Þjóðviljinn - 04.09.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 04.09.1982, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4.-5. september 1982 Eftir að hafa ferðast í 2 vikur um 3000 km. leið um Sovétríkin frá landa- mærum Finnlands að landamærum Rúmeníu á eigin bil eru það fyrst og fremst þrjár niðurstöður, sem mér eru efstar i huga. Þær eru á engan hátt frumlegar, og þær kunna ef til vil! að hljóma ein- feldningslega, — en þær liggja beint við. Og þær eru lika ólíkar þeim áhrifum sem ég Hef orðið fyrir i þeim 18 ferðum sem ég hafði áður tekist á hendur til þessa víðáttumesta lands í heimi, en þá var ég alltaf í boði einhverra samtaka eða opinberra aðila vegna fyrirlestra og ráðstef nuhalds. Einn kílómetri verður eins og ensk míla Þessar niðurstöður eru i fyrsta lagi, að maður getur farið nokkuð frjáís ferða sinna, svo framarlega sem maður er ekki hluti af ein- hverju fyrirfram skipulögðu: i öðru lagi eru það hin ótrúlegu frumstæðu skilyröi sem ibúar Sovétrikjanna búa við hvað varðar allan neysluvarning, og þá Kússnesk fjölskylda. Þrjár kynslóðir i einni ibúð Svörtu Lödurnar og hinn sanni Rússi framboð á áfengi virka sem aðdráttarafl fyrir aðra nágranna- þjóð með hliðstætt neyslu- mynstur: Finnarnir. Engin er- lend þjóð var jafn fjölmenn á tjaldstæðunum, þeir voru yfir- gnæfandi i Leningrad, og fjöl- mennir einnig i Moskvu. Finn- arnir sem við hittum i Kiev og Odessa virtust hins vegar meira upp á menninguna en áfengið, en hvar sem Finnarnir fóru virtust þeir hins vegar eiga mjög auðveld og greið samskipti við Rússana. Finnarnir virtust lita á þá full- komlega eðlilegum augum, reyndar eins og ekkert i heim- inum væri eölilegra, á meðan Vesturlandabúar frá NATO-lönd- um virtust stööugt vera sér með- vitaðir um hina pólitísku stööu sina i þessu framandi umhverfi. Þegar komið var fram undir morgun á hinum björtu nóttum i Leningrad og Novgorod voru Rússar og Finnar sem bræður og systur. Þeir eru glúrnir og góðir með sig Finnar. Johan Galtung Niðurníðslu- bragur Hin efnislega fátækt, — reyndar er þetta ekki rétta orðið. Þvi hér virðast nægir peningar á bak við Eftir Johan Galtung sérstaklega úti á landsbyggðinni: og i þriðja lagi verður manni minnisstætt hversu ljúfur, alúð- legur og auðveldur i viðkynnum hinn almenni borgari þessa risa- veldis er,—sérstaklega ef maður kann svolitið i rússnesku þannig að samskiptin gangi greiðlegar og eðlilegar fyrir sig. Þetta er allt mjög einfalt. Allt sem gera þarf er að hafa sam- band við ferðaskrifstofu, sem er i sambandi viö Intourist, lita á kort þar sem sýndar eru leyfðar leiðir og draga upp leiðina sem fara á. Vegirnir eru frekar torsóttir, þannig að einn kilómetri verður eins og ensk mila og enginn skyldi ætla sér meiri yfirferð en 500 km. á dag. Siðan er valinn nætur- staður á skipulögðum tjald- svæðum, vegagististöðum eða hótelum, og til þess er ætlast að mætt sé á sérhverjum áætlunar- stað að kvöldi — en timasetning þarf þó ekki að vera nákvæm. Þetta er að sjálfsögðu ekki sam- bærilegt við það algjöra frelsi, sem hinn akandi ferðamaður er vanur við á Vesturlöndum, en veldur þó ekki teljandi truflun. Þegar maður er einu sinni kom- inn inn fyrir landamæri Sovét- rikjanna virðist allt vera sérlega afslappað. t reynd var i engu fundið að þvi þótt við brygðum okkur út af leiðinni til nærliggj- andi borga eða þorpa, svo framarlega sem við stóðum við áætlun okkar um næturstað. Að vera vel nestaður Bensinstöðvar voru nægilega viða, og þar mátti fá ágætis bens- in fyrir 40 kópeka literinn gegn fyrirframgreiðslureglunni (bætið við 1/3 til þess að fá hið opinbera gengi dollarans). Lögreglu- þjónarnir eru viðmótsþýðir og hjálplegir, og ekki verður maður var við að lögreglan ofgeri i radarmælingum og vandræðatil- búningi til þess að afla gjaldeyris, eins og finna má i Austur-þýska- landi og Búlgariu. Þeir eru fúsir til hjálpar vegvilltum útlend- ingum — og þar sem vegaskilti eru af skornum skammti er auð- velt að villast, og það er i sjálfu sér ágætt, þvi það gefur gott til- efni til samskipta við landsmenn. Ferðamaðurinn verður að vera vel nestaður, nema hann vilji borða eins og sovéska yfirstéttin, — eingöngu á finum veitingahús- um. Mjólk og kjötvörur eru vart finnanlegar, en hins vegar var enginn skortur á ágætis rúg- brauði (15 kópekar kilóið) og fyrirtaks vodka (6 rúblur flaskan — framleiðslukostnaður um 20 kópekar). Þetta hvort tveggja virðist vera uppistaðan i matar- æðinu til sveita, og er enginn vafi á þvi að vodkaneyslan ber uppi drjúgan hluta af þætti Sovétrikj- anna i vigbúnaöarkapphlaupinu. Reyndar virðist hið riflega Astfangið par allt. En vegir og hús, verslanir og greiðastaðir, allt hefur þetta yfir sér einhvern niðurniðslubrag og algjöran skort á umhyggju. Smekkleysi, skortur á alúð við umhverfið, enginn hlutur til þess að láta sér þykja vænt um eða að minnsta kosti meðhöndla af varúð svo að hann brotni ekki. Salernin eru yfirgengilega léleg og það er sjálfsagt tekjulind fyrir hótel og dýrari veitingastaði, þvi það getur oft verið salernisins virði að kaupa sér þar dýra mál- tið — sem reyndar má einnig treysta að bragðist vel. (Við mælum með vegahótelinu i Oryol). Hvernig þessi grund- vallarmótsetning á milli sósia- lisma og salernismenningar eða pipulagna almennt er til komin er erfitt að segja. Kannski gera Rússar ekki meiri kröfur. Og við skulum fara varlega i að álykta almennt um áhrif sósialismans á hitt og þetta. Búlgaria er einnig sósialiskt riki og er nú efnislega háþróaðasta rikið á Balkanskag- anum, snyrtilegt og hreint land með lifskjör, sem eru ekki svo fjarri þvi sem gerist i ýmsum jaðarlöndum Norðurlanda. Við skulum hins vegar fara varlega i að álykta að þetta stafi af hag- kvæmri landsstærð: Rúmenia stendur Búlgariu langt að baki i mörgum efnum. Að njóta þess sem er ekta Það sem okkur virðist skorta á I hinu efnislega umhverfi finna Rússar og Sovétmenn i þvi sem er ekta, þvi sem er mannlegt og raunverulegt. Það stóð yfir sýning I Moskvu til þess að minnast 60 ára afmælis Sovétrikj- anna (sem voru stofnuð 1922 en ekki 1917 eins og margir virðast halda). t sýningarskálanum þar sem kjarnorkunni voru gerð skil var aðeins einn gestur þegar okkur bar að garði: fimm ára dóttir okkan Hins vegar var hús Tolstoys, Yasnaya, Polyana, svo troðið af rússneskum sumargest- um að við náðum vart öndinni þegar þeir 25 sem voru að skoða svefnherbergið hleyptu þeim 25, sem voru að skoða setustofuna fram hjá sér. Og auðvitað elska þeir náttúr- una, ekki sist vegna þess aö hún er vel þess virði og hefur ekki ‘ verið eyðilögð i eins rikum mæli af hinum heimskulega stjórn- málaáróðri sem er að eyðingar- gildi jafnoki auglýsingamennsk- unnar. Skógarnir virðast ósnortnir og

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.