Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 19. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Til vinstri á kortinu er „tllfarsfellsheiðar” (málfar Davfðs Oddssonar), þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vill byrja að byggja samkvæmt „strandskipulaginu”. Sjálfstæðisflokkurinn vildi byggja strax við Úlfarsfell Ekki síður sprungið þar heldur en við Rauðavatn Þjóðviljinn birtir hér tvö sprungukort, annarsveqar af Rauðavatnssvæðinu upp úr áróðursbæklingi Sjálfstæðis- flokksins og hinsvegar af tveimur athugunarsvæðum i Mosfellssveit en annað þeirra nær yfir úlfarsfellssvæðið þar sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að byrjað verði að byggja samkvæmt svokölluðu „strandskipulagi" Davíðs Oddssonar. Er sýnt af þessum tveimur kortum að Mosfellssveitin og úlfarsfellssvæðið er ekki siður sprungið heldur en Rauðavatnssvæðið. Sprungukortiö sem birt er i á- róðursbæklingi Sjálfstæðisflokks- ins er teiknað eftir korti Halldórs Torfasonar jaröfræöings af Rauðavatnssvæðinu. Kortið af Mosfellsveitinni er úr lokaprófs- ritgerð dr. Helga Torfasonar jarðfræðings, og er þaö unniö meö hliöstæðum aðferðum. Athugun- arsvæðið til vinstri á kortinu sem m.a. nær yfir tJlfarsfell og ná- grenni, kannaði dr. Kjartan Thors og birti sprungukort af þvi i ritgerð. Hér er aðeins um tvö svæði i Mosfellssveit að ræöa og ekki kannaö til neinnar hlitar hvort önnur svæði eru jafnsprungin, enda sprungur viða huldar af lausum jarðvegi. Þó geta vegfar- endur gert sér það til gamans aö skoða með berum augum opna sprungu sem sést við Vestur- landsveginn rétt ofan við brúna á Korpu. Hinsvegar skal það tekiö fram aö þrátt fyrir allan þennan sprungusveim i Mosfeilssveit og við Oifarsfell er ekki vitað til þess aö hús hafi raskast þar á grunn- um, eöa lagnir skekkst vegna sprunguhreyfinga. Enda er það álit fagmanna aö algjörlega sé út I hött aö dæma byggingarland eingöngu eftir kortum af þessari tegund. — ekh. Úr áróöursbæklingi Sjálfstæðisflokksins. Eftir þessu að dæma er Rauöavatnssvæöið ekki eins mikiö sprungiö og Mosfellssveitin og tJlf- arsfelissvæöiö. r i Baráttusamkoma AB, Akureyri er í Alþýðuhúsinu fimmtudaginn 20. maí kl. 20.30. Stutt ávörp: Sigriöur Stefánsdóttir Margrét Björnsdóttir Soffla Guðmundsdóttir Sigriður Setið fyrir svörum: Helgi Guömundsson svarar spurning- um fundarmanna um bæjarmál. Listaskáldin rauðu og rímsnill- ingarnir: Rósberg G. Snædal Einar Kristjánsson og Stefán Jónsson koma fram undir traustri stjórn óttars Einarssonar. llelgi Margrel Rósberg Soffia Tónlistaratriði frá Tónlistarskól- anum Flaututrió eftir Tsjerepnin. Flytjendur Fanný Tryggvadóttir, Aðalheiöur Egg- ertsdóttir og Kristln Guðrún Gunnlaugs- dóttir. Einar Stcfán Akureyri — Akureyri — Akureyri — Akureyri — Akureyri — Akureyri — Akureyri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.