Þjóðviljinn - 12.06.1982, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Hélgin 5.-6. júnl 1982
stjórnmál á sunnudegi f Jj Lúðvík
Jósepsson skrifar
f
Abyrgðarlaus málflutningur
Mönnum er skiljanlega tiörætt
um mikil umbrot á vinnu-
markaði, sem nú eiga sér stað.
Fjölda-uppsagnir hafa komið til
og af þeim ástæöum hefir þurft að
loka nokkrum stofnunum um
tlma.
Ekki fer á milli mála, að mikil
óánægja er ríkjandi i hópi launa-
fólks um þau launakjör, sem i
gildi eru.
Hinn stóri hópur Alþýðusam-
bandsfélaga er með lausa samn-
inga og hefir þegar lýst yfir byrj-
unarverkföllum.
Opinberir starfsmenn hafa
nýlega þingað um sin kjör og
krefjast verulegra kauphækkana.
Bankamenn eru með lausa samn-
inga og sjómenn eru með marg-
vislegar kröfur um bætt kjör.
Það er mikil skammsýni að
ætla að taka þessari miklu og al-
mennu óánægju launafólks með
þvermóðsku og skilningsleysi.
Hin gömlu þrjóskuviðbrögð
Vinnuveitendasambandsins duga
ekki. Og stjórnvöld sem kröfu-
gerðin einnig mæðir á, geta
heldur ekki látið sem allt sé i lagi
og engu megi breyta.
Hitt er rétt, að staöan til al-
mennra breytinga á launakjörum
er ekki hagstæð, eins og nú standa
sakir. Þjóðarframleiðslan
minnkar sennilega á þessu ári og
að kreppir i mörgum greinum
m.a. vegna siversnandi ástands i
flestum löndum i okkar heims-
hluta.
En hvers vegna er þessi al-
menna og mikla ólga i hópi launa-
fólks? Og hvers vegna eru kröf-
urnar hinar háværustu i þeim
launahópum, sem búa við skástu
launin?
Aðdragandinn
og þáttur
Sjálfstæðisflokksins
öllum eru enn i fersku minni
hin hörðu átök um launakjörin,
sem urðu á árinu 1978 — árinu
þegar rikisstjórn Geirs Hall-
grimssonar og ólafs Jóhannes-
sonar var að liðast i sundur.
Rikisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknar hafði á árunum
1975—1977 knúiö fram almenna
launalækkun sem nam rúmum
20%.
A miðju ári 1977 endurheimtu
launamenn, með nýjum kjara-
samningum, sin fyrri launakjör.
Við það vildi rikisstjórn Geirs
Hallgrimssonar ekki una 1978 og
setti lög i febrúarmánuði sem af-
námu að verulegu leyti visitölu-
bætur á laun. Gifurleg reiöi-alda
reis og af þvi var lögunum breytt i
mal 1978, en þó stóðu eftir áhrifa-
mikil ákvæði um visitölu-
skerðingu allra launa.
Á þessari lagasetningu féll
ihalds-Framsóknarstjórnin 1978
öðru fremur.
Þá var rætt um samningana I
gildi.
Ný rikisstjórn tók við og hún
afnam kaupskerðingarlög Geirs
og Ólafs. Hún setti þvi samning-
ana I gildi.
Sú ein breyting var gerð frá
fyrri samningum félaganna, að
prósentvis hækkun verðbóta hélt
ekki áfram upp eftir öllun launa-
skalanum.
Samningar yfirgnæfandi meiri-
hluta launafólks voru settir I
gildi.þaö var mergurinn málsins.
En þrátt fyrir þessa staðreynd
hefir Morgunblaðið og öll ihalds-
forystan þrástagast á þeim
ósannindum, aö Alþýðubanda-
lagið hafi svikist um að setja
samningana i gildi.
Og ósanninda-áróðurinn um
„samningana I gildi” hefir haldið
áfram i Morgunblaöinu allan
timann siðan, ekki i einu formi,
heldur I margvislegum myndum.
öll árin 1979, 1980 og 1981 hefir
ihaldspressan klifað á þvi, að
vinstri flokkarnir hafi svikið
launafólk.
1 hvert sinn sem niðurgreiðslur
á vöruverði hafa verið auknar,
hafir Morgunblaðiö talað um vlsi-
tölusvindl, um aö verið væri að
ræna launafólk.
Morgunblaöið og allir helztu
áróðursmenn Sjálfstæðisflokks-
ins hafa f sifellu endurtekið, að
Alþýðubandalagiö og forystu-
menn I verkalýðshreyfingunni
hafi haft af launafólki réttmæt
laun og skert kaupmátt launa á
þessum árum um 25—30%.
Þessar fullyrðingar hefir
Morgunblaðið feitietrað marg-
sinnis eftir Geir Hallgrlmssyni,
þingmönnum Sjálfstæðisflokks-
ins, eftir Magnúsi L. Sveinssyni,
verkalýðsleiðtoga Sjálfstæðis-
flokksins, og eftir Guömundi H.
Garðarssyni og ýmsum fleirum.
í seinni tíð hefir Morgunblaðiö
hamraö á þvi, aö visitalan væri
röng, grundvöílur hennar úreltur
o.s.frv. og öll átti sökin aö vera
verkalýðsforystu Alþýðubanda-
lagsins að kenna.
Af þessum áróðri öllum heföi
mátt halda, að Sjálfstæðisflokk-
urinn væri orðinn eini málsvari
launafólks og Morgunblaðiö þar
fremst I flokki.
Þessi áróöur útbreiddasta blaðs
þjóðarinnar, með stuöningi
nokkurra krataforingja og Dag-
blaðsins og VIsis, hefir vissulega
haft sin áhrif I samtökum launa-
fólks, og ekki slzt i hópi ýmissa
sérmenntaðra starfshópa og
þeirra sem jafnan hafa búið við
beztu kjörin.
Ekki dettur mér þó I hug að
halda þvi fram, að öll ólgan i
samtökum launafólks stafi af
þessum ábyrgöarlausa ihalds-
áróðri. Þar kemur fleira til, m.a.
eölilegar og nauðsynlegar leið-
réttingar á töxtum.
Þróun launamála
s.l. 3 ár
Þvi fer að visu fjarri, að þróun
launamála, hafi á liðnum 3 árum
veriönægilega góð, eða með þeim
hætti, að launafólk geti veriö
ánægt og þvi megi allt standa
óbreytt.
A þessum 3 árum hefir oltiö á
ýmsu. Þegar ólafslög voru sett i
apríl-mánuði 1979 voru verðbætur
á laun skertar all-verulega. Þá
skerðingu knúðu kratar og Fram-
sókn I gegn og hótuðu stjórnar-
slitum aö öðrum kosti. Sjálf-
stæðismenn heimtuöu enn meiri
skeröingu og eggjuðu Framsókn
til athafna.
Alþýðubandalagið eitt stóð á
móti skerðingarákvæðunum og
Alþýðusambandið mótmælti.
Morgunblaðið talaði máli
Vinnuveitendasambandsins eins
og alltaf og vildi margfalt meiri
skeröingu á visitölureglum.
En Alþýöusambandið knúði
meö liðstyrk Alþýðubandalagsins
fram grunnlaunahækkun siðar til
þess m.a. að vega upp á móti
skerðingarákvæöum Ólafslaga.
Þrátt fyrir erfiöar ytri
aöstæöur, hefir Alþýðubanda-
laginu tekist með stjórnarþátt-
töku sinni og verkalýössam-
tökunum meö afli sinu, að tryggja
þvi sem næst óbreyttan kaupmátt
launa á liðnum 3 árum.
1 skýrslu Þjóöhagsstofnunar
frá marz 1982 segir m.a. eftir-
farandi um þessi mál:
”Á þvl nær þriggja ára tlmabili,
sem taflan tekur til, hefir fram-
færsluvisitalan þannig hækkað
um 262%, eða 28% meira en
veröbótavisitalan, sem hækk-
aði um 182%. Grunnkaups-
hækkanir vega að nokkru upp á
móti þessum mun, en þær
námu að meðaltali um 18% frá
miðju ári 1979, heldur meira
hjá launþegum innan ASÍ, eða
19,7%, en 14.3% hjá opinberum
starfsmönnum. I meðfylgjandi
töflu eru sýndar tölur um kaup-
mátt kauptaxta eftir árs-
fjóröungum. Þar kemur fram,
að kaupmáttur taxta launþega
innan ASl hefir verið næsta
stöðugur undanfarin tvö ár og
ársmeðaltalið 1981 er raunar
svipað og 1980.
Að meðaltali rýrnaði kaup-
máttur kauptaxta allra laun-
þega um 1% milli áranna 1980
og 1981. Samkvæmt tölum
Kjararannsóknarnefndar fyrir
fyrra helming ársins 1981 var
hækkun greidds tlmakaups hjá
launþegum innan ASt um 2%
umfram hækkun kauptaxta,
mest hjá verkakonum 3-4%,
minnst hjá verzlunarfólki
innan við 1%. Þótt ekki liggi
fyrir tölur um slðustu tvo árs-
fjórðunga ársins 1981, virðist
mega ætla, aö talsverðs launa-
skriðs hafi gætt á siðasta ári,
einkum á höfuöborgarsvæðinu.
Með hliösjón af þessu er taliö,
aö dagvinnutekjur hafi i fyrra
hækkað um 52% að meöaltali,
samanborið við 49% hækkun
kauptaxta”.
Þetta er umsögn Þjóöhags-
stofnunar um kaupmátt kaup-
taxta á liðnum 3 árum.
Um kaupmátt ráðstöfunar-
tekna á mann, þ.e.a.s. þeirra
tekna sem menn höfðu úr að
spila.gefur Þjóðhagsstofnun upp
þessar tölur:
Artöl: Stig
árið 1975 ............... 130
árið 1976 ............... 133
ár Geirs Hallgrimssonar
árið 1977 ............. . M9
nýir samningar
árið 1978 ............... 161
samningarnir settir i gildi
árið 1979 ............... 164
árið 1980 ............... 162
árið 1981.................167
s.l. 3ár
Hver voru svo ytri kjörin,
aöstæöur I viðskiptakjörum?
Viöskiptakjör:
1976 ............ 101,0
1977 ............ 109,2
1978 .............109,4
1979 ............. 96,4
1980 ............ 92,4
1981 ............. 92,4
Sem sagt, við versnandi við-
skiptakjör hefur tekist að auka
nokkuð kaupmátt ráðstöfunar-
tekna, halda uppi fullri atvinnu og
stórauka ýmis félagsieg réttindi
launafólks.
Þetta er ekki sagt til að miklast
af, heldur til að benda á hvflíkur
lygaflaumur hefir ruðst fram i
Morgunblaðinu og hvers konar
ósanninda-vaðall hefir veri I full-
trúum Sjálfstæöisflokksins, sem
mest hafa talað um svik Alþýðu-
bandalagsins og verkalýðsforyst-
unnar. Það er rétt að kaupmáttur
kauptaxta ýmissa starfshópa
hefir minnkað nokkuö. Heildar-
tekjurnar eru lika misjafnar.
Þessi árangur, sem náðst hefir i
harðri andstöðu við Vinnuveit-
endasambandið og stuðningsaðila
þess I Sjálfstæðisflokknum og
Morgunblaðinu, og sifelld ánauö
Framsóknar og tillögur krata um
launalækkun, er þrátt fyrir allt
umtalsverður.
Hann dregur þó á engan hátt úr
réttmæti þess, að lagfæra kaup-
taxta ýmissa aðila og taka tillit til
nýrra aðstæðna og m.a. til þess að
ýmis störf hafa lengi verið
skammarlega lágt launuð, m.a.
vegna þess að konur hafa aðal-
lega unnið þau.
Hvað myndi
Sjálfstæðisflokkurinn
gera, ef hann hefði
völdin?
Það er vissulega fróðlegt fyrir
launafólk að reyna að gera sér
grein fyrir hvað Sjálfstæðisflokk-
urinn myndi gera nú 1 launa- og
kjaramálum, ef hann heföi
völdin.
Samkvæmt yfirlýstri stefnu
hans myndi hann m.a. gera
þetta:
1. Afnema visitölubætur á laun.
2. Gefa alla verzlunarálagningu
frjálsa.
3. Hætta öllum niðurgreiöslum á
vörum og hækka þar með kjöt
og mjólk um nær helming.
4. Gefa alla vaxta-ákvörðun
frjálsa og hækka þar af leiðandi
vexti um helming.
5. Skera niður framkvæmdir og
minnka verulega félagslega
þjónustu.
6. Efnahagsstefnan yrði svipuð
þeirri, sem rekin er i Bretlandi,
og hiyti óhjákvæmilega að leiða
til atvinnuleysis.
Hér skal ekki fleira talið upp,
en margt fleira tilheyrir leiftur-
sóknarstefnunni.
Og hvað myndi Morgunblaðið
segja þá?
Það segði eins og Vinnuveit-
endasambandið, — kaupið verður
að lækka, þjóðartekjurnar
minnka, áföll i þjóðarbúskapnum
o.s.frv.
Launamenn
— gætiö vel að
stöðu ykkar
Allir þeir, sem nú standa með
opna kjarasamninga og sækja á
um lagfæringu á kjörum, verða
að lita vel i kringum sig. Þeir
veröa að meta allar kringum-
stæður af skynsemi og læra að
þekkja vini og stuðningsmenn,
frá ábyrgöarlausum áróðurs-
mönnum sem i reynd eru fjand-
menn réttlátra launakjara.
Leiðiö ekki Ihaldsöflin til valda
i landinu.
Trúið ekki á tviskinnungstal
Morgunblaðsins.
Kapphlaup og metingur milli
einstakra starfshópa er fráleitur
og hættulegur.
Endurskoðun kjarasamninga á
fullan rétt á sér.
Ýmsir launataxtar eru fráleitir
og þeim á að breyta. Nýjar að-
stæður hafa skapast frá þvi að
siöast var samið og störf hafa
tekið breytingum.
Þó blikur séu á lofti i efnahags-
málum og óhjákvæmilegt sé að
taka tillit til þeirra, þá er fráleitt
að neita öllum breytingum á eldri
launasamningum.
Rikisstjórnin verður að sýna
sveigjanleik og skilning.
En launafólkiö á lika aö meta
allar aðstæður og tryggja það
sem mest er um vert, fulla at-
vinnu og öruggan kaupmátt.
Kenningarnar um að allt verði
að gera til að kveða niður verð-
bólguna, eru falskenningar.
Minni verðbólgu má ekki kaupa
meö atvinnuleysi og almennum
samdrætti i þjóðarframleiöslu.
Keppikeflið i efnahagsmálum
er:
full atvinna, vaxandi þjóðar-
framleiðsla, öruggur kaup-
mátturrþetta þarf að nást fram
meö minnkandi verðbólgu, sá
kostur væri að sjálfsögðu beztur.
Ólgan á vinnumarkaði er stað-
reynd, sem stjórnvöld verða að
taka fullt tillit til. Samstarf
stjórnvalda og launafólks er
grundvallarskilyrði fyrir far-
sælum árangri.
Keppikeflið I efnahagsmálum er full atvinna, vaxandi þjóöarframleiðsla og öruggur kaupmáttur.
r