Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 19. mai 1982 „Sjáftu tröllift, þaft steytir hnefann...!” gæti þessi verift aö segja. Þaft er margt sem kemur hugmyndafluginu af staft I Listasafni EinarsJónsson- ar. Þaft er von aft Ingimar vefjist tunga um tönn þegar ráfta skal rök llfs og daufta út úr flókinni mynd: Dáin kona liggur á Ijónum; gamall maöur, dauðinn uppmáiaftur, situr yfir henni, en gyftjur mynda arma stólsins. Aö stólbaki er maður meft kross, ugla og beinagrind meft tímaglas... Hvaft skvidi þetta nú tákna? Riddarinn, drekinn, nátt- tröllið og samviskan... Fylgst með safnkennslu í Listasafni Einars Jónssonar i augum sumra eru lista- söfn borgarinnar sem dauðar stofnanir og kalk- aðar grafir, og víst er um það að við íslendingar eig- um margt eftir ólært í að nýta söfn okkar þannig að þau tengist betur stund og stað. En nú hefur Fræðslu- ráð Reykjavíkur tekið upp þá nýbreytni að bjóða skól- um borgarinnnar upp á sérstaka safnkennslu og var það sérstök ánægja fyrir blaðamenn Þjóðvilj- ans að fylgjast með því hvernig Listasafn Einars Jónssonar varð skyndilega fullt af íðandi lifi og for- vitnum augum þegar krakkarnir í 3. -Gp í öldu- selsskóla komu í heimsókn um daginn. Það er Sólveig Georgsdóttir sem hefur verið ráöin safnkenn- ari hjá Fræðsluráöi Reykjavikur, og geta kennarar sótt um tima hjá henni fyrir bekki sina. Sólveig Georgsdóttir, sem er menntuð I safnfræöum frá Svi- þjóð, sagði okkur aö hér áður fyrr hefðu safnheimsóknir skólanna verið bundnar við 7.-9. bekk og hefðu slíkar feröir þá oft verið misjafnlega vel undirbúnar og nýttar. Nú er hins vegar lögð áhersla á að færa heimsóknirnar niður í neðri bekkjardeildir grunnskólans og jafnframt að tengja þær námsefni 4.-7. bekkj- Sagöist Sólveig hafa búið út námsefni, sem nemendurnir kynntu sér fyrir heimsóknina, þvi hún sagðist leggja áherslu á aö krakkarnir kæmu undirbúnir i safnið. Greinilegt var á krökkunum I 3. bekk Gp i ölduselsskóla aö þau komu undirbúin og eftirvæntingin skein úr augum þeirra þegar þeim var úthlutað eitt verk á safninu til þess að fjalla um I hóp- verkefni. Bekknum var skipt I 3—4 manna hópa, og áttu krakkarnir að fylla út I sérstök eyöublöð, þar sem þau túlkuðu hugmyndir sínar um merkingu og innihald verks- ins. Erla Emilsdóttir kennari I ölduselsskóla tjáði okkur að þetta væri I fyrsta skipti sem hún kæmi með nemendur hingaö i Listasafn Einars Jónssonar, enda væri þetta ný þjónusta sem hún hefði fyrst frétt af fyrir skömmu. Hún sagði aö hér áöur fyrr hefðu það verið tilmæli til skólanna að koma ekki meö börn I Listasafn Einars, og þvi væri hér um geypilega framför aö ræða. Hún sagði að krakkarnir hefðu fengiö fræðslu um Einar Jónsson áður en þau komu i safnið og siöan fengju þau hér undirbúiö verkefni sem þau ættu að vinna úr I hópvinnu. Það sýndi sig greinilega að undirbúningurinn hafði þegar vakið forvitni krakkanna og þau einbeittu sér að verkefninu eftir mætti. Sólveig Georgsdóttir tjáði okk- ur að starf hennar sem safnkenn- ari væri enn sem komið er aðeins 60% úr fullu starfi, og hefði staöið einhver styrr á milli rikis og borgar um hver ætti að greiöa —ólg. Þriðji bekkur Gp úr Ölduselsskóla hlýftir fullur áhuga á Sólveigu Georgsdóttur safnkennara þar sem hún útskýrir fyrir krökkunum verkefni þaft, sem þau eiga aft fara aft vinna. Meft krökkunum er Erla Emilsdóttir kennari úr ölduselsskóla. launin, þar sem þetta félli ekki undir hefðbundna kennslu. Safnkennsla fer einnig fram á öðrum söfnum borgarinnar og er þess að vænta að skólarnir not- færi sér þessa þörfu þjónustu f auknum mæli á næstunni. ar. Nátttrölliftsteytir hncfann á móti risandi sól meft konuna á öxlinni og er orftift aft stcini sem rls fjallhátt yfir bænum. Náttúruöfiin eru jafnframt öfl gófts og ills, bæöi I þjófttrúnni og verkum Einars Jónssonar. Framar skoftar einn nemenda 3.-Gp I ölduselsskóla myndina um dauðann. -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.