Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. maí 1982 Ræður frambjóðertda G-listans á fundi Kvenréttindafélags íslands Guðrún Ágústsdóttir, 3. maður á G-lista í Reykjavík: Skylda mín sem kona og móðir Þaðverðurbara ekki þverfótað fyrir konum, þær eru alls staðar, allir flokkarnir meðfullt af konum á listunum sinum. Þetta eru al- gengar setningar nú upp á síð- kastið. Allir eru himinlifandi nema e.t.v. einstaka karlar sem ýtt var til hliðar og allir tala um að kvennaframboðinu sé fyrir að þakka. 2 konur f 10 efstu sætum á lista Sjálfstæðisflokksins, 2 af 4 hjá Alþýðuflokki, 2 af 4 hjá Framsóknarflokki, kvennafram- boðið með konur eingöngu auðvit- að og 3 af 6 hjá Alþýðubandalag- inu. Þvflikur munur frá þvi síðast eða hvað. Jú, hjá öllum flokkun- um nema Alþýðubandalaginu. Við finnum engan mun. Viðerum þarna sömukonurnar og siðast og okkur er ekkert ný- næmi í að vinna saman. Alþýðu- bandalagið hefur haft sérstöðu hvað varðar skilning á jafnréttis- baráttu kvenna, enda er það skylda sósíalista og engin ástæða til að þakka það neitt sérstaklega. Enda kemur í ljós að nú sitja jafnmargar konur frá Alþýöu- bandalaginu i bæjarstjórnum og frá hinum flokkunum þremur samanlagt, eða 8 konur kosnar af G-lista og 8 konur kosnar af A, B, ogD-listum. Hægri eða vinstri Adda Bára nefndi i útvarpinu á fimmtudagskvöldið i beinni línu að hún væri ekki hissa á framboði kvenna og sæi nauðsyn þess fyrir konur áhægri væng. En hvað er hægri vængur? Er einhver munur á hægri og vinstri öflum — þvf hefur verið haldið fram að þau hugtök séu nokkuö óljós. En ef við leyfum okkur að taka borgarmálefnin fyrir og kalla Sjálfstæðisflokkinn hægri og samstarfsflokkana, Alþýöuflokk, Framsóknarflokk og Alþýðu- bandalag vinstri, hvernig hefur þetta skipst, eftir málaflokkum, sem unnið hefur verið að, eða hef- ur i raun enginn munur verið? Er þétting byggðar vinstri — hægri Er endurnýjun og vemdun gamalla húsa, vinstri —■ hægri Verndun og nýtt skipulag i Grjótaþorpinu vinstri — hægri um þaðmádeila. Hverfalýðræðið — valddreif- Guðrún Agústsdóttir: Baráttuna fyrir sjálfstæði og friöi get ég ekki lagt á hilluna og einblint á kvennama'l. ingin til fbúanna — og atvinnulýð- ræði fólgið m.a. í þátttöku starfs- manna i stjómum fyrirtækja, em svo sannarlega á vinstri vængn- um. Bygging leiguibúða — raun- vemlegtval fólks á þvi hvortþað vill byggja eða leigja tryggt hús- næði. Umferðarmálin — takmörkur einkabilaumferðar — forgangur aimenningsvagna, raunverulegl val á milli þess að eiga og reka einkabil eða eiga kost á góðum strætisvagnaferðum. Dagheimili fyrir öll börn — ekki bara forgangshópa — uppbygging atvinnufyrirtækja i eigu borgar- ínnar. I minurn huga eru linurnar milli hægri og vinstri skarpar í siðastnefndumálunum. Og ef við flytjum okkur aðeins útfyrirborgarmálin. Hvaö með sjálfstæðismál þjóð- arinnar — baráttuna fyrir brott- för hersins og úrsögn úr Nato, baráttuna gegn yfirráðum og ihlut- un erlendrar stóriðju á islenskt atvinnulif, baráttuna gegn hvers kynskúgun allra minnihlutahópa, baráttuna fyrir þvi að atvinnu- tækin séu i eigu fólksins, barátt- una gegn þvi að fáir hagnist á vinnu margra, baráttuna gegn stéttskiptu þjóðfélagi, (þar sem konurlenda neðst); nú er ég ekki i nokkrum vafa um að þama er á ferðinni vinstri pólitik, mér finnst það siðuren svo neitt ógreinilegt. E.t.v. eru þeir til sem með djúphugsaðri heimspeki geta sannfært sjálfa sig um að hægri og vinstri sé það sama. En égskil það ekki. Hægri stefnan — sem til allrar hamingju hefur ekki veriö stund- uð hér i sinni verstu mynd, hún er lika nokkuð skýr. Konur í pólitíkinni Og þá er komið að málum kvenna. Hvaö á sá hópur sameig- inlegt? Jú, allar konur erukúgaðar vegna kynferðis sins, þeirra störf heima og heiman eru vanmetin o.s.frv. o.s.frv. Hefur t.d. flokkur eins og Alþýðubandalagið sem segist berjast fyrir jafnrétti karla og kvenna sýnt það i verki þegar hann hefur komist i valdaað- stöðu? Hafa konur og karlar i Alþýðubandalaginu staðið sig eitthvað betur en aörar konur og karlar annarra flokka i að knýja fram réttlætiskröfur kvenna i gegnum árin — hvort sem var i meiri eða minnihluta? Nei, segja kvennafrainboðskonur; en þar hafa þær ekki rétt fyrir sér. Konur i' Sósialistaflokknum sem siðar varð Alþýðubandalagið hófu baráttuna fyrir dagheimil- um og mörgum öðrum málum áð- ur en ég fæddist, og hafa haldið henni áfram. Og karlarnir reynd- arlika. Á yfirstandandi þingi hefur Alþýðubandalagið beitt sér fyrir og náð fram fæðingarorlofi fyrir allar konur — loksins, Guðrún Helgadóttir bar fram tiliögu um fjölskylduráðgjöf fyrir fólk á öUu landinu — sútillaga varþvi miður ekki samþykkt, en tillaga hennar um gerð námsskrár á dagvistar- heimilum — einskonar uppeldis- áætlunarplan og tillaga hennar og Svavars Gestssonar um réttindi kvenna til atvinnuleysisbóta burtséð frá tekjum eiginmanns- ins — talsvert réttlætismál, náðu fram að ganga. Hvað var Svava að gera Og hvaö var hún Svava Jakobs- dóttir að gera á þingi? Magnús Kjartansson? Við megum ekki vera of fljót að gleyma. Hefur eitthvað breystá s.l. 4 ár- um i borgarstjórn, eru ný áhersluatriöi? Já svo sannarlega. Það er ekki nóg að skoða reikn- inga Reykjavikurborgar og fjár- hagsáætlun. En erum við þessir kvenkyns fulltrdar stjórnmálaflokkanna, sem sjáum og skiljum kúgun Alfheiður Ingadóttir, 5. maður á G-listanum í Reykjavík: Mikill munur á hægri og vinstri stefnu Tökura pólitíska afstöðu í kosningunum á laugardaginn og kjósum Alþýðubandalagið Ég vil byrja á því að þakka KRFt fyrir að hafa forgöngu um þennan fund og reyndar fleiri fundi sem félagið hefur staðið fyrir á undanförnum árum með konum sem taka þátt i stjórn- málum. Þessir fundir, sem ég hef setið a.m.k. hafa hvatt konur til átaka á vettvangi stjórnmála- baráttunnar og orðið árangurs- rikir, þannig að nú er sá timi upp runninn að það er ekki aðeins Alþýöubandalagiö sem býður fram starfskrafta fjölmargra kvenna i borgarstjórn Reykja- vikur, — konur skipa nú baráttu- sæti á öllum öðrum listum. Borgarstjórnarkosningarnar eftir viku snúast þvi ekki sist um það hvaða konur Reykvikingar velja til setu i borgarstjórn og við val er brýnt að glöggva sig á þeirri stefnu sem konurnar og flokkar þeirra hafa fram að færa. Og til þess erum við væntanlega saman komin hér i dag. Kvennaframboðið „hvorki né” Nú síðustu dagana, eftir að kosningabaráttan fór virkilega i gang, hafa hinar pólitisku linur skerpst mjög, en þaö furöulega hefur gerst á sama tima að æ meir hefur borið á fullyrðingum um að enginn munur sé á þessum stjórnmálaflokkum, — allir séu þeir eins og það sé enginn munur á hægri og vinstri stefnu. Og kvennaframboðið, segist vera „hvoi’ki-né”. Fyrir mér hljóma þessar full- yrðingar álika og aðrar eldri um að jörðin sé flöt. Og þar sem dag- vistarmál eru ein brýnustu úr- lausnarefni næstu borgarstjórnar og snerta alla sem hér eru inni, langar mig til að fara um þau nokkrum orðum og athuga hvaða stefnur þar eru uppi. Athuga hvort munur sé á hægri og vinstri. Allir flokkar sem nú bjóða fram hafa dagvistarmál á sinni stefnu- skrá. Misjafnlega ofarlega að visu og með mismunandi áherslum, — þannig villl Sjálf- stæðisflokkurinn leggja áherslu á leikskólarými en Alþýðubanda- lagið á dagheimili og skóladag- heimili, en allir vilja flokkarnir byggja meira af dagvistarheim- ilum. í ljósi þessa er kannski ekki nema von að einhverir haldi að enginn munur sé þar á. En ein- mitt þegar yfirborðiö er slétt og fellt eigum við að skyggnast lengra, athuga verkin jafnt og orðin, rýna i þann grundvallar- mun sem er á stefnu okkar sósial- ista og annarra flokka. Að þvi búnu eigum við að taka pólitiska afstöðu. Sósíalistar að verki En hver eru svo verkin? Á undanförnum dögum höfum við heyrt og séð margar fullyrðingar um uppbyggingu dagvistarrýma i Reykjavik. Mogginn segir að ihaldið sitt hafi gert ivið betur en vinstri menn, Þjóöviljinn segir að vinstri menn hafi gert mun betur og kvennaframboðið segir að þar Alfheiður Ingadóttir: t kosn- ingunum verður tekist á um tvær meginstefnur, hægri stefnu undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og vinstri stefnu undir stjórn Alþýöubandalagsins. sé enginn munur á. Hvað skyidi nú vera hæft i þessum fullyrð- ingum? Ég ætla hér ekki að fara að leika tölvufræðing, enda vitum við öll að með þeirri fræði er hægt að sanna ailt og ekkert. Stað- reyndirnar tala hins vegar sinu máli, — á kjörtimabili vinstri manna i Reykjavik hefur mikil rækt verið lögð við úrbætur i dag- vistarmálum. Ekki aðeins með byggingu 12 nýrra dagvistar- heimila með 662 plássum, heldur einnig á skipulagi þessarar þjón- ustu og áætlanagerð um frekari framkvæmdir. Ég lit á það sem mikla ein- földun þegar menn einblina aðeins á tölur um fjölda plássa, eins og ýmsir gera nú, og ræða þá minna um sögu þessara mála og rekstur dagvistarstofnananna. Við sem viljum næg og góð dag- vistarrými fyrir öll börn, skulum ekki gleyma þvi að það var fyrri vinstri stjórnin sem setti lög um þátttöku rikisins i byggingu og rekstri dagvistarstofnana. Lög sem urðu til vegna kröfu Alþýðu- bandalagsins og baráttu verka- lýðshreyfingarinnar. Lög sem urðu sveitarfélögum um allt land mikil lyftistöng og urðu til þess að fjölmörg dagheimili risu á næstu árum þar á eftir. Meira að segja i Reykjavik undir ihaldsstjórn varð fjörkippur i byggingu dag- heimila, enda veitti rikið fé á fjárlögum til byggingar þeirra og rekstrar. Þarna er sem sé komin skýringin á þeim stökkbreyt- ingum sem i þessum málaflokki urðu á siðasta kjörtimabili Sjálf- stæðisflokksins i Reykjavík, — þar voru sósialistar að verki! Það hljómar þvi ekki sannfær- andi fyrir mér, þegar Sjálfstæðis- flokkurinn visar nú til þessara ára og segir: Sjáiði bara hvað við gerðum, — auövitað munum við halda áfram á sömu braut. Ég hlusta ekki á orðin, — ég lit á verkin. Þvi það kom rikisstjórn á eftir vinstri stjórninni, rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar sem lét það verða eitt sitt fyrsta verk aö fella niður þátttöku rikisins I rekstirar- kostnaði dagvistarheimila. Þær aðgerðir sem voru liður i band- orminum fræga, urðu tú þess að afturkippur komst í byggingar dagvistarheimila um allt land, enda eiga smærri sveitarfélögin i miklum erfiðleikum við að láta enda ná saman. Þessa afturkipps hefur þó ekki orðið vart i Reykja- vik né á öðrum stööum, þar sem sósialistar ráöa ferö. Þvert á móti hefur þar verið gert átak i dag- vistarmálum við mun erfiðari að- stæður en á timum ihaldsins i Reykjavik. Sósíalistar þurfa meira afl Ástæðan fyrir þessu er sú að Alþýðubandalagið telur upp- byggingu dagvistarheimila for- gangsverkefni og hikar ekki við að fullnýta tekjustofna sveitar- félaganna i þvi skyni. Við höfum enn ekki fengið afl á alþingi til að hnekkja þessum Geirs- og ölafs- lögum, en þar til það verður gert höfnum við öllum yfirboðum um skattalækkanir, sem aðeins munu bitna á félagslegri þjónustu eins og dagvistarþjónustunni. Þvi við Alþýðubandalagsmenn litum á dagvistarheimilin sem félagslega þjónustu sem greiða á úr sam- eiginlegum sjóðum landsmanna, rétt eins og fræðslukerfið og heil- brigðisþjónustuna. Þetta er okkar stefna og eftir henni störfum við. En hvernig vilja svo Sjálf- stæðismenn reka þessa þjónustu? Fyrst velta þeir rekstrarkostn- aðinum frá riki yfir á vanmáttug sveitarfélög og nú i þessum kosn- ingum er það baráttumál Sjálf- stæðisflokksins að velta rekstrar- kostnaðinum af Reykjavikurborg yfir á þá einstaklinga sem þjón- ustunnar njóta. Láta þá eina njóta hennar sem hafa efni á þvi að lækka skattana um leið. Og svo segja menn að enginn munur sé á hægri og vinstri stefnu. Hvert dagvistarrými kostar nú 3800 krónur á mánuði i rekstri. Af þvi greiða foreldrar riflega 900 krónur og finnst vist flestum nóg um, eða um 25%. A örfáum árum hefur hlutur borgarinnar vaxið úr 60% i 75% og undan þvi kvarta Sjálfstæðismenn nú sáran og kenna um verðhaftastefnu stjórn- valda. Við höfum meira að segja fengið að heyra það frá fulltrúum þessa flokks á undanförnum dögum að foreldrar séu undrandi á þvi að þeir eigi ekki að borga meira fyrir þessa þjónustu! Vissulega er gjaldskrám haldið niðri i Reykjavik vegna visitöl- unnar, en engu að siður hefur hlutur foreldra i rekstri dag- vistarstofnana vaxið i nokkru samræmi við almenna verðlags- þróun i landinu. Þaö er ekki þeirra hlutur sem hefur minnkaö, hlutur borgarinnar hefur vaxið vegna þess að rekstrarkostnaður dagvistarheimilanna hefur vaxið langt umfram alla verðlagsþróun i landinu, umfram þróun kaup- gjalds og umfram hækkun á visi- tölu vöru og þjónustu. En hvernig skyldi nú standa á þvi? Skýringin er sú að þjónustan hefur verið aukin gifurlega og laun þeirra kvennastétta sem við dagvistarheimilin starfa hafa hækkað verulega. Vinstri aðgerðir Allir þekkja þá löngu timabæru breytingu sem varð á kjörum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.