Þjóðviljinn - 19.05.1982, Síða 10

Þjóðviljinn - 19.05.1982, Síða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 19. mai 1982 Tvö efstu sæti G-listans i Hafnarfirði skipar ungt og kröftugt fólk sem hefur getið sér gott orð fyrir störf að bæjar- málum II afnarf jarðar. Þau Rannveig Traustadóttir þroskaþjálfi og Magnús Jón Árnason kennari eru ekki nýgræðingár i pólitikinni i Hafnarfirði, Rannveig setið i bæjarstjórn s.i. kjörtimabil og Magnús Jón setið i nefndum fyrir Alþýðubandalagið. Við tókum þau tali nú fyrr i vikunni og spurðum fyrst hvernig meiri- hlutanum hefði tekist að stjórna Hafnarfirðisl.4ár: Eymdarástand i dagvistarmálum — Meirihlutinn hefur algjörlega brugðist i öllu sem kalla má félagsleg* uppbyggingu i bænum. Nánast engar framkvæmdir hafa verið i dagvistarþættinum og ein- ungis bæst við 34 pláss fyrir börn á forskólaaldri. Er eymdar- ástandið slikt að foreidrar barna hafa séð sig knúna til að boða til almenns borgarafundar um vandamálið tii að knýja á um svör frá meirihiutanum. Rætt við tvo efstu menn G-listans í Hafnarfirði: „Félagsieg uppbygging í Hafnarflrði í molum” 140 manns sóttu um 9 ibúðir Ekki er ástandið betra varðandi byggingu ibúða á félagslegum grunni. Aðeins hafa verið byggðar 18 ibúðir á vegum stjórnar Verkamannabústaða og við siðustu úthlutun fyrir skömmu sóttu hvorki meira né minna en 140 manns um þær 9 ibúðir sem i boði voru! Málefni unglinga i Hafnarfirði eru illa á vegi stödd. Þrátt fyrir loforð meirihlutans um úrbætur varðandi félagsaðstöðu þeirra hefur ekkert veriö gert. Þvi var staðfastlega lofað fyrir siöustu kosningar að komið yrði upp aðstöðu i kjallara Engidals- skólans og félagsheimilisálmu iþróttahússins. Hvorugt þessara loforða hefur verið efnt. Opinbert fjármagn til heiisugæslu ekki nýtt Auðvitað hefur meirihlutinn brugðist i þvi brýna verkefni að byggja upp Heilsugæsluna hér i bænum. Langt er nú um liðið siðan það lá ljóst fyrir að hún mundi missa núverandi húsnæði sitt. Allar aðstæður voru til þess að mæta þvi með nýbyggingu og meira að segja fékkst fjármagn frá Alþingi til undirbúningsfram- kvæmda, en þeir háu herrar sem stjórna Hafnarfjarðarbæ, töldu sig ekki hafa þörf fyrir þessa pen- inga og nýttu aldrei þessi fjárframlög, sem hafa verið iboði árin 1979, 1980 og 1981! Loksins núna, rétt fyrir kosningar tekur meirihlutinn ákvörðun um að byggja upp Heilsugæslustöö við Sólvang, en mörg ár munu þvi miður liða þangað til sú bygging kemst i gagnið. A meðan verður Heilsugæslan flutt upp um eina hæð á Sparisjóðsloftið, þar sem hún verður um langt skeið starf- rækt við m jög erfiðar aðstæður. Vantar reglur um lóðaúthlutanir — Hvernig er að fá lóö i Hafnar- firði? — Það getur verið afar erfitt nema þú þekkir þá réttu mennina. Engar heilsteyptar reglur eru til um lóðaúthlutanir og fólk veit alls ekki að hverju það gengur þegar það leggur inn um- sókn. Við höfum lagt fram og fengið samþykktar i bæjarráði sérstakar reglur um úthlutanir lóða, en það er ekkert farið eftir þeim. Röksemdir meirihlutans hafa löngum verið þær að ekki sé hægt að taka upp punktakerfi eða þessháttar þvi „mannlegi þáttur- inn” verði að fá að njóta sin! Við hins vegar teljum að hér sé átt við það að „klikuskapur og pólitiskur bakgrunnur” verði að fá að njóta sin. Bæ jarútgerðin á undir högg að sækja — Bæjarútgerð Hafnarfjaröar hefur mikið verið i fréttum á siðasta ári. Hvernig gengur reksturinn? — Hann gengur i sjálfu sér mjög vel. Aftur á móti hefur það lengi verið ljóst hér i bænum að fulltrúar einkaframtaksins i meirihluta bæjarstjórnar hafa aldrei litið BÚH sem félagslega rekið fyrirtæki réttu auga. Fyr- irtækinu hefur verið haldið i fjár- svelti og snörum brugðið fyrir rekstur þess hvenær sem tækifæri hafa gefist. Jafnframt þvi hefur þeim áróðri linnulaust verið Þorbjörg Samúelsdóttir, 3. maður á G-listanum í Hafnarfirði: Happa- og glappaað- ferðir ! íhaldið vill Bæjar- jútgerðina feiga j Þorbjörg Samúelsdóttir verkakona skipar 3ja I sæti G-listans i Hafnarfirði fyrir kosningarnar á ! laugardaginn. Hún flutti ræðu i sjónvarpinu á dög- I unum og ræddi þar atvinnumál Hafnfirðinga og það I vandræðaástand sem byggingamál kaupstaðarins ■ eru komin i. Þorbjörg sagði m.a.: Bæjarútgerðin er stærsta fyrir- tækið i bænum. Yfir þrjú hundruð manns i landi og 70 sjómenn. Það er von að sumir málsmetandi menn i þessum bæ vilji drepa fyr- irtækið, og margvislegar eru nú aðferðirnar sem notaöar eru. Auðvitað geta komið upp erfið- leikar i rekstri fyrirtækja — og gera það. Það þykir ekki ámælis- vert þegar einkafyrirtæki eiga i hlut, en það er annað með félags- hyggjufyrirtæki — þá er það höf- uðgiæpur. ihaldið hefur staðið gegn þvi alla tið að Bæjarútgerðin geti byggt sig upp og komið rekstrin- um í það horf sem þarf. Bæjarút- gerðin skal tapa þannig aö hægt sé að benda á hversu mikill baggi hún er á bæjarfélaginu. Annars væri glæpurinn frá þeim tekinn. Sú uppgerðargóðvild i garð bæjarútgerðarinnar sem bæjar- fulltrúar ihaldsins hjúpa sig i klæðir þá ekki. Og ef þeir halda að Hafnfirðingar séu svo andlega blankirað þeir sjái ekki i gegnum þennan vef — þá eru þeir bara ekki i sambandi við venjulegt fólk. Mér vitanlega hefur nú ekki Stefán Jónsson, forseti bæjar- stjórnar, verið vændur um vinstri villu eða sérstaka vináttu i garð Bæjarútgerðarinnar. En honum ofbuðu aðferöir eigin flokks- bræðra á siðastliðnum vetri. Og það skyldi enginn halda að hann hafi ekki fengið að gjalda þess. Þorbjörg Samúelsdóttir 3. maður G-listans sagði i sjónvarpi á dög- unum: þeir meirihlutamenn hafa ætið fíaft horn isiðu Bæjarútgerð- arinnar. Hann var settur út af sakrament- inu — i orðsins fyllsta skilningi — út úr bæjarstjórn skyldi hann — hvað sem það kostaði. En vikjum nú að öðrum þætti i atvinnumálunum. Þaðer litil sem engin vinna i léttum iðnaði fyrir konurnar i bænum. Húsmæður vilja gjarnan eiga kost á hluta- vinnu, en fá enga. Það geta ekki allir unnið i fiski eða á sjúkrahús- um. Fjölmargar hafnfirskar konur sækja vinnu til Reykjavikur. Þær eruskiljanlega ekkert hressar yf- ir þvi. Þetta er gifurlegur kostn- aður og er afar óþægilegt. En i at- vinnumálum Hafnarfjarðar hefur nú mestmegnis verið notuð happa- og glappa-aðferðin. Það var alltaf sagt hérna i eina tið, að allt væri sannleikur sem stæði á prenti — en hrædd er ég um að sú kenning sé nú gengin sér til húðar, i það minnsta hvað varðar Borgarann, blað óháðra. Mér blöskrar alveg hvað þetta blað getur borið mikil ósannindi á borð fyrir fólk. Það er ekki nóg með að þeir rangfæri hvað eftir annað tölur um dagvistarmál, heldur segja þeir nú fullum fetum að Alþýðu- bandalagið og AlbÝðuflokkurinn séu að ganga af verkamannabú- stöðunum dauöum. Hver trúir þessu? Ekki nokkur maður! Framhald á 20- siðu Efstu menn G-listans í Hafnarfiröi 1. Rannveig Traustadóttir þroskaþjálfi Selvogsgötu 9 2. Magnús Jón Árnason kennari Fögrukinn 17 3. Þorbjörg Samúeisdóttir verkakona Skúlaskeiði 26 4. Hallgrimur Hróðmars- son "kennari Hoitsgötu 18 5. Guðmundur Rúnar 6. SigurbjörgSveinsdóttir Árnason þjóöfélagsfrnemi iðnverkakona Arnarhrauni 24 Arnarhrauni 21.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.