Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 9
Miövikudagut 19. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Ama Jónsdóttir fóstra um dagvistarmál og kosningar: Við þurfum að halda áfram markaða braut Veljum félagslegar leiðir til lausnar á vandamálunum — Þaö hefur margt veriö gert til úrbóta og til efl- ingar innra starfi á dag- vistarheimilum í borginni á sl. fjórum árum sagöi Arna Jónsdóttir forstööu- maður Sunnuborgar í stuttu viðtali við Þjóðvilj- ann, en hún skipar sæti á lista Alþýðubandalagsins við borgarstjórnarkosn- ingarnar. — Ég hóf störf sem fóstra árið 1977 og varð forstööumaður Sunnuborgar 1978. Hvernig mér likar starfiö? Þetta er erfitt og krefjandi starf. Þær kröfur sem geröar eru til fóstra og dagvistar- heimila hafa aukist gifurlega á siðustu árum i samræmi við breytt gildismat I þjóðfélaginu og ööruvisi hugarfar. Fólk gerir sér almennt betur grein fyrir uppeldishlutverki dagvistar- heimila. Hins vegar er óhætt að fullyrða að matið á starfinu til dæmis i launalegu tilliti, er ekki i samræmi við hinar auknu kröfur. Þrátt fyrir álagið er þetta fjöl- breyttog oft á tiðum skemmtilegt starf. — Jú, ég var i starfshóp á vegum Félagsmálaráös borgar- innar, sem gerði tillögur um eflingu innra starfs ásamt tveim- ur öðrum fóstrum og fulltrúum frá félagsmálaráði. Starfshópur- inn gerði ýmsar tillögur er varða innra starfið og voru flestar þeirrar samþykktar af borgar- stjórn. Það hefur mikiö áunnist á sl. fjórum árum i almennum úr- bótum og til eflingar innra starfi. Engu að siður er enn margt óunnið á þessum vettvangi. — Mér finnst að eigi að halda áfram á markaðri braut i upp- byggingu heimilanna, að vinna samkvæmt þeirri tiu ára áætlun sem liggur fyrir. Það þarf að að leggja aukna áherslu á dag'- vistun fyrir skólabörn i náinni framtið. Fáir hafa fjallað meira um dagvistarmál en kvennafram- boðiö fyrir þessar kosningar. Hvað finnst þér um þeirra mál- flutning? — Mér finnst margt athugavert við málflutning þeirra um dag- vistarmálin. Mér finnst gæta mótsagna i málflutningi þeirra. Þær kvarta til dæmis undan þvi aö dagheimilin séu dýr samtimis og þær vilja minni heimili. En ég held nú að minni heimili séu dýr- ari bæði i byggingu og rekstri en meðalstór heimili. — Alþýðubandalagið hefur lagt og leggur mikla áherslu á að fólk sem vinnur á dagvistarheimilum sé vel menntað. Lögð er áhersla á það i stefnuskránni að fjöldi fóstrumenntaðs fólks þurfi að haldast i hendur við uppbyggingu heimilanna — og þess vegna þurfi að efla Fóstruskólann. Ég fæ þvi miður ekki séð að kvenna- framboöið hafi gert sér grein fyr- ir þessu enda er ekkert minnst á þetta i stefnuskrá þeirra. Eitthvað i lokin Arna? — Kosningarnar i vor snúast um hægri og vinstri einsog alltaf áður. Þær snúast um þaö hvort maður velur félagslegar leiðir til lausnar á vandamálunum ■ eilegar leiðir sem byggöar á sér- hyggju einstaklinganna. Ég vel fyrri kostinn og styð þvi Aiþýöu- bandalagið i kosningunum og hvet annað félagslega þenkjandi fólk til að gera það einnig. — óg. Helma bingó Iþróttasamband fatlaðra og Sjálfsbjörg félag fatlaðra I Reykjavik og nágrenni, hafa sameinast um nýja fjáröflunar- leið, með sölu Bingóseðla, sem kallast IIEIMABINGÓ. 1 undirbúningi er sala,og dreif- ing bingó-seðlanna hófst 17 mai, sala þeirra mun standa yíir i þrjár — l'jórar vikur. Þann 21. júni birtast fyrstu tölur i Dag- blaðinu & Visi. Birtar verða 3-4 tölur daglega i heilan mánuð, eða þár til 17. júli. Bingó-seðlarnir verða seldir i f jórblaða blokkum á kr. 30.- hver blokk. Hver seðill er dagsettur fyrir ákveðið gildis- timabil, það er, lremsti seðilinn gildir fyrir vikuna 21. júni til 26. júni, næsti seðill lrá 28. júni til 3. júlio.s.frv. Þegar útdregnar tölur birtast, skal krossa yfir þær tölur á seðlinum, þó þannig aö þær sjáist. Sá sem heíur náð að krossa yfir 5 tölur i láréttri linu, s.kal skrifa nafn og heimilisfang aitan á vinn ingsseðilinn og framvisa honum til skriístoíu HEIMABINGÓ Hátúni 12, 105 Heykjavik Vinningshafi fær siöan úttektar ávisun að upphæö kr. 200.- Og getur hann keypt hvaö hann vill RAUÐI KROSS ÍSLANDS HELDUR Barnagæslunámskeið i kennslusal Rauða krossins, Nóatúni 21, Reykjavik, 1.-4. júni næstkomandi. Nám- skeiðið er ætlað unglingum 12 ára og eldri. Kennt er á kvöldin kl. 18-22. Umsóknir sendist skrifstofu Rauða kross íslands, Nóatúni 21, Reykjavik, fyrir 25. mai. Nánari upplýsingar um námskeiðið eru veittar i sima 26722. 1X2 1X2 1X2 35. leikvika — leikirl5. mail982 Vinningsröð: 122 — 211 — 121 — 211 1. vinningur: 12réttir—kr. 154.700,- 229140/12, 1/11) 2. vinningur: 11 réttir—kr. 3.680,00 16975 43166 43580+ 74739 85696 40038 43511+ 65740 76732+ 73660(2/11) 40039 43514 66039 77199 34.v.: 36449(2/11) + Kærufrestur er til 7. júni kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni i Reykjavik. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar uplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna frir lok kærufrests. GETRAUNIR — Iþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK Eiginmaður minn og faðir okkar Árni Þ. Stefánsson fyrrverandi vcrkstjóri verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. maikl. 10.30. Sigriður óiafsdóttir, Þorgerður Árnadóttir Einfriöur Arnadóttir Stefán Árnason Verkalýðshreyfing þarf góðan málsvara Sá málsvari er Alþýðub andalaglð Segir Sigurður G. Tómasson sem skipar sjötta sæti á G-listanum — Ekkert annað en atkvæði til Alþýöubandalagsins tryggir á- framhaldandi meirihiuta I borgarstjórn, sagði Sigurður G. Tómasson (Sigurður sjetti) sem skipar sjötta sæti á lista Alþýðu- bandalagsins við kosningarnar i Reykjavik — og var maðurinn ómyrkur í máli. — Viö sjáum hvaö miðju- flokkarnir eru reiðubúnir til að gera. Kosninga1ækkun Framsóknarflokksins á fast- eignasköttum er ekki traust- vekjandi og afstaðan gegn Borgarspitalanum segir sina sögu. Hún endurspeglar altént ekki félagsleg viöhorf. Svipað er uppi á teningnum hjá krötunum. Alþýöuflokkurinn er til i hvers konar samkrull og árásir hins virta frambjóðanda flokksins Braga Jósefssonar gegn Alþýðubandalaginu voru dæmi- gerðar. Þvi segi ég það, ekkert annaö en sigur Alþýðubanda- lagsins tryggir áframhaldandi vinstra samstarf gegn leiftur- sóknarihaldinu. — Sjálfstæðisflokkurinn, hið hatramma leiftursóknarihald býður ekki upp á neina málefna- skrá fyrir þessar kosningar. Það er ekki nema von, þvi málefni þeirra þola ekki dagsins ljós. Þaö það þarf ekki aö nefna annaö en hugmyndir um einka- rekstur á heilsugæslustöðvum, niðurskuröaráform þeirra á strætisvögnunum og annarri félagslegri þjónustu, til að þetta veröi ljóst. Það er verið að bjóða uppá ómengað leiftursóknari- hald. — Það er ljóst að vinstri sinnað fólk hefur yfirleitt lifs- skoðun sem er algjörlega önd- verð þeim viðhorfum ,,aö vinstri og hægri skipti ekki máli”. Kvennaframboðið setur fram skýrgreiningar sem eru þvert á þessi almennu sjónar- mið allra vinstri sinna. Stuðningur við „ópólitiskan aðila” er i raun stuöningur við leiftursóknarihaldið. — Ég fæ ekki betur séð en kvennaframboðið geri ýmis félagsleg framfaramál aö „sér- málum kvenna” i þröngum skilningi og er þaö miður farið. Hóttækir jafnréttissinnar ættu nú sem fyrr aö styðja Alþýöu- bandalagið en hlutur kvenna á listanum er stór. Það helg- ast ekki af þvi, að verið sé að „punta”, heldur eru konurnar i Alþýðubandalaginu þarna vegna sinna starfa og hæfni. Ég get að ýmsu leyti skilið borgaralega sinnaðar konur, að þær séu orðnar leiðar á karl- pungaveldinu hjá ihaldinu. En það getur ekki verið rétt fyrir fólk sem hefur róttækar skoðanir i þjóðfélagsmálum að kjósa lista óánægöra milli- stéttarkvenna. Þeir sem telja sig fylgja baráttu launa- stéttanna i landinu geta ekki kosið „ópólitiskan” lista. Verkalýðshreyfingin i landinu þarf öðruvisi málsvara. Sá málsvari er Alþýðubandalagiö. — óg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.