Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 24
MOÐVIUINN Miðvikudagur 19. maí 1982 Abalsfmi Þjó&viljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tlma er hsgt að ná 1 blaöamenn og aðra starfsmenn bla&sinsf þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af grei&slu blaðsins I sima 81663. Blaðaprent hefur sfma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðsiu 81663 „Þetta verður dúndur- skemmtun ” Eflum baráttu- þrekiö fyrir ioka- sprettinn í Höllinni í kvöld, segir Steinunn Jóhannesdóttir „Þetta verður dúndur- skemmtun", sagði Stein- unn Jóhannesdóttir, en hún hefur haft veg og aðallega vanda af Baráttugleðinni sem haldin er í Laugar- dalshöllinni í kvöld á veg- um Alþýðubandalagsins i Reykjavík, er við spjölluð- um viðhana i gær. „Ég hef verið aö flakka á milli manna i dag sem eru að undirbúa hin ýmsu atriði fyrir hátiðina og ég er sannfaerð um að þetta verð- ur bæði fallegt og skemmtilegt. Inni i Höllinni eru myndlistar- menn að skreyta staðinn, en það eru þeir Tryggvi Ólafsson, Gisli B. Björnsson og Örn Þorsteins- son. Guðrún Svava og Valgerður Bergsdóttir voru að ljúka við að sauma búninga á hina ungu vist- menn á Flokkaleikskólanum, en forstöðumaður þar er Þórhallur Sigurösson. Það hafa allir lagt á sig mikla vinnu við að gera þetta liflegt og skemmtilegt og ég held að við höfum náö i toppfólk til að vinna að þessu. Diddi Rúnar sér um hljóðblöndun og ég vil taka sérstaklega fram að fatlaöir eiga að fá greiðan aðgang inn i Höll- ina. Og frammi i anddyrinu er leikkrókur fyrir börn. Tilgangur þessarar Baráttu- gleði er að efla baráttuþrekið fyr- ir lokasprettinn, fá svolitinn yl hvert af öðru og siðast en ekki sist — að skemmta sér”, sagði Stein- unn að lokum. — þs Grýlur rokka í Höllinni í kvöld Kvennabandið og rokkhljóm- sveitin Grýlurnar koma fram á baráttuhátiðinni i Laugardals- höllinni i kvöld. Grýlurnar eru sem kunnugt er ein vinsælasta hljómsveitin i dag og hafa skotið flestum strákahljómsveitunum ref fyrir rass. Þær hafa komið fram i sænska og danska sjón- varpinu og ætla i hljómleikaferð um Skandinaviu og Þýskaland i haust, þegar þær hafa lokið við kvikmynd með Ágúst Guðmunds- syni og Stuðmönnum. Hljóm- sveitina skipa þær Ragnhildur Gisladóttir, hljómborð, Herdis Hallvarðsdóttir, bassi, Linda Björk Hreiðarsdóttir, trommur og Inga Rún Pálmadóttir, gitar. Undirbúningsnefndin aö störfum. Þau sem skipa nefndina eru Steinunn Jóhannesdóttir, Ævar Kjartans- son og Gunnar Guttormsson, en auk þeirra eru á myndinni Kristin ólafsdóttir, kynnir fundarins, Ragn- hildur Gisladóttir úr Grýlunum og Vera Einarsdóttir. Hreyfing í deilu hjúkrunarfræðinga og ríkis? Ákveðið tilboð er til umræðu Þjóðviljinn hefur eftir áreiðan- legum heimildum að i viðræðum fjármálaráðherra við förystu- menn hjúkrunarfræðinga i gær hafi þcim verið gert ákveðið til- boð um það hvernig unnið yrði að lausn dcilunnar. Tilboöið var til umræðu á fundi hjúkrunarfræð- inga i gærkvöldi að þvi er blaðiö kemst næst. Fjármálaráðuneytið mun hafa boðist til að endurskoða sérkjara- samninga hjúkrunarfræðinga og úrskurð kjaranefndar með tveim- ur skilyrðum. 1 fyrsta lagi að um væri að ræða væntanlegan sér- kjarasamning hjúkrunarfræð- inga það er að segja fyrir næsta samningstimabil, en ekki það sem er að liða. Viðræður um lausn deilunnar yrðu þvi i fram- haldinu hluti af þeim samninga- viðræðum um sérkjarasamninga sem boðið er uppá i bréfi til BSRB, og fjallað er um annars- staðar i blaðinu. 1 öðru lagi að hjúkrunarfræðingar slökuðu nokkuð á aðgerðum sinum á sjúkrahúsunum og tryggðu að ekki væri um að ræða neyöar- ástand meðan að viðræður stæðu yfir. —ekh A þriðja þúsund byggingarmenn lögðu niður vinnu 1 gær: Samnlngar verða að nást fyrir næstu mánaðamót — segir Benedikt Davíðsson form. Sambands byggingarmanna sem hafa boðað til frekari verkfalla í næstu viku „Það hafa ekki oröið neinir telj- andi árekstrar að sögn þeirra sem verið hafa á vcrkfallsvakt I dag, menn sina góða samstöðu i þessum aðgcrðum,” sagði Bene- dikt Daviðsson formaður Sam- bands byggingarmanna i samtali við Þjóðviljann, en i gær lögðu á þriðja þúsund byggingariðnaðar- inenn viða um land niður vinnu til að knýja á um gerð nýrra kjara- samninga. „Ég held að þessar aðgeröir hafi ýttmönnum velsaman og við erum þegar búnir að ákveða aö halda verkföllum áfram á þriöju- dag og fimmtudag i næstu viku hafi ekki náðst samningar fyrir þann tima”. Benedikt sagöi að sér finndist liklegt að önnur félög færu að taka ákvarðanir i verkfallsmál- um. „Það verða að nást samningar fyrir næstu mánaðarmót, þvi annars skellur yfir sjálfvirk kjaraskerðing, og slikt veröur að forðast í lengstu lög. Við vitum, að það eru viða erfiðleikar i at- vinnulifi einkum i fiskvinnslu og útgerð, og ef viö i verkalýðshreyf- ingunni höfumst ekkert að þá verður þessum vanda alfarið velt yfir verkafólk. Atvinnurekendur geta ekki komist hjá þvi að taka sinn þátt i þessum málum, en slikt verður aldrei nema knúið verði duglega á. Ég held að menn verði að hugsa alvarlega út i þessa hluti”, sagöi Benedikt. -Ig- Yfir 80 byggingariðnaðarmenn voru við verkfallsvörslu á höfuðborgar- svæðinu f gær. Á myndinni má sjá hluta þeirra, trésmiði, málara, pip- ara og fleiri sem litu við í aðalbækistöðvum byggingarmanna fengu sér kaffisopa og ræddu samningamálin. Mynd — gel. Punktar um kjaramál í’yrir lesendur Morgunblaðsins í skýrslu Þjóöhagsstofnun- ar, sem út kom I mars s.l. segir m.a. orðrétt: „Framfærsluvisitala hækkaði að meðaltali um 51% milli áranna 1980 og 1981. Frá upphafi til loka siðasta árs hækkaði fram- færsluvisitalan um 41,9%. — Þótt ekki liggi fyrir tölur um tvo siðustu fjórðunga ársins 1981 virðist mega ætla, að talsverðs^ launaskriðs hafi gætt á siðasta ári, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Með hliðsjón af þessu er talið, að dagvinnutekjur hafi l' fyrra hækkað um 52% að meðal- tali, samanborið við 49% hækkun kauptaxta. ... Að öllu samanlögðu er áætlað að atvinnutekjur hafi aukist um 55% á árinu 1981 að meðtalinni 1 og 1/2% aukningu vinnuafls. At- vinnutekjur á mann gætu þannig hafa aukist um 53% á árinu 1981.” — Þetta voru orðréttar til- vitnanir i umsögn Þjóðhags- stofnunar um þróun kaup- gjalds og verðlags á siðasta ári. Það þarf Morgunblaðs- gleraugu til að lesa kjara- rýrnun út úr þessum tölum. Nú vilja flokkseigenda- félagiði Sjálfstæðisflokknum og Vinnuveitendasambandið skerða kaupmátt almennra launa um 20-30%. Alþýðubandalagið styður hins vegar kröfur verkalýðs- félaganna um sanngjarnar launahækkanir til láglauna- fólks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.