Þjóðviljinn - 12.06.1982, Qupperneq 28
Helgin 12.-13. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 32
Starfsmenn útvarpsins,
Gagntílboö
á miðvikudag
Fjármálaráöuneytið hefur lagt
fram tilboð i samningaviðræðum
þess og Starfsmannafélags út-
varpsins. Starfsmannafélagið
skoðaði tilboöið i gær og hefur
þegar hafið undirbúning gagntil-
boðs.
Tilboðið er i mörgum liðum og
varðar m.a. kjör tæknimanna
sérstaklega. Starfsmannafélagið
mun leggja fram sitt gagntilboð á
næsta samningafundi n.k. mið-
vikudag að sögn Ævars Kjartans-
sonar formanns samninganefnd-
ar félagsins._______—óg
Landsmót LH á
Vindheimamelum
Nú stendur mikiö til noröur á
Vindheimamelum I Skagafirði,
hestamannafélögin halda þar
Landsmút sitt dagana 7.-11. júli
Enginn þarf að efa að margt
veröur þar ,,um hestinn” og
meira en nokkru sinni fyrr. Þvi
hefur nú haglendi verið aukið um
allt að helmingi og er það að
nokkrum hluta áborin tún. Þá er
og unnið að aukningu á tjaldstæð-
um og boðið verður upp á sérstak- '
ar fjölskyldubúðir. Aðstaða er
göö til veitingasölu. Fáanlegar
verða nauðsynlegustu matvörur,
reiðtygi og reiðfatnaður. Snyrti-
aðstaðahefur verið stórlega bætt.
Búist er við að fjöldi útlendinga
sæki mótiö og fer undirbúningur-
inn fram með hliðsjón af þvi. Þótt
mótiö byrji ekki fyrr en 7. júli er
gert ráð fyrir að hestamóttaka
geti hafist 3. júli.
A Landsmótinu verða sýndir
um 30stóðhestar og 60-70 hryssur,
auk nokkurra hópa frá hrossa-
ræktarbúum. Gæðingum verður
aö venju skipt i tvo flokka, A og B
flokk. Eru alhliða gæðingar i A-
flokki en klárhestar með tölti i B--
flokki. Trúlega koma fram um 90
hestar i hvorum flokki. Um 70
unglmgar munu taka þátt i ung-
lingakeppni. Skipast þeir i tvo
aldurshópa, 12ára og yngri og 13-
15 ára.
Fram fer Evrópukeppni og
verður það eins konar tilrauna-
mót, sem á að leiða i ljós hvort
unnt er að halda Evrópumót á Is-
landi. Verður keppt i sömu grein-
um og á hefðbundnum mótum er-
lendis. Gert er ráð fyrir að tveir
fulltrúar frá 9 löndum Evrópu,
auk Islands, taki þátt i þessu
móti. Keppendur fá hesta til þátt-
töku á mótinu sjálfu og knapar
geta ekki fyrirfram valið sér hest
heldur draga þeir um þá.
Kvöldvökur verða á föstudags-
og laugardagskvöld og margt til
skemmtunar. — Mótinu verður
svo slitið að afloknum kappreið-
um upp úr kl. 17.00 á sunnudag.
—mhg
Sjónvarpið________
Margrét
Bjarnason
í erlendar
fréttir
Liðsauki í
Stundina okkar
Nú hefur verið gengiö frá ráðn-
ingu i stöðu erlends fréttamanns
hjá sjúnvarpinu. Þeir ögmundur
Júnasson og Bogi Agústsson fá
liðsauka frá Margréti Bjarnason.
Margrét sækir reynslu i frétta-
mannastörf frá (Jtvarpinu og
Morgunblaöinu. Hún er lögfræð-
ingur að mennt.
Þá munu þau Ása Ragnarsdótt-
ir og Þorsteinn Marelsson veröa
meö Stundina okkar á móti Bryn-
disi Schram næsta vetur. Þau
munu vinna þættina saman, en að
sögn framkvæmdastjóra sjón-
varpsins, Péturs Guðfinnssonar,
þá kemur það i,hlut Asu aö kynna
þáttinn út á viö, þ.e. Þorsteinn sér
um efnisval en kemur ekki fram i
þáttunum. —húl.
Þetta unga fúlk er áreiðanlega ekki sammála fullyrðingu Júnu Bjargar, Klöru og Þúrdisar um að fé
lagsllfið væri dauft 1 Sandgeröi. Að minnsta kosti var ekki aldeilis deyfðin yfir börnunum á leikskólan
(Ljúsm.—kv.)
um I Sandgerði þar sem þessi mynd var tekin
Júna Björg Pálsdúttir, Klara Guðjúnsdúttir (með hjúlbörurnar) og Þúrdls Rafnsdúttir — bæjarvinnu-
stúlkur I Sandgerði. — (Ljúsm. — kv.)
Guðrún Finnsdúttir, Kristln Þúrðardúttir og Harpa Högnadúttir eru 16ára (bráðum 17) úg vinna við þaö
I sumar aö súpa stéttir Keflvlkinga. (Ljúsm. —kv.)
Við rákumst á þessar þrjár
stúlkur I Sandgerði á dögunum
þegar við vorum þar á ferð. Þær
komu akandi á múti okkur,
ábúðarfullar á svip eins og þær
væru að fara á mikilvægt stefnu-
mút. Við gátum auövitað ekki
stillt okkur um að forvitnast um
þær.
„Við? Við erum i bæjarvinn-
unni”, svara þær spurningu
blaöamanns.
Hvað eru þið gamlar?
„Jóna Björg og Þórdis eru 16,
Klara er 18”.
Eruð þið ekki alltof gamlar til
þess að vera í bæjarvinnunni?)
Fáiö þið ekki meira kaup I frysti-j
húsinu?
„Það fer eftir þvi hvort við
erum flokksstjórar”, segir Klara,
en hún er flokksstjóri. „Þetta er
miklu skemmtilegri vinna en
fiskurinn”.
Þær Jóna Björg og Þórdis luku
grunnskólanum i vor. Jóna Björg
|ætlar i Menntaskólann aö Laugar-,
vatni í haust, en systkini hennar
hafa verið þar og likað vel. Þórdis
ætlar á iþróttabraut i Fjölbrauta-,
skóla Suðurnesja i KeflavikJ
Klara er á náttúrufræðibraut i
fjölbrautinni.
Er skemmtilegt i Sandgeröi?
„Já, já”, segja þær Jóna Björg
og Klara en þær eru þar bornar og
barnfæddar. Þórdis kveður
félagslifið heldur dauft. Hún er
frá Seyðisfirði og nýflutt til Sand-
gerðis. Hún kveður félagslifið á
Seyðisfirði hafa verið fjörugt og
gott.
„Það er bara svona dauft hérna
af þvi að það fara allir eitthvað
annað”, segir Klara. „Fólk er
bara hér til að vinna en heimur-
inn stóri fyrir utan”. Og Keflavik
er staðurinn sem laðar að.
_ast
Magnús frá
Hafnarnesb______________
Vestmanna-
eyjapistlar
Hægri
sveiflan
Jæja, nú er hægri sveiflan dun-
in yfir hér I Vestmannaeyjum
með tilheyrandi svingi og snún-
ingi, loforðum fögrum um mikla
malbikun gatna, lækkun skatta
o.fl. ofl. Nýr bæjarstjúri hefur
verið ráðinn, Ólafur Eliasson,
endurskoðandi.
En hvar á að taka peningana
þegar lækka á fasteigna- og hita-
veitugjöld o.fl.? Mér er spurn og
sjálfsagt er svo um fleiri. Varla
veröur ráðist á garðinn þar sem
hann er hæstur, frekar en vant er,
stöðvargjaldið, sem mun skulda
bænum drjúgan skilding. Nei, ætli
verði ekki notuð sama, gamla að-
ferðin, seilst ofan i vasa hins al-
menna borgara, láglaunamanns-
ins? Það er trú min, enda grát-
kórinn gamli tekinn að emja um
lélega afkomu, eins og alltaf þeg-
ar von er á kauphækkunum til
verkafólks og sjómanna.
Verkfallsöldur
Nú fara verkfallsöldurnar að
skella á, mitt i hægri sveiflunni,
meðan sigurviman situr enn i
kollum sigurvegaranna. Hætt er
við að létt verði pyngjan hjá
mörgum þvi tið hefur verið rysj-
ótt til sjávarins, afli fremur treg-
ur þegar á sjó hefur gefið og þar
af leiðandi minni vinna. Krónun-
um f jölgar jafnt og þétt en kaúp-
mátturinn rýrnar aö sama skapi.
Margur kvartar undan nýju
myntinni, sem reyndar er ekki ný
lengur, finnst litið fást fyrir pen-
inginn, enda var myntbreytingin,
— segi og skrifa — blekking. Það
var brýnt fyrir fólki að gleyma
gömlu krónunni, en sannleikurinn
er sá, að gera verður samanburð
á henni og þeirri nýgömlu þegar
verslað er.
Sumarvinna
barna
Sumarvinna barna er nú hafin,
endamunekkiveitaaf þvi viða er
rusl, sem þarf að fjarlægja, ef
fegra á bæinn eins og heitið hefur
verið. Vestmannaeyjar eru fagur
bær frá náttúrunnar hendi. En
eins og viðar fýkur rusl upp úr
opnum sorptunnum, þvi að i Vest-
mannaeyjum er stormasamt,
eins og flestir vita. Börnin vinna
að hreinsuninni 4 tima á dag.
Byrja eftir hádegið og hætta kl. 5.
Fyrsti spamaður
hægri sveiflunnar
Fyrsti sparnaður hægri sveifl-
unnar hér var að halda bæjar-
stjórnarfund i húsi Sjálfstæöis-
flokksins, Höllinni. Aður höfðu
þeir verið haldnir i Safnahúsi
bæjarins, þar sem enga leigu
þurfti að greiða. Þannig sést sér-
gæðingsháttur hægri meirihlut-
ans.
Sjómanna-
dagurinn
Hátiðahöld Sjómannadagsins
hófust við Friðarhöfn á laugar-
daginn með þessum hefðbundnu
atriðum: Kappróðri, stakka-
sundi, koddabardaga og björgun-
aræfingu. Veöur var fremur kalt
og rysjótt.
Á sunnudaginn var byrjað við
samkomuhúsið kl. 13. Lúðrasveit-
in lék og siðan var hátiöin sett.
Skrúðganga var farin að Landa-
kirkju og lék lúðrasveitin fyrir
göngunni. Siöan var sjómanna-
messa i Landakirkju og prédikaöi
sr. Kjartan Orn Sigurbjörnsson.
Að messunni lokinni var minning-
arathöfn við minnisvaröa
drukknaðra og hrapaðra og flutti
Einar J. Glslason þar ræðu. Vigð-
ur var minnisvaröi Oddgeirs
Kristjánssonar, tónskálds, sem er
heljar mikil fiðla, rakin var bygg-
ingarsaga minnisvarðans og
hann afhjúpaður og afhentur.
Lúörasveitin lék og kirkjukórinn
söng. Hilmar Rósmundsson flutti
ræðu, sjómenn voru heiðraðir og
viðurkenning veitt fyrir björgun-
arafrek.