Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 20
20 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. mai 1982 Sjúkrahús Skagfirðinga Sauðárkróki, óskar að ráða röntgentækni til starfa frá 15. ágúst, og sjúkraliða frá 1. september. Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra eða á skrifstofunni, i sima 95-5270. Frá Fjölbrauta- skólanum við Ármúla Skólaslit og brautskráning stúdenta og nemenda af tveggja ára brautum fer fram i Laugarásbiói fimmtudaginn 20. mai kl. 13.00. Skólameistari. Útboð Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboð- um i ef tiríarandi: RARIK-82009. Reising á 66 KV linu frá Ljósafossi að Hveragerði. Aðalatriði verksins eru: Flutningur á efni frá birgðastöðvum og dreifing á linusvæði. Jarðvinna og reising staura ásamt niður- rekstri staura. Uppsetning á þverslám með einangrun og krossum. Alls eru þetta 103 staurastæður á 15 km linusvæði. Verki skal ljúka 15. ágúst 1982 Opnunardagur: Miðvikudagur 2. júni 1982 kl.14:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik íyrir opnunartima, og verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðend- um er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik, frá og með miðvikudeginum 19. mai 1982 og kosta kr. 200.- hvert eintak. Reykjavik, 17. mai 1982 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Aldarafmæli Flensb orgarsk óla Flensborgarskóla verður slitið i íþrótta- húsinu i Hafnarfirði fimmtudaginn 20. mai kl. 13.30. Að skólaslitum loknum verður afmælis- kaffi og afmælissýning i skólahúsinu. Sunnudaginn 23. mai kl. 14 verður hátiðar- messa i Garðakirkju þar sem heiðruð verður minnig stofnenda skólans prófasts- hjónanna séra Þórarins Böðvarssonar og Þórunnar Jónsdóttur. Allir velunnarar skólans eru hjartanlega velkomnir. Skólameistari ÍSSKAPA- OG FRYSTIKISTU VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum í frystiskápa. Góð þjónusta. 'D&MVMFÆ* — REYKJAVIKURVEGI 25 Hafnarfiröi simi 50473 Tónlefkahátíð Hauks Morthens er í kvöld Tónleikar verða haldnir i Aust- urbæjarbiói i kvöld, 19. mai kl. 11.30. Aö þessum hljómleikum stendur Haukur Morthens sem fær til liðs viö sig fjöldann allan af landsþekktum listamönnum. Sex söngkonur munu koma fram á hljómleikunum þær Soffia Guömundsdóttir, Kristbjörg Löve, Mjöll Hólm, Hjördis Geirs, Edda Siguröardóttir, Helga Möller, og auk þeirra hin 12 ára gamla Nini de Jesus. Kynnir veröur hinn þjóðkunni útvarpsmaöur Jónas Jónasson. Undirleik mun annast sextett skipaður Eyþór borlákssyni á gitar, sem einnig sér um útsetningar, Carl Möller, pianó, Ómar Axelssyni, balssa, Sæbirni Jónssyni, trompett, Reyni Jónas- syni, saxafón, sem einnig leikur létt harmónikkusóló og Guð- mundi Steingrimssyni, trommur. Til aðstoðar við undirleikinn verður Big Band Svansins skipað 17 ungum efnilegum hljóðfæra- leikurum. Einnig leikur Guðni.Þ. Guðmundsson á pianó. Þá verður Árni Elfar með ein- leik á pianó og jassgitarleikarinn Björn Thorarensen nýkominn frá Ameriku. Siðast veröur tisku- sýning frá versluninni Capellu. Menningarsj óður: Kortasagan endurprentuð og Gaimard ljósprentaður Fyrra bindi af Kortasögu Is- lands eftir Harald Sigurðsson hefur veriö uppselt i nokkur ár en Menningarsjóöur hefur nú látið endurprenta þaö svo aö ritiö er nú á boðstólum i heild sinni. Þá hefur Bókaútgáfan Menningar- sjóðs einnig gefið út ljósprentaðar myndirnar úr hinu fræga riti Páls Gaimards, Voyage en Islande et au Groenland. Sú bók er i stóru broti og myndirnar um 150. Fyrra bindiö af Kortasögunni kom út 1971 og fjallar um sögu kortagerðar af Islandi og ná- lægum slóðum frá öndverðu til loka 16. aldar. Siðara bindið, sem kom út 1978, hefst hins vegar með Islandskorti Guöbrands biskups Þorlákssonar og lýkur með kort- um Björns Gunnlaugssonar á sið- ustu öld. Myndirnar i riti Páls Gaimards en hann stjórnaði tveimur ís- landsleiðangrum 1835—36, eru flestar eftir Agúst Mayer en nokkrar eftir Eugéne Robert og Emil Lassale. Haraldur Sigurðs- son sá um útgáfu bókarinnar og ritar eftirmála. — GFr Aöalfundur Hlífar A aðalfundi verkamanna- félagsins Hlifar sem haldinn var fimmtudaginn 29. april var kosin ný stjórn félagsins. Hana skipa: Formaður: Hallgrimur Pétursson. Varaformaður: Sig- urður T. Sigurðsson. Ritari: Hörður Sigursteinsson. Gjald- keri: Eðvald Marelsson. Vara- ritari: Stefán Björgvinsson. Fjár- málaritari: Guöbergur Þor- steinsson. Meðstjórnandi: Ólafur Jóhannsson. A aðalfundinum kom fram að sjóðir félagsins jukust verulega á siðasta ári. Leiðrétting f viðtali við öddu Báru Sigfús- dóttur á miðvikudaginn var farið rangt með i myndatexta undir mynd af vistheimilinu við Dal- braut. Myndin var frá þvi er borgarfulltrúar og aðrir litu á ástand svæöisins i ágút 1978, en heimilið var opnað I nóvember 1979, en ekki 1975 eins og sagði i myndatextanum. MUNIÐ kosninga- sjódinn Kortasagan, bæöi bindin, og tslandsmyndir úr feröum Gaimards eru nú fáanleg á nýjan leik. (Ljósm. eik) Frá Tónlistarskóla Kópavogs Skólaslit verða i Kópavogskirkju fimmtudaginn 20. mai kl. 14. Skólastjóri ÚTBOÐ ||| Tilboð óskast i múrviðgerð og málun á Laugardalshöll að utan. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi 3 Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 1. júni n.k. kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Símí 25800 Vestmannaeyjar Félagsmála- fulltrúi Staða félagsmálafulltrúa hjá Vestmanna- eyjabæ er laus til umsóknar frá 1. júli n.k. Félagsráðgjafamenntun eða sambærileg menntun æskileg. Umsóknarfrestur til 10. júni n.k. Upplýsingar veitir bæjarstjóri eða félags- málafulltrúi Sigrún Karlsdóttir i sima 98 - 1088.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.