Þjóðviljinn - 12.06.1982, Page 35

Þjóðviljinn - 12.06.1982, Page 35
H'elgin 12.-13. júní 1982 ÞÍÓÐVILJINN —'SÍÐA 39 Málm- og skipasmiðir: Verða ekki með í allsher j arverkf alli Málm- og skipasmiðasamband islands mun ekki taka þátt i alls- herjarverkfallinu, sem boðað hefur veriðiloknæstu viku. Sama er að segja um Alþýðusamband Vestfjarða og ýmis önnur stærri sambönd. Verkalýðsfélögin i Vestmannaeyjum hafa einungis boðað til yfirvinnubanns frá og með 14. júni og verkalýðsfélögin i Keflavik og Njarðvik boða til ails- herjarverkfails frá og með 21. júni. 20 félög eru innan Málm- og skipasmiðasambandsins og eru stærst þeirra Félag bifvélavirkja i Reykjavik, Félag járniðnaðar- manna og Félög málmiðnaðar- manna á Akureyri og Akranesi. Tiltölulega litið virðist bera i milli i kjaradeilum iðnaðar- manna og viðsemjenda þeirra og má túlka þessa ákvörðun Málm- og skipasmiðasambandsins sem svo að það ætli að biða og sjá hverju fram vindur i viðræðunum næstu daga. Menn i forystu verkalýðshreyf- ingarinnar voru almennt þeirrar skoðunar i gær að skriður kæmist ekki á viðræður deiluaðila fyrr en liða tæki á næstu viku. Hins vegar er óvist hver viðbrögð fulltrúa launafólks verða við afléttingu verkbanns atvinnurekenda. — v. Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga Mjög slæm fjárhagsafkoma Járnblendiverksmiðjunnar Skipverjar á Páli Pálssyni voru komnir með tæp 70 tonn af þorski og grálúðu í gær, eftir fjögurra daga úthald. Guðjón Kristjánsson skipstjóri á Páli Pálssyni ÍS 102 Aflinn að glæðast á Vestf j arðamiðum „Þorskurinn stendur óvenju- lega djúpt allt niður á 320 faðma dýpi. Hann gengur litið upp úr köntunum og er nokkuð dreifður um sjóinn”, sagði Guðjón Krist- jánsson skipstjóri á skuttogar- anum Páli Pálssyni ÍS-102, sem var að toga djúpt úti í Vikuráls i gær. Þorskafli hefur heldur veriö að glæöast á Vestfjaröarmiðum frá þvi um siðustu helgi og sagði Guðjón að þeir fengju nú orðið 2—3 tonn I hali af fremur horuð- um en annars ágætum fiski. „Það er dálitið af grálúðu innan um, enda erum við komnir inn á grálúðuslóð, en við höfum ekkert orðið varir við ufsa og lltið við karfa. Guðjón sagðist hafa skipt yfir á flottroll á miðvikudag og aðrir togarar á sömu slóðum væru einnig að prófa flottrollið. „Við förum með trolliö alveg niður á 400 faðma, en hitaskilin i sjónum er á 220 —30 faöma dýpi og þar viröist þorskurinn hafa fundið eina ætið á þessum slóðum, bæði loðnu og Ishafsrækju. Það virðist ekki vera neitt ætisframboð annars staöar i sjónum fyrir þorskinn. Lltið var komið I sjóinn ennþá, við erum rétt að byrja aö sjá grænt I báruna. Þetta er allt seinna á ferðinni en venjulega. — Hvað eruö þið komnir með? — Sjálfsagt eitthvaö I kringum 60—70 tonn. Ætli við förum ekki inn á mánjdag, þá er þetta oröinn vikutúr. — Heldur þú að þorskleysið I slðasta mánuði sé slæmur fyrir- boði? — Það er ekkert nýtt aö þorsk- veiði sé treg I mai. 1974 og 75 var litið um þorsk i mai. Þorskurinn hafði litið æti i vetur, sjórinn hefur veriö kaldur og hrygningin var léleg. — Þú ert þá ekki svartsýnn á framhaldiö? — Nei ég hef aldrei verið neitt svartsýnn á þetta. Skilyrði i sjónum eru öðruvísi nú en verið hefur og það hefur haft sitt að segja, hvort sem það er hitafarið eða seltan. Fiskurinn liggur hér I hitaskilunum að visu dreifður og óvenju djúpt austur eftir öllu.” Um 15 togarar voru að veiöum I Vikurál I gær og aðrir 50 i Þver- álnum. -lg n Ertu með á Laugavatn? Síðustu forvöð Nú fer hver að verða sið- J astur að panta vikudvöl á ILaugarvatni i júli á vegum Alþyðubandalagsins. Frestur til þess að panta og staðfesta , pantanir rennur út i næstu Iviku, nánar tiltekið á miðviku- dag. Eins og auglýst hefur veriö i , Þjóðviljanum er um að ræða vikudvöl annars vegar frá 19. til 25. júli og hinsvegar frá 26. til 31. júli. 1 sumarfrii og sam- veru Alþýðubandalagsins á Laugarvatni verður lögð á- hersla á útivist, vandaöa dag- skrá, kvöldvökur og umræður. Þeir sem þegar hafa pantað á Laugarvatni eru minntir á að greiða fjórðung kostnaðar til staðfestingar fyrir 15. júni á skrifstofu Alþýöubandalags- ins að Grettisgötu 3. Enn eru nokkur pláss laus báðar vik- urnar og er fólk hvatt til þess að draga ekki að panta. Alþýðubandalagið V erð kísiljáms aldrei jafn lágt Fjárhagsafkoma islenska járnblendifélags- ins h.f, var mjög slæm seg- ir í nýútkominni ársskýrslu þess. Rekstrartap varö 64.4 milljónir íslenskra króna, en í þeirri niðurstöðu er innifalin 39.1 milljón vegna afskrifta og 42.3 milljónir vegna vaxta. t spjalli um stöðu og horfur seg- ir Hjörtur Torfason stjórnarfor- maöur, að viö upphaf árs hafi verið ljóst að horfur i rekstri fyrirtækisins væru sist betri en árið 1981. Bati á stálmörkuðum heimsins hefði ekki orðið, enda sjái ekki fyrir endann á efnahags- þrengingum þeirra viðskipta- landa, sem mestu ráða i þessu efni. Af þessum sökum hafi stjórn félagsins ákveðiö að fresta aö svo stöddu frekari ráðagerðum um byggingu á þriðja ofni en þaö hafði félagið til frumathugunar á liönu ári. Orsakir hinnar bágu afkomu fé- lagsins eru, aö þvi er segir i árs- skýrslunni, i meginatriðum tvennskonar. Litiö seldist af kisiljárni á árinu 1981 og framleiðslumagnið var litiö m.a. vegna orkuskömmtun- ar. Þá var verðlag á kisiljárni mjög lágt allt árið og tilraunir til að hækka verð tókust illa og drógu úr sölu að hluta til. Mun markaðsverö kisiljárns saman- borið við framleiðslukostnað þess ekki i annan tima hafa oröið jafn- lágt. Gert er ráö fyrir hlutafjáraukn- ingu og lántöku með ábyrgð hlut- hafa til þess að tryggja greiðslu- getu Járnblendiverksmiöjunnar og rekstur næstu árin. „Ef svo fer sem horfir veröur árið 1982 hiö þriðja i röð af fjórum starfsárum Járnblendiverk- smiöjunnar, þar sem ytri aðstæð- ur veröa mótdrægari en unnt var aö gera ráð fyrir i öndverðu. Þrátt fyrir þann mótbyr sem fyrirtækið hefur þannig hlotið er stjórnin enn eindregið þeirrar skoðunar, sem lýst var I siðustu ársskýrslu, aö fyrirtækið eigi sér öruggan rekstrargrundvöll og sé arðvænlegt til frambúðar, við eðlilegri markaösaðstæður og efnahagsþróun i heiminum”, seg- ir stjórnarformaðurinn i lokaorð- um. —ekh Fyrstu lóðarframkvæmdir Stálfélagsins eru nú hafnar i hrauninu uppaf Straumsvik. Ljósm. Kr.P. Framkv æmdir Stálfélagslns St irtrn Stálfélaö Könnun á brotajárni og útbreiðslu- starf út um land í sumar Framkvæmdir eru nú hafnar við fyrsta áfanga i framkvæmda- áætlun Stálfélagsins h.f. I hraun- inu uppaf Straumsvik i Hafnar- firði. Samkvæmt áætlun um I. áfanga mun félagið á næstu dögum hefja söfnun á betri gæða- flokkum stáls til vinnslu á hluta lóðar félagsins. Þegar vinnslu- tæki fyrir brotajárn hafa verið sett upp, mun félagiö taka á móti öllu brotajárni og flokka það jafn- óðum og vinna fyrir bræðslu. II. áfangi, sem er bræðsla stáls- ins i stálhleina, verður undir- búinn meðan á söfnun stendur, en byggingartimi er áætlaður 12 til 18 mánuöir. Afköst bræðsluofna á tveim vöktum eru áætluð 15.000 tonn á ári. Með fullri nýtingu er afkastagetan 25.000 tonn á ári. III. áfangi er völsunardeild sem á að fullnægja þörfum lands- manna fyrir steypustyrktarstál eða 15.000 tonn fyrsta árið. Gera má ráð fyrir 2 til 3% aukinni notkun árlega. Gjaldeyris sparn- aður verður 50 til 60 millj. kr. á ári miðaðvið núgildandi verölag. Stjórn Stálfélagsins h.f. hefur mikinn áhuga á að flýta fram- kvæmdum og hefur i þvi skyni boöaö til hluthafafundar, sem haldinn veröur i fundarsal Hótel Esju þriðjud. 29. júni. Skráöir hluthafar eru nú 325 talsins. A hluthafafundi mun mörkuð stefna félagsins varðandi ýmsa verk- þætti og aukningu hlutafjár. Stálfélagi h.f. hefur nýlega ráðið Arna Reynisson til út- breiðslustarfa á vegum félagsins i sumar. Árni mun á þeim tima heimsækja alla landshluta, til könnunar á brotajárni og stofna til samstarfs við bæjarstjórnir og sveitafélög. Undanfarin ár hefur járn verið urðað viða um land með ærnum kostnaði og til stórra spjalla á náttúru landsins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.