Þjóðviljinn - 04.09.1982, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 04.09.1982, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4.-5. september 1982 bókmcnntir_____________________________ Má maður ekki gera neitt? Sakleysið, síst má án þess vera _________ Árni ly Bergmann y skrifar Tímarit Máls og menningar hefur tekiö upp þann sið að láta hvert hefti f jalla að verulegu leyti um ákveöið þema. Þetta getur verið ágætt/ en getur óneitanlega komið niður á f jölbreytninni og því hlut- verki ritsins að kynna nýjar bókmenntir. Þriöja hefti þessa árs snýst aö þrem fimmtu hlutum um ungl- inga: þar eru unglingaljóö, sem veröa þvi miður ekki mikið annað en sakleysisleg dæmi um sjálfs- tjáningarskólann, sögur eftir unglinga og ein um ungling, viðtal um rannsóknir á unglingum i Reykjavik. Það sem athygli vekur i þessari syrpu er frásögn eftir sautján ára stúlku, Védisi, sem heitir ,,Ég plús unglinga- heimilið”. Vandræða unglingur Vandræðaunglingur svo- nefndur segir þar brot úr sögu sinni: hún fer snemma að drekka Jón Dan: Viðjar. Þættir úr þroskasögu drengs. Bókaklúbbur Arnar og Örlygs 1982 Þessi saga greinir frá ferm- ingarstrák i litlu plássi. Þegar hún hefst á hann i sálarkreppu út af þvi aö hann tekur mjög snemma út kynþroska og er orð- inn kafloðinn allur. Þessum bráð- þroska fylgir afar sterkur áhugi á hinu kyninu blandaður ótta og feimni og vandræðaskap sem á sér rætur i miklu sakleysi barns sem náttúran teymir á eftir sér full hratt. Ágúst heitir þessi piltur. Móðir hans einstæð þarf að flytja úr plássinu og skilur hann eftir vetrarlangt i höndum vinkonu sinnar, fallegrar ekkju um þri- tugt. Sagan gerist siðan i nokkuð þröngum farvegi, ibúar plássins fá þvi aðeins þegnrétt i henni að þeir komi kynþroskavandræðum drengsins eitthvaö viö. Og það verður fljótt augljóst, að ekki getur öðruvisi farið en að ekkjan góöa og greinda, Rósa, leggi pilt i sæng með sér og kenni honum stafróf ástarinnar. Misjafnt Frágangur á persónum og sam- skiptum þeirra er nokkuð mis- jafn. Það er ýmislegt laglega gert þegar lýst er aukapersónum: jafnöldru drengsins og frænku, Svövu,og táningaspennu þeirra i milli, Daviö homma sem allir vilja hafa á hornum sér i litlu plássi nema drengurinn (og er reyndar haglegast farið með mikið sakleysi drengsins og fá- fræði ilýsingu á kynnum þeirra). Lesandinn getur einnig verið vel sáttur viö lýsinguna á samdrætti drengsins og Rósu og ótta móöur- innar einstæöu um hann. En það er eins og vanti úthald i sög- una — ótti móöurinnar verður þreytandi þegar fram i sækir, rétt eins og t.d. afbrýði Þórðar kenn- ara i garð Agústs, en hann hefur einnig hug á Rósu. Þetta úthaldsleysi bitnar þó verst á aðalpersónunum, Agústi og Rósu. Einn veikasti hlekkurinn verður sjálft sakleysi Agústs — þaö er heldur reyfara- legt að þurfa aö trúa þvi, að strákur i sjávarplássi á sjón- varpsöld viti ekki hvað um er að vera þegar honum ris hold eða þá að honum takist að missa svein- dóminn i svefni. Ekki sist þegar drengurinn er annars furöu full- orðinslegur i tali — eins og þegar hann segir við keppinaut sinn, Þórðkennara: „Samband þitt við Rósu, það skil ég. Áhuga þinn á skiðaferðum minum, hann skil ég. Hallærislega afbrýðisemi þina, hana skil ég”. Þessi óvissa i lýsingu drengsins (löngun til að flytja Dafnis til nú- timans) er tengd ákveðinni óvissu um tíma sögunnar. Þetta er sjón- varpstimi þegar ýmislegt er „æðislegt” og „pungrottur” hlaupa um garða — en að öðru leyti er margt i málfari og hug- blæ, sem minnir á þorpslýsingar sem miklu eldri eru. Rósudraumurinn Og Rósa verður heldur dauf- leg þegar nær er komið. Þegar móðir drengsins kemur að sækja hann kemst hún aö sambandi þeirra Rósu og er afar reiö vin- konu sinni eins og nærri má geta. En Rósa réttlætir sig með þvi, að hún hafi alið hann upp: „Ég fékk barn i hendurnar og skila þér góðu mannsefni”. Lesandinn er skilinn eftir með hugboð um að móðirin muni sættast á þetta. En Jón Dan þetta uppeldi — íyrir utan kyn- lifsreynsluna — verður ákaflega mjóslegið. Eftir stendur, að Rósa er dagdraumur stráka um að þeir þurfi ekki að paufast viö kyn- ferðislega tilraunastarfsemi meö jafnöldrum sinum heldur komi fullþroska kona eins og engill og hold i senn og visi þeim i sælunnar reit — án þess að nokkur vand- ræði hljótist af fyrir sjálfa þá. (Rósa er ólétt, en hún fer burt og út úr sögu drengsins). Móðirin mun að likindum fallast á þessi málalok, ekki sist þegar Rósa hefur spilað á ótta hennar við sjálfsfróun, homma eða ótima- bæra óléttu einhverrar jafnöldru Gústa: Var ég ekki betri lausn? Og þaö er séð til þess, aö samúð lesandans verði hvergi annars- staðar en hjá þeim Rósu og Gústa, sem losnaði úr viðjum. Má i þvi sambandi bera upp spurn- ingu til umhugsunar á jafnréttis- tlmum: Ef að dæminu væri snúið við og þritugur ekkill hefði tekið að sér i skáldsögu að ala upp fermingarstúlku, búa verklega undir kynlifið svo unga dóttur vinar sins,hvernig hefði mönnum þá orðið við? Sá höfundur sem reyndi að gera slikt samband aðlaðandi hefði verið skorinn, sviðinn og steiktur. AB og reykja hass og éta pillur, sam- búðin við foreldrana er svosem engin eða verri en það.Védis fer á unglingahæli, siðan i tilraun með sjálfstætt lif undir tiltölulega vægu eftirliti, það gengur allt brösótt og allir sýnast ráðlausir — að lokum er stúíkan komin úr landi og telur sig eiga einhvern áfanga að baki og geta litið á það sem liðið er með nokkrum yfir- burðum. Lesandinn veit þó ekki við hvers konar framhaldi mætti' búast, allt er það með gaffli á sjóinn skrifað. Það er alvanalegt þegar menn lesa játningarit að þeir spyrja sig að einlægni þess sem segir frá. Og óneitanlega finnst lesandanum einatt, að sögustúlkan sé i ein- hverjum feluleik. Hún segir reyndar á einum stað um dvöl sina á heimilinu: „Ég var fljót að læra á þetta unglingaheimilis- leikrit, fljót að koma mér i viðeig- andi hlutverk, geta talað hrein- skilningslega og af sannfæringu án þess að vera kannski mjög opin. Það má tala um sumt og sleppa öðru og segja þannig frá án þess að vera beint að ljúga”. Kannski heldur Védis þessum leik áfram i „bókmenntaleikritinu”, hver veit? Engu að siður segir hún nógu margt og hefur þá eðlis- greind til að bera að lesandinn festir áhuga viö frásögn hennar. Eg og hin Frásögnin er reyndar heldur dapurleg. Það er margt sem hafa má að stoðum undir slika stað- hæfingu. Tökum til dæmis þann undarlega mun sem er á „mér” og „hinum” i þessari frásögn. Eins og svo margir unglingar er Védis þungt haldin af sjálfsvork- unn. Hún situr á unglingahælinu og finnst hún vera einstæðingur fullkominn og vinirnir eru viös fjarri og þegar út er komið finnst henni að öllum sé „nákvæmlega sama um mig, sama hvort ég gengi laus eða væri lokuð inni”. En þegar svo einhver ætlar aö sýna Védisi i allri vinsemd að hún sé ekki ein — eins og einn undir- heimafugl, sem vill ekki að hún fari sömu leiö og hann sjálfur, þá setur hún út klærnar: enginn skal hafa vit fyrir mér! Eða eins og i frásögninni segir: „Hvern djöfulinn — af hverju mátti ég ekki gera neitt? Það var ekki nóg að félagsmálastofnunin, unglingaheimilið og foreldrar minir ætluðu að gera eitthvað úr mér heldur voru félagar minir lika staðráðnir i að gera mér að einhverju sjenii. Til hvers fjandans var ætlast af mér?” Unglingurinn sem rétt áðan kvartaði um einsemd sýnir aö aðrir eru ekki til fyrir hann — eða réttara sagt: þeir eru aðeins til að djamma með, annars eru þeir bara að flækjast fyrir. Frelsið Þarna er komið að þvi sem ömurlegast er i frelsistali ungl- ingsins, umkvörtun hans um frelsisskeröingu, kröfu hans um að enginn skuli gera til hans óþægilega kröfu. Frelsið er svo undarlega tómlegt þegar komið er ofan i þaö. Það er jafnvel enn slitnari frasi i játningarriti ungl- ingsins en i þjóðhátiðarræðum. Ótrúlegt en satt. Ekki sist vegna þess, að þaö frelsi „til aö gera eitthvað” sem hér er á flökti sýnist einna liklegast til að stefna beint inn i nýjan þrældóm. Þrældóm alkóhólsins eða ein- hvers enn verra fjalls. Þetta er ekki sagt til að fara með bölspár um þá stúlku sem setti saman frásögnina. Heldur er það haft i huga, að Védis er ein af mörgum i afar rugluðu liði sem hefur á mjög ungum aldri komið sér i einhvern sjálfstortimingar- ham. Sá hópur er reyndar miklu stærri en þeir sem beinlinis væru kallaðir „vandræðaunglingar”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.