Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 19. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 Upptökur að hefjast á nýrri íslenskri stórmynd: Trúnaðar- Auglýst eftir munum, íbúð og statistum „Kvikmyndin fjallar um ungt fólk I sambyli sem flyst i gamalt hús en sambúðin kemur til með að breytast vegna þess að saga hússins spilar inn i samband þeirra. Hún er heyrnleysingja- kennari en hann fæst við tón- smiðar, þögn og tónar eru and- stæður sem spila rullu I kvik- myndinni”. Þetta kom fram á biaðamannafundi sem aðstand- endur kvikmyndarinnar Trún- aðarmál héldu i tilefni af því að nú eru að hefjast upptökur af full- um krafti á þessary mynd en að öðru leyti vildu þeir ekki gefa upp efni myndarinnar sem þeir sögöu að væri viökvæmt og gæti verið mistúlkað. Hér er um aB ræöa 35 mm lit- filmu sem tekin veröur i Dolby stereo og er áætluB lengd hennar 100 minútur. Frumsýning er áætluB um páska á næsta ári og eru margir af þekktustu kvik- myndagerBarmönnum okkar sem standa aB henni. HUn hlaut hæsta styrk úr kvikmyndasjóBi i vor. ÞaB eru fyrirtækin Hugmynd og Saga film sem annast gerð myndarinnar. Handritshöfundar eru þeir Egill EBvarðsson, Snorri Þórisson og Bjöm Björnsson. Leikstjórn annast Egill EBvarBs- son, kvikmyndatökumaBur er Snorri Þórisson, leikmyndir gerir Björn Björnsson og fram- kvæmdastjóri er Jón Þór Hannes- son. BUið er aB UtbUa heilt kvik- myndaverviB SuBurlandsbraut 10 og er þaB helmingi stærra en sjónvarpssalurinnsvo aB dæmi sé tekiB. Mestur hluti myndarinnar verður tekinn i þessu veri og m.a. reist þar heilt hUs sem er eítirlik- ing af gömlu hUsi i Vesturbænum og verða flestar senur myndar- innar þar teknar. A blaðamanna- fundinum kom fram aö miklu betri árangur ætti að nást með þessu móti heldur en ef tökurnar færu fram i húsi úti i bæ, bæði varðandi hljóð og ljós og einnig búningsaðstöðu og ýmsa tækni- vinnu. Langstærstu hlutverkin i myndinni leika þau Lilja Þóris- dóttir og Jóhann Sigurðsson en i öðrum hlutverkum eru þekktir og færir leikarar svo sem Þóra Borg, Róbert Arnfinnsson, Briet Héðinsdóttir, Baldvin Halldórs- son, Margret ólafsdóttir, Arni Tryggvason, Þórunn Magnea Magnúsdóttir Helgi SkUlason og Kristin Bjarnadóttir. Myndin gerist i nUtimanum og fjallar um fólk og tilfinningar með spennu sem liggur frekar undir yfirboröinu heldur enofaná þvi. Þá veröur „flash back” aftur i timann, einkum frá árunum 1950—60 og er fólk beBið að gefa sig fram sem getur lánaö hús- gögn, einkum borðstofuhúsgögn, hUsmuni svo sem ljósakrónur og vegglampaog einnig föt frá þess- um tima (t.d.kápur). Þá vantar stóra ibúö i Reykjavik fyrir tökur i einn dag. I henni þarf að vera 25—35 áragamaltog rótgróiö inn- bú. Þeir sem geía UtvegaB þetta eru beönir aö hafa samband i sima 39835. Þá vantar statista, einkum fólk eldra en 22 ára og sérstaklega miöaldra fólk til aö leggja fram vinnu i ca. einn dag. Þeir semhafa áhuga geta látið skrá sig á uppstigningardag kl. 2—6 að Suðurlandsbraut 10, bakhúsi. — GFr Leiðrétting 1 grein öddu Báru Sigfúsdóttur i blaðinu i gær varð meinleg prentvilla, sem hér meB leiö- réttist. Þar stóð, aö i nóv. 1978 hafi veriB taliö aB 178 miljónir vantaöi til aö ljUka byggingu Borgarspitalans. Tala þessi átti að vera 578 miljónir. Myndin var tekin á Borgarsjúkrahúsinu i gær. — Ljósm.: gel. Samið á þrem stöðum Mjög alvarlegt ástand hefur skapast á sjúkrahúsum i Reykjavík og landsbyggðinni víða vegna uppsagna hjúkr- unarfræðinga. Samkvæmt uppiýsingum blaðsins frá þvi I gær hefur náðst bráðabirgðasamkomulag á þrem sjúkrastofnunum úti á landsbyggðinni: á St. Jósefs- spítala i Ilafnarfirði, Neskaups- stað og Selfossi. Selfoss Lilja Hannibalsdóttir hjúkrunarfræöingur á Selfossi sagði að þær heföu samið um 16. launaflokk meö fyrirvara um einn launaflokk til eða frá eft- ir Utkomu úr samningum i Reykjavik. Hins vegar átti eftir aB semja um fríðindi. HjUkrunarfræðingar á Selfossi hafa dregið uppsagnir sinar til baka, og sagði Lilja að þessir samningar hefðu verið gerðir i samráði við Hjúkrunarfélagið, og sagöist hUn vona að þeir yrðu til að greiða fyrir samningum. St. Jósefsspítali A St. Jósefsspitala i Hafnar- firöi hefur einnig verið gert bráðabirgðasamkomulag til 3ja mánaða, og er það samkvæmt heimildum blaösins þannig, að sjUkrahUsið greiöir samkvæmt Urskurði kjaranefndar en læknar sjUkrahússins greiða þá 3 launaflokka sem vantar upp á ' 16. lfl. Keflavík Frá Keflavik fengum við þær upplýsingar að ástand þar væri orðið slæmt. Jóhanna Stefánsdóttir hjúkrunarfræöingur sagði að tæpur þriðjungur sjUklinga hefði verið Utskrifaður, mest gamalmenni, og hefði það verið gert með samþykki og sam- vinnu viö aðstandendur, sem hefðu sýnt málinu skilning. t Keflavik eru leyfðar stöður 9 hjUkrunarfræöinga og hafa þær haft einn lfl. i aukaþóknun vegna erfiðra vinnuaöstæðna að sögn Jóhönnu. NU er ávallt einn hjUkrunarfræöingur á vakt i Keflavik og bakvakt er á skurð- stofu og slysavarðstofu. Akranes A SjUkrahUsi Akraness sagöi Asthildur Einarsdóttir að allri neyöarþjónustu væri viðhaldið þótt flestir hjúkrunarfræðingar heföu sagt upp. 19 rUm af 95 á sjúkrahUsinu hafa veriö rýmd og þar er einn hjUkrunar- fræðingur á deild á hverri vakt. Þá er höfð útkallsvakt á skurðstofu. HUn sagði að margir þeirra sem sendir hefðu veriö heim væru gamalmenni. Þá sagöi hún að þær myndu ekki semja við sjUkrahUsstjórnina nema með samþykki HjUkrunarfélagsins. Vestmannaeyjar A SjUkrahUsi Vestmannaeyja sagði Selma Guðjónsdóttir hjUkrunarstjóri að 7 hjUkrunar- fræðingar hefðu sagt upp störfum. Þar eru nU 25 sjUk- lingar á 2 deildum og ávallt einn hjUkrunarfræðingur á vakt, auk þess sem bakvaktir eru hafðar. Hún sagði að Sjúkrahúsið i Fjármálaráðherra afhenti i gær Kristjáni Thorlacius for- manni Bandalags starfsmanna rikis og bæja bréf þar sem að- ildarfélögum er boðið uppá samningaviðræður um gerð sér- kjarasamninga fyrir næsta samningstimabil, og lagt til að sett verði á fót sérstök sam- starfsnefnd aðila sem vinna eigi að samanburði á launa- og starfskjörum opinberra starfs- manna með hliösjón af kjörum annarra starfsstétta. í þvi skyni erráöuneytið reiðubUið að kosta vinnu tveggja starfsmanna. Að sögn Haraldar Steinþórssonar varaformanns BSRB verður stjórn og samninganefnd bandalagsins kvödd saman nk. mánudag til þess aö fjalla um bréf fjármálaráðuneytisins og taka afstöðu til jæss. Bréf ráðuneytisins er svo- hljóðandi: Óánægja innan BSRB „Meö tilvisun til bréfs BSRB dags. 29. april s.l. þar sem gild- andi kjarasamningum er sagt upp samþykkir ráöuneytiö að hefja nú þegar undirbúning að gerð nýrra samninga. Ekki munu tök á að hefja við- ræður um gerð aðalkjarasamn- ings strax, þar sem ekki liggur Vestmannaeyjum borgaði 1 lfl. ofan á umsamin laun þannig að þær fengju nú greitt eftir 14. lfl. A sjúkrahúsinu eru 48 sjúkrarúm, þannig að 23 eru nU laus. Selma sagði að þær myndu ekki gera sérsamning, heldur hafa samflot meö félaginu i Reykjavik. Landakot A Landakotsspitala hafa um 100 sjUkrarUm verið rýmd. GuðrUn Marteinsson hjúkrunar- forstjóri tjáði okkurað þar væru aðeins 2 deildir opnar með 60 sjUkrarúmum auk nokkurra fyrir mótuö kröfugerð BSRB, en ráðuneytið telur hyggilegt að nota sem best tímann þar til samningar ganga Ur gildi og bendirá að i 16. gr. 1. nr. 29/1976 stendur: „Unnið skal aö gerð sérkjarasamninga jafnhliða því sem unnið er að gerð aðalkjara- samnings.” 1 seinustu sérkjarasamning- um va r s érstaklega stef nt a ð þv i að draga Ur mun, sem vera kynni á kjörum rikisstarfs- manna og kjörum launafólks á samningssviði ASÍ. Saman- burður af þessu tagi er þó erfið- ur, þar sem umdeilanlegt er, hvernig meta ber ýmis hlunn- indi og kjaraatriöi, sem opin- berir starfsmenn njóta einir. Vart hefur orðiö við óánægju innan nokkurra aðildarfélaga BSRB meö niðurstöðu seinustu samninga og er þvi enn haldið fram, að i vissum tilvikum njóti opinberir starfsmenn lakari kjara en gilda á almennum vinnumarkaöi. Vil}a raunhæft mat Fjármálaráðuneytið vill fyrir sitt leyti stuðla að þvi, að sem raunhæfast mat liggi fyrir um kjör opinberra starfsmanna í samanburöi við almennan vinnumarkaö. 1 þvi sambandi rUma á gjörgæslu. HUn sagði að 10 hjUkrunarfræðingar væru I starfi og önnur þjónusta væri dekkuð með bakvöktum. HUn sagöi að þeir sjúklingar sem væru inni væru annað hvort mjög veikt eða aldrað fólk og það væri enn óvist hvort hægt yrði að byggja upp bráðavakt, en eins og kom fram i blaöinu i gær tók Borgarspitalinn að sér neyöarvakt Landakotsspitala i gær. Guðrún sagði að ástandið væri orðið mjög alvarlegt og það væri nú undir stjórnmála- mönnum komið að höggva á þennan hnút. — ólg. skiptir miklu máli aö nægur timi gefist til að fjalla um um- | deild matsatriöi. Ráðuneytið • leggur þvi til að komið verði á I fót sérstakri samstarfsnefnd, sem hafi það verkefni að vinna | að samanburði á launa- og ■ starfskjörum opinberra starfs- I manna með hliðsjón af kjörum I annarra starfsstétta. Ráðuneyt- | ið er reiðubUið aö kosta vinnu ■ tveggja starfsmanna — eins frá I hvorum aðila — til að hafa með höndum öflun gagna og Ur- | vinnslu þeirra og gætu þeir haf- ■ iö störf strax og samningsaöilar I verða sammála um málsmeð- ferð og vinnubrö{$. Ráðuneytið leggur áherslu á, ■ að samhliða beinum almennum ■ launasamanburði verði einnig reynt aö meta kjaraatriði sem | ekki varða Utborguð laun s.l. lif- ■ eyrissjóösréttindi, fyrirfram- I greiöslu, flokkatilfærslur og önnur kjaraleg hlunnindi. Jafnhliða þessu og í samræmi ■ við 9., 12. og 16. gr. laga nr. I 29/1976vill ráöuneytið bjóða að- ildarfélögum BSRB upp á | samningaviðræður um gerð sér- ■ kjarasamninga meö það að I markmiði aðljUka þeim á svip- I uðum tíma og gerð nýs aðal- | kjarasamnings.”. ■ Ragnar Arnalds (sign.) I Þröstur Olafsson (sign.)” I Fjármálaráðherra með tilboð til BSRB uin tilhögun samninga Sérkjarasamningar hefjast nú þegar Nefnd beggja aðila komist að niðurstöðu um raun- hæfan samanburð við almennan vinnumarkað

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.