Þjóðviljinn - 04.09.1982, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 04.09.1982, Qupperneq 9
Helgin 4.-5. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 Um dansleiki á Þingeyrum 1754 -1757 islendingar virðast hafa iðkað hringdansa og aðra dansa allt fram á 18. öld en þá tökst loks að kveða þá niður af kirkjulegum yfirvöldum. Færeyingar náðu hins vegar að varðveita sina dansa og iðka þá enn. Til eru heimildir um dansleika á islandi á hinni myrku 18. öld og eru þar ... narrabúningur, þá menn forklæða sig, taka upp annarra myndir, grýlu andlit og gikkeri... „Brennivín er þá við höndina að hressa hinn gamla Adam’' annálaðastar svokallaðar Jörva- gleðir. Þcirri siðustu lyktaði með að 18 börn komu undir svo sem frægt er. Um miðja 18. öld var og uin tima haldin jölagleði á Þing- cyrum i A-Húnavatnssýslu og virðist þar hafa verið mikið fjör á ferðinni. Aðalheimildin um þessa gleði er bæklingur eftir séra Þor- stein Pétursson á Staðarbakka þar sein hann vandar um við þá sem lcyfa slika gleði, einkum sýslumanninnn signor Bjarna Halldörsson. Hér verða teknar nokkrar skemmtilegar lýsingar úr þessum bæklingi, svo og ævi- sögu séra Þorsteins. Eftir þessa Péturs pipu dansaði allur selskapur- inn 1 ævisögunni segir séra Þor- steinn að sýslumaðurinn hafi i þrjú ár samfelld látið halda um jólatlmann á Þingeyrarklaustri jólaleiki eða dansa og brúkað til siðamanns i þeim leik einn jut- skan (jóskan) bónda Pétur að nafni. Siðan segir: „Eftir þessa Péturs pipu dans- aði nú allur selskapurinn i Þing- eyrarstofu á hverju kvöldi fram á miðjar nætur frá þriðja i jólum til nýjaárs inclusive með gleöi og gjálifi miklu. Þar til var og boðið þeim helstu verðslegu mönnum i héraðinu, jafnvel kvenfólki, og haldið gestaboð höfðinglegt með viðhöfn og veislu kræsilegri...” Eftir ábótanum dansa munkarnir Bæklingur séra Þorsteins hét Leikfæla eða manducus. Þar á forsiðu stendur: „Manducus eður leikfæla sem kemur og kallar i hópinn með ströflum, ávitán, áminning, viðvörun og kenning, þá verið er að halda gleði, dans, vikivaka, spil, tafl, holdlegan kveðskap og heiöinglega skemmtun o.s.frv”. Telur klerkur að þar sem jafn- vel mikils háttar fólk og lærðir menn gangi á undan með góðu fordæmi sé ekki að furða þótt al- þýðan reikni slikt athæfi fyrir öngva synd. Siðan segir hann: „Eftir ábótanum dansa munk- arnir. En Guð veit þar eru margar ókunnugar syndir i heim- inum sem almenningur þekkir ekki og kennifeðurnir fá sér ekki til orða um að tala, af þvi þær eru svo venjulegar”. Á meðal ókunn- ugra synda telur sér Þorsteinn m.a.: gagnlausa gleðileiki, tafl, spil, óþarfa dægrastytting og skemmtan með óandlegum visum, rimum og kveðindis- látum. Nefnir hann t.d. kæti og kjötát sem tiðkist i þriðjudags- kvöldið i föstuinngang þó aö þar séu engin sérdeilis óskikkanleg- heit framin, einnig gleðileiki svo sem „hjörtleik, hestleik, kerl- ingarleik og annað þvilikt gjálifi sem brúkað kann að hafa verið hér og þar i landinu, hvar sem óráðvandur sollur hefur verið samankominn, so sem i sjó- stöðum af veríólki" og loks jóla- leiki „sem skóla piltar hafa kannske i ungæöi sinu tekið sér fyrir að halda á stólunum án vit- undar og samþykkis sinna skóla- meistara”. Um jólaleikina segir séra Þor- steinn orðrétt: „Engin veit ég dæmi til þess, að nokkurt kristið yfirvaid hér i landi hafi látið halda þessháttar heiðinglega leiki fyrir sér eður authorserað þá með gestaboðs veislu um jólatímann, so sem nú hefur heyrst i þrjú samfelld ár gjörtveraá Þingeyrarklaustri og fara vaxandi so valla sé helgi- dagskvöldum þyrmt þar íyrir; og það nú hvað mest i þessari að- þrengjandi hallæris- og hungurs- neyð sem yfirgengur ekki ein- asta þetta hérað heldur og allan Norðlendingafjórðung sérdeilis- lega, so næst liðið ár hefur hér dáið i sýslunni lullt 100 manna i svengd og vesöld. Ö, bone Deus! Hvörsu litt eiga danslæti og drykkjuskapur við soddan eymdartilstand almúgans”. Stapp aftur á bak og áfram Svo kemur kjinngimögnuð frá- sögn af slikri gleði: „Þessi leikur skal vera framinn með glensi og gamni, af karl- mönnum og kvenfólki til samans, með mörgum snúningum allt um kring, með stappi aftur á bak og áfram, meö hoppi upp og niður, með hlaupum til og frá; so heröir hvör sig að dansa eftir útblæstri eður andardrætti Ludi Magistri; og þegar suma svimar, so þeir tumba um koll, þá verða ýmsir undir; fara þá föt og forklæði sem verða vill; þá er og löldum kvenna flug og forræði búið; þessu skal vera hrósaö og hlegið að eftir vonum al Potestate Supereminente; brennivin er þá við höndina að hressa hinn gamla Adam, so hann þreytist hvörki né uppgefist, fyrri en mælir synd- anna er upplylltur...” „Er það so i undanlarandi ræöu með röksemi sýnt og sagt, að bæði jólaleikir, íöstugangs kæti og narrabúningur, þá menn lor- klæða sig, taka upp annarra myndir, grýlu andlit og gikkeri, er að nokkru leyti komið frá heiö- ingjum, nokkru írá Pápistum og að nokkru leyti frá sjállum djöl'l- inum, hvör eð ol't helur sýnt sig i ýmsra kvikinda liki og helst ljótra”. (Byggt á Kvæöi og dansleikir eftir Jón Samsonarson) — GFr Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnar- umdæmi Keflavíkur, Njarðvíkur, Grindavíkur og Gullbringusýslu fyrir árið 1982. 1. september Ö-7076 - Ö- miðvikudaginn 7175 fimmtudaginn föstudaginn mánudaginn þriðjudaginn miðvikudaginn fimmtudaginn föstudaginn 10. september 2. september 3. september 6. september 7. september 8 .september 9. september Ö-7176 — Ö-7275 Ö-7276 - Ö-7375 Ö-7376 - Ö-7475 Ö-7476 - Ö-7575 Ö-7576 - Ö-7675 Ö-7676 - Ö-7775 Ö-7776 - Ö-7875 mánudaginn 13. september Ö-7876 og hærri númer. Skoðunin fer fram að Iðavöllum 4, Keflavík milli kl 8 - 12 og 13 - 16. Á sama stað og tíma fer fram aðalskoðun annarra skráningarskyldra ökutækja s.s. bifhjóla og á eftirfar- andi einnig við um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Framvísa skal og kvittun fyrir greiðslu bifreiðagjalda og gildri ábyrgðartryggingu. I skráningarskírteini bifreiðarinnar skal vera árit- un um að aöalljós hennar hafi verið stillt eftir 1. ágúst 1982. Vanræki einhver að færa bifreið sína til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Lögreglustjórinn í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu. Húsnæði óskast Einstæður t'aðir óskar eltir 2 - 3 herbergja íbúð á leimi sem l'yrst. Upplýsingar í síma 37898. Snorri Styrkársson Au glýsingasíminn er 8-13-33 IANf*a sÆíuff HVERNIG HÆKKA LÁNIN MIÐAÐ VIÐ FJÁRFESTINGAR EINSTAKLINGA? SVAR: Helstu fjárfestingar einstaklinga eru í íbúðar- húsnæði, en einnig í bifreiöum og heimilisbúnaði. Þessar eignir hækka að sjálfsögðu í verði og margur telur sig vera að græða heilmikið. Hafa menn ekki heyrt setningar eins og „íbúðin mín hækkar um 10 þúsundir á viku“ eða „næsta sending af bílum verður 30 þúsundum dýrari, flýttu þér að kaupa“. En menn gleyma þv í að lánið sem þeir e.t.v. tóku til að kaupa eignina, hækkar um 1 % á viku og eigin peningar sem þeir notuðu til kaupanna, hefðu hækkað ámóta á verð- tryggðum reikningum í bönkum, og sama gildir um spariskírteinin. Þessvegna á kaupæðið fyrir gengisfellingar ekki lengur rétt á sér og menn geta farið sér hægar við fjárfestingar. Til þess að bera saman hækkun á lánum og þessum fjárfestingum verða menn að taka dæmi. Evrópskur bíll, sem kostaði 5 millj. gkr. 1979, kostar nú nýr 140 þús. nýkr. Ef tekið hefði verið I íf- eyrissjóðslán fyrir öllu bílverðinu fyrir þremur árum væri skuldin með vöxtum í dag 194 þús. Lánið hefur því hækkað gott betur en nýr bíll, en fyrir þann gamla fást ekki nema um 95 þús. á borðið og því hefur bíllinn „kostað“ 99 þús. kr. á þremur árum eða um níutíu krónur á dag! Þó vantar bensín, viðgerðir og tryggingar í útreikn- inginn. Ef menn líta á dæmigerð íbúðarkaup, t.d. kaup á fjögurra herbergja íbúð, þá kostaði slík íbúð um 24,5 millj. gkr. fyrir þremur árum en kostar í dag 1 millj. nýkr. Hún hefur því hækkað um 308% á meðan Iífeyrissjóöslán hefur hækkað um 288%. Fasteignir virðast því hafa hækkað svipaö og verðtryggðu lánin með 2,5% vöxtum. ISAMBAND ALMENNRA I LÍFEYRISSJÓÐA LANDSSAMBANDI X LÍFEYRISSJOÐAl^

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.