Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 19. mai 1982' viðtalið Rabbað við Kristin fvarsson húsasmið í Neskaupstað um byggingarmál og bæjarstjómar- kosningar Neskaup- staður er ungur bær „Það er mikil húsnæöisekla I bænum, og þótt töluvert hafi verið byggt á undanförnum ár- um, þá hefur litið sem ekkert verið um það, að nýtt fólk hafi sest hér að, þvl nýbyggingarnar hafa varla gert annað en að mæta kröfum fólks um rýmra húsnæði. Fólk hefur þvi bara farið úr þrengslum i rúmbetra húsnæði”, sagöi Kristinn Ivars- son húsasmiður i samtali við Þjóöviljann fyrir skemmstu. Kristinn skipar 10. sætið á fram- boðslista Alþýðubandalagsins I komandi bæjarstjórnarkosning- um; hann hefur átt drjúgan þátt istefnumótun AB i Neskaupstað i húsnæðis- og skipulagsmálum og hann starfrækir ásamt föður sinum og þriðja manni bygg- ingafélagið Byggð. .,Ef maöur skoðar eldri kjarna bæjarins hér, þá er þar viða að finna ein hjón eftir i stórum húsum, þannig að rýmið á hvern einstakling miðað við fermetrafjölda er afskaplega mikiö. Nú gerir fólk að visu kröfu til þess að mega búa rúmt, en það verður aö lita á, að hér hefur ekki veriö húsnæði sem eldra fólk gæti fengiö i þvi skyni aö minnka viö sig. Þaö má þó segja, að á siöustu fimm árum hefur verið byggt töluvert af smærri ibúðum, og okkar bygg- ingafélag hefur núna byggt 18 ibúöa hús — og þar eru eiginlega fyrstu smærri ibúðirnar, sem koma á markaö.” — Hvernig ætlar Alþýðu- bandalagið að bregðast við þessu ástandi? Kristinn tvarsson, húsasmiður. í baksýn sést sunnan Norðfjarðar I Búlandið, sem minnst cr á I viðtal- inu. Ljósm.: — jsj. skömmum fyrirvara, jafnt daga ar vel staðsett i bænum, hún er sem nætur. Byggingin er reynd- beint fyrir ofan elsta hluta bæj- „Það er náttúrulega okkar stefna að hafa ávallt til taks nægilega margar lóðir og reyna að nýta þau kjör, sem sveitar- stjórnum er boöið upp á með hinum nýju lögum um sölu- og leiguibúðir. Fólk þarf að eiga kost á þvi að eignast góðar ibúð- ir á viðráöanlegu verði. Og það þarf að stefna að þvi, að húsa- kostur verði sem fjölbreyttast- ur, þannig að fólk eigi kost á þvi aö velja um þaö, i hvers konar húsnæði það vill búa.” — Er þá til nægilegur fjöldi lóða hér fyrir framtiðarbyggð? „Það er til staðfest aðalskipu- lag fyrir Neskaupstað, sem nær til ársins 1999, og i þvi kemur fram að það er nóg rými til aldamóta. En bærinn er þó aö- þrengdur, þvi hann á ekki land nema að Noröfjarðarhreppi, og það veldur okkur vandræöum. Að visu á Neskaupstaður Bú- landið inn að Grænanesi sunnan megin i firðinum, en við kom- umst ekki i það land til að nýta það, vegna þess að það vantar brú við Grænanesið. En það eru að visu til lausar lóðir viða inni i bænum, en þær eru frekar erfiðar vegna þess hve bæjarstæðið allt er bratt. Landið hérna er yfirhöfuð býsna erfitt fyrir húsbyggingar, nema þá kannski helst nýja einbýlis- húsahverfið neðan Bakka, sem kallast reyndar Bakkahverfi.” Um þessar mundir eru Krist- inn og félagar hans að byggja ibúðir fyrir aldraða, sem veröa reistar i tengslum við sjúkra- húsið. Innangengt veröur á milli húsanna, þannig að ibúarnir eiga að geta notið allrar þeirrar þjónustu, sem sjúkrahúsið hefur upp á að bjóöa, meö mjög arins, hið gamla Nesþorp, út- sýnið yfir fjörðinn og hafnirnar er gott, og áreiðanlega sakar ekki, að spölkorn frá er barna- skólinn, þar sem börnin eru aö leik alla daga. Þannig er stöðugt unnið að uppbyggingu á sviði ibúöarhús- næöis, þótt við augljósa örðug- leika sé aö striða: byggingatim- inn er stuttur, oft aöeins yfir há- sumarið, þegar frost fer seint úr jörðu og snjóar snemma, eins og dæmi eru til um. ,,Og það verður reyndar lika að hafa i huga, að Neskaupstaður er afskaplega ungur bær, þegar á allt er litiö. Hér er meðalaldur húsa mjög lágur ef miðað er t.d. viö Seyðisfjörðinn”, sagði Kristinn ennfremur. — En svona að lokum: Hvern- ig leggjast kosningarnar i þig? „Þær leggjast bara ágætlega I mig. Ég á ekki von á ööru en að bæjarbúar kjósi það, að traust- ur og samhentur hópur vinni að þeirra sameiginlegu málum til heilla, eins og verið hefur”. — jsj Svínharöur IUUG-1, STipu(E THAf-P/o 1 /cosM/þkýoro,^ Þftí? EKKI? Eftir Kjartan Arnórsson eimfalt.. ... HW-Die> V/CL p|£> BfiNÞflRlSKfl HEj2STÖ£>iM VE/?£>/ H£/R fíFRPfU, BR Þfí£> EKM ? N/o, mR Kooo/m/ 3ö.. ■ BF KfíNfíRNlR. FFi.RU, Þfí mypiDU UKuRNfíR fí KlfíRRoRKuSTRÍ&i HéRLERMS STÖR- mipíPJKR! h rs nnnaíi © BVLLS 54B llla er komið mann- legum samskiptum.' Ryksugan stjórnar heimilislíf inu!_ Fugl dagsins Óðins- hani Oöinshani er af sundhanaætt- inni sem samstendur af aðeins tveim fuglum, óðinshana og þórshana. Þessum tveim fugl- um er oftsinnis ruglað saman en óðinshaninn er þó auðþekkt- astur á mjóu alsvörtu nefi og svartleitum fótum. Framháls er hvitur, að neðan með skærgul- rauðum hálskraga, vængbeltið hvitt á dekkri væng. Hann verpir i mýrum,flóum og i þurru graslendi. Afar algengur á Is- landi. Utan varptimans er hann úthafsfugl einsog þorshaninn. Rödd þessara tveggja fugla er mjög svipuð, mjóróma „húit” eða „prip” Rugl dagsins: Arið 1933 eða 1982? „Allt siðan vinstrimennsk• unni tókst að nauðga þjóötung- unum og ranghverfa þar meö hugsunarhætti fólks, siöan hún lét borgarastéttirnar kokrenna tungutaki sinu, þvinga þær nán- ast til að tala sósialisku i stað mannamáls, hefir nálgazt út- skúfun að láta sér detta i hug, hvað þá að hafa orð á, aö tiltek- inn kynþáttur, þ.e. hviti kyn- þátturinn, hafi verið, og sé máski enn, öðrum kynþáttum fremri, hæfari úrræðabetri, hugsjónarikari og framtaks- samari á mörgum sviöum en aörir kynþættir að vitnisburði skráðrar sögu”. Morgunblaöið Gætum tungunnar Sagt var: Hann vann sér góðan orðstý Rétt væri: Hann gat sér góðan orðstír.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.