Þjóðviljinn - 25.09.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.09.1982, Blaðsíða 7
Helgin 25.-26. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Minning Hörður Hafliðason Fæddur 4. mars 1923 — Dáinn 17. september 1982 Enda þótt líkamsdauðinn sé manninum jafn eðlilegur og fæð- ingin, ber hann oft að með þeim hætti, að nánir eftirlifendur og ást- vinir standa eftir höggdofa, svo óvænt eru umskiptin, svo þungt er höggið þegar vandamaður eða vin- ur er kvaddur brott, snöggt og óvænt yfir landamærin miklu. Svo var með Hörð Hafliðason, sem borinn verður til moldar á morgun, mánudaginn 27. septem- ber. Líklega hefur fáum, sem þekktu þennan hrausta, lífsglaða mann dottið í hug að hann yrði hrif- inn brott svo skjótt sem raun bar vitni. Hann hné niður á íþróttaæf- ingu hinn 17. þessa mánaðar. Hörður Hafliðason var fæddur í Bolungarvík, 4. marz 1923, sonur hjónanna Kristjönu Guðfinnsdótt- ur og Hafliða Jónssonar og sem nú er látinn fyrir alllöngu. Hörður ólst upp í Reykjavík, í Vesturbænum. Ér hann hafði þroska til nam hann ketil- og plöt- usmíði í Stálsmiðjunni. Hann vann um margra ára skeið á Vélaverk- stæði Sigurðar Sveinbjörnssonar, en þaðan í frá hjá Varastöð Raf- veitnanna við Elliðaár. Meðal starfsbræðra sinna hafði Hörður orð fyrir að vera úrvals verkamaður, vandvirkur og sam- vizkusamur. Hann var frækinn íþróttamaður á yngri árum og á tímabili meðal beztu langhlaupara okkar. Hann var um skeið liðsmaður í íslenzka landsliðinu í frjálsum íþróttum. íþróttir stundaði hann til æviloka: leikfimi, sund, skíðaferðir og fjall- göngur. Voru og íþróttir sameigin- legt áhugamál Harðar og Ingi- bjargar konu hans og hafa börn þeirra erft þann áhuga frá foreld- rum sínum í ríkum mæli. Hörður var áhugasamur og framúrskarandi ósérhlífinn félagi í Glímufélaginu Ármanni, Flugbjörgunarsveitinni og Jöklarannsóknarfélaginu. Hafði hann yndi af öræfa- og jökla- ferðurri, enda var hann harðger maður og þolgóður. Hann var ekki fljótur til kynna, en ákaflega traustur og hlýr vinur og félagi þeim er hann batt vináttu og félagsskap við. Hörður var vinmargur maður og naut sín vel í vinahópi. Kom þá í ljós rík frásagnar og kímnigáfa hans. Árið 1950 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Árnadótt- ur. Eignuðust þau fimm mannvæn- leg börn. Þau eru: Auður, íþrótta- kennari, Guðrún flugfreyja, Krist- jana, nemi, Björk, nemi og Bárð- ur, nemi. Barnabörnin eru þrjú, Hörður Már, Inga Sóley og Hall- dóra. Voru þau í miklu uppáhaldi hjá afa sínum. Hörður var ástríkur heimilisfaðir, trygglyndur og ætt- rækinn. Minningar leita á hugann. Ég minnist ógleymanlegrar og fjöl- mennrar öræfaferðar er fjölskyldu- lið okkar fór inn í Jökulheima fyrir nokkrum árum. Hörður og Inga skipulögðu þá ferð frábærlega vel og útveguðu húsnæði fyrir þennan fjölmenna hóp í fjallaskálunum inn við rætur Vatnajökuls. í þeirri ferð kom sem oftar í ljós hve næmt auga Hörður hafði fyrir umhverfinu og hve mikill náttúru- unnandi hann var. Nutum við föru- nautar hans þar í ríkum mæli kunn- ugleika hans. Þarna inn í miðju landinu var hann eins og heima hjá sér, sagði okkur örnefni, leiðbeindi og fræddi. Hörður átti vandað ljósmynda- og skyggnusafn frá öræfa- og jökla- ferðum sínum og frá eldgosum síð- ustu áratugi, einnig fjölskrúðugt steinasafn. Myndakvöld hans voru bæði skemmtileg og fróðleg. Hér skal að leiðarlokum þakkað fyrir góða vináttu, fyrir marga ánægjulega samverustund. Eg kveð með trega kæran svila minn og góðan dreng og þakka honum samfylgdina. Guð blessi minningu Harðar Hafliðasonar og veiti fjölskyldu hans styrk. Júlíus J. Daníelsson. Fallinn er frá Höröur Hafliöa- son, reyndasti jöklafari landsins. Kallið kom óvænt og alit of snemma. Hann var manna hraustastur. Ungur aö árum var Höröur i hópi þeirra skiöamanna, sem tengdust jöklarannsóknum. Um tvitugt tók hann þátt i rannsókna- ferðum á Mýrdalsjökul og siöar björgunarleiöangri til Báröar- bungu vegna Geysisslyssins. Ariö 1950 var hann einn af stofnendum Jöklarannsóknafélagsins, og siðan fór hann i flestar feröir félagsins á Vatnajökul. Alltaf var leitaö til Harðar um þátttöku i rannsóknarferöum, við boranir, landmælingar, þyngdarmælingar og þykktarmælingar. Hörður vann aö þykktarmæl- ingum á jökli frá upphafi issjár- mælinga fyrir sjö árum. Þaö var mikiö lán fyrir okkur yngri menn. Með honum vorum við öruggir. Reynsla hans var mikil og hann vissi ávallt hvernig bregöast skyldi viö, ef bill fór i sprungu eða dátt niöur um is, belti valt af, meiöar eða drif brotnuöu, tjöld var aö fenna i kaf. Hann hélt ró- semi sinni og viðbrögð hans voru hnitmiðuð viö erfiöustu aðstæöur, blautur, kaldur, svangur og þreyttur. Til þess þarf mikinn sálarstyrk og seiglu. Við reglu- bundinn vinnudag á jökli var Höröur alltaf aö, hélt röö og reglu i búöunum, geröi viö þaö sem bil- aði og var listasmiður á járn. En þegar fréttir komu um óvænt at- vik heim I búöir og rætt var um viöbrögö vaföi hann þegjandi saman svefnpokanum. Það var til marks um aö hann byðist til þess aö fara og jafnframt dæmigert um fyrirhyggju hins reynda jöklafara, sem aldrei treystir þvi hve löng hin stysta ferö kann aö verða. Við fráfall Harðar sækja á ótal myndir, allt frá þvi aö hann færði mér, veðurathugunarmanni, vistir og nýjan fisk i Jökulheima sumarið 1963, þar til við ákváöum aö skriöa i pokana á þurrum sandhól við Drekann sl. vor og gátum nælt okkur i nokkurra tima svefn uns élin vöktu okkur aö morgni. Þannig endaði siöasta ferö okkar. Þaö leyndist engum hve Hörður naut ferðalaga, aö sjá heim til Jökulheima úr Heima- skarði, elda þar kjötsúpu, ganga um hlaðiö, tina upp rusl og stinga þvi i vasann, finna vað á Tungná og leiö upp jökulinn, viröa fyrir sér svip Kerlingar, horfa á drilin hverfa eitt af ööru, endalausa snjóbreiöuna framundan, en Þóristind einan risa upp yfir fjall- Til leigu Borgartún 33 2. og 3. hæö (ca. 300 m2 hvor) að Borgartúni 33 Reykjavík (austurendi). Til sýnis á skrifstofutíma Vörubílastöövar Þróttar. lendiö aö baki, skima eftir Páls- fjalli, Þóröarhyrnu og Hábungu og loks greina Sviahnúka. Hann naut þessara mynda og við lærðum þaö af honum. Höröur var einstaklega góöur feröafélagi. Gamansemi hans var græskulaus og frásagnarlistin fáguö þegar stund gafst til skrafs. Hógværö einkenndi allt fas hans. Hann brosti og hnykkti gjarnan til kolli ef honum var skemmt, en þagöi og gekk burt ef honum mis- likaði umræöuefni. Hann var einkar tillitssamur viö feröa- félaga. Ég sé hann i minningunni ganga skrefi eftir Eggerti V. Briem áttræðum þegar vaöiö var yfir Tungná á eyrum i lok leiö- angurs sumariö 1976. Man hann sauma saman sviöinn og blautan svefnpoka minn i ofsaveöri á Báröarbungu vorið 1978. Hlaupa uppi hrakinn fugl á Vatnajökli, bera hann i búðir og tyggja ofan i hann mat. Gantast hins vegar við hrafninn i Jökulheimum, sem öllum mat stelur, en er nú orðinn svo matvandur aö hann lætur saltkjöt ósnert. Mikill er nú skaði okkar sem vinnum að jöklarannsóknum. Þessar rannsóknir eru bornar uppi af mönnum, sem kunna að ferðast um jökla á öruggan hátt. Þar var hlutur hans stór. Viö félagarnir mátum Hörð Hafliöa- son manna mest og eigum honum mikla skuld aö gjalda. Hann hins vegar mat mest þá viðurkenningu fyrir störf sin að aðrir ynnu meö honum aö þeim störfum af áhuga og einlægni. Marga samrýmda félaga og vini átti hann i Jökla- rannsóknafélaginu og Flugbjörg- unarsveitinni. Þeir munu halda áfram að feta i sporin hans. Höröur var gæfumaöur i einka- lifi. Hann og Inga voru mjög sam- valin hjón og börnin og barna- börnin mannvænleg. Hjá Ingu og fjölskyldu er hugur okkar i þeirra harmi. Helgi Björnsson Fregnin um andlát Haröar Haf- liðasonar kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, þar sem þessi reglu- sami og vel þjálfaði maður hefur ætíð verið ímynd hreystinnar í huga mér. Hörður var járnsmiður og verkmaður góður. Hann var stað- fastur og vel liðinn af samstarfs- mönnum sínum. Hörður kvæntist árið 1950 eftir- lifandi konu sinni, Ingibjörgu Árn- adóttur. Þau eignuðst fimm mynd- ar börn, fjórar dætur og einn son. Hörður og Inga reistu sér hús að Grundargerði 22, þar sem hefur verið heimili þeirra síðan. Hörður var mjög elskur að börnum og hændust þau að honum sökum þeirrar nærgætni og rósemi sem framar öðru einkenndi hann. Skíðaáhugi foreldranna varð til þess að leiðir barnanna lágu oft til fjalla. Sá skóli sem fagur fjalladal- ur er og virðing foreldranna fyrir landinu og fegurð þess hefur verið börnunum ómetanlegt veganesti. l)m langt árabil hafa þau hjónin unnið ómetanlegt starf fyrir skíða- deild Ármanns, fyrst í Jósepsdal og síðan í Bláfjöllum. Hörður var í flugbjörgunarsveitinni og vann þar ómældan 1 íma við margvísleg störf og tók þátt í fjölmörgum jökla- rannsóknaferðum þar sem þekking hans á jöklum kom að góðum notum. Þó að Hörður væri rólyndur maður þá gat smávægilegt atvik orðið grátbroslegt í meðförum hans án þess þó að nokkur maður skaðaðist. Vissulega væri hægt að skrifa langt mál um margar sam- verustundir með Herði en nú er mál að linni. Ég vil á þessari kveðjustund þakka Herði Hafliðasyni góða við- kynningu á lífsleiðinni. Öllum ættingjum og vinum hans sendi ég innilegustu samúðar- kveðjur og vona að minningin um góðan dreng verði þeim huggun harmi gegn. Theódór Oskarsson. Hinn vitri safnar ekki auði, Því meira sem hánn ver öðrum til gagns því meira á hann sjálfur. . Því meira sem hann gefur öðrum, því ríkari er hann sjálfur. Lao Tse. Þessi gömlu spakmæli koma upp í hugann, þegar við nú, við andlát vinar og vinnufélaga Harðar Haf- liðasonar, minnumst hans með nokkrum fátæklegum orðum. Það kom okkur öllum mjög á óvart þegar sú sorgarfregn barst, að Hörður væri dáinn. Þennan sama dag höfðum við kvatt hann að loknum vinnudegi, glaðan og hressan eins og ævinlega. Sannast þar máltækið að enginn ræður sín- um næturstað. Það er ómetanlegt að hafa kynnst og starfað með slíkum manni sem Hörður var. Hann var einstaklega traustur og góður fé- lagi. Rólegur, harðduglegur, ósér- hlífinn, með afbrigðum greiðvirk- inn, og tók ævinlega svari þeirra sem minna máttu sín. Hann hafði í ríkum mæli til að bera ljúfa kímni og græskulausa glettni, og þó að hann væri skapmaður kunni hann vel að stilla sig. Hörður var mikill íþróttamaður alla tíð, og bar þar skíðaíþróttina hæst. Hann starfaði mikið í félagsskap skíða og jökla- fara og var oft starfsmaður í jökla- rannsóknarferðum. Þar naut han sín vel og þarf ekki að efa ósérhlífni hans og þrautseigju við þau störf fremur en önnur. Þá vann hann mikið fyrir Starfsmannafélag Landsvirkjunar. Þar sýndi hann sömu fórnarlund sem annars stað- ar, og var ætíð reiðubúinn til að verja tíma sínum fyrir félagið. Vin- ir hans og félagar þaðan minnast hans með hlýju og þakklæti. Hörð- ur hafði mjög góða frásagnarhæfi- leika fléttaða mikilli í kímni, og hreif hann okkur samstarfsmenn sína oft með frásögnum af ferða- lögum þeim, sem hann hafði tekið þátt í. Hörður var þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga gott heimili og samhenta fjöskyldu með áhugamál sem féllu í sama farveg. Hans ágæta eiginkona Ingibjörg Árna- dóttir studdi mann sinn ávallt dygg- ilega og voru þau mjög samhent og virtu hvort annað mikils. Hörður og Ingibjörg eignuðust fimm börn, sem bera foreldrum sínum vitni um gott uppeldi og góða leiðsögn. Að lokum sendum við innilegar samúðarkveðjur til allra ástvina hans. Hvfl þú í friði. Vinnufélagar. Nýstofnadur í tengslum víð nýja verslun Hljómplötudeild Karnabæjar auglýsir stofnun plötuklúbbs í tengslum við nýja hljóm- plötuverslun að Rauðarárstíg 16, Reykjavík. Með þessu viljum við auka þjónustu fyrirtæk- isins við tónlistarunnendur um allt land. Sérstaklega getur fólk utan Reykjavíkur nú frekarfylgst með því sem gerist í tónlistar - heiminum og fengið nýjar og gamlar plötur og kassettur án tafar á kynningar og klúbbsverði. NAFN Við munum mánaðarlega senda félögum fréttablað með upplýsingum um nýjar og væntanlegar hljómplötur.Ekki skiptirmáli hvar á landinu menn búa, við sendum í póstkröfu eða afgreiðum meðlimi beint í búðinni. Sendið inn umsóknareyðublað, komið eða hringið. Plötuklúbbur Karnabæjar Rauðarárstig 16, R vík, S. 11620 bV l_____________________I % Raadarárstigur HEIMILISFANG r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.