Þjóðviljinn - 04.09.1982, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 04.09.1982, Blaðsíða 25
Helgin 4.-5. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 25 Risarokk! Baraflokkurinn frá Akureyri er eina landsbyggöarhljómsveitin i Risarokkinu. A myndinni t.v. er hinn nýji trommari þeirra en á hinni sjáum viö Asgeir söngvara á milli þeirra bræöra Freyssona. Mynd: Sig. Sverrisson A föstudaginn kemur þann 10. september, veröur rokk-hátiö i Laugardalshöli og munu þar koma fram fimm af okkar bestu hljómsveitum. Þeir sem standa aö þessari hátið eru sömu aðilar og framleiddu Rokk i Reykja- vík. Allar hljómsveitirnar og ailir þeir sem leggja hönd á plóginn viö framkvæmd þessa hátiöar munu vinna endurgjaldslaust og allur hagnaöur hátiöarinnar fara óskiptur til greiöslu á skuldum sem hvila á Rokk i Rcykjavik.En þær eru ekki svo litlar. Hátiðin ber nafn með rentu, þvi að þær hljomsveitir sem fram koma eru: Þursar, Þeyr, Grýlur, Baraflokkur og Egó. Auk þessara hljómsveita má búast viö gestum sem munu þá koma fram inn á milli at- riða. Ekki hefur endanlega ver- ið gengið frá þvi hverjir þaö verða en ef allt fer að óskum veröur meðal gesta hljómsveit sem á eftir aö koma mörgum ef ekki öllum á óvart. Hljóðmenn á þessari hátið verða Július Agnarsson og Gunnar Smári en auk þeirra munu Þursar gefa góö ráð. Nú má enginn sitja heima. Nú reynir á samstöðuna. öll verö- um viö að leggja okkar af mörk- um til að bjarga Rokki í Reykja- vík fyrir horn og sjá um leið okkar bestu hljómsveitir. Get- um við verið þekkt fyrir annaö? Hátiðin mun hefjast kl. 20 og vara eitthvað fram yfir mið- nætti. Góða skemmtun. (Forsala miöa verður i Fálk- anum, Karnabæ og Stuö, verð kr. 150.-) Guömundur Ingólfsson og Bergþóra Arnadóttir kveöjast eftir vel heppnaö samstarf viö upptöku á plötu Bergþóru, Bergmál. þar sem Guömundur spilar á pianó, orgel og harmónikku. Djassplata frá Guömundi er væntanleg á markaöinn innan tiöar. Mynd: A. Stúdíó Nemi Biaðamönnum var fyrir skömmu boöiö aö sjá Gióru i Hraungerðishreppi (rétt fyrir austan Selfoss) Voru ástæöur tvær — og góöar og gildar báöar: aö berja augum hiö nýja stúdió þar á bæ Nema og fagna útkomu fyrstu breiðskifunnar sem þar er tekin upp i Bergmáli Bergþóru Arnadóttur. Guðmundur Ingólfsson pianó- leikar haföi sama dag lokið við aö hljóðblanda sólóplötu sina, en meö honum leika Björn Thorarensen á gitar, Pálmi Gunnarsson á bassa og Asgeir Óskarsson Þurs á trommur. A plötunni veröur efni eftir Guðmund, nokkrir „djassstand- ardar” og eitt islenskt þjóölag. Guömundur kvaðst mjög ánægöur meö aðstæöur allar i stúdióinu i Glóru og sagöist aldrei hafa unniö i betra andrúmsiofti við stúdióvinnu, og átti þá ekki eingöngu viö ómengaö sveitaloftiö. Tveir fyrrverandi rokkarar úr Mánum eiga stúdió Nema, þeir Ólafur Þórarinsson og Smári Kristjánsson, ásamt Ara Páli Tómassyni, og óhætt er aö óska þeim „Nemum” til hamingju með fyrstu breiðskifu, þar sem er Bergmáliö hennar Bergþóru, en um hana verður fjallaö i þessum þætti i næsta Sunnu- dagsblaöi. A bridae______________ Sigtryggur vann ekki! Jón Þorvarðarson varö öruggur sigurvegari i Sumarbridge sl. fimmtudag, en stigakeppni lauk þá. Hann varö efstur I sinum riöli ásamt félaga sinum, en helsti keppinautur hans, Sigtryggur Sigurösson, hafnaöi I 2. sæti i riöl- inum og þar með i 3. sæti á mótinu I heild. Spilamennsku lýkur svo i Sumarbridge á fimmtudaginn kemur, með formlegri verðlauna- afhendingu ásamt hefðbundinni spilamennsku. Spilarar eru hvattir til að mæta. Úrsiit uröu annars þessi sl. fimmtudag: a) Jón Ámundason Sigurður Ámundason 256 Erla Sigurjónsdóttir— Esther Jakobsdóttir 253 Sigriöur Ottósdóttir— Ingólfur Böövarsson 245 Siguröur Lárusson— Óskar Karlsson 239 b) Guöb. Sigurbergsson— Páll Valdimarsson 189 Sigurður Sverrisson— Valur Sigurðsson 186 Omar Jónsson— Guöni Sigurbjarnarson 173 Helgi Jóhannsson— Hjálmtýr Baldursson 172 c) Jón Þorvarðarson— Asgeir P. Asbjörnsson 258 Sigtryggur Sigurösson— Svavar Björnsson 254 Högni Torfason— Steingrimur Jónasson 244 Georg Sverrisson— Kristján Blöndal 231 Meöalskor i A og C riðli var 210 en 156 i B-riöli. Sl. fimmtudag mættu 46 pör til leiks, sem verið hefur meðalþátttakan á kvöldi i sumár. Alls hafa 128 manns hlotiö stig i Sumarbridge, og lokastaöa efstu manna varð þessi: Jón Þorvarðarson 19 stig Asgeir P. Asbjörnsson 17 stig SigtryggurSigurðsson 16stig Svavar Björnsson llstig Sigfús Þórðarson 10,5 stig Einar Sigurðsson lOstig ÓmarJónsson lOstig SiguröurB.Þorsteinsson 9,5stig Jón Þorvaröarson, sigurvegari i Sumarbridge Bridgedeildar Reykjavikur 1982. Umsjón Ólafur Lárusson Einsog áöur sagöi, verður siöasta spilakvöld i Sumarbridge n.k. fimmtudag og hefst spila- mennska aö venju um hálf-sjö- leytiö (?) í A-riöli, en hinir sem fara á fætur á eölilegum tima, geta mætt milli sjö og hálf átta. Allir velkomnir meöan húsrúm leyfir. Frá Bridgefélagi Reykjavikur Eins og undanfarin ár mun félagiö spila i vetur i Domus Medica viö Egilsgötu. Keppnis-1 stjóri veröur eins og undanfarin ár Agnar Jörgensen. Spila- mennska hefst jafnan kl. 19.30 stundvislega. Starfsemin hefst aö þessu sinni miövikudaginn 15. sept. á eins kvölds tvimenningi. Viku seinna 22. sept. verður aftur spilaður eins kvölds tvimenningur, en næstu fjögur kvöld veröur fjög- urra kvölda hausttvímenningur á dagskrá. Að honum loknum hefst aöalsveitakeppni félagsins, sem gert er ráö fyrir aö standi til ára- móta. Ekki hefur endanlega verib gengiö frá dagskrá eftir áramót, en þá verða væntanlega aöal- tvimenningskeppni, board a match keppni o.fl. á dagskrá. Þá er fyrirhugað stórmót með þátt- töku erlendra spilara, en undir- búningur aö þvi er enn á byrj- unarstigi. Stjórn félagsins hvetur félags- menn unga sem gamla til virkrar þátttöku i starfi félagsins i vetur og einnig eru nýir félagar vel- komnir. Bikarkeppnin Þriöju umferð Bikarkeppni Bridgesambands tslands er nýlokið. Úrslit uröu sem hér segir: Sveit Bernharðs Guðmundssonar vann sveit Þórarins Sigþórssonar. Sveit Esterar Jakobsdóttur vann sveit Karls Sigurbjartar- sonar. Sveit Jóns Hjaltasonar vann sveit Leifs österby. j Sveit Runólfs Fálssonar vann ' sveit Sævars Þorbjörnssonar. Drcgið hefur veriö f 4 umferö uudanúrslit, og spila þá saman: Sveit Runólfs Pálssonar við sveit Jóns Hjaltasonar Sveit Esterar Jakobsdóttur við sveit Bernharðs Guömundssonar. Sveitin, sem nefnd er á undan á heimaleik. Undanúrslitum á að ljúka i siðasta lagi 24. september. Úrslitin munu fara fram snemma i október, en spiladagur er enn ekki ákveöinn. í sýningardeild nr. 70 í Laugar- dalshöll fást plöturnar „Berg- mál“ og „Hvaö tefur þig bróðir“ ásamt söngbók MFA á kynning- arverði. Verðið á plötunum er kr. 180.- í sýningarbásnum, en kosta í verslunum kr. 279.-. Auk þess seljum við fjöldann allan af öörum plötum, nýjum og gömlum, ásamt myndlist af ýmsu tagi á góðu verði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.