefni fengist i frystihúsið. Keyptir hafa verið tveir nýir togarar og öll tæki endurnýjuð i Bakka- skemmunni. Aðstöðu starfsfólks i frystihúsinu var gerbreytt. Útbúinn var himi glæsilegasti matsalur og mötuneyti á 3ju hæð frystihúsins, sem áður hafði að mestu verið látin standa tóm, á meðan starfs- fólkið varð að kúldrast i gamalli, þröngri og fullkomlega úreltri kaffistolu i vínnslusal hússins. Nýtt vinnufyrirkomulag var tekið upp, bónuskerfi sem hefur orðið til þess að auka afköst og hækka laun starfsfólksins. Bónuskerfi var lika tekið upp i salfiskvinnslunni vestur á Granda, auk þess sem margskonar hagræðing var framkvæmd við saltfisk og skreiðarvinnsluna. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa. Strax árið 1978 kom rekstur fyrirtækisins betur út en nokkru sinni fyrr. Svo gerðist það árið 1979 að i fyrsta sinnfrá stofnun BÚR kom fyrirtækið út með hreinan hagnað, þegar allt hafði verið gert upp. A árinu 1981 varð hagnaður af frystihúsinu, saltfisk- vinnslunni ög skreiðarvinnslunni en halli varð á rekstri togaranna. Hagnaður af saltfiskverkuninni 1981 varð 1,5 miljónir króna, hagnaður af skreiðarverkun varð 7 miljónir króna og af frystihúsinu 10 miljónir króna. Hrein eignaaukning hjá fyrirtækinu varð 32,4 miljónir króna á árinu 1981. Hjá BÚR starfa að jafnaði 550 manns og voru launagreiðslur til verkaíólks, sjómanna og annarra starfsmanna BÚR 68,3 miljónir kr. og eru þá ekki með talin greidd vinnulaun við uppskipun úr togur- unum og fyrir aðra þjónustu fyrirtækja i Reykjavik. Hér er þvi ekki um neitt smá fyrirtæki að ræða, heldur eitt af stærstu fyrirtækjum borgarinnar, sem loks hefur risið úr öskustónni. —S.dór Bónuskerfið hefur verið tekið upp f saltfiskvinnslunni hjá BÚR. Þorskhausar scilaðir og settir I herslu. •4 * Löndunaraðstaða gcrbreyttist með tilkomu Bakkaskemmunnar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.