Þjóðviljinn - 12.06.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJóÐVILJINNHelgin 12.-13. júnl 1982
Svavar Sigmundsson
skrifar málþátt
Þriðja samantekt
I dag ætla ég að taka saman ábendingar sem borist hafa vegna
þáttanna nr. 10,11 og 13, en þeir fjölluðu um ofdrykkju, glæp og
refsingu og flokkadrætti, i þessari röð.
Fyrst nefni ég ábendingu próf. Halldórs Halldórssonar við 10.
þátt. Hann benti mér á,aö tvö orð vantaði um drykkjuskap, bæöi
drykkiri ogþjór, einnig er hægt að nota orðið rakur á sama
háttog blautur um drykkfelidan mann. Um drykkjumann vant-
aði bæði óreglumannog vinmann. Um óreglumann er reyndar
aðeins hægt að nota lo. mikill, en með vinmannier hægt að nota
. bæði litill og mikill, svo að blæmunur er á merkingu þessara
orða.
Maður,sem ekki vill láta nafns getið, hringdi til min og sagðist
fyrst hafa heyrt oröið blautur i áðurnefndri merkingu i reviu i
kringum 1940. Höfundur muni hafa verið Haraldur A. Sigurðs-
,son; oghafiorðið fariðað heyrast notað þannig upp úr þvi.
Vésteinn Ólason dósent benti mér á oröið pinnamaður um
drykkjumann. Ég þekkti ekki orðið, en hef siðan fundið fleiri
dæmi um það. 1 talmálssafni OH er heimild um aö pinnamaöur
sé maður sem þykir gaman að fá sér neðan i þvi, „hann er soldill
pinnamaður, hann er svona skjönt”. Orðið er dregið af orðinu
pinni, sem merkir „snafs” eða „vinfleygur”, og hefur Elias Mar
siðari merkinguna i slangurorðasafni sinu frá 1960. Þá segir
Halldór Laxness i orðasafni sem hann hefur látiö Orðabók Há-
skólans i té: „ taka pinna, fá sér i staupinu”. Þessi merking i orð-
inu pinnier likast til fengin úr dönsku, en þar merkir pindm.a.
staut eða prik. Sykur og brennivin var stundum sett út I gamlan
bjór og borið fram með staut til að hræra i með, og var slikur
drykkur kallaður pind. Páll Ólafsson skáld á vafalaust við þaö,
þegar hann segir: en fellur bjórinn bezt i geð/bara hann hafi
„pinna” meö. (Ljóð, 195) OH.
Um orðiö skjönt, sem hér var nefnt, er það aö segja, að ýmis
dæmi eruum það i Talmálssafni OH i merkingunni „vel hreifur
af vini”, „hifaður”, „mjúkur”.
111. þætti spurðist ég fyrirum orðið bisiogaö bisa, en lika er
til að vera á bísanum. Björn Bjarnason i Iðju hefur gefið mér
skýringu á þessum orðum, sem mér finnst mjög sennileg. Hann
segir að bísisé komiö úr máli farmanna, og sé dregið af enska
orðinu beach-comber, sem hafi orðið bis-kúmari i islensku, en
siðan stytt i bisi Þetta orð hafi verið notaö um farmenn i Suður-
höfum, sem fóru af skipum, t.d. á Spáni, og lifðu þar á snikjum.
Það hafi verið kallað að vera á bísanum, og merkt frekar aö
„snikja” en „stela”, en þó hafi hvort tveggja verið til, að menn
þessir hafi verið snikjandi og smástelandi. Björn segist hafa
heyrt þessa orðmynd, bisi fyrir 1920 og hafi þetta veriö aiþekkt.
Hann nefndi að Sigurður Haralz, sem skrifaöi m.a. bókina
Lassaróna, hefði þekkt þetta lif og svo hefði verið um fleiri Is-
lendinga á þessum árum.
Sigurður skrifar i bók sinni, Lassarónum (Rvk. 1934), m.a. á
þessa leiö: „Eg spurði Sviann, hvað hann héti. „Big Fred er ég
kallaður og fremur frægur að endemum, að minnsta kosti meöal
allra „beachcombers” á Norður-Spáni.” ” Sem skýringu á orð-
inu „beachcomber” segir Sigurður neðanmáls: „ötlendir flæk-
ingar,sem haldatilniðurviðhöfnina, þaraf þetta enska orð, sem
þýöir: sá sem kembir ströndina.” (15). Siðar i bókinni segir Sig-
urður: „Ekki var nú „selskapið” neitt fágað, tómir „beach-
combers.” ” (63),ogennfremur: „Þessir kariar viluöu ekkifyrir
séraðslá einn sjómannniður ogræna siðan, ef tækifæri bauðst.”
(63).
Hannnotar lassaróni i svipaðri merkingu, en þó getur verið að
þeir hafi veriö eitthvað vesælli, þvi að hann segir að þeir félagar
hafi smalað saman til veislu „öllum aumustu skörfunum, sem
við sáum” og á þá við atvinnulausa sjómenn og „lassaróna”.
(75).
1 farmannamáli er talað um bisavakt, þ.e. viö uppskipun, þeg-
ar þess er gætt að ekki sé stolið af farminum. Þetta taldi Björn
Bjarnason að væri komið upp i striðinu.
En bisier þannig ekki i merk. „smáþjófur” eins og ég sagði i
þættinum, heldur fremur i merk. „róni” eða „fyllibytta”, sem
fer um og betlar eða snikir. En nóg um bisana.
Mig langar að vikja aöeins nánar að oröinu róniog aldri þess.
Arni Pálsson prófessor segir i grein um Einar Benediktsson frá
1942, að „þá er hann sat að vini á yngri árum, var hann jafnan
glaður og góðviljaður. Drakk og aldrei meira en svo, að hann
kynni fótum sinum forráð og væri vitandi vits. Orðið róni var þá
ekki til i málinu, en þaðhátterni, sem þaðorð táknar, þoldi Einar
aldrei i návist sinni, hvorki ungur négamall”. (A við og dreif, 38-
39).
Hendrik Ottósson talar lika i bók sinni, Frá Hliðarhúsum til
Bjarmalands (Ak. 1948) um umrenninga — „nú á dögum kallaðir
rónar, — sem hvergi áttuhöfðisinuaöað halla.” (33) OH.
Þetta bætir kannski ekki miklu við um það sem áöur var sagt
um uppruna orðsins, og segir ekki annað en það, að það er til-
tölulega „nýlegt” i málinu, þegar ofangreindar ritsmiðar verða
til.
Ég spurðist lika fyrir um orðmyndina glæpon, og var þá að
hugsa um endinguna -on, sem er næsta sjaldgæf. Liklegt er að
nöfn með þessari endingu, t.d. Kation (af Katla),skv.Nefndará-
liti um mannanöfn 1915, hafi ýtt undir orð- eða nafnmyndanir
meö þessari endingu. Dæmi er um auknefnið Kengon, sem á-
kveðinn maður fékk i skóla á þessum árum. Ekki veit ég hvort
orðið glæpon er svo gamalt, en hugsanlegt er það, þó að elsta
dæmiprentað (skv. OH) sé úr Vögguvisu Eliasar Marar frá 1950
(bls. 19).
113. þætti gat ég þess, að orðin kvennaframboðog kvennalisti
væru ekki til I seðlasafni Orðabókar Háskólans. Nú hefur Anna
Sigurðardóttir fundið dæmi um kvennalista, eins og hennar var
von og visa. Hún hefur elst dæmi þess úr Kvennablaðinu, 16.
árg., 25. febr. 1910, bls. 11. —En dæmi um kvennaframboðhafði
hún ekki frá fyrri árum.
Ég vil enn þakka þeim sem sýnt hafa þáttunum áhuga og veitt
mér góðar upplýsingar um þaö sem hér hefur verið tekið fyrir.
Þeir sem vilja leggja orð I belg skrifi Málþætti
Þjóðviljans, Siðumúla 6. R. Einnig geta þeir haft
samband við Svavar Sigmundsson I slma 22570.
Léttúð á Listahátíð
A árum áöur voru fyrstu dag-
ar i júni oft litlitlir og tiðinda-
lausir I Reykjavik, kaldir og
minntu Iltt á upphaf sumars. Nú
er öldin önnur, a.m.k. þau ár
sem listahátið er haldin. Það
virðist vera oröið náttúrulögmál
að gott veður og listahátið fari
saman. Milt veður án rigningar
og stundum glampandi sólskin.
Iiitabeltisloftfrá Evrópu. Svona
var það á siöustu listahátið og
svona er það nú.
Reykjavlk minnir á borg i
Mið-Evrópu þessa daga. Iðandi
mannllf, kaffihúsamenning,
óperufrumsýningar, litir og tón-
ar, glatt fólk.
Svo er starfræktur klúbbur I
félagsheimili stúdenta þar sem
ungt fólk á öllum aldri situr við
dúkuð borð og sötrar Beaujoiais
Cruse eða Kenderman og hlust-
ar á mandólín, flautu og fiðlu.
Ef veðrið er sérstaklega gott er
hægt aö opna allar gáttir útá
stóra steinilagöa verönd sunnan
undir húsinu og sötra þar sitt
Nýjar
Syngjum!
„Syngjum” er nafniö á söng-
bók, sem MFA gefur út og kom út
l.mals.l.
Söngbókin hefur aö geyma 326
sönglög og kvæöi, bæði ný og
gömul. Bókin er 400 bls. að stærö I
vönduðu bandi og hentugu broti.
Mörgum ljóðanna fýlgja nótur.
Aðalsteinn Asberg Sigurðsson
valdi efnið og annaöist útgáfuna
og Sigurður Þórir Sigurðsson
mynd 1 i starmaður hefur
myndskreytt bókina meö
teikningum affólki viðvinnu.
Ekki er að efa að mörgum mun
þykja fengur aö þessari söngbók,
enda er efni hennar fjölbreytt.
Sex dæmi um efnið má nefna
verkalýðssöngva, ættjaröarlög,
þjóösöngva Norðurlanda, vöggu-
vísur, öl- og danskvæöi, ástar-
söngva, söngva um sjóinn og
fiskiriið, söngva úr leikritum og
svo alla hina söngvana sem
sungnir eru við hin ólíku tækifæri.
„Syngjum”, söngbók MFA er
til sölu bjá MFA og í bókaverslun-
um. en Mál og menning hefur tek-
ið að sér dreifingu bókarinnar.
Falið vald
Bókaútgáfan Orn og örlygur
borðvin og fá sér létta rétti und-
ir skjólsælum lundum. Alveg
eins og I Blois eða Ambois.
A þriðjudagskvöld sogaðist ég
inn I þessa léttúö og naut þess
fram i fingurgóma. Kurteisar
servetrisur gengu um beina og
drógu tappa úr dimmgrænum
flöskum meöan kát hljómsveit
lék skoska ræla og söng vafa-
samar visur. Það var listilega
slegiðá strengi, blásið i pipur og
barðar bumbur. Fagurbúið fólk
sat viö hvert borö og hló framan
i hvert annaö — meö augunum.
Stúlkur með roða I vöngum, blik
i augnkrókum og vind i hári,
mennirnir sperrtir og vorglaðir.
Sumir ræddu um slðustu lista-
viöburði, aðrir um ástamál, enn
aðrir hlustuöu eöa virtu fyrir
sér mannlifið. Ungir stúdentar,
sumir komnir utan úr heimi, og
lifslistamenn af þessu og hinu
taginu. Þarna var óperutón-
skáldið Atli Heimir, trúbador-
inn Megas, borgarfulltrúinn
Sólrún, sálfræðingurinn Maia
bækur
hefur endurútgefið bókina Falið
vald eftir Jóhannes Björn. Bók
þessi kom fyrst út hjá forlaginu
árið 1979 en seldist fljótlega upp.
Bók þessi vakti strax mikla at-
hygli og hefur veriö mikið umtöl-
uð. Hún segir frá hinum Iokaöa
heimi æðri viðskipta og alþjóö-
legs leynimakks, þar sem
ákvarðanir fárra útvaldra ráða
örlögum milljóna einstaklinga I
öllum löndum. Falið vald gefur
innsýn I þennan dularfulla heim
og svarar spurningum eins og:
Hvaö er Round Table leynifé-
lagiö?
Hvaöa einstaklingar standa að
baki hinum forvitnilega Bilder-
berg hóp?
Hverjir eiga alþjóölegu bank-
ana og hver er þáttur þeirra I
hægri- og vinstribyltingum viöa
um heim?
Hvað er „gróöi af stjórn”?
Hvernig skapa bankarnir sér
auð úr engu og hvernig eignast
þeir glæsilegar marmarahallir
fyrir ekki neitt?
Hver ræður C.F.R., félaginu
sem nefnt hefur verið „ósýnileg
rikisstjórn Bandarikjanna”?
Hvernig fór John D. Rockefell-
er að þvi aö verða fyrsti
og ritstjórinn Arni. Og þarna
voru Krissa og Elsa, Þorleifur,
Jóka, Ornólfur og Vésteinn. Og
aörir.
Já, svona getur Reykjavlk
verið, full af litum, angan og
fjöri. Milt vorhúmið lagöist
brátt á glugga án þess að
dimmdi, tónlistin fjaraði út og
gengilbeinur settu tappa I flösk-
ur. Fólkið tindist hægt út og
hvarf á vit næturinnar. Þeir
sem stutt áttu heim gengu og
nutu hvers andardráttar þvl að
nú er ilmur úr mold. Aðrir tóku
bil og hugsuöu sér gott til næsta
dags með nýjum viðburðum,
nýrri list.
Guðjón.
milljarðamæringur Bandarikj-
anna?
Hve rik er Rockerfellerættin i
dag?
Hvað hefur verið að gerast með
leynd i Rússlandi siðan 1917?
Hvers vegna var bolsévikabylt-
ingin fjármögnuð af nokkrum rik-
ustu mönnum heimsins?
Hvaöa auðmenn studdu Hitler
til valda?
Hvaða bandarisk fyrirtæki
framleiddu hergögn fyrir þýska
herinn öll striðsárin?
Hvaða öfl hafa sviösett flestar
styrjaldir siðustu 160 ára og sjá
sér hag I að viðhalda valdajafn-
væginu?
Hver er staða einstaklingsins á
Vesturlöndum og hve nákvæm-
lega fylgist „stóri bróöir” meö
einkalifi okkar?