Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 19.05.1982, Blaðsíða 15
Miövikudagur 19. mai 1982 þjóÐVILJINN — SÍÐA 15 íþróttir g) íþróttír WBA sloppið West Broinwich bjargaði sér frá falli i aðra deild ensku knatt- spyrnunnar i gærkvöldi er liðiö sigraði Leeds á heimavelli, 2-0. Þessi úrslit þýða að Stoke dugar jafntefii hcima gegn West Brom- wich i siðasta leik sinum til að halda sér uppi og sendir þá Leeds niður i 2. deild. Úrslit i gærkvöldi: 1. dcild Middlesboro-Liverpool.... .... 0-0 W.B.A.-Leeds .... 2-0 2. deild Orient-Leicester .... 3-0 3. deild Burnley-Chesterfield .......1-1 Doncaster-Bristol C.........2-2 Fulham-Lincoln..............1-1 Gillingham-Reading..........2-1 Newport-Swindon.............1-0 Wimbledon-Portsmouth .......3-2 Fulham er komið i 2. deild ásamt Burnley og Cariisle dugar jafntefli gegn botnliði Chester til að fylgja þeim upp. Wimbledon og Swindon eru fallin i 4. deild ásamt Bristol City og Chester. —vs Enn met hjá Guðrúnu Guðrún Ingólfsdóttir, KR, held- ur áfram aö bæta Islandsmetið i kúluvarpi. Fyrir tveimur vikum setti hún nýtt tslandsmet, 15,11 m, og um helgina bætti hún það er hún varpaði kúlunni 15,38 m. Guð- rún hefur einnig tvibætt tslands- metið i kringlukasti i vor. Einn með tólf rétta Heildarvelta Getrauna í vetur var kr. 13.150.000.- I 35. leikviku getrauna kom fram einn seðill með 12 réttum og var vinningur fyrir röðina kr. 154.700.- en með 11 rétta reyndust vera 18 raöir og vinningur fyrir hverja röð kr. 3.680.- „Tólfarinn” er frá Reykjavik og á einföldum 8 raða seðli, sem var einnig meö 11 rétta i einni röðinni, og heildar- vinningur þvi fyrir seöilinn kr. 158.380.00. Meö þessari leikviku er lokið starfstimabili Getrauna að sinni, en heildarvelta var kr. 13.150.000,- i 35 leikvikum. Af þessari upp- hæö fóru kr. 6.575.000.- i vinninga og kr. 3.287.000,- i sölulaun til iþróttafélaganna. Kvennaknattspyrna Stórsigrar KR og Vak Valur ...320 1 10-1 4 Vfkingur.3 111 4-3 3 Fylkir.3 1 0 2 4-10 2 Fram ..3003 0-15 0 Fyrsta Keykjavikurmótinu i kvennaknattspyrnu er nú aö Ijúka. KR -stúlkurnar hafa þegar tryggt sér Revkjavíkurmeistara- titilinn; það gerðu þær I siöasta leik sinum sl. fimmtudagskvöld er þær sigruðu Fylki 6-0. Kolbrún skoraði 2 mörk, Arna, Lisa, Sig- rún og Ragnheiður eitt hver. KR-stúlkur tóku I fyrsta skipti þátt i tslandsmótinu í fyrra. Annar leikur var á laugardag og áttust þar við Valur og Fram. Valsstúlkunum gekk illa að koma knettinum i netiö framan af vegna góðrar frammistöðu mark- varðar Fram, en mörkin uröu 7 áður en yfir lauk og heföu getaö orðið mun fleiri. Erna og Bryndís skoruðu 2 mörk hvor, Guörún og Sólveig eitt hvor. Staðan i mótinu er nú þannig: KR. .4310 11-0 7 I kvöld kl. 20 leika Fylkir og Valur á Melavellinum og siö- asti leikurinn fer fram á föstu- dagskvöld kl. 20 á sama stað. bá mætast Fram og Vikingur. — MM KNATTSPYRNA VIÐS VEGAR UM HEIM i Frakkland Laval, lið Karls bórðarsonar, missti af sæti i UEFA-keppninni á næsta keppnistimabili þegar Paris St. Germain sigraði St. Etienne i úrslitaleik frönsku bikarkeppninnar um helgina, 6-5eftir vitakeppni. Sigur hjá St. Etienne hefði þýtt UEFA-sæti fyrir Laval i fyrsta skipti i sögu félagsins. Holland Ajax er meistari i 20. skipti i sögu félagsins, ekki sist vegna endurkomu Johan Cruyff sem hefur leikið meö liðinu siðari hluta keppnistimabilsins. Hann mun einnig leika meö liöinu næsta vetur. Ajax hefur 54 stig þegar einni umferð er ólokið, PSV Eindhoven 49 og AZ 67 Alk- maar 45. ítalía Liam Brady tryggöi Juventus meistaratitilinn um helgina er hann skoraði sigurmark liðsins gegn Catanzaro á útivelli. Juv- entus hlaut 46 stig en Fiorentina 45 og AS Roma 38. Hið fræga fé- lag AC Milano, féll i 2. deild ásamt Bologna og Como. Skotland Celtic er skoskur meistari i 33. skipti eftir 3-0 sigur á St. Mirren á laugardag. Celtic hlaut 55 stig, Aberdeen 53, Rangers 43, Dun- dee United 40, St. Mirren 37, Hibernian 36, Morton 30, Dun- dee 26 og úr úrvalsdeildinni féllu Patrick með 22 stig og Airdrie með 18. Sæti þeirra taka Moth- erwell sem hlaut 61 stig i 1. deild, og Kilmarnock sem hlaut 51. Hearts situr eftir með sárt ennið en liðið hlaut 50 stig. Clyde og Alloa unnu sér 1. deildarsæti i stað East Stirling og Queen of the South. Sovétríkin Yerevan Arafat er efst á ný- höfnu keppnistimabili með 14 stig, Dynamo Minsk og Pacht- ator Tashkent hafa 13 hvort og Spartak Moskva 12. Belgía Seraing, liðiö sem ólafur Sig- urvinsson lék áður með, hefur tryggt sér 1. deildarsæti i fyrsta skipti en frami þess i belgisku deildakeppninni hefur veriö mikill á undanförnum árum. Seraing keypti á dögunum danska markaskorarann Jens Jörn Bertelsen frá Esbjerg en með Seraing leikur einn HM-leikmaður, Perúbúinn Oblitas. Svíþjóð Gautaborg hefur tekið foryst- una eftir fjðrar umferðir með 7 stig. Malmö FF hefur 6, Kalmar og Halmstad 5 hvort. Gautaborg mætir Hamburger SV i Ham- burg i kvöld en það er siöari úr- slitaleikur liöanna um UEFA-bikarinn. Eins og menn muna vann Gautaborg fyrri leikinn 1-0. Vestur-Þýskaland Hamburger SV þarf nú aðeins tvöstig úr tveimur siðustu leikj- unum til að tryggja sér sigur i „Bundesligunni”. HSV hefur 46 stig, Köln 44 en mun lakari markatölu og Bayern 41 stig en á þrjá leiki eftir. Paul Breitner meiddist i leik Bayern gegn Mönchengladbach á laugardag og svo gæti farið að hann missti af HM á Spáni i sumar fyrir vik- ið. Duisburg er falliö i 2. deild og Darmstadt og Bayer Leverkus- en fara nánast örugglega sömu leið en þó getur Fortuna Dilssel- dorf, lið Atla Eðvaldssonar og Péturs Ormslev, enn fallið. Diisseldorf hefur 24 stig, Lever- kusen og Darmstadt 20 hvort. — VS IBK og Víkingur leika í Njarðvík Grasvellirnir í Keflavík og á ísafirði væntanlega tilbúnir 29. maí Önnur umferð 1. deildarkeppn- innar í knattspyrnu hefst í kvöld og eru þrir lcikir á dagskrá. ts- firöingar fá IBV i heimsókn, Kefl- vfkingar taka á móti islands- meisturum Víkings og KR og KA mætast á Hallarflötinni i Laugar- dal. Allir leikirnir hefjast kl. 20, en leik 1B1 og ÍBV gæti þó seinkað þvi Eyjamenn ætla sér ekki að lenda á tsafirði fyrr en kl. 19.15. Keflvíkingar leita á náöir ná- granna sinna, Njarövikinga, meö sinn fyrsta heimaleik að þessu sinni. Grasvöllurinn i Keflavik litur ágætlega út en þó þykir rétt að hvila hann aö þessu sinni og stefna frekar á að fyrsti leikurinn á honum verði IBK-Valur 29. mai nk. „Grasvöllurinn okkar litur ijómandi vel út eftir veturinn”, sagði Jón Axel Steindórsson for- maöur knattspyrnuráðs Isfirð- inga i samtali við bjóðviljann i gær. „Hér hefur hins vegar verið kalt að undanförnu, gróöur er seinn að taka við sér og leikurinn viö IBV fer þvi fram á möl. Viö vonumst eftir þvi aö geta ieikiö á grasinu þann 29. mai en þá fáum viö Breiðablik i heimsókn”, sagði Jón Axel. — VS ÓLAFUR HAFSTEINSSON skorar jöfnunarmark Fram gegn Vikingi I leik liðamyi I fyrstu umferð ls- landsmótsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.