Þjóðviljinn - 25.09.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.09.1982, Blaðsíða 3
Helgin 25.-26. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Kynlíf undir dáleiðslu ,se®N1'01 Steetft Réttarhöld yfir dávaldi í Danmörku sem er ákœrður fyrir nauðgun og önnur kynferðisafbrot Nýlega var danski dávaldur- inn Frisinette hér á landi og fékk ! hann fólk til að framk væma ótrú ■ lega: hluti undir dáleiðslu. Um þessar mundir standa hins veg- ar yfir réttarhöld yfir öðrum dávaldi, landa hans í Dan- mörku. Hann er ásakaður um nauðgun og önnur kynferðis- afbrot í stofu sinni í Silkiborg. Málið hefur vakið feiknaathygli og deilur í Danmörku. Dávaldur þessi var fangelsaður fyrir síðustu jól, ákærður fyrir brot gegn 20 konum sem allar höfðu gengið á stofuna til hans. Par af er ein nauðgunarkæra, þrjár ákærur fyrir tilraun til nauðgunar, 13 fyrir önnur velsæmisbrot og eitt fyrir „annan kynferðislegan samgang en samfarir“. Dávaldur þessi er nú á hvers manns vörum, ekki síst í Silkiborg, og blaðamenn fylla stúkur réttar- salarins. Astæðan er auðvitað sú að samband dáleiðslu og kynlífs örvar hugmyndaflug fólks og virðist hafa komið yfirvöldum gjörsamlega úr jafnvægi. Þau eru nú að koma lögum yfir athæfi sem fram fór í „terra incognita“, eins og dómar- inn orðaði það, eða hinu óþekkta landi. Spurningin er hins vegar sú hvort hægt er að skilgreina samfarir, sem fram fara meðan konan er dá- ; leidd, sem nauðgun í lagalegu til- liti. Hér er um að ræða létta dá- leiðslu án svefns. Flestir ákærend- urnir telja sig aðeins hafa orðið fyrir þukli en dávaldurinn ber því við að það hafi aðeins átt sér stað eftir samkomulagi og sem liður í meðhöndlun vegna kynlífsvanda- mála viðskiptavinarins. Réttarsalnum hefur iðulega ver- ið lokað meðan vitnaleiðslur hafa átt sér stað af tillitssemi við kon- urnar eða þá að bann hefur verið lagt við að birta vitnaleiðslurnar í fjölmiðlum. Miklar deilur eru nú meðal al- mennings í Silkiborg um það hvort hætta sé á að maðurinn verði dæmdur saklaus og skiptist fólk mjög í tvo hópa. Þeir sem taka svar dávaldsins telja að hann hafi orðið fórnardýr móðursjúkra kvenna og þær hafi flestar haldið áfram að ganga á stofuna til hans þrátt fyrir meint brot gegn þeim. Dávaldurinn sjálfur er „elegant“ klæddur, með stóra gullhringi á fingrum og dýrt silkislifsi. Hann þénaði geysilega mikið á stofu sinni og meðal viðskiptavina var heims- frægt fólk. (GFr- byggt á Information) Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tiiboð- um í eftirfarandi: RARiK 82039 - 1880 stk. fúavarða tré~ staura. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík frá og með mánudeginum 27. september og kostar hvert eintak kr. 50.- Tilboðum skal skila til skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins fyrir kl. 14.00 mánudaginn 1. nóvember 1982 merkt RARIK 82039 og verða tilboðin þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Reykjavík, 24. september 1982 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS ^IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Upprifjunamámskeið hefjast 18., október n.k. ef næg þátttaka fæst. Kennslugreinar: Grunnteikning, stærðfræði, efnafræði, danska, enska, rafmagnsfræði, rafeindatækni og tölvufræði. Innritað verður frá 27. september til 4. okt- óber. Nánari upplýsingar í skrifstofu skólans. jsow Nú skín sólin í Karabískahafinu fyrirþá sem eru tilbúnir aðlakaþátti nýjumævintýrum! Þar er ströndin hvít, himininn heiður, hafið blátt, þar eru glæstir garðar, sundlaugar, golfvellir, tennisvellir, heilsuræktarstöðvar, strandbarir og barnaleikvellir. Þar eru veitingastaðir við allra hæfi, tónlist jafn fyrir eyru og fætur, næturklúbbar og spilavíti. Þar er hægt að komast á túnfiskveiðar og í regnskógarferð, kafa niður á kóralrifin, kynnast sögu spænskra landkönnuða og njóta hinnar stórkostlegu sólarupprásar. Þar er allt sem þarf í ævintýri! Brottfarir til Puerto Rico verða alla þriðjudaga í haust fram til 30. nóvember. Ferðirnar eru 1, 2 eða 3ja vikna langar. Ferðatilhögun: Flogið er til San Juan en skipt um vél í New York í báðum leiðum. Fulltrúi Flugleiða verður hópnum til aðstoðar á Kennedy- flugvelli. Gisting: Hægt er að velja um gistingu í hótelherbergjum eða íbúðum á El San Juan Hotel og El San Juan Tower en hvort tveggja er með því besta, sem þekkist í Puerto Rico - og þar er „standardinn" hár. Verð: Frá 12.463 fyrir 1 viku, 14.918 fyrir 2 vikur og 17.353 fyrir 3 vikur, miðað við gistingu í 2ja manna herbergi. Innifalið er flugfar, gisting, flutningur til og frá hóteli og íslensk fararstjórn. URVAL FLUGLEIÐIR ÚTSÝN Samvinnuferdir -Landsýn i PUERTO RICO Iðnskólinn í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.