Þjóðviljinn - 12.06.1982, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 12.06.1982, Blaðsíða 23
Helgin 12.-13. júnl 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 27 Trident-kafbátar: biskupinn ltkti þeim við útrýmingarbúöir nasista. Spellman kardináli með Adenauer: kaþólikar I Bandarikjun- um voru manna herskáastir I kalda striðinu. En hér vorum við að tala um hinn versta möguleika. Von mln er sú að heimurinn andaði léttar ef við byrjuðum að fækka kjarnorku- vopnum og aö hitt stórveldiö myndi fylgja fordæminu. Sp.Það krefst trausts sem ekki er fyrir hendi. H.Við verðum að beina trausti okkar til guös. Það krefst trúar. En fyrst þá viröist mér að við gætum losaö okkur við óttann sem viö búum við i dag. Við ger- um okkur sek um hjáguðadýrkun án þess aö gera okkur þaö ljóst. Þvi annað er það ekki þegar við trúum aö drápstæki dauðans veiti okkur öryggi og velferö. Auður og vopn Sp.Þú hefur sagt að kjarnorku- vopnaforði Bandaríkjanna gegndi þvihlutverki að vernda rikidæmi. H. Já. Ég held aö þaö sé sam- hengi á milli rikidæmis og vopna. Ef allar tegundir ofbeldis væru rannsakaðar yrði niöurstaöan vafalaust sú, að ofbeldi sé einung- is beitt þegar við viljum halda einhverju. Meir að segja verða einsjaklingarnir ofbeldissinnaðir i persónulegum samskiptum þegar um eign er aö ræða. Hér stöndum við I dag og segjum: Ef við vopn- væðumst ekki áfram, ef við verö- um ekki áfram voldugasta land veraldar, þá verðum við skot- mark. Þessum aöstæðum hefur Jesús lýst þegar hann segir: „Vei yður, sem rikir eru”. Hann spáði þeim ríku að þeir myndu syrgja og gráta. Ef þetta er hermt upp á daginn i dag táknar þetta: Ef við veljum leið hins óskaplega riki- dæmis og hins óskaplega veldis munum við fá einmitt það kjarn- orkustrið sem við hótum öðrum meö. Hinir fátæku Sp.Það er lika fjarstæðukennt að viö sjáum gifurlega vopnavæð- ingu i einum heimshluta og hung- ur i öðrum. H. Vopnakapphlaupiö er hræði- legt óréttlæti gagnvart hinum fá- tæku. Viö sem lifum i þeim lönd- um sem búa viö velferð og riki- dæmi leiðum ekki hugann að þvi, hvað væri hægt að gera i þágu mannkynsins fyrir þá miljarða sem við sóum i vopnakapphlaup- ið. Við ausum af fjársjóðum jarð- arinnar og eyöum þeim. Annað Vatikanþingið oröaði það svo: „Vopnakapphlaupiö er ein mesta bölvun sem komiö hefur yfir mannkynið, og sá skaði sem vopnakapphlaupið veldur i fátæk- ari löndum er fram yfir það sem fátæklingar geta borið”. Kaþólskir menn Sp.Flestir kaþólikkar i Banda- rikjunum væru sjálfsagt sam- mála þér i þessu efni. Fordæmi þeirra i samstöðunni við trúbræö- ur I Mið-Ameriku er þannig dæmalaust. En áöur fyrr voru bandariskir kaþólikkar „200 pró- sent föðurlandsvinir”. Hvers vegna? H. Eg er nú enginn sagnfræð- ingur, en ég held aö þetta sé vegna þess, að mjög margir kaþ- ólikka heyra til þeirra sem komu seint til Bandarikjanna. Við kom- um frá mörgum löndum og með þessu móti vildum við sýna og sanna að við værum sannir synir nýja landsins. Sp. Sjálfsagt á þetta við um aöra kaþólska kirkjuhöföingja, Spellman kardináli, sá góöi vinur John Foster Dulles og Adenauers hélt á timum kalda striösins fleiri þjóðremburæöur yfir fleiri her- mönnum en margur hershöfðing- inn. Á dögum Vietnamstriðsins voru engir friðarbiskupar. Hvað hefur breyst? H.Mér leið oft mjög illa á dög- um Vietnam-striðsins. Oft vildi ég lika láta til min heyra, en þegar til kom brast mig kjark. Meiru skiptir þó, að þá var ekki verið að ræða um hættuna á kjarnorku- striði, þó svo hún væri fyrir hendi. Var það ekki Einstein sem sagði að á atómöld breyttist allt nema þankagangur manna. Guöisélof hefur það nú breyst. Okkur er nú mörgum ljóst að innan örfárra minútna geta margar miljónir manna veriö drepnar. Hvernig getur maður talað um „réttlátt” striö, þegar ekki er lengur hægt, ekki einu sinni fræðilega, að skilja á milli vopnaðra manna og saklausra kvenna og barna? Tækni nútimans hefur leitt okkur að þeim punkti sem trúin heföi fyrir löngu átt aö leiða okkur til, nefnilega aö strið eru engin að- ferð til þess að leysa vandamál. Trúaðir og trúlausir Sp.Til þess að komast aö þess- ari niðurstööu þarf maður ekki að vera kristinn. H. Areiöanlega ekki. Nýlega tók ég þátt i útvarpsumræöum um vopnakapphlaupið og túlkaði þar trúarlega sannfæringu mina. Þá kallaði kona frammí: „Ég er trúlaus en er hjartanlega sam- mála öllu sem þú segir. Þú þarft ekki að sanna mál þitt meö kristi- legum ástæöum”. Kjarnorku- vandamálið er svo yfirgengilega stórt að þaö krefst sama andsvars frá öllu fólki, trúuðu jafnt sem trúlausum. Sp. Biskupsdæmi þitt lifir að hluta til af vopnaframleiðslunni. Hérna eruBoeingverksmiðjurnar og stórar herstöðvar. Og Henry Jackson, þingmaöurinn sem kjós- endur hafa valiö hvað eftir annað er einn af þekktari haukunum á þinginu. Ertu ekki oft sakaöur um að vilja kippa fótunum undan at- vinnulifinu hér? H.Það hefur nú heyrst sjaldnar en halda mætti i fljótu bragði. En ég viðurkenni að yfirlýsingar minar hafa valdið mörgum manninum sársauka og reiði. Ég hefi hvatt til ágreinings. En eftir bréfum aö dæma sem mér berast — eru 85% bréfritara sammála mér. Sp.Nú hefur þú i hyggju aö láta peningana sem þú neitar að greiða rikinu i skatt til liknar- mála. Til dæmis til kvenna sem vænta barns — og vilja þrátt fyrir fátækt — ekki fara i fóstureyð- ingu. Sérðu samhengi i sliku starfi fyrir lifið og gegn kjarnork- unni? H. Vissulega. Hvorttveggja er spurning um lif eða dauða. Sp. Virðiö þér viöhorf fólks sem berst fyrir réttinum til fóstureyö- ingar — en gegn kjarnorkuvæö- ingu? H.Persónulega finnst mér vera mótsögn i þessari afstööu. En ég virði slikt fólk ef það hefur komist að niðurstöðu sinni eftir alvarlega og heiðarlega ihugun. Ég mundi reyna að fá fólkiö til þess aö fall- ast á min viðhorf á sama hátt og það myndi reyna að fá mig til að fallast á sin. Evrópa og Ameríka Sp. A liðnum tima hafa hreyf- ingar borist frá Bandarikjunum til Evrópu einsog t.d. hreyfing umhverfisverndarmanna. Nú hins vegar virðist dæminu snúið viö með friöarhreyfingunni sem berst frá Evrópu til Bandarikj- anna. Hvernig skýrir þú þessa breytingu? H. Ef ég væri Evrópubúi og hefði heyrt nokkrar eldmessur ýmissa stjórnmálamanna i Bandarikjunum hefði ég einnig brugðist hart við. Ég heföi komist að þeirri niðurstöðu að Evrópa yrði vigvöllur „takmarkaðs kjarnorkustriðs”, sem skyndi- lega var farið að tala mikið um. Þess vegna voru Evrópubúar lfka á undan okkur með friöarhreyf- inguna. Sp. Straumurinn gegn kjarn- orkuvopnavæöingu I Bandarikj- unum er oröinn þaö striður hér að hann er oröinn að pólitisku afli. Margt fólk varö hrætt hér þegar þú kallaðir kjarnorkukafbát af gerðinni Trident „Auschwitz i Puget Sound”. Hvernig átti að skilja þaö? H.Ég hef þegar sagt aö hér er verið aö byggja stöðvar fyrir Tri- dent-kafbáta. Hver Trident - kjarnorkukafbátur hefur kjarn- orkuflaugar um borð með eyði- leggingarmætti sem samsvarar 2040 Hirosima-sprengjum. Tri- dent-kjarnorkukafbátar eru árás- ar-vopnakerfi (ekki til varnar), sem mér finnst vera sérstaklega siðlaust og glæpsamlegt. Við munum semsagt hafa vopnakerfi sem getur afmáð hundruð þús- unda manna — einsog dauöabúö- irnar i Auschwitz. Og enn til við- bótar: Ég held að viö séum samá- byrg fyrir þvi sem gerist i eigin garði. Þvi meir sem ég hef lesiö um þessi mál þeim mun ljósar er það oröið fyrir mér hve tiltölulega fáir Þjóöverjar vissu um hvað var að gerast i Auschwitz. En þeir sem vissu eitthvað gerðu sig að vissu leytisamseka. Sama verður að segja hér og nú: Ef við vitum um þessi vopn og hrærum hvorki legg né lið til andmæla, ef við segjum ekkert, og gerum ekkert, þá erum við i vissum skilningi ábyrg fyrir afleiðingunum. (Snaraðog litillega stytt úr Spiegel) —dg- |PÚTBOÐ||| Tilboð óskast i gatnagerð, lagningu holræsa, vatns- og hitaveitulagna i nýtt hverfi i Selás, 4. áfanga. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi 3, gegn 3.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, miövikudaginn 23. júni n.k. kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJ AVIKURBORG AR Frikirk|uvegi 3 —- Simi 25800 »1982 AÐALFUNDUR Sölusambands islenzkra fiskframleiðenda verður haldinn að Hótel Sögu dagana 15. og 16. júni nk. Fundurinn hefst 15. júni kl. 9.15 f.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Lagabreytingar. Stjórn Sölusambands islenzkra fiskfram- leiðenda. Stöður garðprófasta Stöður garðprófasta fyrir stúdentagarð- ana, Gamla garð, Nýja garð og Hjóna- garða, eru lausar til umsóknar. Umsóknir skulu berast framkvæmdastjóra Félags- stofnunar stúdenta fyrir 1. júli n.k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.