Þjóðviljinn - 04.09.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.09.1982, Blaðsíða 5
Helgin 4.-5. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 móti blæs hjá stóriðjufyrirtækj- um, hafa á ný færst i aukana þær raddir sem telja erlenda stóriöju lausnarorð, þar eö við getum ekki axlaö byrðar af áhættu er fylgi hagsveiflum á þessu sviöi. Vissulega þurfum við að taka tillit til þeirra og leita leiða til að draga úr áhættu og jafna út sveiflur i einstökum greinum. En við eigum ekki að afhenda útlend- ingum það verkefni að hagnýta orkulindirnar og flytja arðinn af þeim úr landi, svipað og gerðist i verslun fyrr á öldum og i rán- yrkju fiskimiöanna til skamms tima. Það er mikill barnaskapur að halda að erlend áhættufjár- magn leiti hingað i góðgerðaskyni til að standa undir taprekstri af fjárfestingum til langframa og það er á sama hátt rangt aö telja að við íslendingar höfum ekki efnahagslegt bolmagn til að standa undir skynsamlegum f jár- festingum og mæta sveiflum á þessu sviði. Það útilokar hins vegar ekki samstarf við erlenda aöila um ýmsa þætti þessara mála, ef tryggilega er um hnúta búið. Auka þarf innlenda f jármögnun Margir virðast efast um efna- hagslegt bolmagn Islendinga til að standa undir fjárfestingum við virkjanir og orkuiðju, sem fæli t.d. i sér tvöföldun á orkunýtingu á næstu 10 árum frá þvi sem nú er og þreföldun til aldamóta. Mat á sliku er vissulega háö óvissum forsendum um þjóðarframleiðslu og þjóðarhag á komandi árum. En jafnvel miðaö við hægan hag- vöxt t.d. á bilinu 1—2% á ári (sbr. linurit), væri hér ekki um stærri hlut að ræða i fjárfestingum að meðaltali á þessu sviöi en verið hefursiðustu 10—15 ár. Við höfum glimt við miklar fjárfestingar i orkumálum allan siöasta áratug, sem ekki sist hafa beinst að þvi að losna við oliu úr upphitun húsa. Þetta hefur verið arðbært og sjálfsagt verkefni á heildina litið. Nú sér fyrir endann á þvi átaki og þá skapast svigrúm til sóknar á öðrum svipum orkunýtingar. Rika áherslu ber að leggja á að hlutur innlendrar fjármögnunar i orkuframkvæmdum verði mark- visst aukinn til að draga úr verð- bólgu- og þensluáhrifum af er- lendum lántökum. Ná þyrfti sem fyrst þvi marki, að innlendur kostnaður verði fjármagnaður með eigin aflafé þjóðarinnar, en hann gæti veriö á bilinu 35—50% af árlegri heildarfjárfestingu miðað við áætlanir en það svarar til 450—650 miljónum króna á verðlagi 1. júli 1982. Slikt er engin risaupphæð miðað viö aðrar stærðir I þjóðarbúskap okkar. Mikilvægt er að greina sem best á milli innlendra og erlendra fram- leiösluþátta i stórframkvæmdum af þessu tagi. Ekkert mælir gegn erlendum lántökum til aö standa undir greiöslu á erlendum að- föngum, svo fremi viðkomandi fjárfesting sé talin þjóðhagslega hagkvæm. Lokaorð Að lokum er rétt að draga sam- an nokkur áhersluatriði varöandi hagnýtingu orkulindanna i ljósi þeirra viðhorfa, sem ég hef sett fram hér á undan. 1. isiendingar hafa til þessa hag- nýtt aðeins litinn hluta af orku- lindum landsins, vatnsafli og jarðvarma. 2. Orkulindirnar geta orðið öflug- ur bakhjarl i atvinnuþróun næstu ára og áratuga. 3. Landsmenn sjáifir eiga að hafa frumkvæði og forræði i hagnýt- ingu orkulindanna. 4. Taka þarf rikulegt tillit til um- hverfisverndar við undirbúning aö virkjunum og iðjuverum. 5. Framkvæmdir við orkuver og undirbúningur að orkunýtingu hafa langan aðdraganda og auðveldara er að hægja á verk- um en hraða þeim, ef aöstæður bjóöa. 6. Núverandi efnahagskreppa trefur ekki tilefni til að hverfa frá markaðri stefnu um að undirbua sókn inn á orkusviöiö. 7. Auka þarf eiginfjármögnun i orkuframkvæmdum og draga markvisst úr erlendum lántök- um við að fjármagna innlendan tilkostnað. Jafn ólíklegt að við fáum samiska sjónvarpsrás og samiskan páfa Samar hafa lengst af verið mjög sniðgengnir i norrænu samstarfi, en nú á seinni árum hefur orðið nokkur breyting þar á með vaxandi baráttu Sama fyrir sjálfstæði sinu tungu og menningu. Á ársfundi norræna rithöfundaráðsins, sem haldinn er hér i Reykjavik nú um helgina, situr einn fulltrúi Sama, norski rithöfundurinn John Gustavsen. Gustavsen er blaðamaður og rithöfundur, fæddur i Prosanger i Noregi. Hann hefur lokið prófi frá Sérkennaraskóla rikisins i Noregi, sent frá sér fjórar bækur og er með þrjár i smiöum. Hann er fulltrúi Samiska rithöfundafé- lagsins i norska rithöfundaráð- inu, en i félagi samisku rithöfund- anna eru yfir 30 höfundar og eru samiskar bókmenntir mjög á uppleið innan norræna bók- m^nntaheimsins. Veittir hafa verið styrkir til útgáfu bóka á samisku og þeir hafa einnig haft samvinnu við ýmis þjóðarbrot og þjóðflokka, t.d. eskimóa, indiána og fleiri. ,,Ég er fæddur i norður-norsk- um fiskibæ en Samabyggðin i Noregi er sú fjölmennasta á Norðurlöndunum. Samar á Norð- urlöndum lita á sig sem eina þjóð, þótt þeir búi i hinum ýmsu lönd- um, en einnig er Samabyggð i Rússlandi þótt við höfum þvi mið- ur ekki náð miklu sambandi við þá. Viö eigum okkur sameiginlegt tungumál, samiskuna, en þó eru mállýskur sem ekki íylgja endi- lega landamærum. Tunga okkar á mjög i vök að verjast eins og öll okkar menning og það er ekki fyrr en siöasta áratuginn að menn hafa vaknað til vitundar um nauðsyn þess að vernda tunguna og sérkenni Samanna.” ,,Nú hafið þið sérstakt félag samiskra rithöfunda. Er niikif skrifað á samisku?” ,,Já, og fer vaxandi. Við viljum beita okkur fyrir útgáfu bóka á samisku og teljum að Samar, Grænlendingar og Færeyingar eigi að fá að tilnefna bækur til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Þó að það sé min skoð- un að verðlaun almennt skipti ekki sköpum, þá geta þau skipt minnihlutai mjög miklu. Þau vekja athygli á þessu f ólki og sér- stöðu þeirra og hvetja viðkom- andi hópa til dáða. Almcnnt tel ég að rithöfundar eigi að fá greiðslur fyrir vinnu sina eins og aðrir þegnar, en fyrst bókmenntaverð- laun eru á annað borð til, verða þau aðná til allra, ekki sist þeirra sem eiga erfitt með að koma verkum sinum á framfæri. Það er jafnan notað á okkur að við séum svo fá og það gerir alla okkar að- stöðu til styrkja, launa og viður- kenningar mjög erfiða. Þetta er sameiginlegt vandamál allra minnihlutahópa og þjóðarbrota og þvier margt skylt með okkur ogt.d.eskimóum.” „Hver cr saga Samanna, hvað- an eru þeir upprunnir?” „Samar hafa búið á Norður- löndum sennilega frá þvi áður en þau byggðust norrænum mönn- um. Málið er finnsk-úgriskt. Samar eru mjög friðelskandi og þrátt fyrir ýmsar skærur fyrr á öldum, hafa þeir aldrei staðið i styrjöldum. Þeir hafa hrakist lengra og lengra noröur á bóginn og jafnan orðið að lúta i lægra haldi. Vegna þess hve Samar eru friðelskandi er orð eins og ofbeldi ekki til i málinu. Við erum mjög uggandi um framtfðina, ekki sist við sem búum i Noregi og höfum Natóherinn norska allt i kringum okkur. Við viljum lifa I friöi og leggja okkar af mörkum til varð- veislu friðar, t.d. meö stofnun friðarháskóla. Við búum mitt á milli stórveldanna, með Nató öör- um megin og Sovétrikin hinum megin. Við vitum að atómstyrjöld gæti brotist út einmitt á þvi svæði sem viö búum og það er skelfileg tilhugsun. „Nú verður m.a. rætt uni Nord- sat hér á rithöfundafundinum. llver er afstaða ykkar til þess máls?” „Við erum mjög uggandi. Rit- höfundar vilja einbeita sér aö aukinni bókaútgáfu i staö fleiri sjónvarpsrása og Nordsat er lik- legra tilað kæfa en styrkja menn- ingu og tungu minnihlutahópa. Það er jafn óliklegt að við fáum samiska sjónvarpsrás og að við fáum samiskan páfa. Nordsat er mjög flókið mál cn við erum hrædd um að það verði til að auka áhrif alþjóðlegrar afþreyingar- framleiðslu fremur en styrkja sjálfstæða listsköpun”, sagði John Gusta vsen að lokum. A mánudagskvöldið heldur Gustavsen fyrirlestur I Norræna húsinu sem nefnist „samenes litt- eratur (i nordisk sammenhend) oghefst hann kl. 20.30. þs Hreppti gos- drykkjavél Þegar Hrefna Árnadóttir, Hverfisgötu 38, Hafnaríirði, ætlaði að kaupa Soda Stream-vél á sýningunni „Heimiliö og fjöl- skyldan ’82” sl. mánudag, kom i ljós, að hún hreppti 100. vélina sem seld var á sýningunni. Hrefna varð þvi sú heppna og fékk Soda Stream-vélina ókeypis, og varð þar meö 1100 krónum rlk- ari. Aformað er að selja 150. vélina á kr. 550.00 og sá sem kaupir 200. vélina þarf ekki að taka upp veskið. A myndinni sjáum við Arna Kerninandsson hjá Sól h.f. af- hcnda Ilrefnu vélina ÚtNuktimar komnar John Gustavsen, blaðamaður og rithöfundur, fulitrúi Sama. Ljósm. — eik — LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL PÓSTSENDUM LJOS & ORKA Suóurlandsbraut 12 simi 84488

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.