Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 19. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 kvenna, þá til einskis nýtar og gerum jafnvel tígagn — erum við kannski Barby-dúkkumar sem talað er um, skrauttjöldin til að þagga niður i kvennabaráttu- röddunum? Erum viö viljalaus verkfæri í höndum flokksbræðra okkar — höfum við ekkert að segja? NU verður hver að svara fyrir sig. En ef mér fyndist þetta vera min staða í flokknum, þá er ég ósköp hrædd um að ég myndi snúa mér að öðru. Sjálfstæðis- og friðarmál Við búum i stéttskiptu þjtíðfé- lagi — þvi getur enginn neitafy og staða kvenna er afar misjöfn; þeirra möguleikar á að lifa sjálf- stæðu lifi, mennta sig, eru mjög ólikir. Það eru ekki bara karlar sem skiptast eftirstéttum. Ég minntist áðan á íriðarmálin — og i hádegisfréttum nú áðan var frásögn af heimsókn forseta okkar í Madrid, þar sem hún lýsti friðarhugsjón sinni. Mér hlýnaði um hjartaræturnar. Þá vaknar sú spurning: Getum við lagt sjálfstæðis-og friðarmálin til hliðar um stund og einblint á mál- efni kvennaeingöngu? Mér finnst það skylda min sem kona og mtíðir aö taka þátt i bar- áttu sem ein getur forðað frá þvi að þessi veröld sem við búum i, þurrkistút; þá baráttu get ég ekki lagt á hilluna. En ég vil um fram allt, ef það er hægt, vinna i stjórn- málaflokki, sem sameinar þessa baráttu. Við sem erum þessarar skoðun- ar eigum að leggja þessari bar- áttu lið og efla Alþýðubandalagið ikosningunum á laugardaginn. fóstra i fyrra, en við skulum lika muna eftir þvi að enn er langt frá þvi að kjör þeirra séu i samræmi við þá ábyrgð sem þær takast á hendur og i samræmi við námið sem að baki liggur. Enda sækja vist fáar i þetta starf launanna vegna. Þessi kauphækkun fóstra, svo og tveir undirbúningstimar á viku hækkaði auðvitað rekstrar- kostnað dagvistarheimilanna. En þar kemur fleira til. Eitt fyrsta verk núverandi meirihluta i Reykjavik var að hrinda i fram- kvæmd gömlu ákvæði i kjara- samningum Sóknar um kaupauk- andi námskeið fyrir þær Sóknar- konur, sem á dagvistarheim- ilunum starfa. Þetta ákvæði hafa ihaldið i Reykjavik hundsað en eftir kosningar 1978 tóku Náms- flokkar Reykjavikur þau að sér, en kjarnanámskeið veitir 7% kauphækkun og valgreinanám- skeið 4% til viðbótar. Auðvitað jók þetta margumræddan rekstrarkostnað lika. Og enn er margt ótalið, — ráðning sérfræð- inga að dagvistarkerfinu, svo sem sálfræðinga og talkennara, lenging leikskóladvalar úr 4 i 6 tima, opnun dagvistarheimilanna fyrir þroskaheft börn og fleira. 1 þessum aðgerðum, ekki siður en i tölum um fjölda nýrra rýma, endurspeglast stefna okkar vinstri manna. Við viljum bæta þjónustu dagvistarheimilanna og bæta kjör þeirra sem þar vinna. Við viljum ekki velta þeim kostn- aði sem af þessu hlýst yfir á for- eldra eins og Sjálfstæðisflokk- urinn, heldur greiða hann af sam- eiginlegum sjóðum borgarbúa og landsmanna allra, þegar við fáum afl til. Tvær meginstefnur Jú, góðir áheyrendur. Það er mikill munur á vinstri og hægri stefnu, — ekki aðeins i þeim málaflokki sem ég hef hér fjallað um, heldur einnig i öllum öðrum. t kosningunum á laugardaginn verður tekist á um tvær megin- stefnur, hægri stefnu undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og vinstri stefnu undir stjórn Alþýðubanda- lagsins. Við skulum ekki loka augunum fyrir pólitiskum og stéttarlegum átökum i þessu landi, þegar við göngum að kjör- borðinu næsta laugardag. Tökum pólitiska afstöðu. Látum ekki gera ávinninga þessara 4ra ára að engu. Kjósum lista Alþýðu- bandalagsins. Þröstur Ásmundsson ritstjóri og starfsmaöur Síne: Fyrir þá er enn kunna skil á hœgri og vinstri „Menn verða að gera sér Ijóst að ef og þegar leiftursóknin hefst á öllum vígstöðvum í þessu þjóðfélagi verður lítið svigrúm til jafnréttisbaráttu um langan tíma,y Þröstur Asmundsson starfs- maður Sine og ritstjóri Sine-hluta Stúdentablaðsins sagði að sam- starfið um Stúdentablaðið hefði gengið likt og við var að búast. Meirihiuti Stúdentaráðs er hægri sinnaður og ræður annan ritstjóra blaðsins, sem gefið er út i sam- vinnu Stúdentaráðs og Sambands isienskra námsmanna erlendis. Blaðið er tviskipt og endur- speglar þann pólitiska klofning sem rikir innan námsmanna- hreyfingarinnar. e — Töluverð umræða hefur farið fram i vetur um námslánafrum- varpið sem samþykkt var nú á siðustu dögum þingsins. Hægri menn lita á námslánin sem hver ( önnur fjárfestingarlán meðan vinstri menn með Sine i farar- broddi hafa undirstrikað það hlutverk lánasjóðsins að jafna að- stöðu manna og möguleika til náms. Þess vegna hafa Sine og deildir sambandsins viða um lönd harðlega mótmælt þeim hertu endurgreiðslureglum sem gert er ráð fyrir i lögunum. — Auk þess er ljóst að þessar hertu endurgreiðslureglur veröa i framtiðinni notaðar til þess að réttlæta aukinn launamismun milli verkalýðs og menntalýðs. — En það er kannske ekki að búast við mikilli framsýni af hálf- sofandi fólki siðustu þingdagana. T.d. samþykkti þingið að fyrn- ingartimi lánanna, sem verið hefur 20 ár og var i frumvarpinu 30 ár, skyldi nú lengdur i 40 ár. Þetta þýðir að menn borga sið- ustu afborganir af námslánum sinum með ellistyrknum. Og þykir sumum þetta köld kveðja á ári aldraðra!! — Nú, en hvað sem þessu liöur þá er auöséð að það verður verk- efni næstu ára i kjarabaráttu námsmanna að breyta þessum endurgreiðslureglum. Þingmenn vita ekki hvern draug þeir hafa nú magnað upp. Og þvi er ekki að leyna að sumum þótti Alþýðu- bandalagið ekki hafa þekkt sinn vitjunartima i málinu, og sjái sumir ekki lengur muninn á Al- þýðubandalaginu og öðrum flokk- um er það ekki einungis vondri sjón að kenna. Námslánafrum- varpið var samþykkt samhljóða i þinginu. — lírtu að gera þvi skóna, að enginn munur sé á hægri og vinstri eins og kvennaframboðið heldur fram? — Nei, það er nú einsog hvert annað rugl hjá þeim. Kvenna- framboðið leyfir sér þann munað að slita sveitarstjórnarmál og jafnréttismál úr samhengi við alla þjóðfélagslega baráttu sem annars er háð i þessu landi. Þegar maður tekur enga afstöðu til bar- áttu verkalýðshreyfingarinnar gegn leiftursókninni, þegar maður tekur enga afstöðu til þjóðfrelsismála eða annarra hefðbundinna baráttumála sósialiskrar hreyfingar, er ekki að undra að menn sjái ekki neinn mun á hægri og vinstri. — Auðvitað er munur á hægri og vinstri og kvennaframboðið sjálft var að minu mati grein af hinum vinstra meiði I pólitikinni og margt i stefnu þess og starfs- hlusta á þennan gamla krata- vaðal um að i rauninni séu engar stéttaandstæður til eða að þær skipti ekki máli. — Að þvi er varðar jafnréttis- málin tekur kvennaframboðið upp á sina mjúku arma málefni sem róttæk verkalýðshreyfing hefur fyrst og fremst haldið á lofti. Ég sé þvi enga ástæðu fyrir vinstri sinnað fólk að styðja kvennaframboðið. Hins vegar er alveg upplagt fyrir fólk til hægri i stjórnmálum sem vill leggja sitt lóð á vogarskálar jafnréttisins en vill ekki styðja róttæk sjónarmið að öðru leyti að það kjósi kvenna- framboðið. Það yrði að teljast mjög jákvætt. — Margt af þvi sem nú hefur gerstfyrir þessar kosningar er að minu áliti alvarleg ábending til Alþýðubandalagsins að athuga sinn gang. En þrátt fyrir að mörgu leyti eðlilega óánægju með Alþýðubandalagið kemur ekki annað til greina i þessum kosn- ingum fyrir verkalýðssinnað fólk sem enn kann skil á hægri og vinstri, en að styðja það gegn leiftursóknarliðinu. Menn verða að gera sér ljóst að ef og þegar leiftursóknin hefst á öllum vig- stöðvum i þessu þjóðfélagi verður litið svigrúm til jafnréttisbaráttu um langan tima. Gegn Vinnuveit- endasambandinu og Geirsklik- unni dugir ekkert elsku mamma. Þar verður að treysta á Alþýðu- bandalagið eins og það er. Menn sem skilja þetta ekki núna, munu ef til vill gera það eftir kosning- arnar. ~ KROSSAPRÓF UM KVENNAFRAMBOÐIÐ Hver er þín skoðun á? með engin skoðun 'hóf/i 1. Hersetunni með 0 móti 2. Framferði Alusuisse með 0 móti 3. Kauplækkunarkröfum VSÍ með 0 móti 4. Erlendri stóriðju með 0 móti 5. Niðurskurði á heilbrigðiskerfinu með 0 móti 6. Einkaframtakið reki spítala og dagvistarstofnanir 1 gróðaskyni með 0 móti 7. Leiftursóknarstefnu Thatchers og Reagans með 0 móti 8. Vígbúnaðarstefnu risaveldanna með 0 móti 9. Atvinnuleysi sem aðferð gegn verðbólgu með 0 móti 10. Davíð Oddssyni sem borgarstjóra með 0 móti I hvaða reiti merktir þú mest? Ef Með-in eru flest, þá kýstu Sjálfstæðisflokkinn Ef Mót-in eru flest, þá kýstu Alþýðubandalagið Ef Núll-in eru flest, þá kýstu Kvennaframboðið, því það tekur enga afstöðu til þessarra mála! Þröstur Asmundsson aö störfum á Sine-skrifstofunni. Þegar maður tekur enga afstöðu til hefðbundinna baráttumála sósialiskrar hreyf- ingar er ekki að undra, að menn sjái ekki neinn mun á hægri og vinstri. háttum i þá veru frekar við- veikir fyrir þvi. Samt held ég kunnanlegt. Þess vegna hafa margur vinstri maður hafi margir á vinstra kantinum verið „sjokkerast” við að þurfa að

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.