Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 1
UOWIUINN Miðvikudagur 19. mai, 112. tbl. 47. árg. Kort qf sprungusvœði Sjálfstæðisflokksins Sjá síðu 5 Sigurjjón Pétursson, forseti borgarstjórnar: Stöndum vörð um Alþýðubandalagið Þessi kosningabarátta nú stendur fyrst og fremst um það< hvort Sjálf stæðisf lokkurinn komist á ný til valda i borgar- stjórn Reykjavíkur eða ekki. Al- þýðubandalagið er eina aflið á vettvangi stjórnmálanna, sem stöðvað getur þá leiftursókn afturhaldsaflanna, sem nú er reynt að blása til. Þetta sagbi Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar þegar Þjóðviljinn ræddi við hann i gær. — Við spurðum Sigurjón á hvað hann vildi leggja áherslu nú þegar liður að lokum kosningabaráttunnar. Sigurjón sagði: — Sjálfstæöisflokkurinn hefur alltaf litið á það sem slys að hann skyldi tapa valdaaðstöðu sinni i Reykjavik voriö 1978 og leggur nú ofurkapp á að ná þeim völdum á ný. Valdaaðstaðan i Reykjavik var sameiningartákn þeirra voldugu pen- ingaafla sem að Sjálfstæðisflokknum standa, þess atvinnurekendavalds, sem Sjálfstæðisflokkurinn þjónar. Nú er barist um það, hvort Sjálfstæðis- flokkurinn eigi á ný að fá aðstöðu til að nota völd sin yfir Reykjavikurborg sem viöspyrnu og stökkpall i stéttaátökum við verkalýðshreyfinguna. Harðnandi stéttaátök eru framundan. Ekki sist þess vegna leggja Vinnuveit- endasambandið og Verslunarráðið nú ofurkapp á að tryggja Sjálfstæðis- flokknum meirihlutavöld i Reykjavik á ný- Allt launafólk þarf nú að skipa sér i eina órofa fylkingu til varnar og sóknar gegn pólitisku áhlaupi atvinnurekendavalds- ins. Peningaöflin að baki Sjálfstæðis- flokknum þekkja sina hagsmuni, verka- fólk þarf lika að þekkja sina. Þótt reynt sé að beina athyglinni að sprungum viö Rauðavatn i þessum kosn- ingum, þá snúast kosningarnar ekki um jarðfræði. Kosningarnar snúast hins vegar um það hvort pólitiskir bandamenn Vinnuveitendasambandsins og Versi- unarráðsins eigi á ný að fá öll völd yfir borgarmálefnum Reykjavikur, eða hitt að verkalýðshreyfingin eigi þar samherjum að mæta. Jafnframt þvi sem kosið verður um borgarmálin, þá verður fólk einnig i þess- um kosningum aö taka afstöðu til ann- arra höfuðmála, —til baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar við harðsnúið atvinnu- rekendavald, til baráttunnar gegn er- lendri hersetu og gegn erlendri stóriöju. Framboðsaöilar sem ekki taka af- stöðu til þessara höfuðmála á vettvangi islenskra stjórnmála eru vitandi eöa óaf- vitandi að styrkja Sjálfstæðisflokkinn i sessi. Það er ljóst, að Alþýðubandalagið er eini flokkurinn, sem stefnir ákveðið að þvi, aö halda Sjálfstæöisflokknum frá stjórn borgarmálanna. Allir aðrir fram- boðsaðilar hafa gefið tviræð svör i þeim efnum. Valiö stendur i raun eingöngu milli Al- þýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokks- ins. Atkvæði þau sem falla á aðra lista bjóða aðeins upp á óvissu. Enn er mikili fjöldi fólks óráðinn þótt aðeins séu þrir dagar til kosninga. Þess- um óráðna fjölda þurfum viö að fylkja með Alþýðubandalaginu, nú eins og 1978, og hindra þannig að atvinnurekenda- valdiö nái á ný alræðisvaldi yfir Reykja- vikurborg. Stöndum öll vörð um Alþýðubandalagið i komandi borgarstjórnarkosningum og notum timann hvert og eitt, þá fáu daga sem eftir eru. Þá er sigur vis á laugardaginn kemur. — k. Látum ævintýríd frá 1978 lifa Leikur Flokkaleikskólinn: Forstöðumaður: Þórhallur Sigurðsson Flytjendur: Sigrún Edda Björnsdóttir Asa Helga Ragnarsdóttir Þórunn Sigurdardóttir Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir Jón Júlíusson Karl Agúst Úlfsson Söngur Ræður Ölöf K. Harðardóttir Stutt ávörp: Garðar Cortes Alfheiður Ingadóttir, blaðamaður Guðrún A. Kristinsdóttir Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Baráttusöngsveit Landssambands iðnverkafólks undir stjórn Sigurjón Pétursson, forseti Sigursveins Magnússonar borgarstjórnar Guörún Agústsdóttir, ritari Ljóð Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins Elisabet Þorgeirsdóttir Rokk GRÝLURNAR Húsið verður opnað kl. 20.30 og Lúðrasveit verkalýðsins hefur leik sinn kl. 20.45. Guðrún Helgadóttir borgarfuiltrúl setur gleðina kl. 21.00. Kynnir: Kristin Ólafsdóttir. Höldum g/eði hátt á loft i Höllinni — Komið, sjáist, sannfæríst. Frambjóðendur Alþýðubandalagsins i Reykjavik. Við bjóðum til baráttugleði G-listans ■ I anarorrlalchnll

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.