Þjóðviljinn - 04.09.1982, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓDVILJINN. Helgin 4.-5. september 1982
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóöfrelsis
Ctgefandi: Otgáfufélag Þjóéviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ólafsson.
Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir.
Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson'.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson.
Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Helgi Olafsson, Magnús H.
Glslason. Olafur Gislason, Oskar Guömundsson, Sigurdór Sig-
urdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson.
tþróttafréttaritari: Viðir Sigurösson
Otlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Handrita- og prófarkaiestur: Elias Mar.
Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir.
ri«st jórnargrein úr aimanakinu
Níðsterk
rök
í viðræðum þeim sem áttu sér stað við Alusuisse
um endurskoðun álóamninganna var krafan um
hækkun raforkuverðs til (SAL efst á blaði. Allar rann-
sóknir sem f ram hafa farið benda eindregið til þess að
afkoma álversins hafi frá upphafi veríð betri en bók-
hald ÍSAL sagði til um. Það er mikilvæg röksemd
fyrir kröfum um hækkun raforkuverðs og breytingar
á skattareglum sem (SAL er gert að fylgja. En það
eru langt því f rá einu röksemdir islenska ríkisins fyrir
kröfum á hendur Alusuisse.
• Þegar Ijóst varð í vor að Alusuisse hugðist ekki
hreyfa sig um spönn í átt til samninga um hagstæðara
orkuverð ákváðu íslensk stjórnvöld að taka öll samn-
ingstilboð sín út af borðinu og hef ja endurskoðun á
öllum þáttum viðskipta íslenska ríkisins og Alusuisse.
I sumar hef ur verið unnið að álitsgerðum um raforku-
verð/ skattgreiðslur (SAL, um lögfræðileg efni, þjóð-
réttarleg atriði og um fleiri þætti samskiptanna.
• Niðurstöður starfshóps iðnaðarráðuneytisins um
raforkuverðið eru sérstaklega athyglisverðar. Þar
álykta kunnáttumenn sem starfa á vegum Lands-
virkjunar, Orkustofnunar, Rafmagnsveitna ríkisins
og iðnaðarráðuneyt isíns að þær f orsendur sem lagðar
voru til grundvallar ákvörðun orkuverðs við gerð
álsamninganna séu gjörbreyttar.
• Þegar álsamningarnir voru gerðir 1966 var búist
við að olíuverð færi lækkandi og almennt orkuverð í
heiminum myndi lækka með tilkomu ódýrrar orku f rá
kjarnorkuverum. Reyndin varð sú að verð á hráolíu er
nú um það bil þrjátíu sinnum hærra en 1966 og fram-
leiðslukostnaður raforku frá kjarnorkuverum hefur
reynst miklu hærri en talið var að yrði.
• Meðalraforkuverð til álvera í heiminum er nú
rúmlega 22 mill á kílówattstundina. Raforkuverðið til
ÍSAL er ekki nema 6.5 mil. Ef (SAL er undanskilið er
meðalorkuverð til álvera í Vestur-Evrópu, en þangað
selur (SAL 95% framleiðslu sinnar, um bessar
mundir 21 mill. Óhagræði ÍSAL vegna f jarlægðar frá
markaði er ekki metið á 2 mill.. Má af þessu glöggt
ráða hverskonartombólupríserá raforkunni til ÍSAL.
Starfshópurinn telur að samkeppnisfært raforkuverð
til áliðnaðar hér á landi sé 20 mill og sýnist það ekki of
ætlað miðað við spár um að orkuverð til álvera muni
verða komið upp í 24 mill að meðaltali 1990. Til saman-
burðar má nef na að Alusuisse, sem á eignaraðild að 13
álverksmiðjum í 8 löndum, greiðir þegar um og yf ir 30
mill fyrir raforku til álvera í Vestur-Þýskalandi og
Bandaríkjunum.
« Hér hafa að framan verið raktar niðurstöður
starfshópsins sem út af fyrir sig eru ærin ástæða til
hækkunar raforkuverðs. En á það er einnig að líta að
framleiðslukostnaður á raforku í landinu hefur sex-
faldast að nafnverði í bandaríkjadöl um f rá því 1966,
en ein af meginforsendum raforkusamningsins við
(SAL var sú að orkuverðið væri i samræmi við fram-
leiðslukostnað á raforku í landinu. Miðað við þær for-
sendur ætti raforkuverðið til (SAL því að vera sex
sinnum hærra en um var samið 1966 eða 15-18 mill,
segir starfshópurinn um raforkuverðið. Þá er á það
bent að raunhæft sé að ætla stóriðju að greiða orku-
verð sem sé amk. 65% af verði til almenningsveitna.
Samkvæmt þvt ætti (SAL að greiða nú um 20 mill í stað
6.5. Og heildarniðurstaða sérfræðinganna í starfs-
hópnum er sú að kröf ur um að raforkuverðið til ÍSAL
hækki í 15-20 milli og verði að f ullu verðtryggt séu eðli-
legar miðað við gjörbreyttar forsendur frá 1966.
• í skýrslu starfshópsins sem hér hefur verið gerð
að umtalsefni eru færð fram svo niðsterk rök fyrir
kröfum um hækkun raforkuverðs til ISAL að allir
islendingar hljóta að taka undir þau af fullri einurð.
Skrifstofa: Guðrún Guövarðardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn öladóttir.
Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir
lnnheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds-
son.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Otkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavfk,
slmi: 8 13 33
Prentun: Blaöaprent hf.
Islandsrall
óbyggðum
Fyrir skömmu upplýsti sjón-
varpiö landsmenn um það að i
bigerð væri að halda hér á ís-
landi alþjóðlegt „rall”. Rætt
var við forsvarsmann alþjóð-
legra „ralla” og lýst itarlega
hversu vel Island væri fallið til
sliks brúks með öllu sinu grjóti,
ám og eyðisöndum. Hingað
kæmu svo bilar, skip, mynda-
vélar og guö veit hvað i tugatali
og Island fengi auglýsingu út
um allan heim. „Islandsrall”
yrði með frægustu „röllum” i
heimi.
Þessi frétt kom illa við mig og
marga fleiri þykist ég vita. Ekki
af þvi að maður vilji neitt vera
að abbast upp á áhugamál ann-
arra, þótt sjálfri þyki mér tima
minum og lifi betur varið i
annaö en aö spæna vegleysur
upp um fjöll og firindi.
En islensk öræfakyrrð er með
fallegustu hljóðum sem ég þekki
og miklu fallegri en óhljóöin i
öskrandi tryllitæki. Og ósnertur
eyðisandur þykir mér ólikt fal-
legri en sundurtætt sandflag.
Sist af öllu vil ég að íslensk
náttúra sé notuö til að safna
saman öllum þeim sem áhuga
hafa á þessari landspæningu
og auglýsa okkur og landið svo
út um allan heim fyrir ósköpin.
Það er undarlegt, jafn upp-
teknir og tslendingar eru af
eignaréttinum, hversu kærulaus
við erum um þær eignir sem
dýrmætastar eru. Andlit okkar
gagnvart umheiminum eru ekki
glæsileg flugstöðvarbygging
eða sandflög i óbyggðum. Þau
raunverulegu verðmæti sem
þjóðin á i landi sinu, tungu og
menningu eru þau einu verð-
mæti sem skipta einhverju fyrir
umheiminn.
Þórunn fc, - A
Sigurðard.
skrifar
éj
Og þá fyrst skipta þau um-
heiminn máli, að þau skipti
okkur einhverju. Þeir sem vilja
vera „alþjóölegir” með þvi að
hafa fina flugstöð upp á erlenda
krit og finnst þeir þurfa að
blygðast sin fyrir umheiminum
ef þeir eru svolitið sveitó, hafa
ekkert að gefa neinum. Þeir
l
sem sætta sig við þá landkynn-
ingu sem er af sundurspændum
eyðisöndum, — þá einfaldlega
sicil ég ekki. Mér kólnar við til-
hugsunina um að fá hingað er-
lenda sjónvarpsmenn til að
mynda islenskar óbyggðir,
fullar af tryllitækjum, biladellu-
liöi, auglýsingaskrumi, bensin-
stybbu og bilhljóðum. Eða
hvernig á að meta frá náttúru-
verndarsjónarmiöi hvar má aka
og hvar ekki? Þaö varðar við
lög um náttúruvernd að aka
utan vega. A að marka ökuleiðir
i óbyggðum fyrir bilana og þá
hvar? Af hverju i ósköpunum
ættum við að lána landið undir
slikt?
Og af hverju erum við yfirleitt
að lána landið sem ókeypis leik-
svið i auglýsingamyndir, hasar-
myndir og annað skrum, sem
menn er þekkja ekki landið og
hina sérstæðu og viðkvæmu
náttúru þess, standa fyrir? Ef
við verndum ekki þetta land þá
gerir það enginn.
Neikvæður þjóðernisremb-
ingur með fordómum og fyrir-
litningu á útlendingum leiðir
ekkert gott af sér, en sinnuleysi
um þau verðmæti sem okkur
ber skylda til að vernda gagn-
vart öllum þeim sem ekki
þekkja þau þurrkar okkur út
sem sjálfstæða þjóð. — ÞS