Þjóðviljinn - 25.09.1982, Qupperneq 6
6 SIÐA ÞJÓÐVILJINN ■•. Helgin 25.-26. september 1982
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6 Reykjavik, sími 8 13 33
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent h.f.
A tlantshafl
• Sautjándi september 1982 er dagur sem vert er að
leggja á minnið. Ef til vill verður hann seinna talinn í
hópi merkisdaga. Þá var haldinn í Þórshöfn stofnfund-
ur samtaka verkalýðshreyfinga í Færeyjum, íslandi og
Grænlandi. Á íslensku bera þessi samtök heitið Verka-
lýðshreyfingin í Norður-Atlantshafi og stofnaðild að
þeim eiga Alþýðusamband íslands, Alþýðusamband
Grænlands, Sjómannasambandið og Handverkara-
félagið í Færeyjum.
• Um nauðsyn aukins samstarfs milli fiskveiðiþjóð-
anna í Norður-Atlantshafi hefur margt verið rætt á
liðnum árum, en minna orðið úr en skyldi. Fessvegna er
það sérstakt ánægjuefni að verkalýðssamtökin skuli
hafa gert alvöru úr því að bindast nýjum böndum og
efla með sér samstarf.
menning
- karlamenning
Margrét Thatcher: Enginn eftirbátur
karlmanna í að senda syni sína á víg-
ritstjórnargrein
Verkalýðs-
hreyfmgin
í Norður-
DIOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs*
I hreyfingar og þjóðfrelsis.
Útgefandi: Útgátufélag Þjóöviljans.
, Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
| Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson.
Fréttastjóri: Álfheiöur Ingadóttir.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Helgi Ólafsson, Lúövík Geirsson, Magnús
H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Þórunn Siguröardóttir, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víöir Sigurðsson.
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson.
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurösson, Guðmundur Andri
Thorsson.
• Fyrst um sinn verður aðeins um að ræða reglulega
ársfundi í þessum samtökum og þriggja manna sam-
starfsnefnd fer með málefni þeirra milli funda. En það
er stefnt að sameiginlegu ráðstefnuhaldi, nánari kynn-
um verkafólks í löndunum þremur og upplýsingamiðl-
un. I tengslum við stofnfundinn var haldin yfirlitssýning
á íslenskri myndlist í Færeyjum. Færeyingar hafa sótt
Félagsmálaskóla MFA og einmitt á fræðslusviðinu get-
ur íslenska verkalýðshreyfingin verið veitandi í sam-
skiptum við Færeyinga og Grænlendinga. Fað er einnig
ljóst að íslenskt launafólk stendur betur að vígi varð-
andi ýmis félagsleg réttindi og öryggisatriði er standa
utan beinna launataxta heldur en verkafólk í Græn-
landi og í Færeyjum, og þar getur það leitað í smiðju til
íslands.
• En íslendingar geta ekki síður verið þiggjendur í
samstarfi af þessu tagi. Færeyskur sjávarútvegur er
tam. rekinn af miklum myndarbrag og nefna má m.a.
að sl. sumar fór hópur Vestfirðinga í heimsókn til Fær-
eyja og kynnti sér útgerð og fiskvinnslu þar. Á næsta
ársfundi Verkalýðshreyfingarinnar í Norður-
Atlantshafi er ætlunin að ræða ýtarlega um fiskverðsá-
kvarðanir, en sá orðrómur liggur í landi að Færeyingar
gætu kennt okkur eitt og annað nytsamlegt í þeim efn-
um.
• Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ, sem á sæti í sam-
starfsnefnd nýju samtakanna, segir að það sem kalli á
samstarf af þessu tagi sé framar öllu öðru sú staðreynd
„að við drögum fisk upp úr sama sjónum” - „Við eigum
öll líf okkar undir fiski og fiskvinnslu og skipulegri
nýtingu auðlindanna,” segir Ásmundur í viðtali við
Fjóðviljann. „Fað hefur svo í för með sér að við hljót-
um að eiga sameiginleg áhugamál og einnig sameigin-
leg vandamál. Einnig hitt, sem skiptir miklu, að af
þessum sökum geta komið upp hagsmunaárekstrar
milli okkar sem kallar á vettvang þar sem við getum
borið saman bækur okkar.”
• Þjóðviljinn tekur undir þessi orð og fagnar þessum
nýja þætti í samstarfi eyþjóðanna í Norður-Atlantshafi.
- ekh
Nú í sumar hefur birst greina-
flokkur í Dagblaðinu og Vfsi eftir
Helgu Sigurjónsdóttur kennara
um hugmyndafræði kvennafram-
boðs og kvenfrelsi og sósíalisma.
Þetta hafa verið vel skrifaðar
greinar og athyglisverðar, ekki
síst fyrir karlmenn, en í greinun-
um er hlut karla í kvenfrelsis-
baráttu hafnað. Helga segir 26.
júlí: „í besta falli geta þeir verið
svolítið til trafala, í versta falli
geta þeir eyðilagt kvenna-
hreyfinguna með öllu“.
Helga telur að þrátt fyrir góðan
vilja sumra karlmanna sé grunnt
á jafnréttisvilja þeirra. Hún
segir: „Vitund kvenna um líf sitt,
sögu og ævaforna kvennamenn-
ingu (ég á ekki við dúkkulísu-
menningu) er forsenda fyrir
sterkri kvennasamstöðu sem er
eina leiðin til að brjótast undan
þessu valdi. Jafnvel hinir ágæt-
ustu karlmenn munu ekki ganga
þar fram fyrir skjöldu. Það geta
konur einar gert. Þessu er einnig
þannig farið með mannréttinda-
baráttu allra valdalausra hópa -
eða minnihlutahópa eins og þeir
eru stundum nefndir. Skýr vitund
viðkomandi hóps um stöðu sína
og eðli þeirrar kúgunar sem þeir
verða fyrir er ævinlega grundvöll-
ur fyrir sterkum samtökum
þeirra. Með samtakamættinum
er síðan von til sigurs.“
Síðar í greininni segir Helga:
„Ég trúi því að hinir góðu þættir
manneskjunnar sem enn varð-
veitast í kvennamenningunni séu
sennilega eina von mannkyns frá
bráðum bana. Þessir þættir eru
m.a. friðarviljinn, bæði friður á
jörðu og friður við jörðina.“
Samkvæmt skoðun Helgu er
það sem sagt ekki síst tilgangur
kvenfreliishreyfingarinnar að
bæta mannkynið og stuðla að
friði á jörð, þá væntanlega með
því að ná völdum eða hafa svo
mikil áhrif á pólitíkusa að þeir
komist ekki hjá því að taka tillit
til kvennasamstöðunnar - og
kvennamenningarinnar.
Samkvæmt skilgreiningu orða-
bókar Menningarsjóðs er þetta
fólgið í orðinu menningu:
„Þroski mannlegra (andlegra)
eiginleika mannsins, það sem
greinir hann frá dýrum, þjálfun
hugans, andlegt líf, sameigin-
legur arfur (venjulega skapaður
af mörgum kynsíóðum)."
En hvað er þá fólgið í kvenna-
menningu sem skilur hana svo
rækilega frá karlamenningu?
Hvað er innifalið í henni sem ger-
ir konur svo miklu betri heldur en
karlmenn eins og liggur í orðum
Helgu. Þeirri grundvallar-s
spurningu hafa kvenfrelsiskonur,
sem eru sama sinnis og Helga,
vikist undan að svara.
Guöjón
Friöriksson
skrifar
Þroski mannlegra eiginleika
hlýtur að mótast af uppeldi, námi
og verkmenningu. í kennslubók-
um og uppeldi hefur þeirrar til-
hneigingar gætt að halda ákveð-
inni verkmenningu að hvoru kyni
fyrir sig. Konur fara í matseld,
saumaskap og flugfreyjustörf en
karlar á sjóinn, í verkfræði eða
gerast bílstjórar. Þessi fastbund-
na verkaskipting hefur þó riðlast
nokkuð hin síðari ár og kennslu-
bækur breyst. En gerir matseld
og saumaskapur konur að betri
manneskjum en karla? Ég held
tæplega að nokkur haldi því
fram.
Þá er komið að grundvallar-
spursmáli. Er þessi góða kvenna-
menning tilkomin vegna þess að
konur ala börn? Líklega er það
skoðun kvenfrelsiskvenna nema
þær álíti að góðsemin sé eðlislæg
konum. Ég tel þetta reyndar
mjög hæpið og hvers vegna ala
mæðurnar þá ekkí jafnt drengi
sem stúlkur upp í hinum góða
anda.
Nei, staðreyndin er sú að
yfirgnæfandi meirihluti fólks af
báðum kynjum þráir og vill frið
en hið vonda í manninum er til-
komið vegna aðstæðna hvers og
eins, skapgerðar og stöðu hans í
þjóðfélaginu en ekki vegna kyns.
Helga segir: „Það er engu líkara
en einn allsherjar djöfulmóður sé
runninn á allt karlaveldið eins og
það leggur sig a.m.k. ráðamenn
þess, djöfulsemi sem birtist í elsk-
usemi á æ fullkomnari sprengjum
og morðtólum ásamt yfirgangi og
valdbeitingu bæði við menn og
náttúru."
Þessi djöfulmóður, sem Helga
lýsir, er réttur að nokkru leyti en
hann er jafn af hálfu kvenna þar
sem þær hafa komist í valdastöð-
u. Að vísu eru valdamenn að yfir-
gnæfandi meirihluta karlmenn,
og því þarf auðvitað að breyta, en
konur hafa þó komist til valda
t.d. í Bretlandi, ísrael og Ind-
landi og hafa ekki reynst neinar
eftirbátar karla í grimmd og flá-
ræði. Saga liðinna alda sýnir
þetta líka. Hún geymir frásagnir
af mörgum valdamiklum og
grimmum konum. Einnig saga ís-
lands t.d. sagan af Ólöfu ríku
(Eigi skal gráta Björn bónda
heldur leita hefnda).
í margnefndri grein Helgu
segir hún: „Ég held að miklu
færri konur en karlar séu karlhat-
arar eða hverjir eru það sem
senda syni sína og aðra karla á
vígvöllinn? Ekki eru það konur.“
Þetta var hraustlega mælt um
svipað leyti og Margrét Thatcher
hin breska sendi breska syni í op-
inn dauðann á Falklandseyjum.
Niðurstaða mín er sú, að
menning karla og kvenna eigi
miklu fleira sameiginlegt en
sundurleitt og að sú aðskilnaðar-
stefna, sem Helga boðar sem
meginreglu í kvenfrelsismálum,
sé hættuleg, bjóði heim hatri og
ofstæki. Það er sjálfsagt mál að
konur nái jafnrétti og það geta
þær sjálfar gert ef þær hafa vilja
til þess og samstöðu. Velviljaðir
karlmenn geta líka vel lagt þar
hönd á plóginn. Það hlýtur að
muna um hvern karlmann, því að
við erum þó helmingurinn af
mannkyninu.