Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 19. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 haldið á lofti að BOH geti aldrei orðið annaðen tapfyrirtæki vegna þess að það sé rekið á félags- legum grunni. Nú aftur á móti stefnir árið 1981 i hagnaðarár fyrir Bæjarút- gerðina og horfur eru á að fyr- irtækið skili rúmlega 11 milljón króna hagnaði. Þá bregður svo við að endurskoðaðir reikningar fást ekki birtir fyrr en eftir kosn- ingar, vegna þess að forráða- menn bæjarins töldu slikar hagn- aðartölur BÚH ekkert allt of góðan kosningaáróður fyrir sig og sina. Framleiðslugjald Ál- versins gömul synd — Nú hefur verið mjög deilt á fjármálaráðherra og iðnaðar- ráðherra fyrir að framleiðslu- gjaid Álversins til Hafnarfjarðar skuli ekki strax hækkað? — Já, þeim áróðri hefur verið haldið á lofti hér i Hafnarfirði, en þvi auðvitað „gleymt” að það voru einmitt núverandi valdhafar i bænum, ásamt rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar sem stóðu að þeirri endurnýjun álsamningsins 1976 sem kveður á um núverandi framleiðslugjald. Þeir bera þvi alfarið ábyrgð á núverandi skipt- ingu þess. Ráðuneytin hafa auðvitað svarað beiðnum núverandi meirihluta um hækkun þessa gjalds á þann veg að það mál verði afgreitt þegar heildar- endurskoðun samninganna við Alusuisse geta farið fram. Sú endurskoðun hefur dregist á langinn vegna tregðu Svissneska auðhringsins að ganga að samn- ingaborðinu. Þá sögu þekkja allir. Lýðræði og vald- dreifingu verður að auka — Að lokum Rannveig og Magnús Jón? — Núverandi stjórnarflokkar hafa setið i bæjarstjórn Hafnar- fjarðar meira og minna i ein 20 Framhald á 20. siðu Komið og hittið fram- bjóð- endur G-listans í Skál- anum fimmtu- daginn 20. maí Frambjóðendur G-list- ans í Haf narf irði verða til viðtals í Skálanum á morgun fimmtudag frá kl. 17— 19 og 20 — 22. — Kaffi á könn- unni! Kosningastjórn ABH Óttinn við atvinnuleysið: Bandarískir verkamenn semja um tekjutap Stálverkamenn krefjast þess að störfum þeirra veröi bjargað. Ottinn við atvinnuleysið ræður ferðinni I samningamálum. Bandarískir verkamenn, sem hafa staðið i samning- um það sem af er þessu ári/ hafa fengið litlar sem engar kjarabætur. Þvert á móti: það verður æ algeng- ara að þeir beinlinis semji af sér ýmislegt sem þeir höfðu áður fengið sér til kjarabóta. Reagan forseti hefur hrósað verkaiýðsfélögum fyrir stjórn- visku og hófsemd og fúsleika til að koma til hjálpar i kreppunni. Vikuritið Newsweek vill ekki taka undir þá ræðumennsku en segir að þróunin i samningamálum verkafólks sé fremur tengd við- leitni til að lifa af einhvernveginn en stjórnvisku og ósérplægni. Bilasmiðir og vörubílstjór- ar Miklu máli fyrir heildarmynd- ina skipta samningar tveggja verkalýðsfélaga sem starfa bæði i greinum þar sem mikill sam- dráttur hefur orðið. Hér er átt við samning sem Samband verka- manna i bilaiðnaði, UAW, hefur gert við Ford og samning vörubil- stjóra við sina atvinnuveitendur. Verkalýðsfélögin slðu mjög mikið af kröfum sinum vegna krepp- unnar — og sama má segja um verkamenn i kjötiðnaði, stáliðn- aði, starfsmenn flugfélaga og reyndar fleiri hópa. Kaup, talið i dollurum og sent- um, hefur jafnt og þétt verið á uppleið i Bandarikjunum alveg frá þvi i lok seinni heimsstyrjald- ar (hvernig verðbólga kemur inn i dæmið er svo önnur saga). Einn- ig á timum afturkipps eins og 1974 - 75, hækkuðu laun að meðaltali um 10%. En nú hefur ástandið breyst, að minnsta kosti i bili. Kapitalistar hafa leikið þannig úr sinum spilum, að þeir eiga auð- veldar en áður með aö setja verkalýðsfélögum stólinn fyrir dyrnar. 1 mars leið sömdu verka- menn i bilaiðnaði við General Motors, og er talið aö sá samning- ur geti sparað GM um það bil tvær og hálfa miljón dollara i launakostnað á næstu 29 mánuð- um. Landbúnaðarvélaverksmiðj- urnar International Harvester, fengu einnig miklar ivilnanir frá verkafólki i samningum um svip- að leyti. Nú er það að athuga, að einmitt bilasmiðir og svo vörubilstjórar hafa gefið öðrum verkalýðssam- tökum fordæmi, þeir hafa verið á undan öðrum i kjaramálum. Það voru bilasmiðir sem fyrstir sömdu um verðlagsuppbætur á laun (COLA er bandariska skammstöfunin) og var það árið 1948 — siðan hafa margar starfs- greinar samið um svipaöar launauppbætur. Fyrir þrem árum voru laun i bilaiðnaði oröin 30% hærri en meðallaun i landinu. Og nú þegar einmitt þessir hópar eru komnir á flótta undan atvinnu- rekendum, þá þýðir það, að fyrir- tæki i öörum greinum ganga fram af meiri hörku en áður I samning- um viö sitt starfsfólk. Kemur misjafnt niður Ekki er þó hægt að segja, að all- ir fylgist að i þeirri þróun sem nú er að gerast i Bandarikjunum. Það var frekar á uppgangstimun- um fyrir nokkrum árum, að samningar voru i reynd mjög tengdir innbyröis — launahækkun i tiltekinni starfsgrein hafði i för með sér hækkanir annarsstaðar. Kreppan sundrar launþegum meir en áður — menn verða nú varir við aukinn mun á launum i hinum einstöku starfsgreinum og hjá einstökum fyrirtækjum. Til dæmis standa fyrirtæki i raf- tækjaiðnaði eins og General El- ectric og Westinghouse miklu betur að vigi en bilaiðnaðurinn og hjá þeim ætla verkamenn að berjast fyrir 12% kauphækkunum og umbótum d sinu verðbótakerfi. Dæmi frá General Motors Aðalástæðan fyrir þvi að verka- lýösfélögin bandarísku sætta sig við frystingu launa og niðurskurð á ýmsum greiðslum og friðindum er væntanlega óttinn við atvinnu- leysi öðru fremur. Þeim dæmum hefur farið fjölgandi þegar verka- lýðsfélög slá af flestum eða öllum kaupkröfum gegn fyrirheitum um að uppsögnum verði hætt hjá til- teknum fyrirtækjum, reynt að halda lifi i einhverju útibúi sem leggja átti niður og svo framveg- is. Þar með er ekki sagt að sú „hófsemi” sem Reagan forseti iofaði verkalýðsfélögin fyrir muni standa um aldur og bví. Nýlegt dæmi frá General Motors sýnir að litlu má muna til að upp úr sjóði. Þar höfðu verkalýðsforingjar beitt miklum þrýstingi sitt fólk til að fá það til að slá af kröfum sin- um svo að um verulegt tekjutap væri að ræða i nafni þess að „nú þyrftu allir starfsmenn að fórna jafnt”. Um leið komst upp um áætlanir bilahringsins um að breyta útreikningi á launum hátt- settra starfsmanna á þann hátt, að þeir gátu alltaf gengið að feit- um bónus — einnig þegar General Motors á i fjárhagslegum erfið- leikum! Þegar þetta komst upp vakti málið mikla reiði meðal verka- manna og talsmanna verkalýðs- félaga þeirra, sem fannst eins og vonlegt var, að þeir hefðu verið blekktir. General Motors flýtti sér að draga til baka áætlun sina um nýjar greiðslur til yfirmanna — en skaðinn var skeður, og Gen- eral Motors getur varla búist við að verkamenn verði eins með- færilegir i næstu umferð. áb byggði á Newsweek 70 t!l 100.000 í fríðar- göngu í Gautaborg Norska leikkonan Liv Ullman og bandariski friðarsinninn Daniel Ells- berg gengu i fararbroddi einnar göngunnar — þær voru fimm og söfn- uðust þátttakendur saman á leikvangi f Gautaborg. Á laugardag var haldin mikil friðarganga i Gauta- borg, hin langstærsta sem friðarhreyfingin nýja hef- ur boðað til á Norðurlönd- um. Þátttakendur voru að minnsta kosti 70 þúsund segir sænska blaðið Dag- ens nyheter, en danska blaðið Information telur að þeir hafi verið hundrað þúsund. Fimm göngur fóru úr ýmsum hverfum Gautaborgar og samein- uðust á Ullevileikvangi. Gangan var haldin undir vigorðunum „Fyrir kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum — Evrópa án kjarnorkuvopna”. Onnur vig- orð voru ekki leyfð, en túlkunin á þeim gat verið margvisleg. Blöð segja frá þvi að þátttakan i göngunni og útifundi á eftir hafi ekki aðeins farið fram úr ölium vonum skipuleggjenda. Þaö hafi lika komið á óvart, hve breið þátttakan var i þeim skilningi, að allskonar hópar áttu sér þar full- trúa. Þarna fóru verkalýðsfélög- in, sósialdemókratar, miðflokks- menn, neytendasamtökin, söfn- uðirnir, bindindishreyfingin — þetta var mikil ganga, segir In- formation, einskonar alþjóðleg hátið. Meðal ræðumanna voru norska leikkonan Liv Ullman, Sean Mc- Bride, sem hlotið hefur friðar- verðlaun Nóbels, Jytte Hilden, þingmaður danskra sósialdemó- krata, Helene Kekkonen frá Finn- landi og Eva Nordland frá Noregi (konur voru mjög áberandi i göngunni og undirbúningi henn- ar). Aðalræðumaðurinn var Daniel Ellsberg, sem varð heims- kunnur þegar hann kom á fram- færi við bandarisk blöð leynileg- um upplýsingum úr hermála- ráðuneyti Bandarikjanna um Vi- etnamstriðið. Ellsberg sagði meðal annars i ræðu sinni: Uppreisn gíslanna „Sannleikurinn er sá að þjóðum Evrópu er haldið i gislingu. Þaö er hér i álfunni að ráðgert er að heyja hugsanlegt kjarnorkustrið. En það er blekking aö halda að hægt yrði að takmarka kjarn- orkustrið við Evrópu. Það er timi til þess kominn að gera uppreisn. Þaö er timi til þess kominn að gislarnir geri uppreisn... » Nú skulum við sýna þeim fram á að viö erum reiðubúin til að taka ábyrgð á lifi okkar og að viö trúum ekki lengurá vilja og hæfni þeirra til að afvopnast. Þetta er mikið verkefni og það krefst tima að leysa það. En það er mesta verkefni okkar og fundur eins og þessi sem hér er haldinn sýnir, aö mannfólkið sættir sig ekki lengur viö aö vera hugsanleg, útreiknan- leg fórnarlömb i kjarnorku- striöi.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.