Þjóðviljinn - 12.06.1982, Qupperneq 24

Þjóðviljinn - 12.06.1982, Qupperneq 24
28 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 12.-13. júnl 1982 daesurtónlist Þá er önnur plata Heima- varnarliðsins, Hvað tefur þig bróöir?, komin út. Kennir þar ýmissa grasa og leggur tölu- verður hópur hönd á plóginn við gerð plötunnar. .Það er Hima sem gefur plötuna út en innsti koppur þar i búri er Sigurður Rúnar Jónsson. Það er alltaf ein áleitin spurn- ing sem vaknar þegar maður fær plötu sem þessa i hendurn- ar: Þjónar útgáfa sem þessi einhverjum tilgangi? Já, ég tel að svo sé. Sennilega lendir þessi plata i flestum til- fellum inn á heimili þar sem af- staða hefur verið tekin til þeirra mála sem sungið er um á plöt- unni. En hún hlýtur alltaf að slæðast til einhverra þeirra sem ekki hafa leitt hugann að þess- um málum og vonandi vekur þessi plata einhverja til um- hugsunar og ef svo er þá hefur hún skilað sinu. Útsetningar og stjórn við gerð plötunnar sá Diddi fiðla um og er i flestum tilfellum ágætlega gert. En á köflum finnst mér hann ofhlaða sum lögin. Heill skari af fólki kemur fram á plötunni og yrði allt of langt mál að fara að telja upp alla sem við sögu koma. Lögin eru misjöfn en það eru nokkur lög á plötunni sem heilla mig sérstaklega. „Hvert afrek bróð- ir ætlar þú að vinna”, „Klukk- urnar i Nagasaki” og „Hvað tefur þig bróðir”. Annars finnst mér „Þóknunin” eftir Elias Daviðsson, vera, ef hægt er að nota það orð, sniðugasta lagið á þessari plötu. Albúm plötunnar finnst mér mjög gott, einfalt og táknrænt. Og fellur vel að þeim ramma sem markaður er á plötunni. Ljóð og textar plötunnar finn- ast mér i flestum tilfellum góð- ir, en það er einkum ijóð Jako- binu Sigurðard.óttur, „Hvað tef- ur þig bróðir”, og Ljóð Guð- mundar Hermannssonar, „Klukkurnar i Nagasaki”, sem hrifu mig mest: 9. ágúst ár hvert er öllum klukkum samhringt i Nagasaki og þess siðan minnzt með algerri þögn, að þann dag var kjarnorkusprengju varpaö á borgina áriö 1945. Þaö sem geröist þennan morgun var eitthvað alveg nýtt. — þvi undirstööur heimsins voru aö svigna. 1 leiftursnöggri andrá varö loftið fagurhvitt og litiu siöar byrjaöi aö rigna. Þessi hljómplata Herstöðva- andstæðinga stendur fyllilega undir þvi hlutverki sem henni er ætlað og það er jú fyrir mestu. — jvs Comsat Angels koma hingað til lands r 1 Þau gleðilegu tiðindi hafa nú verib stabfest að hljómsveitin Comsat Angels muni koma hingað i næsta mánuði og halda hér tvenna tónleika, 8. og 9. júli. Ekki er enn búið að ganga frá húsnæðien þau mál skýrast inn- an skamms. Þeir félagar eru að halda i hljómleikaferð um Bandarikin og liggur ísland þvi vel við höggi. En meira um það siðar... JVS Altered Images voru i nær öll- um breskum tónlistarblöðum kosin bjartasta vonin fyrir þetta ár. Þvi var engin furða að beðið var eftir þessari plötu með mik- illi eftirvæntingu. Saga hljómsveitarinnar er i stuttu máli eitthvað á þessa leið: Þangað til fyrir rúmu ári voru Altered Images ein af mörgum kráar'hljómsveitum i Glasgow sem enginn vissi haus né hala á. Það var ekki fyrr en meðlimir Siouxsie and the Ban- shees tóku hljómsveitina með sér i hljómleikaferð um Skot- landað hróður hljómsveitarinn- ar fór að berast. Útgáfufyrir- tækin fóru að sýna þeim áhuga og ráðlögðu Siouxsie and the Banshees þeim eindregið að gera samning viö eitthvert stórt útgáfufyrirtæki I staðinn fyrir „independent” (óháð) fyrir- tæki. Þessu ráði hlýddu Altered Altered Images Images og gerðu samning við C.B.S. Stuttu eftir að gengið var frá samningum var haldið i hljóð- rita og fyrsta breiðskifa hljóm- sveitarinnar, Happy Birthday, varð til. Upptökustjóri við gerð hennar var Steve Severin, bassaieikari Siouxsie and the Banshees. Plata þessi naut mik- illa vinsælda og gerði það gott á vinsældalistunum ensku. Pinky Biue nefnist nýjasta breiðskifa hljómsveitarinnar en upptökustjóri er Martin Rush- ent, einn þekktasti upptöku- stjóri Breta i dag, meðal annars þekktur af samstarfi sinu við Human League. Tónlist hljómsveitarinnar hefur breyst töluvert mikið. A fyrri plötunni svifur andi Si- ouxsie and the Banshees yfir vötnum og þykjast menn þar kenna áhrifa Steve Severin. A Pinky Blue kveður við annan tón. Hljómlistin er öll poppaðri en áöur og senniiegt að Martin Rushent hafi hér eitthvað komið við sögu. Hljómlistin er á svip- aðri linu og Blondie var hér á árum áður. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hljóðfæraleik og út- setningar en þær eru allar mjög góðar. Söngur Claire Grogan skapar þessi sérstöku blæbrigði semtónlist Altered Images kallar fram. Það er nánast út i hött að likja söng hennar við einhverja ákveðna söngkonu, það verður hver að finna sina eigin viðmiðun. Best er að hafa sem fæst orð um texta plötunnar. Þeir eru yf- ir höfuð handónýtir og varpa nokkrum skugga á plötuna sem slika. Mér finnst gaman að Pinky Blue.Þetta er plata sem kemur manni i gott skap og yljar manni á köflum. — jvs 4. júní sl. Hafnarbíó Föstudaginn fjórða þessa mánaðar voru haldnir tvennir hljómleikar i Hafnarbiói, þeir fyrri klukkan 21 en þeir siðari klukkan 23. Fram komu hljóm- sveitirnar Vonbrigði, Purrkur Pillnikk og Þeyr. Vonbrigði hófu fyrri hljóm- leikana rúmlega niu og léku öll sin bestu lög. Þeir voru góðir framan af en fataðist flugið seinni partinn. Góð keyrsla og góður kraftur var i leik hijóm- sveitarinnar og hef ég það á til- finningunni að mikils megi vænta af þeim drengjum á næst- unni. Purrkur Pillnikk kom næst á fjalir Hafnarbiós og var Purrk- urínn óvenju góður þetta kvöld Þeir eru eins og þeir segja sjálf ir fyrst og siðast hljómleika band og sannaðist það áþreifan lega á þessum tónleikum. Þeysarar enduðu hljómleik ana og léku nokkur af nýju lög unum sinum sem munu skreyta prógram þeirra á komandi hljómleikum erlendis. Þeysarai voru mjög göðir og auðheyrt aí þeir hafa æft vel upp á siðkastií og skörtuðu þeir öllum sinum bestu fjöðrum. Stemmningin var mjög góð og það fóru allir ánægðir út af þessum hljómleikum. Jón Viðar Sigurðsson skrifar Af Vonbrigðum má mikils vænta... Hvað tefur þig, bróðir!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.