Þjóðviljinn - 04.09.1982, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 04.09.1982, Blaðsíða 21
Helgin 4.-5. september 1982, ÞJóÐVILJINN — SIÐA 21 Magniði frumskógum háhýsanna verðuróneitanlega tilkomumikið jafnvel þótt gæðin séu ekki aðsama skapi. Sovéskir hippar i Gorki-garðinum i Moskvu akrarnir eru oft illa leiknir og grænmeti lélegt (og alls ekki ódýrt á mörkuðunum á sam- yrkjubúunum). En ilmurinn i náttúrunni er sterkur og ekta og gróöurfariö er norrænt langt til suöurs. Vötn og ár eru vænleg til baöa, jafnvel innan stórborga eins og Moskvu, Leningrad og Kiev. Klukkan 11 aö kvöldi sjáum viö bikiniklæddar stinnholda konur fara yfir hraöbrautina fyrir utan Moskvu, blautar af sandi i ánni á leiö inni hinn endalausa frumskóg háhýsa þar sem magniö veröur óneitanlega til- komumikiö, jafnvel þótt gæöin séu ekki aö sama skapi (húsin eru t.d. illa einangruö). 1 vissum skilningi lifir þetta fólk i fortiö- inni, fortiö sem klippt var á 1917, og þaö nýtir sér þau þægindi sem 65 ára sósialismi hefur veitt þvi til þess aö njóta þess sem er ekta — og oft þess sem er meira ekta en viö finnum á Vesturlöndum, þar sem amerikaniseringunni hefur oröiö mun betur ágengt i aö strika út liönar aldir en „kommúnism- anum” (eöa hvaö viö eigum aö kalla þaö) I Austur-Evrópu. Viö sjáum þvi vel viöhaldnar kirkjur um allt, flestar reyndar lokaöar, en engu aö siöur eru þær minnis- varöar feguröar og fortiöar, sem ekkert getur komiö i staöinn fyrir. Ekki nóg meö þaö: ,,Þú hefur komiö frá Heilagri Péturs- borg...” sagöi vörubilstjóri viö mig sunnar i landinu — honum féll ekki viö nafniö Leningrad. Fólkið og viðhorf gagnvart Vesturlanda- búanum Ekki svo aö skilja að vönduð efnisleg gæði séu ófinnanleg. Umferðin á götum Moskvu er eins þétt og i stórborgum Vesturlanda. Og þar sjáum viö svörtu biiana sem ekið er af hrokafullum ungum mönnum i leðurjökkum meö einhvern apparatchik i aftursætinu, sem rétt glittir i á bak viö gluggatjöldin og þeir þeyta hornin og haga sér i um- ferðinni eins og lögreglubilar — hin örugga leiö til þess að ávinna sér hatur fólksins. Viö sjáum lika fjögurra dyra Lödurnar, farkosti þeirra lánsömu og velstæöu. bá eru það kvöldveislurnar á veit- ingahúsunum, dans og kaviar, gjörólfk veröld ef litiö er til sveitaþorpanna og bændahús- anna þar sem heimurinn virðist standa kyrr, þar sem kyrrðin er svo algjör aö ekkert virðist geta gerst. Jafnvel svefnþungt griskt sveitaþorp gæti virst sem hrað- fleygur stórborgarheimur miöaö við þá stöönun sem þarna viröist rikja. Á heitum dögum stendur fólk i biðröö til að fá sér kvass, léttáfengan ávaxtadrykk sem er eini munaðurinn eftir áð isinn er uppseldur. Stéttaþjóðfélag — ef gengið er út frá þvi hvað fólk hefur á milli handanna, jafnvel þótt félagslegt öryggi riki i grundvallaratriöum. Og svo er það fólkið. baö hvarflar aö mér hvort sú mikla tortryggni og ótti sem rikir á Vesturlöndum i garö Rússa sé ekki tilkominn fyrir milligöngu þeirra mörgu Vesturlandabúa sem aöeins hafa komist i kynni viö fulltrúa hins opinbera, leiö- sögumenn og túlka sem eru sér- þjálfaöir i aö selflytja gesti og fela fyrir þeim hinar dekkri hliö- arnar um leið og þeir draga upp óraunsæja áróöursmynd af þjóö- félaginu sem fær fólk til aö draga i efa allt sem þeir segja. Venjulegt fólk sem viö mætum er yfirmáta hlýlegt og vingjarn- legt, — eins og ítalir ef viö á annaö borö gripum til alhæfinga. baö rikir engin sérstök spenna lengur gagnvart Vesturlanda- búum — fólk er hvorki yfir sig forvitið né feimiö, bara eölilegt. 1 samræöum er kvartaö undan hinum öldruöu leiötogum, sem gera ekki annaö en aö tóra, þeir kvarta undan skorti á kjöt- og mjólkurvöru en eru ánægöir meö þaö félagslega öryggi sem þeir búa viö. beir kvarta undan þvi aö ekki megi gagnrýna neitt nema þaö hafi veriö áöur gagn- rýnt af einhverjum háttsettum. A sama hátt og á Vesturlöndum eru vistfræðileg vandamál sett fram til þess aö breiöa yfir dýpri og al- varlegri gagnrýni á kerfiö. Hinn venjulegi Rússi er ekki vel upp- lýstur, en engu aö siöur stendur hann himinhátt yfir hinni botn- lausu fáfræöi hins almenna bandariska borgara. Og hann vill fá að vita hvaöa hugmyndir menn gera sér um Rússa erlendis. Ég hef ekki oröið var viö að Rússar finni til samviskubits vegna vigbúnaðarkapphlaupsins. beir standa i þeirri meiningu aö Bandarikin hafi þar ávallt átt frumkvæðið, bæöi meö fyrstu kjarnorkuvopnin og allar þær „tækniframfarir” sem siöan hafa fylgt i kjölfarið. En þeim verður mikið i mun þegar taliö berst að Kina (sem þeir óttast), Afghanistan (sem þeir skammast sin fyrir að mér finnst, en „ef við værum ekki þar mundu Amerik- anarnir koma”) Pólland („mjög flókið mál”). beir geta hlustað af mikilli þolinmæöi á ólik sjónar- mið aö uppfylltu einu skilyrði: menn verða að viöurkenna að Sovétrikin þurfi landvarnir. Meö sjö meiriháttar innrásir aö baki á siöastliðnum 4 öldum (Sviar inni i Poltava, Sviar inn i Narva, Napoleon til Moskvu, Japanir, keisarinn og hluti Vesturveld- anna i borgarastyrjöldinni og siðast Hitler) veröur ekki annað sagt en að það þurfi mikla fávisku og heimsku til aö láta sér til hugar koma aö þörf þeirra fyrir öruggar landvarnir stafi af ofsóknarbrjálæöi. bessi saga er hins vegar að mestu leyti hulin hinum venjulega Vesturlanda- búa, sem er fórnarlamb hinnar andsovésku og and-kommúnisku áróöursmaskinu. En þessi saga er hins vegar óumræöilega lifandi i vitund hins venjulega Rússa. Hvar sem farið er sjáum við minnismerki um orrustur, sem háðar hafa verið viö erlend inn- rásaröfl. Engu að siður finnst fólki að þessi saga hafi verið of- notuð af valdhöfunum til þess að afsaka þann efnislega skort sem viða er tilfinnanlegur. bað hlýtur að taka menn sárt aö sjá herflutn- ingabilana, gljáandi og vel viö haldið, fara hjá i löngum lestum fulla af hermönnum i finustu ein- kennisbúningum —hrópandi and- stæða jarövinnslutækjanna sem æpa eftir smurningsoliu og við- haldi og tærast upp i ryði, eöa flutningavagnana sem endalaust hlykkjast um þjóðvegina sjúsk- aðir og illa hlaönir varningi, eða eins og oft er tilfellið galtómir.. betta er undarleg blanda af áætl- unargerð og svörtum og gráum markaði þar sem margt er gert af góöum vilja en ein hindrun ris yfir aðrar: betta land er einfald- lega of stórt. Kryddið í tilverunni og KGB Fólk sem býr viö þrengingar en heldur saman i fjölskyldu og vin- áttuböndum, þar sem djúp mann- leg hlýja einkennir félagsskap- inn, fólk sem kryddar tilveruna meö aukabitum, sem sumum tekst að afla sér i ökuferöum um sveitina þar sem verslað er viö einhvern kolkhosnikinn. Ekkert yfir máta vinnusamt fólk, en reiðubúið að njóta þess sem notiö veröur, einstaklega áhugasamt um öll menningarmál, oft vel menntað og vel aö sér. Fólk sem langar i strið? Fjarstæöa. bað langar til þess að koma á ein- hvers konar sósialisma, en flestir vilja ab hann verbi frábrugöinn þvi sem nú er, eitthvaö betra. Fólk vill fá rétt til opinnar og frjálsrar umræöu. baö vill ódýrara vodka og það vill fá aö ferðast og sjá hluti. En þetta fólk hefurfyrst og fremst djúpar rúss- neskar, úkrainskar, moldaviskar eða armenskar rætur eöa hver veit hvaö — ég held að þeir séu ör- fáir, sem myndu vilja yfirgefa Sovétrikin fyrir fullt og allt. En þeir vilja fá að ferðast — eins og Ungverjar. En að láta undan, gefast upp undan þeirri byröi sem Bandarikin (og NATO) leggja þeim á herðar i vig- búnaðarkapphlaupinu: aldrei. Jafnvel Hitler varð að læra að þjóðarstoltið er ávallt yfirsterk- ara andúðinni á eigin stjórnvöld- um. Hrynjandinn I landslaginu breytist, verður örari með .skyndilegri breytingum. Moldavia, ekki lengur hiö bylgj- ótta hæöarlandslag (Jkrainu eöa hinar endalausu sléttur og skógar Rússlands. Viö sjáum hærri hæöir i fjarska. Landamærin nálgast og þarna birtast þeir, fjórir i hóp, KGB-mennirnir meö skrúfjárn sin og tól og taka að rannsaka rúgbrauösvagninn okkar af meiri gaumgæfni en nokkurn timann áður haföi veriö gert á 300 þúsund kilómetra langri ævi hans. 1 ljós komu ýmsir áhugaverðir felu- staðir, sem eigendunum voru áöur ókunnir, en fimir fingur lög- reglumannanna afhjúpuðu eins og ekkert væri i leit að skila- boöum frá óhlýðnum þegnum, kannski væntu þeir sér handrits af sögu eins og Dr. Zhivago eöa Gulag-eyjaklasinn. Hér sást kannski i fyrsta skiptiö skipulega gengið til verks. Allar kasettur spilaöar, jafnvel leitað að skila- boðum i Beethoven-sónötu eöa bitlalagi. Eftir tveggja stunda törn kom svarið: „betta var allt og sumt”. En ég fyrirgef þeim. betta er lögregluriki, en þeir hafa veriö illa leiknir af sögunni. beir hafa liðið miklar þjáningar. Og þeir þurfa átakanlega á friði aö halda. Okkur væri betur komiö ef við værum jafn ljúf á manninn og góðhjörtuö og miðlungs-Rússinn. Islensk áskorun í Jerusalem Post um friö á grundvelli gagnkvœmrar viðurkenningar Þann tuttugasta ágúst birtist I blaöinu Jerusalem Post, sem kemur út á ensku i tsrael, auglýs- ing frátuttugu „islenskum vinum tsracls”. Þar cru látnar i ljós áhyggjur af mannskæöri styrjöld tsracla i Libanon, af minnkandi samúö mcö tsrael i heiminum og skoraö á valdamenn I tsrael aö hætta styrjöldinni i Libanon (sem þá var enn i fullum gangi) og bera fram viö Palestinumenn og viöur- kennda leiðtoga þeirra hug- myndir aö lausn mála, sem byggi á gagnkvæmri viöurkenningu á réttindum beggja þjóöa. Aö undanförnu hala margar hliöstæöar auglýsingar frá mönn- um utan og innan Israels birst i israelskum blöðum. beir sem rita undir þessa aug- lýsingu eru Arni Bergmann, sr. Árni Pálsson, Eirika Friöriks- dóttir hagfræðingur, Eirika Ur- bancic læknaritari, Elias Daviðs- son, kerfisfræðingur, Eysteinn Jónsson iyrrv. ráðherra, Guðný Guömundsdóttir, konsertmeist- ari, Gunnlaugur Slefánsson, guö- fræöingur, próf. Gunnar Schram, Haraldur Olafsson dósent, Haukur Guðlaugsson söngmála- stjóri, Hlin Guöjónsdóttir um- sjónarmaöur, dr, theol. Jakob Jónsson, Jóhanna Kristjónsdóttir blaöam., Pétur Goldstein loft- skeytamaöur, próf. Siguröur Lin- dal, Vilmundur Gylfason, bórar- inn bórarinsson ritstjóri og próf. bórir Kr. bórðarson. We lcelandic Friends of Israel are profoundly concerned with the deadly war conducted by Israel in Lebanon: We are witnessing a continuous erosion of public sympathy for Israel in lceland and the world at large: W'e vicw with great apprehension the consolidation of hatred and distrust among Arabs towards Israel as a result of Israel's refusal to recognize the Palestinians' national rights. We call on Israel's leaders to heed the plea of Israel's friends in the world by stopping.the war in Lebanon and to propose to the Palestinian nation and its recognized leaders a negotiated solution, based on reciprocal recognition of both peoples' national rights.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.