Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 19. mai 1982 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 17
Hlööver Sigurðsson fyrrverandi
skólastjóri á Siglufirði lést á
Landakotsspitala i Reykjavík 13.
maí sl. útför hans fer fram i
Reykjavik i dag. Útför konu hans,
Katrinar Pálsdóttur, sem dó 10.
april sl., fór einnig fram þar, fyrir
rúmum mánuði.
Hlööver var fæddur 29. april
1906 að Reyðará i Lóni, Aust-
ur-Skaftafellssýslu, sonur Sigurð-
ar Jónssonar bónda þar og konu
hans, Onnu Hlöðvesdóttur kenn-
ara. Faðir hans dó 1917, en Anna
hélt búskapnum áfram með son-
um sinum sex, sem þá voru á
aldrinum frá fjögurra til átján
ára, og kom þeim öllum til þroska
og nokkurra mennta. Fjórir
þeirra urðu kennarar. Hlöðver
ólst þó ekki að öllu upp i foreldra-
húsum. Hann var i nokkur ár i
Stafafelli i Lóni hjá Sigurði Jóns-
syni bónda þar, sem var uppeldis-
bróður tínnu Hlöövesdóttur, en
hún ólst upp á Stafafelli hjá sr.
Jóni Jónssyni frá Melum i Hrúta-
firði og Margréti fyrri konu hans,
sem ég hygg að hafi verið eitt-
hvað skyld önnu. Sigurður i
Stafafelli var merkur bóndi,
sveitarhöfðingi og heimilið menn-
ingarheimili. Nitján ára gamall
fór Hlöðver til eins vetrar náms i
unglingaskóla, sem Sigurður
Thorlacius hélt á Djúpavogi, en
siöan lá leið hans i Kennaraskól-
ann. Lauk hann kennaraprófi 1928
eftir tveggja vetra nám i skólan-
um. Þetta þykir eflaust stuttur
námsferill nú, þegar kennarapróf
útheimtir minnst 7 ára nám að
loknu skyldunámi. En íslending-
ar voru fátækt fólk á þessum tima
og reyndu aö sniða sér stakk eftir
vexti. Skólar i landinu voru fáir,
litlir og fátæklega að þeim búið,
en þó taldist skólanám að loknu
skyldunámi til forréttinda. Sá ytri
búnaöur, sem Kennaraskólinn bjó
við á þessum tima þætti óviða
boðlegur nú. Samt tókst þessum
skóla að útskrifa marga farsæia
kennara. Skólastjóra og kennur-
um skólans var ljóst að á þessum
stutta námstima varð aðeins
komist yfir mjög takmarkaö
námsefni. Þeir lögðu þvi ekki
mesta áherslu á fræðslu um staö-
reyndir, sem hver maður með
vilja til aö afla sér sliks getur orð-
ið sér úti um, heldur að innræta
nemendum sinum vilja til góðra
verka og metnað til að leysa þau
vel af hendi.
Skólavist Hlöðves, þótt hún
væri ekki löng, opnaði honum sýn
til margra átta, enda mun hann
hafa metið Sigurð Thorlacius,
sem hann var hjá i unglingaskól-
anum á Djúpavogi, og Magnús
Helgason skólastjóra Kennara-
skólans meira en flesta aðra og
minntist þeirra alltaf með mikl-
um hlýhug og virðingu.
Aö kennaraprófinu loknu gerö-
ist Hlööver kennari i Nesjahreppi
i Austur-Skaftafellssýslu i þrjú
ár, siöan skólastjóri i Súðavik
einn vetur. Veturinn 1932 - 1933
var hann við nám og kynnti sér
skólamál I Danmörku og Sviþjóð.
Haustið 1933 varð hann skóla-
stjóri á Stokkseyri og var þar i 10
ár, en 1943 varð hann skólastjóri
barnaskólans á Siglufirði og
gegndi þvi starfi i 30 ár, eða til
loka skólaárs 1973. Ein ástæðan,
til þess að hann lét þá af starfi,
var sú, að nýju grunnskólalögin
voru þá að koma til fram-
kvæmda. Hann fýsti ekki aö
standa fyrir þeim breytingum,
sem þau útheimtu, i sinum skóla,
og taldi raunar að breytingarn-
væru sumpart ótimabærar eða
gengju of langt, margt af þeim
hefði auðveldlega mátt fram-
kvæma innan ramma fræðslulag-
anna frá 1946, en þau lög og til-
gang þeirra þekkti hann mjög vel
frá starfi sinu i nefnd þeirri, sem
samdi þau. Þá vissi hann af feng-
inni reynslu, hve algengt þaö er
aö isienskir stjórnmálamenn
gleymi að fylgja góöum og þörf-
um lagasetningum eftir með þvi
að veita það fé sem þarf til að
framkvæma þær með sæmilegri
reisn.
Hér að framan var að þvi vikið
á þeim tima sem Hlööver ólst upp
og mótaðist voru Islendingar fá-
tæk þjóö. Lif flestra var samfelld
barátta um aö bjargast eða far-
ast. Menntun var munaður og for-
réttindi en ekki leiðinlegt skyldu-
starf. Viðhorf Hlööves til skóla-
mála voru að nokkru mótuð af
þessu; hann var fremur ihalds-
samur i skólamálum, tók öllum
nýjungum með mikilli varúð og
fórnaði engu, sem hann taldi hafa
gefist vel fyrr en hann hafði af
eigin raun sannfærst um að hið
nýja væri betra. Skóli var i hans
augum vinnustaður og námið
vinna.
Uppáhalds kennslugrein hans
var islenska. Hygg ég, að ekki
hafi margir kennarar á sama
skólastigi náð betri árangri i is-
lenskukennslu en hann. Til þess
bar margt. Hann hafði mikla ást
á móðurmálinu og bar fyrir þvi
virðingu, var ágætlega að sér i is-
lenskri málfræði og málssögu og
hélt stöðugt áfram að auka þekk-
ingu sina á þvi sviði. Siðast en
ekki sist var hann mjög vel að sér
i islenskum bókmenntum, bæði
fornum og nýjum. Segja mætti
með allmiklum sanni að Island,
saga þjóðarinnar, tunga, menn-
ing og náttúra Islands hafi verið
sérgrein hans; þannig var þekk-
ing hans á islenskri landafræði,
jarðfræði og flóru talsvert um-
fram venjulega kennaraþekk-
ingu.
Hlöðver fylgdist alltaf með þvi,
sem efst var á baugi á hverjum
tima i þjóðmálum og félagsmál-
um og tók afstöðu til þess. Hann
var mjög pólitiskur og lá ekki á
skoðunum sinum. Hann kynntist
ungur ungmennafélagshreyfing-
unni og starfaöi allmikið fyrir
hana um skeið. Einnig starfaði
hann um tima innan skátahreyf-
ingarinnar og i bindindissamtök-
um mun hann hafa starfað meira
og minna frá æskuárum fram á
siðustu ár. Siðast en ekki sist skal
talin þátttaka hans i starfi Sam-
taka hernámsandstæðinga, en
hann átti sæti i miðnefnd þeirra i
meira en tvo áratugi, sat marga
landsfundi þeirra og tók þátt i
mótmælaaðgerðum gegn herset-
unni þegar hann gat komið þvi
við. Mörgum fleiri trúnaðarstörf-
um gegndi hann, var i miðstjórn
Sósialistaflokksins um skeið og i
framboði fyrir hann í nokkur
skipti, bæjarfulltrúi á Siglufirði, i
stjórn og fulltrúaráðum flokksfé-
laga, umboðsmáður Máls og
menningar og Þjóðviljans um
langt árabil, fulltrúi i stjórnum
kennarasamtaka, fulltrúi á kenn-
araþingum o.fl., sem of langt yrði
upp að telja. öll störf, sem hann
tók að sér, rækti hann af sam-
viskusemi og skyldurækni, hélt á
loft þeim málstað sem hann taldi
réttan af fyllstu einurð og taldi
sér jafnframt skylt að þegja ekki
við þvi, sem hann taldi rangt.
Hlöðver kvæntist 12. ágúst 1944
Katrinu Pálsdóttur frá
Litlu-Heiði i Mýrdal. Eignuöust
þau fjögur börn. Elstur er Páll,
tæknifræðingur hjá Slippstöðinni
á Akureyri, f. 1945. Þá er Anna
Matthildur, hjúkrunarfræðingur,
f. 26. nóv. 1947, siðan Sigurður,
tæknifræðingur hjá Húseiningum
h/f á Siglufirði, f. 23. júli 1949 og
yngst er Þorgerður, fóstra, f. 3.
ág. 1955, forstöðumaður barna-
dagheimilisins á Siglufirði.
Svo sem fyrr var nefnt var
Hlöðver mjög áhugasamur um
stjórnmál. Hann var einn af
stofnefndum Félags ungra jafn-
aðarmanna i Reykjavik og starf-
aði talsvert i þeim samtökum
meðan hann var i Kennaraskól-
anum. 1 Sósialistaflokkinn gekk
hann 1939, þegar honum þótti
sýnt, að afturhaldiö ætlaði að nota
Finnlandsstriðiö að skálkaskjóli
til að þjarma að verkalýðshreyf-
ingunni. Sjaldan hefur pólitisk
barátta á tslandi oröið illskeytt-
ari en þá og sist voru svona við-
brögö ti) þess fallin að verða
Hlöðve til persónulegs fram-
dráttar. En þetta lýsir honum vel.
Hann liföi alla ævi eftir hinu
gamla kjöroröi: Gjörrétt, þol eigi
órétt.
Stjórnmálasamtök islenskra
sósialista, fyrst og fremst flokks-
deildin hér á Siglufiröi, á Hlööver
mikla þökk aö gjalda fyrir langt,
heiðarlegt og óeigingjarnt starf.
Sambýli mitt og fjölskyldu
minnar við þau Hlöðve og Katr-
inu hefur staöiö á fjórða áratug og
á þaö hefur aldrei borið skugga.
Ein ástæðan fyrir þvi er sú, að I
persónulegum samskiptum var
þessi vigreifi maður, sem alltaf
var tilbúinn til að berjast fyrir
skoöunum sinum, flestum öörum
tillitssamari og umburðarlynd-
ari, og svo hreinskiptinn og heiö-
arlegur i öllum viðskiptum að af
bar. Fyrir þessi góðu kynni og
vináttu skal nú þakkað að skiln-
aði.
Börnum og barnabörnum
þeirra hjóna votta ég samúð mina
og fjölskyldu minnar.
Benedikt Sigurösson
Búri brá sér i föt rannsóknar-
blaðamanns til þess að kanna
orsök hins dularfulla bruna i
kosningamiðstöð Framsóknar-
flokksins I Reykjavik. Eins og
menn muna lá við sjálft að allt
færii bál, en vegna hins rómaða
snarræðis Framsóknarmanna
og slökkviliðsins i Reykjavkk
varð ekki meira úr en að
gluggatjöld og fleira smálegt
fuðraði upp. En söm er gjörðin.
Nú er það aö sönnu ekki
heimavöllur okkar Fram-
sóknarmanna að stunda rann-
sóknarblaðamennsku og hefur
hún gjarnan veriö kennd við
mafiutilburöi á slðdegisblöð-
unum, og miðað að þvi aö koma
óorði á Ola Jó. eöa Steingrim.
En þörfin á lausn hins dularfulla
máls var brýn og ekki dugir aö
láta efasemdir aftra sér. Og
rannsóknarlögreglan getur ekki
sinnt málinu fyrr en á næsta ári.
Þaö liggur svo mikið fyrir hjá
henni.
Ég brá á það ráð aö fara niður
i miöbæ þar sem frambjóöendur
voru á stjái innanum atkvæði og
búöarþröng. Þaö sýndist ekki að
ófyrirsynju, aö ætla öfundar-
mönnum úr öðrum framboðum
verknaöinn hinn voöalega.
Og sem ég er aö ganga á
Lækjartorgi sé ég tvo dularfulla
menn, annan að ota eldspýtu-
stokk að hinum, og hinn að taka
JÓN KLOFI
glaðhlakkalega við. Ég hefi
lengi haft ýmigust á Ólafi Ragn-
ari Grimssyni eftir aö hann
hætti að vera helsta framtiöar-
von vor Framsóknarmanna. Ég
gerði mig sem fyrirferöar-
minnstan og fór i humátt á eftir
Ólafi meö stokkinn. Og i minum
huga er enginn efi á að hann er
sökudólgurinn þvi svo kunnáttu-
samlega umfjallaöi hann stokk-
inn, og kveikti meira aö segja
fagmannlega á eldspýtu úr
honum svona út í bláinn og sér
til skemmtunar. Hvernig ég
dreg þessa ályktun? Þaö liggur I
augum uppi aö maður sem ekki
notar tóbak þarf ekki á eld-
spýtum að halda, og fer ekki
svona með.
En sem Ólafur Ragnar
kveikir i bregður þá ekki birtu á
bakhliö stokksins, þar sem
stendur XB-Betri borg. Þaö
hafa þvi veriö minir eigin
flokksbræöur sem lögðu vopnin
upp I hendur ólafi Ragnari. Þvl
vil ég brýna fyrir ykkur, kæru
ReykvIkingar,.og Framsóknar-
menn, eins og ég hef oft gert
áöur:
Espið ekki ólukkumanninn.
Frétlaspcgill á f6studagsk\uld:
Hjörleifur lagði bann við að
Ragnar hlýddi á mál sitt
lljörleifur (iuttorrassoa,
iðnaðarráðhcrra, neilaöi að
koma fram með Kagnari
llalldórH.syni, forntjóra
ÍSAL, i fréttaskýringaþjeU-
inum Krcttaspcgli á fÖHtu-
dag í NÍðustu viku.
.I*a* kon> svi. alitjnrlrKa fl
ii|>|> a mrnn þraar ráðhrrra.
tvnniur minutum fyrir hrina
Hi-n.linjfii. krafðiat tr-ss. að Kai
ari yrði hannað að hluata á n
hans Kins r>K |>aA sr i vrrkahri
raðhrrra að ákvrða hvrrjir hurl
sjunvarp á Islamli Mnnnv
likaði þrtUmjóK tll lítið r
Skaði skrifar
fv
“31
Hjörleifur móðgar
Ragnar í álverinu
Búri skrifar:
ólafur Ragnar tekur við eldspýtustokknum á Lækjartorgi
Ævintýrið um eldfærin
Óþolandi ósvífni kommaráðherrans
Hroki Hjörleifs við Ragnar
Halldórsson er gjörsamlega ó-
fyrirgefanlegur bæði af þessum
orsökum og öðrum. Reyndar er
ég ekki alveg ánægður með
hann Ragnar minn I þessu máli.
Auðvitað átti hann aö byrja á
þvi aö neita með öllu að tala við
kommaráNierrann bæði þá og
fyrr. Forstjóri i alvörufyrirtæki
hefur ekkert við kontórista i
Arnarhvoli aö tala, eins þótt
þeir sitji i þessari svokölluöu
rikisstjórn Islands sem menn
bara hlæja að hjá Bilderberg og
með alminnilegum mönnum þar
sem Geir er með eins og sjálf-
sagt er.
Þvi Ragnar á aö vita það sem
er höfuðmáliö að ráWierrar
koma og fara — en álforstjórinn
blífur!
Skaði.
Ég sá það i Morgunblaðinu
minu, að kom maráðherrann
Hjörleifur hefði vcriö mcð ein-
hvern derring við duglegan og
framkvæmdasaman flokks-
bróður minn, Ragnar i álverinu.
Hann hafði ekki viljaö tala viö
hann i sjónvarpi og ekki viljaö
neitt af honum vita.
Það er merkilegt með þessa
komma, að ekki eru þeir fyrr
orðnir ráöherrar en þeir þykjast
vera eitthvað og jafnvel áöur en
þeir verða ráðherrar. Þeir
þrasa og masa og þykjast allt
betur vita en aðrir um rafmagn
og ál og rafskaut og einsetja sér
aö koma okkur Islendingum út
úr húsi hjá Svisslendingunum
og öörum alminnilegum mönn-
um sem kunna að reka fyrirtæki
svo eftir verði tekiö um heims-
byggðina.
Albert mætti ekki á útifundinn
vegna þess að hann treystir
Davið fullkomlcga til aö segja
það sem hann sjálfur hefði viij-
að sagt hafa ef hann hefði ekki
treyst Davið svona vel.