Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Miðvikudagur 19. mai 1982 Minning Hlöðver Sigurðsson fyrrverandi skólastjóri Siglufirði Fæddur 29. apríl 1906 — Dáinn 13. maí 1982 Minir vinir fara fjöld feigöin þessa heimtar köld. bessi orö Bólu-Hjálmars og framhald þeirra, komu mér i hug, þegar mér barst andlátsfregn æskuvinar mins, Hlöðves Sig- urðssonar fyrrum skólastjóra á Siglufirði. Fyrir tæpum þremur vikum var hann á ferð á Horna- firði, heimsótti þar vini og kunn- ingja, tók i hönd þeirra og miðlaði okkur, sem þekktum hann hér ungan mann hlýju handtaki og mildu brosi, sem hann var ávallt örlátur á. Kom mér þá naumast i hug, að ævisól hans væri senn að hniga til viðar. 1 fyrra sumar tók hann hér þátt i göngu austfirskra herstöðvaandstæðinga frá her- stöðinni á Stokksnesi til Hafnar, likt og ungur fullhugi, léttur og kvikur i spori. Og nú þegar hann tók i hönd mina á skilnaðarstund, spurði hann mig, hvort við mynd- um ekki enn á ný efna til annarr- ar slikrar mótmælagöngu gegn hersetu i landi okkar. Og nú þegar þessi eldheiti friðarsinni er fall- inn frá, brennur sú spurning i hugum okkar, hvort islensk æska sé svo i stakk búin, að taka upp merkið hans og verða þar að manni. Hlöðver Sigurðsson var fæddur að Reyðará i Lóni 29. april 1906, sonur hjónanna, Sigurðar Jóns- sonar og önnu Lúðviksdóttur, konu hans. Að Hlöðver stóðu kjarnmiklar ættir. Faðirinn Sigurður á Reyð- ará var kominn af greindu ágæt- isfólki úr hornfirskri bændastétt. Hann var búfræðingur að mennt og gerðist ráðsmaður á búi séra Jóns á Stafafelli og uppskar þau laun fyrir starf sitt á prestssetr- inu að hljóta fósturdótturina að launum. Hann var mikilhæfur at- hafna- og hagleiksmaður og gerð- ist brátt mikill félagshyggju- og forgöngumaður i félags-og fram- faramálum sveitar sinnar. Anna Lúðviksdóttir var komin af mikl- um gáfu- og mannkostaættum, en hún og Einar skáld Kvaran voru systkinabörn að frændsemi, en til hliðar var ætt Matthiasar skálds og Ara Arnalds sýslumanns. Um niu ára aldur missti Anna móður sina og var þá tekin i fóst- ur til prestshjónanna, séra Jóns Jónssonar fræðimanns frá Melum i Hrútafiröi og konu hans Mar- grétar Sigurðardóttur frá Hall- ormsstaö að Bjarnanesi, en siðar að Stafafelli i Lóni. Heimili séra Jóns var mikið ágætis heimili, þar sem bækur voru mikiö dýrk- aðar og lesnar. Anna erfði eðlis- kosti ættstofns sins, sem birtust i góðum gáfum og göfugri hugsun. Þessa eðliskosti og uppeldisáhrif frá menningarheimili tókst Reyð- arárhjónunum aö flytja inn á heimili sitt að Reyðará og úr þeim ágæta ranni eru Reyðarár- bræður komnir. Eins og þegar er sagt, var Sig- urður á Reyðará mikill félags- hyggju-og framfaramaður og þvi sjálfkjörinn til forgöngu i félags- málum sveitarinnar. Um þær mundir sem synir Reyðarárhjóna voru að vaxa úr grasi, voru tvær félagsmálahreyfingar, ung- mennafélög og samvinnuhug- sjónin að gripa hugi og hjörtu allra landsmanna og fór sú þróun ekki fram hjá Reyöarárheimil- inu. Ungmennafélag var stofnað i sveitinni og með félagslegu fram- taki allra félagsmanna var efnt til byggingar samkomuhúss, sem siöan varð einskonar félagsheim- ili hreppsbúa. A sunnudögum safnaðist fólkið saman til að hlýða á messugerð frjálshyggju- mannsins séra Jóns i litlu sveita- kirkjunni, sem enn stendur að Stafafelli. En eftir messu söfnuð- ust menn saman til kaffidrykkju á prestssetrinu. Þar upphófust umræöur um þjóömál, sjálfstæð- isbaráttu og bókmenntir. Einnig vék Reyðarárbóndi tali sinu að félagslegu framtaki sveitunga sinna til að byggja upp bæi granna sinna eða gripahús þeirra. Og þegar til framkvæmd- anna kom, var Reyðarárbóndi sjálfkjörinn til að framkvæma verkiö með sinum högu höndum. 1 þessum félagshyggjuanda ólust synir Reyðarárhjóna upp. Ariö 1917 bar þá þungu sorg að ranni Reyðarárheimilisins, að heimilisfaðirinn lést og ekkjan stóö uppi meö stóran barnahóp. Elsti sonurinn, Geir, tók þá við búsforráðum, en stjórnin var á- fram i styrkum höndum Onnu. Or þessum ágæta ranni var Hlöðver Sigurösson vaxinn til þess mann- dómssem ætiðvarð heimanfylgja hans. Um fermingaraldur fór Hlöð- ver i vinnumennsku að Stafafelli og dvaldist þar allt til tvitugsald- urs. Eitt af skyldustörfum Hlöö- ves á heimili Sigurðar á Stafa- felli, var að lesa landsmálablöðin upphátt fyrir húsbónda sinn og ræða svo efnið við hann. Þegar Sigurður á Stafafelli átti fertugs- afmæli, sem mun hafa verið vet- urinn 1926, efndi hann til gesta- boðs á heimili sinu. A meðal gesta var einn aðkomumaður, sem þarna var á ferð. A meðal skemmtiatriða hófsins, fóru fram umræður um landsmál að hætti ungmennafélaga sveitarinnar. Gerðist það þá, að 19 ára vinnu- piltur á heimilinu kvaddi sér hljóðs og hélt ýtarlega, vel rök- studda ræðu, sem eftir var tekið svo gesturinn spurði, hver þessi glæsilegi ungi maður væri, sem héldi svo eftirminnilega ræðu. Var gestinum þá svarað þvi til, að þetta væri einn af sonum Onnu á Reyðará og héti Hlööver. Vetur- inn áður hafði Hloðver 'veríð i unglingaskóla á Djúpavogi og notið þar kennslu hjá Sigurði Thorlaciusi á Búlandsnesi, sem siðar varð skólastjóri barnaskóla i Reykjavik. Haustið 1926 hleypti Hlöðver heimdraga og settist i Kennara- skólann i Reykjavik. Naut hann þar frábærrar kennslu séra Magnúsar Helgasonar og ann- arra kennara þess skóla, og lauk þaðan kennaraprófi vorið 1928. Haustið 1928 réöisl Hlööver barnakannari við farskólann i Nesjahreppi og Höfn. Þar kenndi hann uns hann réðist skólastjóri til Súðavikur og var þar veturinn 1931-1932. Þá um haustið fór hann i námsför til Danmerkur og Svi- þjóðar og var þar til ársins 1933. Þegar hann kom heim úr náms- för sinni, gerðist hann skólastjóri við barnaskólann á Stokkseyri og var þar næstu 10 ár, eða til ársins 1943, að hann varð skólastjóri við barnaskólann á Siglufirði. Skóla- stjórastarfi þar gegndi hann i þrjátiu ár eða til ársins 1973 að hann lét þar af skólastjórastarfi, en kenndi þar enn um skeið. Þann 12. ágúst 1944 kvæntist hann mikilhæfri ágætis konu, Katrinu Guðrúnu Pálsdóttur frá Litlu-Heiði i Mýrdal. Hún lést nú fyrir stuttu siðan. Börn þeirra voru fjögur. En þau eru þessi: Páll tæknifræðingur Akureyri, kvæntur Hannveigu Valtýsdóttur, Anna Matthildur hjúkrunarkona Reykjavik, Siguröur tæknifræð- ingur Siglufirði, kvæntur Sigur- laugu Þorsteinsdóttur og Þor- gerður Heiðrún fóstra Siglufirði. Hlöðver Sigurðsson var lands- kunnur maður fyrir störf sin að skóla- og uppeldismálum og svo af afskiptum af almennum þjóö- málum. 1 nokkur skipti var hann i framboði til þings fyrir Sósial- istaflokkinn. Einnig var hann vel þekktur maður fyrir erindaflutn- ing sinn i Rikisútvarpið. Voru frumsamin erindi hans meö mikl- um ágætum gerð, svo að eftir var tekið, enda mjög áheyrileg og oft rökstudd tilvitnunum i ljóð Steph- ans G. Stephanssonar, sem hann dáði umfram önnur ljóðskáld. Einnig voru honum mjög tiltækar tilvitnarnir i ljóð Þorsteins Er- lingssonar og sögur Einars Kvar- an frænda sins. Hann lét sér engin mannleg vandamál óviðkomandi, en var jafnan viðsýnn og tillögu- góður um sérhvert vandamál, sem að höndum bar hverju sinni. Sumarið 1967 bar fundum okkar saman á landsfundi herstöðva- andstæðinga að Bifröst i Borgar- firði. Var hann þar kjörinn fund- arstjóri, en meðal ræðumanna mótsins minnist ég m.a. Jóhann- esar úr Kötlum, Guðmundar Böðvarssonar, Gunnars Bene- diktssonar og Arnórs Sigurjóns- sonar. Nú hafa allir þessir mætu menn kvatt móður jörð og flust yfir móðuna miklu, sem byrgir okkur sýn. Mjög eru mér minnisstæð þau kynni sem nánust urðu á milli min og Hlöðves Sigurðssonar. Hann var þá aö ljúka einhverjum haustverkum á Hornafirði, og ætlaði svo að taka til starfa við barnaskólann. Ég var þarna aö afla mér aura til námsdvalar i héraðsskóla i öðrum landsfjórð- ungi. Höfn i Hornafirði var þá eins konar vasaútgáfa af þorpi með mikla fátækt manna á meðal og húsnæðisþrengsli. Ég var þarna svo vel á vegi staddur, að eiga aðgang að eigin rúmstæði og okkur kom saraan um aö sam- rekkja i minu rúmi og við gengum þar til einnar sameiginlegrar rekkju. Það var ekki venja okkar Hlöðves að leita afþreyingar með áfengi en i þess stað dró Hlöðver upp úr tösku sinni nýlega útkomna bók, sem var Alþýöu- bókin eftir Halldór Laxness; Og nú tók þessi rekkjunautur minn að lesa mér nokkra valda kafla úr þessari nýútkomnu bók um mis- skiptingu auös og valda i veröld- inni. Þegar hann hafði lokið þeim lestri, tók hann enn upp aðra bók, sem voru Andvökur Stephans G. og nú las hann mér ljóð skáldsins, þar sem brugðiö er upp lifssýn þess úr iönaðarhverfi stórborgar, þar sem skáldiö sér opnast það eymdanna djúp, þar erfiöið liggur á knjám, en iðjulaust fjársafn á féleysi elst, sem fúinn i lifandi trjám. En hugstola mannfjöldans vitund og vild er villt um og stjórnað af fám. Þótt ég ætti að heita gestgjafinn þetta kvöld var Hlöðver veitandi á þá andlegu fæðu, sem þarna var framreidd. Hugur minn var opinn fyrir innstreymi frá viðmælanda minum. Og til þessa kvölds og uppfræðslunnar sem Hlöðver veitti mér, hefi ég jafnan rakið uppsprettu lifsskoðana minna. Það er auður islenskri þjóö, að :hafa átt slika dáðadrengi, sem Hlöðver Sigurðsson var, til að missa og trega og bera nain hans i sjóði minninga sinna. Hlöðver Sigurðsson leit iafnan á lifsönn sina, sem þjónustustarf við sann- leikann. Kjörorð hans var: Mig langar að sá enga lýgi þarfinni, sem lokar að siðustu bókinni minni. Börnum Hlöðves, vinum hans og öðrum vandamönnum votta ég og kona min hugheiia samúð okk- ar. Blessuð sé minning hans. Torfi Þorsteinsson. 1 dag er til moldar borinn Hlöð- ver Sigurðsson fyrrverandi skóla- stjóri á 77. aldursári. Hlöðver var fæddur að Reyðará i Lóni Austur- Skaftafellssýslu hinn 29. april 1906. örlögin höguðu þvi svo til að um 10 ára skeið vorum við Hlöð- ver sveitungar, en hann gerðist skólastjóri við barnaskólann á Stokkseyri haustið 1933 og tók hann við skólastjórn af Jarþrúði Einarsdóttur sem þá hafði gegnt þvi starfi i tvö ár. Þegar Hlöðver kom til Stokks- eyar sem skólastjóri haustið 1933 er ég á 22. aldursári. Félagslif á Stokkseyri stóð þá i miklum blóma. Hér störfuðu ungmenna- félag, kvenfélag, verkalýðsfélag, slysavarnafélag. leikfélag og taflfélag.. Fók á minum aldri var á þessum tima meira og minna á kafi i félagsmálavafstri. Tóm- stundirnar fóru að mestu i ýmis- konar störf fyrir félögin, nefndar- störf og allskonar félagsmála- þátttöku. Þeir, sem þungi félagsmála- starfanna hvildi á haustið 1933 horfðu með nokkurri eftirvænt- ingu til þess, hver hugur hins nýja skólastjóra yrði til þeirra marg- þættu félagslegu verkefna er unga fólkið á Stokkseyri bar fyrir brjósti. Myndi hann loka sig af innan ramma skólastarfsins, eða ættum við þarna von á liðtækum félaga til þátttöku i almennum á- hugamálum æskunnar? Og við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Hlöðver reyndist ekki aðeins holl- ur stuðningsmaður félagsmála unga fólksins á Stokkseyri, heldur gekk hann mjög fljótlega sem virkur félagsmaður i félögin, t.d. Ungmennafélagið og verkalýðs- félagið en i báðum þessum félög- um vann hann mikið og óeigin- gjarnt starf þau 10 ár er hann átti heima á Stokkseyri. Hlöðver var mjög virkur i starfi fyrir börn og unglinga utan skól- ans. A aðfangadag jóla árið 1935 stofnaði hann skátafélagið „Svanir” og voru stofnendur auk hans 7 drengir úr efstu bekkjum barnaskólans. Hlöðver var for- maður eða deildarforingi þar til hann flutti frá Stokkseyri. Félag- ið færði fljótt út kviarnar og voru félagar innan skamms tima orðn- ir 25. Farið var i gönguferðir á vegum félagsins um nágrennið eða á nálægustu fjöll, einnig skiðaferðir og um hvitasunnu- helgina á vorin var farið i útileg- ur. Arsskemmtanir hélt skátafé- lagið fyrir skátana og foreldra þeirra. Einnig stundum opinber- ar skemmtanir t.d. 11. okt. 1939, en þá sýndu félagarnir sjónleik- inn „Vekjaraklukkan” og höfðu nokkrar tekjur af. Forusta og það mikla starf er þetta félag innti af hendi hvildi að langsamlega mestu leyti á Hlöð ve. Með sliku starfi beindi hann hugum og starfskröftum barn- anna að hollum og heilbrigðum lifsháttum, er efldu þroska þeirra og framtiðaráform. Innilegar þakkir til allra þeirra fjær og nær, sem með gjöfum, skeytum og ýmsum öðrum hætti sýndu mér hlýhug og vináttu á áttræðisafmæli minu 12. mai s.l. Sérstakar þakkir færi ég Alþýðusambandi íslands, Sjómannasambandi íslands og Sjómannafélagi Reykjavikur, sem efndu til samsætis þennan dag og gerðu mér og fjölskyldu minni þessi timamót ógleymanleg. Jón Sigurðsson. Hlöðver var mikill félagsmála- maður. Opinn fyrir hverri ný- breytni er gera mætti þau félög er hann starfaði i liklegri til frekari afreka og ávinninga. Lagði hann fram i þeim efnum mikla vinnu i tómstundum sinum og hafði greinilega ánægju af hverjum þeim ávinningi æskumönnum til heilla og framfara, er þeim tókst að ná, oft við hinar erfiðustu að- stæður. Hlöðver hafði lifandi áhuga á þjóðmálum og skrifaði margar greinar um þau málefni. Komu þar fram fastmótaðar skoðanir hans. Hann var einlægur vinstri sinni og sósialisti og skipaði sér ó- trauður i fylkingu róttækra verkalýðssinna i hverju þvi máli, sem verkalýðshreyfingin barðist fyrir verkafólki til bættra lifs- kjara. Við Hlöðver héldum við kynnum okkar þó hann færi á fjarlægar slóðir. Samfundir urðu að sjálf- sögðu færri, en við hittum þó nokkrum sinnum i Reykjavik og i Keflavikurgöngum. Til Siglufjarðar fór ég ásamt nokkru venslafólki minu 14 árum eftir að Hlöðver fór frá Stokks- eyri. Þá heimsóttum við Hlöðve og nutum ánægjulegrar móttöku þeirra hjóna en Hlöðver kvæntist 12. ágúst 1944, Katrinu Pálsdóttur frá Litlu-Heiði i Mýrdal og hafði ég ekki áður séð þessa geðþekku konu, er þarna tók okkur tveim höndum. Nokkrum árum siðar hittist svo á að leiðir okkar lágu saman i vikutima i Reykholti i Borgarfirði en þau hjónin dvöldu þar i sumar- orlofi á sama tima og ég hafði fengið þar dvalarstað. Siðast, sem ég vissi til kom Hlöðver til Stokkseyrar 22. janúar 1977. Þau hjónin dvöldu þá á heilsuhæli Náttúrulækningafé- lagsins i Hveragerði., Felags- samtökin á Stokkseyri höfðu þennan dag opið hús fyrir eldra fólk og ákváðu að bjóða þeim hjónum að koma á skemmtun þessa og dvelja hér þennan dag. Það gladdi mig mjög að Hlöð- ver hafði mikla ánægju af veru sinni á Stokkseyri þennan dag, þar sem hann hitti ótal kunningja og m.a. nokkra fyrrverandi nem- endur sina. Stokkseyringum var einnig mikil ánægja að hitta hann, en margir sem þarna voru höfðu ekki hitt hann siðan hann flutti frá Stokkseyri 1943. Hlöðver helgaði Stokkseyri sjötta hluta starfsævi sinnar á þeim aldri, þegar hugurinn er ferskastur og lifskraftur óskertur til fangbragða við margvisleg viðfangsefni samtiðarinnar. Hann gekk alltaf óhikandi að hverju verki, ávallt heill og sann- ur. Stokkseyringar kveðja þvi Hlöðve að leiðarlokum með virð- ingu og einlægri þökk fyrir það mikla starf er hann lagði fram æskufólki staðarins til aukins manndóms og þroska. 1 hrepps- nefnd Stokkseyrarhrepps var Hlöðver kjörinn 1942 og formaður Kennarafélags Árnessýslu var hann frá 1937 þar til hann flutti burt. Það er þvi engum vafa bundiö að hefði hans dvöl orðið hér lengri hefðu hlaðist á hann margvisleg opinber störf. Ég votta aðstandendum samúð mina. Björgvin Sigurðsson Stokkseyri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.