Þjóðviljinn - 19.05.1982, Síða 18

Þjóðviljinn - 19.05.1982, Síða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. mai 1982 Hallur Páil / Isafjörður Allt á suðupunkti vegna ofríkis meiri- hluta bæjarstjórnar við endurúthlutun íbúða í verkamanna- bústöðum Það rikir mikil og almenn reiði hér i bænum vegna framkomu meirihluta bæjarstjórnar við endurúthlutun ibúða i verka- mannabústöðum. Meirihluti bæjarstjórnar tók sér það bessa- leyfi að úthluta þessum ibúðum, þrátt fyrir skýlausar reglur um að stjórn verkamannabústaða skuli sjá um úthlutunina. Meiri- hluti bæjarstjórnar saman- stendur af fulltrúum Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og óháðra, sagði Hallur Páll Jónsson 1. maður á lista Alþýðubandalags- ins á ísafirði er Þjóðviljinn leitaði frétta af þessu furðulega máli. Hallur sagði að bæjarráð hefði gert tillögu um úthlutun ibúðanna og fengið tillöguna samþykkta i bæjarstjórn. Nú hefur Verkalýðs- félagið Baldur kært úthlutunina til félagsmálaráðuneytisins og beðið er eftir úrskurði þess. Hér er um að ræða endursölu á ibúðum i verkamannabústöðum. Hallur sagðist hafa mótmælt þessu i bæjarstjórn og hann ásamt öðrum af tveimur fulltrú- um Alþýðuflokksins, sem einnig er andvigur málsmeðferðinni, lögðu til að málinu yrði visað frá. Við tveir greiddum þvi atkvæði og taldist frávisunartillagan þar meðfelld.allir aðrir sátu hjá. Sið- an samþykkti meirihlutinn þessa úthlutun, sagði Hallur. Ein ibúöin var i Hnifsdal og var endursala hennar ekki einu sinni auglýst og þar var dregið á milli tveggja aðila sem stóðu jafnir að vigi. Sá er ibúðina halut er skyld- ur bæjarráðsmanni sem við- staddur var úthlutunina. Þeir tveir aðilar sem til greina komu fengu ekki að vera viðstaddir þegar dregið var á milli þeirra. Sagði Hallur Páll að mönnumJ þætti þetta allt bera að sama brunni. Mál standa þannig núna að beðið er úrskurðar félagsmála- ráðuneytisins, eítir að verkalýðs- félagið kærði úthlutunina. —S.dór kominn út Fyrsta hefti ársins 1982 af „Rétti” er nýkomið Ut og geymir margar góðar greinar aö vanda. Ritstjóri er Einar Olgeirsson og meðstarfsmenn að heftinu voru þau Adda Bára Sigfúsdóttir, Elisabet Þorgeirsdóttir, Engil- bert Guðmundsson, Guðsteinn Þengilsson og Tryggvi Emilsson. Eftirfarandi greinar er að finna iblaðinu: „Kosningari vor” eftir öddu Báru Sigfúsdóttur; „Al- þýðubókin og allar hinar” eftir Tryggva Emilsson; „F.D. Roose- velt— 100 ár” eftir Einar Olgeirs- son; „Sigfús Sigurhjartarson — 80 ára minning”; „Samvinnu- hreyfingin á íslandi — 100 ár”: „Hjúkrunarheimili, skjólgarður sjúkra og aldraðra” eftir Guð- stein Þengilsson; „Herkvaðning” (ljóð) eftir Elisabetu Þorgeirs- dóttur; „Tvær smámyndir Ur lifi Halldórs Laxness og rita hans” eftirEinar Olgeirssonog „Gerum kröfu um meirihlutaeign. Smá- yfirlit yfir sUrálsmálið” eftir Engilbert Guðmundsson. Þá er Erlend viðsjá á sinum stað svo og Neistar. ,,Rabbað við Guðjón Björnsson efsta mann á lista AB á Eskifirði. Stolið tíma frá Magnúsi Magnússyni, kosningastjóra AB á Egilsstöðum: „Lítum björtum augum tíl kísilmálmverksmiðjunnar” „Það verður nú barist um svip- aða hluti f þessum kosningum og barist hefur verið um áður”, sagöi Guöjón Björnsson, kennari á Eskifirði, en hann skipar fyrsta sæti á lista Alþýðubandalagsins f komandi bæjarstjórnarkosning- um þar, auk þess sem hann á þeg- ar sæti f bæjarstjórn og bæjar- ráði. „Spurningin stendur auðvitað fyrst og fremst um það, hverjir eiga að vera ráðandi afl I málefn- um Eskfirðinga og hvernig eigi að verja þeim fjármunum, sem til ráðstöfunar eru”, sagði Guðjón. A Eskifirði mynda Alþýðu- bandalag og framsóknarmenn meirihluta, og Guðjón kvaðstekki eiga von á öðru en að sá meiri- hluti héldist óbreyttur eftir kosn- ingar. Sjö manna bæjarstjórn er á Eskifirði, og skiptist þannig, aö Alþýðubandalag, Framsóknar- flokkur og Sjálfstæöisflokkur hafa tvo hver, en Alþýðuflokkur einn. „Fyrir skömmu afgreiddum við fjárhagsáætlun I bæjarstjórn, og það yrði farið eftir henni i öll- um aðalatriðum, jafnvel þótt ný bæjarstjórn tæki við. Ráðstöfun- arfé bæjar á stærð við Eskifjörð ernefnilega ekki svo mikið, þegar búið er aö ganga frá þvi, sem fer til föstu póstanna”, sagði Guðjón. — Til hvaða mála ferráöstöfun- arféð núna? „Við settum talsvert fé i bygg- ingu skólans, sem hefur þvi miður tekið of langan tima, og auk þess var veitt fé til lagningu bundins slitlags á Strandgötu. Þaö var aö visu lagtá hana fyrir fáum árum, en sú lagning varð fljótt ónýt vegna lélegs hráefnis, sem i henni var”. Aöspurður sagði Guðjón, að at- vinnumálin væru i góðu lagi á Eskifirði. „Atvinnulifið byggist eiginlega algerlega á þvi sem úr sjó kemur. Atvinnutækifærin eru þvi nokkuð einhæf, og þess vegna litum við björtum augum til kisil- málmverksmiðjunnar viö Reyð- arfjörð. Við eigum von á þvi,að i kjölfar hennar spretti upp annar iðnaður einnig”. — jsj- Mikið rætt fyrir þessar kosningar Ofremdarástand í vegamálum „Jafngildir hafnbanni” ■— segja Héraðsbúar Mikil óánægja rikir nú meðai Austfirðinga yfir ástandi vega i fjórðungnum. Er meðal annars tekið til þess, að þjóðvegurinn um Fagradal sem var á sinum tima einn besti vegur landsins, er nú mjög iila farinn vegna þess, hve viðhald á honum hefur veriö tak- markaö. Þetta hefur I för með sér, að settar eru þungatakmark- anir á hann á hverju vori, nú sem endranær. Eins og nærri má geta, hefur þetta slæma ástand afdrifarfkar afleiðingar fyrir þau byggöarlög sem legu sinnar vegna verða að treysta á snurðulausar samgöng- ur frá höfnum á Austfjörðum og upp á Héraö. Að sögn heima- manna á Egilsstööum sem blm. Þjóðviljans ræddi viö á ferð sinni um Austurland, jafngildir þetta ástand sem næst hafnbanni. Flutningabilar aka hálftómir um þjóðveginn á þeim árstfma sem bændur panta til sln áburð og ekki má mikiö skeika með flug til Eg- ilstaða til þess að vandræðaá- stand skapist ekki i flutningamál- um. Bæði á Fagradal og I veginum yfir Oddsskarð eru miklir forar- pyttir en þeir myndast vegna þess að ekki er hirt um aö bæta i veg- ina þar sem þörf krefur. Forar- pyttirnar stækka þvi ár frá ári og siðan myndast hvörf I vegina sem geta reynst smærri bilum erfið yfirferðar eins og Oddsskarðiö er einkum dæmi um. Viöa annars staöar hefur ofaniburður i vegi þjappast svo saman að egghvasst grjót stendur upp úr yfirboröi vegarins og þarf varla að spyrja að afleiöingunum ef óvarlega er ekiö en hjólbaröasalar ættu að geta glaöst að sama skapi. „Hér ríkir algert ófremdará- stand I vegamálum” sagði einn i- búi á Austfjöröum I samtali viö blm. Þjóðviljans „og meöan ekk- ert er að gert er vegagerðin að gera allt klárt til aö malbika veg að kisilmálmverksmiðju sem ekki er við Reyðarfjörö.” — jsj. Magnús MagnUsson er kosn- ingastjóri Alþýðubandalagsins á Egilsstöðum, og blm. Þjóðviljans rændi hann nokkrum dýrmætum minútum á ferð sinni um Austur- iand fyrir skemmstu, i þvi skyni að forvitnast um kosningastarfið og skrifstofuhaldið, sem þvi fyig- ir. „Kosningaskrifstofan hér hefur verið opin frá því seint i mars. Hún var fyrst opin aðeins þrjú kvöld i viku, en strax um miðjan aprll reyndist nauðsynlegt að hafa opið hvert kvöld.” — 1 hverju er starfið fólgið? „Hingað til hefur þaö fyrst og fremst verið fólgið I frágangi stefnuskrár og útgáfustarfsemi, en viö gefum út vandað kosninga- blaö sem nefnist Gálgás, og svo hefur þessi venjulega kjörskrár- vinna einnig fariö fram. Við erum vel staðsettir I þorp- inu, oghérhefur ekki aðeins verið miöstöö félagsins á Egilsstöðum, heldur einnig kjördæmisráðs Al- þýðu bandalagsins. ” Magnús Magnússon, kosninga- stjóri Alþýðubandalagsins á Eg- ilsstöðum: Maður er hóflega bjartsýnn. Ljósm. —jsj. — Er mikil harka i kosninga- baráttunni nú? „Þaö er kannski ekki hægt að tala um mikla hörku — en þó hef ég orðið var við, aö það er meira talað um þessar kosningar en hef- ur verið oft áður. Það getur veriö að það stafi af sameiginlega prófkjörinu, sem haldið varfyrrívetur, og svoeins vegna þeirrar óvissu, sem rikti um tima um það, hvort óháðir og alþýðuflokksmenn byðu fram eða ekki. En þeir höfðu þaö af aö leggja fram iístann á siðustu stundu. Nú, menn eru auövitaö mis- jafnlega málefnalegir í kosninga- baráttu, eins og gerist og gengur, og við hér finnum skýr dæmi um þaðlleiðurunum i Þingmúlanum, sem er blað sjálfstæðismanna hér á Egilsstöðum.” — Vinna margir viö kosninga- undirbúninginn hjá Alþýðu- bandalaginu? „Já, það er mikil þátttaka i undirbúningsstarfinu. Margir vinna geysivel i hinum ýmsu nefndum, sem hafa skipt með sér störfum við kosningaundirbún- inginn, og auk þeirra lita margir við hér á skrifstofunni tio að leita frétta og spjalla og auðvitað til að leggja sitt af mörkum til kosn- ingavinnunnar, og það er allt i sjálfboðavinnu. Hér er enginn launaður starfskraftur.” — Að lokum, Magnús: Ertu bjartsýnn á úrslit kosninganna? „Auðvitað er maður bjartsýnn — en hóflega þó. Þó er eöli máls- ins samkvæmt, erfitt að spá um úrslit, og hvað sem öllu liður, þá er engin ástæða til að gera sér neinar gyllivonir. Það þarf að taka á öllu, sem til er!” Þar með slógum við botninn i spjallið, enda timi Magnúsar dýr- mætari en svo, að hægt sé að sóa honum endalaust I viðtöl og skraf um kosningar, þegar vinnan er yfrið nóg. Enda var fólk aö koma og fara, slminn hringdi, og svo kom fleira fólk... —jsj.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.