Þjóðviljinn - 12.06.1982, Síða 7

Þjóðviljinn - 12.06.1982, Síða 7
Helgin 12.-13. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Listahátíðin hefst Ekki gaf drottinn allsherjar veöriö nógu gott til þess aö nýi borgarstjórinn okkar Davið Oddsson opnaöi Listahátiö.og var ekki af þvi aö Daviö heföi ekki til þess heilsu, fyrir fjórum árum sýndi hann að hann heföi atgerviö til þess arna ásamt Sigurjóni Pét- urssyni þegar þeir opnuðu hátiö- ina meö ræðum i leiöindaveðri aö Kjarvalsstöðum, og voru hafðir tveir einir úti i rigningu viö þá at- höfn og roki; en gestirnir inni i skjóli. Siðan linnti skúrinni, og þá komu þýzkir leikarar á stultum yfir túniö, likt og forsögulegir vaðfuglar, og spigsporuðu fegnir Thor Vilhjálmsson skrifar: þvi hve brýnt er að létta af góöum listamönnum tætingslegum snöp- um eftir peningum til framfæris sér og sinum, og nýta gáfur þeirra og atgervi til aö skapa list. Silkitromma Atla Heimis Sjálf hátiöardagskráin byrjaöi meö glæsibrag, þar sem var ópera Atla Heimis Silkitromman, og snerist strax upp i sigurhátiö tónskáldsins og hinnar frábæru sveitar söngfólks og tónlistar- manna sem túlkar listaverk tón- skáldsins meö trúnaöi og miklum tilþrifum undir stjórn Gilbert Levine og Sveins Einarssonar. Augnagleði var' aukin rausnar- lega af Helgu Björnsson úr heimssmiöju tizkunnar i Paris, sem varð hvorki Paris né Þjóö- leikhúsinu okkar til skammar og notar skæra liti á nútimavisu svo sem tiökaðist i Noheföinni fornu einsog þaö aö nota gull og silfur. Og Sigurjón leiktjaldahönnuður sem aldrei bregzt, þaö gerði Magnús Tómasson viö eitt verka sinna á sýningunni á Kjarvalsstööum. HELGARSYRPA um sýningarsalina með mann- hafið upp á miöja leggi. Það var ekki taliö óhætt aö fara út i loftrakann núna af þvi aö Sin- fóniuhljómsveitin átti að spila meö hljóöfæri sem ekki þola nema einmuna tiö úti. Guð al- máttugur átti reyndar þess konar veöur handa okkur daginn áður,- en sparaöi þaö opnunardaginn til seinni tima. 1 staðinn mun hafa verið sýndur skjólgóður ullarfatnaður á Lækjartorgi,sem er ómissandi á útihátiðum á tslandi. Klukkunni á Lækjartorgi haföi lika verið kom- iö i lag, og kunnu rosknir borgar- búar vel aö meta að þurfa ekki aö lita upp á bankann eftir snældu- klukkunni; sem alltaf snýr andliti sinu frá þegar manni liggur á. Hún er þó skárri en klukkan á Hallgrimskirkjuturninum, þú verður að fara með lyftunni upp I turninn til aö sjá á hana; þó veld- ur hún sifelldu ónæöi i hverfinu og gerir menn taugaveiklaða meö þvi aö slá á kortersfresti i ótima I staðinn fyrir aö vera til friðs eftir allt rifrildið um kirkjubygging- una. Ég held aö veðrið hafi verið sosum skaplegt þó það hentaði ekki sinfóniuhljómsveit og heföi mátt fá hann Stefán frá Möðrudal með harmonikkuna i staöinn, og bjóða upp i dans milli sýning- anna? I staöinn kom Njarövik for- maður og sagði ekki unnt aö setja þessa hátiö sökum raka, og hófst hún þvi óhelguð. 1 sóldýröinni daginn áður voru sýningar opnaöar aö Kjar- valsstööum. Þar var afraksturinn af mikilli ogvandaöri vinnu Gylfa Gislasonar myndlistarmanns sýndur; sem hafði lagt nótt viö dag með hjálparliöi til að gera skemmtilega og fróðlega hug- vekju um feril og þætti I þróun Jó- hannesar Kjarvals. Gylfi hefur raðað ljósmyndum af málverkum Kjarvals á fleka og myndum úr bókum sem hafa komið út um Kjarval meö gagnoröum skýring- artextum og visbendingum sem mætti veröa til fyrirmyndar um framhaldskönnun og kynningu stofnunarinnar sem ber nafn meistarans. Með honum i þessu starfi voru Þóra Kristjánsdóttir, hinn ötuli listræni forstjóri húss- ins, og Jóhannes sonarsonur Kjarvals, auk Hilmars Einars- sonar bókbandsmeistara. Og , þarna er lika vel rööuö sýning á málverkum Kjarvals úr eigu borgarinnar. Þarna er lika gullfalleg sýning eftir Magnús Tómasson þar sem sameinast fagurt handbragö og ismeygileg lýrikk. Meö sýningunni sannar Magnús ræki- lega aö það var rétt ákvöröun aö veita honum árslaun til starfs á vegum hússins. Þeim peningum er vel varið og full ástæöa til að athuga hvort ekki ætti aö endur- ráða hann, eða útvega listamann- inum annarsstaöar árslaun. Þessi töfrandi sýning er sönnun fyrir hann ekki heldur hér en hélt aftur af sér til að draga ekki úr áhrifum búninganna og haföi bara á sviö- inu það sem brýnast þurfti. Eftir svona kvöld fer maður glaöur og stoltur heim,og bjartsýnn. Ég get ekki stillt mig um að lýsa hrifn- ingu minni á frammistööu Guö- mundar Jónssonar og afreki hans sem fer inn á ný sviö i list sinni og flytur erfiöa tónlist ógleyman- lega, og veröur manni lika eftir- minnilegur sem sviðspersóna. En dýpst snart söngur ólafar Kol- brúnar Harðardóttur og Guð- mundar i lokaþættinum* og þar held ég aö tónlist Atla nái lengst, dýpst þar sem persónurnar syngja báðar en syngja þó sig ekki saman heldur hvor fram hjá annarri. Vist er Atii glúrinn; ég má þó til aö hafa orð á þvi hvaö mér finnst hann hafa verið fundvis á sögu- efni sem hann fann i gömlum japönskum No-leik frá 14. eöa upphafi 15. aldar, og nýtir á sinn hátt ásamt textahöfundi sin- um. Hvaö þýöir No? Þaö mun tákna að geta eitthvað eða hæfi- leika. Þetta er leiklist sem þró - aðist upp úr hefðbundnum döns- um, og blómstraði á 14. öld undir vernd voldugs herstjóra eða sho- gun, sá hét Yoshimitsu, og var upphafsmaður aö langvinnu veldi ættar sinnar sem nefnist Ashi- kaga, og vernd þeirrar ættar réö úrslitum um uppgang þessarar listgreinar sem var ræktuö viö hirð þeirra, og þróaöist frá alþýö- legum uppruna og einfaldleika I það að veröa stilfáguö og háþróuð hirölist sem laut ströngum lög- málum um efni og efnistök og framsetningu. Þar áttu drýgstan þátt feðgar gæddir snilli Kanan- imi Kiyotsugu og sonur hans Zeami Motokiyo ( 1363—1444). Hinn siðarnefndi er talinn höf- undur að 200 leikjum, og ennþá eru 124 verk hans varöveitt og flutt i Japan. Zeami samdi Silkitrommunat sem á japönsku heitir Aya no tsuzumi. Hin fræga Kabuki-leiklist sem oft er nefnd i sömu andránni og No-listin kemur mikiu siðar til sögunnar og blómstrar á 16. öld, afsprengi sins tima. Hún sækir stundum efni i hina langvinnu valdabaráttu tveggja ætta Taira og Minamoto sem sigraöi að lok- um. Kabuki er aö sumra hyggju hið fullkomna allsherjarleikhús sem oft hefur boriö á góma I sam- bandi viö óperu Atla þessa dag- ana, ósundrandi samruni. söng- listar og dans i hnitmiöuöum leikstil, sem nærir auga og eyra i senn; Ka þýöir söngur og Bu dans, og er runnið frá kinverskum táknum sem mjög voru tiökuð á 16. öld i Japan; Ki táknar leikni eöa leikbragö. Þaö eru tii á fjóröa hundrað Kabuki leikrit sem verið var aö semja fram á 19. öld; og reis hæst i verkum Chikamatsu; hann lifði framá 18. öld, og var af sumum kallaður Shakespeare Japans. Úr Silkitrommunni eftir Atla Heimi. Silkitrommuna fann Atli i flug- höfninni i New York i heillavæn- legu fáti, þannig ráöast örlög stundum; og segir frá þvi sjálfur aö hann hafi gripið kver með nokkrum No-leikjum sér til við- urværis i loftinu.og hugljómaði af þessu á fluginu. Þaö eru ekki nema þrjár persðnur i forna leiknum eftir Zeami auk kórsins; sem hefur svipað hlutverk eins og i grisku leikjunum að rekja og skýra sög- una og koma á framfæri skáldleg- um viöhorfum til þess sem er að gerast. Þar er hirömaöur sem hefur söguna, og segir frá göml- um garöyrkjumanni sem sópar stigana i hallargarðinum viö lár- viöartjörnina þar sem hátignirn- ar reika sér til yndis? og sá þá prinsessu. Og siöan hefur hann unnaö henni af friðlausu hjarta. Og verður ekki rakiö frekar nema þegar silkitrumban hljómar ekki steypti sá gamli sér i örvæntingu sinni i lárviðartjörnina. Eins og tiðkast mjög I No-leikjum gengur hann aftur; tókst ekki betur til en svo aö draugur hans hljóp i prinsessuna reiöur; og tryllir af henni vitið, og talar gegnum hana, og á kvöldkyrri tjörninni reis alda og úr þeirri öldu talaöi rödd; og þaö er rödd gamla mannsins sem smám saman birt- ist, og kemur eftir sviösbrúnni hashigahara meö djöflagrimu og öldur beiskjunnar hafa skolað mér aftur upp á ströndina. Og kórinn segir i oröastaö hans aö það komist ekki önnur hugs- ,un aö en reiði vegna hins bann- aða losta sem leggst um mig eins og myrkur. Ég er oröinn aö djöfli sem dvelst i helviti minna myrku þanka, óveöursský ástriðna minna. Og þannig fer fram tvital afturgöng- unnar og kórsins um hans hugsanir unz draugurinn þrifur prinsessuna, og skipar henni aö slá trumbuna með sál hennar á valdi sinu og ann henni ekki eirð- ar, og fer um sál hennar fári, fyll- ir angist svo hún hrópar: Hvað hef ég gert, meö hvaöa illu sæði hef ég sáð til slikrar uppskeru? Unz meö formælingum hverfur draugurinn aftur, einn af djöflum næturheimsins niður i hvirfil lost- ans, syngur kórinn f No-leikjunum er óspart gengiö aftur. Þar fá smáöir einatt upp- reisn eftir dauöa, þegar þeir birt- ast á ný og skiija allt, vita ailt. 1 þessum japönsku leikjum er rik virðing fyrir valdi samfara sam- úð meö hinum smáða. Stundum býr andi hetju framliðinn i fátæk- um munki. Erfiðismaöurinn, hinn hrakti birtist aftur sem glæst hetja handan viö dauða, samurai eöa prins; gamla raunum mædda konan þarf ekki nema aö veröa draugur til aö veröa prinsessa. Þannig visar hin fágaöa hirðlist aðalsins alþýöunni á upphafningu draugsins. Silkitromma Mishima Þetta magnaöa efni No-leiksins færir Atli i gerviveröld samtima meö glysfrekju hennar og auglýs- ingaharki, tómleika og tilfinn- ingadoða. Hinn forni No-leikur verður honum hugvaki og upp- spretta til að skap# verk sem i einfaldri sögu má túlka á ýmsa vegu, persónulegt uppgjör tón- skáldsins. Það eru fleiri en Atli sem hafa nýtt hið forna efni No-leiksins. Til er nútimaverk eftir japanska skáldið Yukio Mishima, höfund- inn snjalla sem framdi íyrir nokkrum.árumkviöristu, sepukku eða harakiri, og liggur mikiö og margþætt verk eftir hann þótt ekki yrði hann gamall, skáldsög- ur og smásögur, og svo fimm nú- tima No-leikrit. Silkitromman er eitt. Persónur eru jafn margar og hjá Atla, utan tvær aukapersón- ur; en textinn skáldlegur og upp- hafinn, lýriskur. Gamii maðurinn vinnur nú á skrifstofu lögfræðings sem hefur litiö að gera. Uppi á þriöju hæð. Hægra megin. Gata á milli húsa, bali þar meö lárviöar- runna. Vinstra megin á þriöju hæö i húsi er tizkuverzlun. Trió þar: Fujima kennari I klassiskum japönskum dansi; Toyama ungur maður; Kaneko embættismaður i utanrikisráöuneytinu, og stendur til aö hann veröi sendiherra. Tveir siöastnefndu eru skólafé- lagar, gamlir vinir. Auk þess kemur þangaö Madame eigandi tizkuverzlunarinnar. Og svo er hm fagra Hanako Tsukioka sem sá gamli elskar og skrifar bréf til. Ennfremur kemur þangaö stúlka sem hefur fyrst og fremst þaö hlutverk aö fara meö bréfiö; þaö lendir nú i höndum triósins sem fer að lesa utanáskriftina: til prinsessu lárviöar mánans. Aður voru þeir búnir aö tala um hvaö Madame kæmi seinUÞað er ófært aö láta karlmenn biöa I tizkusal, segir ungi maðurinn. Svo kemur Madame loksins og er i hærra lagi, og segir: En hvaö þaö var indælt að þiö gátuö allir komiö. Þaö er komiö ástarbréf til yöar, segir Toyama hinn ungi. En af ávarps- orðunum sér hún aö þaö er ekki ætlað henni, og segir aö þaö sé enginn friður fyrir þessu bréfa- flóöi úr húsinu á mótir Gamall maðurinn, næstum fimmtugur! Hann hefur oröið ástfanginn af frú Tsukioka i gegnum gluggann. Ráöuneytismaöurinn segist ekki vera hissa þvi að sagt sé aö maö- ur veröi fjarsýnn meö aldrinum, og hlær aö sinni eigin fyndni. Madame segist ekki hafa sýnt hinni bréfin heldur notað þau öll til aö hreinsa hundakambana sina. Þau kankast á i hálfkæringi og velta þvi fyrir sér hvort hlaupi hraðar ástin eöa hundurinn. Mad- ame: Það stigur mér til höfuös að tala viö svona sjarmerandi herra. Og svo framvegis. Þá kemur Hanako. Ungi mað- urinn faömar hana: Þetta var grimmdarlegt af yður, þér komiö aftur of seint. En hún svarar ekki og tekur brosandi af sér glófana. Svo kemur að þvi aö ráöuneytis- stjórinn og ungi maðurinn lesa bréfiö á vixl upphátt yfir öxlina á Hanako, og þegar það endar á þvi að biðja bara um einn einasta koss bresta allir I hlátur. Þau skopast óspart aö bréfinu og ást gamla mannsins og ræöa ástina og annað á kaldranalegan hátt. Og fara aö drekka kaffi, þá segir danskennarinn aö sér detti dáltið i hug og vefur purpuralitu silki utan af trommu sem hann segir að sé leikmunur, og heyrist ekkert i henni. Sér hafi komið i hug að festa bréf við trommuna og kasta henni til gamla manns- ins og segja honum að berja bumbuna; og ef hljóðiö nái i gegn- um háreysti götunnar veröi hann bænheyrður. Og Hanako sam- þykkir brosandi; og segir fátt, þó allt snúist um hana. Hinn roskni elskandi gripur trumbuna og fyllist sárri eftir- væntingu og ávarpar lárviðinn og segir: Fyrirgeföu að ég hengi trommuna i græna hárið þitt, en hún fer þér vel eins og djásn hafi fallið af himnum ofan i háriö þitt, og segir trénu aö sorg sin hafi gert þaö fegurra. Og loksins slær hann trommuna eftir nokkurt hik. Æ ákafar. Ekk- ert hljóð. Þeir hafa skopazt að mér, segir hann og hnigur grát- andi niöur: Að svona glæsileg dama geti verið svona auviröileg. Hlátur fyrir handan, gluggan- um skeilt aftur þar. Já hlæiöi hlæiöi bara.... hlæiði meöan þiö liggiö og rotnið.... sá sem er hlegið aö hann hlýtur ann- an dauða, hann rotnar ekki, segir hann og kastar sér út um glugg- ann án þess að hinir veröi varir við fyrr en dyrnar opnast þar og fréttin berst, þá hlaupa allir upp með skelfingu, sumir aö gluggan- um, aörir til dyra. Hanako stend- ur ein á miðju sviöi, stirönuð eins og stytta. Hann gengur vitanlega aftur, og þau tvö ræöa saman. Hún kom • til herbergis hans þar sem hann var afturgenginn; og ann heúni enn. Hann hótar henni bölvun þegar kemur i ljós i talinu hve spillt hún var. Hún óttast þaö ekki. Nú er ég sterk, segir hún; vegna þess aö hann elski hana. Og segir honum aö horfa á sig: Hann elski ekki þá sem hún sé i raun og veru,- og segir honum aö slá trumbuna. Nú heyrist i trumb- unni(-en hún segist ekkert heyra. Hún lætur hann slá hana hundraö sinnum; unz hann hverfur, en hún hrópar angistarfull: Hann er horfinn! Klukka fer að tifa; leikn- um lýkur þannig aö hún segir likt og i draumi: Hefði hann bara slegiö trumbuna einu sinni enn, þá heföi ég kannski heyrt i henni. Til hamingju Atli meö þina trommu. Þaö heyrist I... P.S. Nú er kominn til okkar leik- flokkurinn góöi og frægi frá Suö- ur-Ameríku Rajatalba, sem eng- inn má missa af. Bienvenidos!

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.