Þjóðviljinn - 04.09.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.09.1982, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4.-5. september 1982 Thor Vilhjálmsson skrifar: aö afhjúpa þar?siðar nóttin. Nótt- in biöur. 1 þessum oröum er ég að hugsa um leikritiö eftir Eugene O’Neill: Dagleiðin langa inn i nótt, (Long day’s journey into night). Það er klassiskur harmleikur frá þess- ari öld i svipuöum skilningi og grisku harmleikirnir. Ég rauf upprifjun á ánægjuiegri ferð á sumrinu til þess aö ljúka við aö reyna að snúa þessu mikla verki hins ameriska skálds á okkar tunguíyrir Þjóðleikhúsið. Og nú er brugðið lit viða á laufi trjánna, i svalri sóldýrð dagsins, hin skammlifa prakt haustsins i vændum, tölum ekki um vetur. Höldum i sumarið. Og ég leyfi mér, að setjast aftur i bilinn til séra Sigurjóns, fararstjóra okkar og mentors, þessa hvitagaldurs- unnanda sem kominn er út af galdrafólkinu i Arnarfirði; þang- að veröur flestum íslendingum hugsað þegar talað er um aö kunna eitthvað fyrir sér i þeirri skilningu sem við höfum um það Islendingar að galdra. Hann var að sýna okkur Einari Braga undraheim æsku sinnar, sagn- heim feöra sinna og formæöra, og var svo lunkinn viö það að við stóðum á blistri við aö nema fróö- leikinn eftir árvekni okkar og mætti. Og fleira var borið viö i jeppa prestsins sem var einsog ortur i styrkar hendur hans til að komast leiðar sinnar um þetta land. Land fyrir tröll galdramenn og annaö huldufólk; ljóðþreyjandi smala meö dyntótta hjörö og stundum spaka þegar frelsarinn gefur veðrið blitt, grös... og það sem er brýnast, i bili. Land bænda og fiskimanna sem sátu undir árum heilu dægrin án þess aö bugast þegar máttarvöldin æddust, og afsönnuðu náttúrulögmál, til þess að eitthvaö væri að éta i kotinu; og gisl lifsins i kotinu börn kona kerling kannski karl hefðu eitt- hvað að seðja hungriö; og þeir þráuðust viö að fara til helvitis eöa himins, láta loppuna toga sig niður á mórautt djúp. Og fóru stundum niður mörg skip úr litilli byggö, og allt var i heljargreipum einsog guð hefði gefið mannkyn sitt uppá bátinn, sæti skeytingarlaus á hástóli hins óræða fjarska meö kaldan fagran svip eiliföarinnar og segöi: sama er mér. Og þó. Ogþó, þó. Við vorum ekki bara i þessu jeppatriói sálusorgarans væna að spjalla um söguna hér um slóðir, seilast eftir minnum úr liöinni sögu og lifga i hug okkar og myndbinda þvi sem bar fyrir augu. Við vorum lika að naga harð- fisk, eða sæta okkur i munni með súkkulaöi, anpumpuðu með rús- inum svo ég hafi fingur á orði frá Kjarval; anpump hjá honum boð- aði heldur gott.og ýmislegt eftir tilefnunum. Og vorum að rifja upp ýmsa æskudrauma um það hvernig ætti að leysa einfaldlega þá fyrirliggjandi þraut að bjarga mannkyninu. Ýmislegt reyndist svolitið flóknara en sýndist þá þegar góð- ur ásetningur og einlægni áttu að geta dugað, og dregiö æði langt. Sumt hefur skekkzt sem átti ekki að þurfa að snarast né fara úr skorðum? ef allir leggöu sig bara nógu vel fram, og slökuöu ekki á athyglinni i átakinu-, og svo átti að mega hafa vaktaskipti svo alltaf væri einhver á vakt til að varast hætturnar og svara rétt; og sjá við veörabrigöum, nema váboðanna og átta sig, og breyta kúrsinum eftir þvi sem þurfti til að ná til lands með það sem var trúað fyrir, fjöregg og annan farm. Enn liggur fyrir sama þrautin, að bjarga mannkyninu. Og þarf ekki að segja að svo verði alltaf, bara þetta alltaf endist lengi, lengi; helzt bara alltaf. Og von- andi er ennþá til ungt fólk sem finnst þetta einfalt mál að bjarga, bara vera nógu einlægur og klár. Kvæði og kvæðaslitur, visur og kynni; og allskonar briari i sam- svörnum félagsskap sem lá viö aö stundum mætti kalla samfélag heilagra; og landið minnti hvar- vetna á að þótt fleiri iönd væru góö I heiminum vildi enginn okk- ar selja þetta.hverju sem skratt- inn kynni að tjalda fyrir sjónir til ginningar, þá réði hann bara ekk- ert við þetta. Ég hef aldrei skilið eins vel einsog nú i þessari ferð þá sér- stöku innfjálgi sem fylgir stund- um þegar talið berst aö Breiöa- firði, forlyftingarsvipinn sem ég hef séð og andakt. Og eftir þessa ferö skil ég lika betur að mörgu leyti, hvað þetta svið hefur verið miölægt i örlagasögu okkar þjóð- ar og menningu. Þegar Björn Þorsteinsson var að skrifa um Vestfirðingasögu eftir Arnór Sigurjónsson og segir að með þeirri bók hafi eitthvert sögurikasta timabil á Islandi eignazt bók sem er þvi samboðin, þetta nær fram yfir 1540. — þar notar Björn orö um þetta sviö sem ég hegg eftir: þar var hin forna Attika Islands, héruð sagnasnilldar og yfirgangs ... Allir vita um mikilvægi þessa landshluta i fornmenningrsögu okkar, svið Laxdælu og Eyr- byggju og svo framvegis, Sturl- unganna ... En Björn segir svo i hugleiöing- unni um Vestfirðingasögu Arnórs: A siömiðöldum geröist íslandssagan einkum við Breiða- fjörðog á Vestfjörðum, þvi að þar var aðalvettvangur stórhöfðingj- anna hér á landi, einsog verið hef- ur viö Faxaflóa siðustu áratugina og reyndar á þessari öld. Við Breiðafjörð og á Vestfjörð- um var geysiiegt rikidæmi þá; auðmenn og ribbaldar og ofrikis- kerlingar með ómældan auð á iandsvisu hafa veriö baöaöar i ljóma rómantiskra gyllinga; sem mér skilst á Birni að hvergi sé betur rakið en i sögu Arnórs; þó þar gæti kannski nokkuð þess skálds sem blundaöi i Arnóri sem var ættlægt Sendlingum, ætt- mönnum Guðmundar Friðjóns- sonar, og skemmtilegra sagnöfga, freistinga sem fylgja þingeyskri frásagnargáfu. En i rómantiskri aðdáun á þessum fyrirferðamiklu einstakiingum, sem sumir hafa verið kallaöir þjóðhetjur, einsog Ólöf rika sem var sem duglegust að drepa Englendinga á Rifi, og sagði þaö sem allir Islendingar kunna (held ég enn): eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liöi, — allt það, — þá gleymist önnur hliö málsins, og það er hlutur smælingjanna sem sátu undir afarkostum hinna miklu einleikara. Smáfólkið sem þurfti aö lúta boði þeirra og banni, hinna glæstu ribbalda, búa við óseðjandi ágirnd þeirra. Seinna þegar við förum um Rauðasand og förum hjá Bæ þar sem Eggert Hannesson hirðstjóri bjó, og siðar Guörún dóttir hans hin rika og áttu allt, þá rifjast upp og leitar á hugann hve ægilegt hefur verið að berjast við aö vera til á þvi svæði sem þetta fólk náði að kasta skugga eignarhalds sins yfir. Þessi hágöfuga heiftarnorn sem allt átti nema þá sjónina til að horfa á eignir sinar og hefur þá bara orðið að láta sér nægja að þukla það sem hún tók frá fólkinu fingrum eða hugtöngum, hún hafði horft á alla afkomendur sina deyja og bónda sinn úr sára- sótt, sem þá hefur verið nýmóð- ins. Kellingin átti öll amboð i sveit- inni og lét borga sér af þeim leigu; pottana til að sjóða matinn i kot- unum ef einhver var, þá átti hún, af þeim varð aö borga. Ein leigu- jörðin var metin til fjögurra kú- gilda, leigan var fjögur kúgildi. Og þeir sem ekki gátu borgað voru umsvifalaust reknir út á guð og gaddinn, sem þýddi drepstu og farðu til helvitis. Vist er efni i mikla harmleiki stórhuga skáldum að yrkja úr æv- um þessara drambsömu höfð- ingja. Og það er eilif saga að smælingjarnir verða frekar út- undan sem söguefni, nema þá með þvi að fremja einhverja hroðalega og þar meö fróölega glæpi, eöa verða fyrir nýstárleg- um áföllum og hörmungum sem afnema hversdagsleikann i raun- unum. Og þó gildir þetta siður á Islandi en annarsstaðar þvi að hér hafa smælingjarnir löngum verið nógu stórir og sterkir i þráa sinum og þrá til að skrifa sina eigin sögu, jafnvel skrá drauma sina. Og hafa lagt höfuðskáldum til efnivið sem dugði til sigurs á heimsvisu. Þegar við nálgumst örlygshöfn veröur umferöin meiri um veg- inn, allskonar farartæki og stefna flest i eina átt þegar komið er i Patreksfjörð yfir Kleifaheiðina, út fjöröinn sunnan megin; og hinumegin blasir viö kaupstaður- inn Vatneyri þaðan sem einn fremstu listamanna okkar kem- ur, Kristján Daviösson listmál- ari; og eitt helztu ljóðskálda okk- ar Jón úr Vör. Allt stefndi þetta liö i veizluna i örlygshöfn; sjötugsafmæli Gunn- ars össurarsonar sem ungur ætl- aði i borgarastyrjöldina á Spáni til að rétta hlut smælingjanna, hjálpa mönnum gegn djöflum. Bjarga mannkyninu. En gerði það fyrir móður sina að sitja á sér, og reyna aö þumbast við að gera þetta sama þótt heima sæti. Vinur hans Hallgrimur Baldi fór i þetta strið, kom lifandi heim; og drukknaði skömmu siðar við Austfirði á áróðursferð fyrir Sósialistaflokkinn á litlum báti, að nudda viö aö bjarga mannkyn- inu, þrátt fyrir allt. HELGARSYRPA Og kemur að þvi seinna. Þannig lauk siðustu helgar- syrpu minni. Þá stefndum við ferðafélagar Einar Bragi skáld, séra Sigurjón á Kirkjubæjar- klaustri og ég i sjötugsafmæli kempunnar Gunnars össurarson- ar. Þar slitnaöi þráöurinn um sinn, og skal nú spunninn um stund að nýju, aö rifja upp ýmis- legt úr ferð á sumri sem er á hvörfum. Ég hvarf um sinn i aðra ferð, fór niður i djúpin með bandariska skáldinu Eugene O'Neill myrkv- aöan heim og magnaöan sem hann orti upp úr æskuminningum sinum, þrungið spil,* átök i fjöl- skyldu þar sem fjórir einstakling- ar berjast við háska i sjálfum sér og ógnir; minningar, sársauka nú og þá, — það sem Einar Bene- diktsson kallar I kvæðinu um hvarfséra Odds á Miklabæ: sjálf- framdar hefndir i sekri lund/saka er ódæmdar biöa. Við þokuna sem seitlar yfir höfnina, og upp frá henni; færir nærstæö hús hvert frá öðru, gerir friðsamleg timb- urhús með vinalegum svölum fyrir framan, eða jafnvel á þrjá vegu um húsið, aö myrkvuöum borgarvirkjum fullum af vá og kannski forynjum,- draugarnir vaka aftur, eru á ferli umhverfis, i þér sem ferð um þetta svið, strjúkast viö þig; þú fálmar leik- ari sviðs þessa eftir þeim sem stendur fyrir framan þig, og hönd þin fer i gegnum hjúp þess, og þú sérð spennta fingur þina handan við bakiö á hjaðnandi mynd hins sem hverfur. — Þokan sem skelfir og hótar, þokan sem siöar mildar og friðar meö þvi að kljúfa vitundina. Þokulúður frá höfninni þar sem vitinn vakir einn með kæfðu ljósi sinu, sem ekkert nær nema inn til Landsdrama

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.