Þjóðviljinn - 04.09.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.09.1982, Blaðsíða 7
Helgin 4.-5. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SíÐA 7 3NYJAR Gulrœtur í sneiðum Amerísk grœnmetisblanda Snittubaunir Feest í nœstu verslun! Niðursuðuverksmiðjan ORA bf. Harðnandi samkeppni: Starfsfólki i kvikmyndahús- um sagt upp Margir eiga kost á endurráðningu — Háskólabió sagði fólki upp vegna fyrirkomulagsbreytinga með löglegum fyrirvara, sagði Friðbert Pálsson forstjóri Há- skólabiós i viðtali við Þjv. i gær. Friðbert kvað viðkomandi starfs- fólk vera aðallega i Framsókn og Verslunarmannafélagi Iteykjavikur. Margt fólk yrði endurráðið eftir skipulagsbreyt- ingarnar sem gerðar verða um svipað leyti i fjórum kvikmynda- húsum höfuðborgarinnar. Sig- finnur Sigurðsson hjá Verslunar- mannafélagi Keykjavikur sagði i viðtali við blaðið i gær, að félag- inu hefði verið tilkynnt um upp- sagnir á um 30 manns fyrir mán- uði. Væri að þessu staðið sam- kvæmt samningum. Friðbert Pálsson sagði að Há- skólabió myndi ekki fækka stöðu- gildum þrátt fyrir þessar breyt- ingar, sem væru aðallega fólgnar i nýju vaktafyrirkomulagi. Svip- að væri um að ræða hjá hinum kvikmyndahúsunum (Austur- bæjar- Laugarás- og Nýja-bió.). — 1 viðtalinu við Friðbert kom fram að samdráttur seldra að- göngumiða næmi á milli 20- og 25% miðað við sl. ár. Ástæðuna taldi hann vera myndbandabylgj- una og ný kvikmyndahús hefðu komið i samkeppnina. Hins vegar hefði sætafjöldi ekki aukist, þvi Hafnarbió og Gamla bió hefðu dregið verulega eða hætt kvik- myndasýningum sinum, en sæta- nýtingin t.d. i nýja kvikmynda- húsinu i Breiðholti væri betri. — Flestir þeir sem fengu upp- sagnarbréf eru i Verslunar- mannafélagi Reykjavikur. Hjá VR fengum við þær upplýsingar hjá Sigfinni Sigurðssyni að upp- lýsingar um uppsagnirnar hefbu borist fyrir um það bil mánuði. Alls hefði um 30 manns verið sagt upp. Forsvarsmenn kvikmynda^ húsanna hefðu skýrt frá fyrirhug- uðum skipulagsbreytingum og jafnframt tjáð að margir þeirra sem sagt væri upp, ættu kost á endurráðningu. Þvi væri vonast til að þetta kæmi ekki mjög illa niður á félagsmönnum VR. — óg Frá Tónmenntaskóla mm Reykjavíkur Innritun og móttaka skólagjalda stendur yfir dagana 6. - 8. september kl. 2 - 6 e.h. að Lindargötu 51. Eldri nemendur staðfesti um- sóknir sínar, komi með stundaskrá og greiði skólagjöld. Fullskipað er að Lindargötu í vetur, nema hægt er að taka við nokkrum 11-12 ára nemendum á eftirtalin málmblásturshljóð- færi: 3 nemendur á horn, 2 á barytón, 3 á básúnu og einn á túbu, alls 9 nemendur. Æskilegt er að þessir nemendur hafi lært eitthvað í tónlist áður en þó ekki nauðsyn- legt. Tónmenntaskólinn opnar nú nýtt útibú í Menningarmiðstöðinni við Gerðuberg, efra Breiðholti. Enn er hægt að bæta við nokkrum 6 ára nemendum þar í forskóla (börn fædd 1976), en að öðru leyti er fullskipað í útibúi skólans þar. Innritun lýkur miðvikudaginn 8. september. Eldri umsóknir sem ekki hafa verið endur- nýjaðar eða staðfestar i'yrir þann tíma falla úr gildi. Skólastjóri Stýrimannafélag íslands og Kvenfélagið Hrönn efna til hópferða austur í sumarbústaði stýri- mannafélagsins í Brattahlíð í Laugardal, sunnudaginn 12. september, í tilefni af þvíað liðin eru 20 ár frá byggingu bústaðanna. Áætlun: 1. Farið í hópferðabíl frá Borgartúni 18 kl. 10:00 2. Kl. 12:30 hádegisverður sem Hrannar- konur annast. 3. Frá Brattahlíð kl. 17:00 Þátttöku ber að tilkynna skrifstofu Stýri- mannafélags íslands fyrir næstkomandi fimmtudag, sími 29933. FRA FEYRIS SJOÐUM HVER ER GREIÐSLUBYRÐIN AF VERÐTRYGGÐUM LÁNUM? SVAR: Greiðslur af verðtryggðum lánum hækka í hlut- falli við hækkun lánskjaravísitölu (stundum byggingarvísitölu). En hvernig verða greiðslurnar í framtíðinni miðað við laun manna? Laun hækka almennt miðað við kaupgreiðsluvísitölu og auk þess hækka þau vegna grunnkauþshækkana. Gera verður ráð fyrir að laun hækki a.m.k. ámóta og lánin ! framtíðinni, nema reiknað sé með að lífskjör fari versnandi. Reynsla undanfarandi ára- tuga sýnir að yfirleitt hækkuðu laun meira en allar vísitölur. En hvert er þá hlutfall afborgana og vaxta af launum? Ef ung hjón kaupa sér íbúð, sem kostar kr. 800.000, og eíga sjálf skyldusparnað og annað fé upp á kr. 300.000, þá vantar þau kr. 500.000. Þessa upphæð verða þau að taka að láni hjá líf- eyrissjóðum, Húsnæðismálastofnun, bönkum og skyldmennum. Ef gert er ráð fyrir að þessi lán séu verðtryggð og til 25 ára, þá er árleg afborgun af þeim kr. 20.000 og vextir (3%) fyrsta árið kr. 15.000, en lækka niður í kr. 600 síðasta árið. Greiðslurnar eru því frá kr. 35.000 á ári fyrsta árið niður í kr. 20.600 síðasta árið. Og þessar upp- hæðir hækka e.t.v. ámóta og launin og því getur unga fólkið reiknað með að þurfa að greiða tvenn til þrenn mánaðarlaun í afborganir, vexti og verð- bætur næstu 25 árin. llLANDSSAMBAND SAMBAND ALMENNRA IlIfeyrissjOða LÍFEYRISSJÓÐA IésA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.