Þjóðviljinn - 04.09.1982, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 04.09.1982, Blaðsíða 24
24 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4.-5. september 1982 dsgurtónlist Jón Vióar Sigurðsson skrifar Ellý i Q4U frammi fyrir rokkunnendum á Melavelli á laugardaginn var. Ljósm. —gel — í heild góð skemmtun þrátt fyrir brotalamir I upphafi skyldi endinn skoöa, segir máltækið. Rokkhátiðin sem haldin var á Melaveilinum Afsökun frá Þey Hljómsveitin Þeyr vill koma á framfæri einlægri afsökunar- beiðni vegna fjarveru sinnar á rokkhátiðinni sem haldin var á Melavelli 28. ágúst! Svo er mál með vexti, að Magnús söngvari Þeys hefur að undanförnu þurft að glima við slæman kvilla I raddböndum og hafa heföbundnar lækningaað- ferðir ekki borið neinn árangur hingað til — eins og fjarvera hljómsveitarinnar á hátiðinni sannar hve átakanlegast. Um leiö og allir mæringar sem á Melavellinum mættu eru beðnir afsökunar á öllum von- brigðum sem þetta kann að hafa valdið, vilja Þeysmeðlimir gefa allri uppgjöf langt nef og fá vini og velunnara með sér i óvenju- legt verkefni: Til stendur aö reyna samþjóðlega hug- lækningsaðgerö á raddböndum Magnúsar, og er fólk beðiö að einbeita sér að lækningu á radd- böndum hans milli kl. 14 og 14.15 n.k, sunnudag. Að lokum vilja meðlimir Þeys þakka Hallvarði E. Þórssyni fyrir hans merkilega framtak. — Munið milli 14 og 14.15 á morgun, sunnudag. (Fréttatilynning frá Þey) var hálf endaslepp og ástæðan sú að Þeysarar gátu ekki mætt og tilkynntu það ekki fyrr en á siöustu stundu. Astæðan fyrir fjarveru hljómsveitarinnar er sú, að Magnús söngvari hefur átt við bólgur i hálsi að striða og ekki getað sungið. Hann hefur verið undir læknishendi en þaö varð ekki ljóst fyrr en 23.15 að hann gæti ekki sungið. Fjarvera Þeysaranna kom illa við marga sem biöu sérstak- lega eftir þeim en aðdáendum sinum til sárabótar hyggjast þeir halda tónleika eins fijótt og aðstæður leyfa. En snúum okkur að hátiöinni. Likt og allar góðar hátiðir hófst hún ekki fyrr en 90 min- útum á eftir auglýstum tima. En við erum orðin svo vön töfum af þessu tagi að það er ekkert tiltökumál, eða hvað? Reflex hóf hátiðina og tókst það nokkuð hönduglega. Tappi Tikarrass tók þvi næst við og var góður að vanda. Aö öðrum hljðmsveitum ólöstuöum held ég að Tappinn sé okkar bjart- asta von og verður gaman að heyra i nýju plötunni þeirra. KOS var sennilegast sú hljómsveit sem hvaö mest kom á óvart. Þeir hafa aö sögn alið manninn i Sviþjóð en vonandi fáum við haldið i þá um sinn þvi þeir voru virkilega góðir. Þeir spiluöu reggae og popp i bland og tókst vel upp. Vonandi halda þeir tónleika fljótlega. Grýlurnar voru traustar að vanda, þó nýja grýlan hafi átt i erfiðleikum meö strengina og verið hálf óörugg með sjálfa sig. Þegar hún er búin að finna sig og koma strengjunum i lag er ég viss um að hún verður góð grýla. Klæðnaður og sviðsfram- koma er sem fyrr aðalsmerki hljómsveitarinnar. Slðan leið straumurinn áfram: Hin Konunglega Flug- eldasveit, Stockfield Big Nose Band, Q4U komma laus, Von- brigði, Fræbbblar Pungó og Daisy. Ég geröi matarhlé þegar Hinir Konunglegu hófu leik og mætti ekki aftur fyrr en Pungó og Daisy voru að ljúka sinum. Aö sögn kynnisins, félaga Andreu, voru Q4U og Vonbrigði góðar en hinar hljómsveitirnar stóöu þeim mislangt að baki. Lola kom þægilega á óvart og sérstaklega var það söngkonan sem heillaði, sú gat nú sungið. Fyrirmynd hljómsveitarinnar var auðsæ, Pretenders. Útlit söngkonunnar, klæðnaður, klipping og gitar var allt „fengið að lání” hjá Chrissie söngkonu Pretenders. Til að undirstrika áhrifin hóf hljóm- sveitin leik sinn með einhverju þekktasta Pretenders laginu „Brass in Pocket”. Þó fyrir- myndin sé auðsæ spillir það ekki fyrir. Hljómsveitin er góð og hver veit nema þau leggi lykkju á leið sina og haldi hingaö suöur til tónleikahalds i skammdeg- inu? Bandóðir með þá kappa Herbert, Mike Pollock, Rúnar Guðmundsson og Asgeir Purrk voru kröftugir þó ekki hafi þeir spilað funk eins og einhver hvislaði aö mér. Stjörnur kvöldsins voru Purrkur Pillnikk. Þeir báru nokkuð af. Keyrsla frá upphafi til enda, engar tafir, ekkert hlé og er ánægjulegt til þess að vita að hljómsveitin skuli hafa kvatt á svona eftirminnilegan hátt. Purrkurinn var eina hljóm- sveitin sem náði upp verulega góðri stemmningu og þakka ég það fyrst og fremst keyrslunni sem var á þeim. BARA-flokkurinn var siðasta atriðikvöldsins og olli hann mér vonbrigðum. Það var eins og hann fyndi ekki sjálfan sig auk þess sem tæknidraugar voru að hrella hann. Hljómurinn var svona upp og ofan en annars unnu hljóð- mennirnir mjög gott starf hver og einn þó mætt hafi misjanlega á þeim. Hátiöin fór i alla staði vel fram þó ýmsir hafi verið að- framkomnir um miðnætti. Annars var það áberandi hve hljómsveitirnar nýttu illa tima sinn að Purrki Pillnikk undan- skyldum. Þeim voru skammtaðar 20-30 minútur og það verður ekki talin stór bón að biðja hverja og eina að leika allan þann tima. Vonandi verður þetta betra á næstu hátið. 1 heild þá var hér um góða skemmtun að ræða og að- standendum til sóma þó ýmsar brotalamir hafi verið á fram- kvæmd hennar. Svo er bara að láta sjá sig á Risarokkhátiðinni sem haldin verður á Laugardalshöll næsta föstudag. „No time to tliink" er seinasta og jafnframt það besta sem Purrkurinn hefur gert. Ekki tími til að hugsa „No time to think" er nafnið á nýjustu og jafnframt seinustu plötu Purrks Pillnikks. Hljóm- sveitin hefur eins og flestir vita ákveðið að leggja upp laupana. Þessi plata, sem hefur að geyma fjögur lög. var hljóðrituð í Crass stúdíóinu og gefin út í Englandi. Sannast sagna þá er þetta besta plata Purrksins til þessa og hjálp- ast allt að: Fersk tónlist. góðar útsetningar, kröftugur hljóðfæra- leikur. gott „sound" og snotrir textar. Erfitt er að gera upp á milli einstakra laga en í mínum hugá er það lagið ..excuse me" sem situr hvað fastast. Platan hefur að geyma þessi lög: „excuse me". „surprix". „go- ogooplex" og „forviewing". Það er hálfgerð synd að hljóm- sveitin skuli hætta einmitt nú þeg- ar manni finnst hún vera að öðl- ast þann sess sem hún á skilið. En ekki verður á allt kosið. Ef endir- inn er góður er allt gott. Góð plata og góðir tónleikar eru góð lokaorð frá Purrki Pilnikk. Megi minning þeirra lifa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.